Vikan - 04.10.1951, Blaðsíða 14
14
VIKAN, nr. 38, 1951
CLAIRE.
Framhald af bls. 7.
John flýtti sér að snúa hattinum við.
En það var of seint. Hvað átti hann að
gera? Það var einungis um eitt bjargráð
að gera. Hann þurfti að viðhafa frekju.
,,Ég á hattinn,“ sagði John.
„Mínir upphafsstafir standa í honum,“
mælti Jossop.
„Nei, það er mitt nafn í hattinum,“
sagði John.
„Það er skrítið," sagði Jossop. „Eru E.
A. J. yðar upphafsstafir ? Þér segist heita
George Smith.“
John horfði vonsvikinn til dyranna.
Jossop aðgætti hann og sagði: „Já, þetta
er rétt, eða hitt þó heldur. — En þarna
kemur Arthur. Hann getur sagt mér —“
John beið ekki boðanna. Hann sá hvar
Arthur kom all ókræsilegur, og auðséð
var að ungi maðurinn var ekki í sólskin-
skapi. John þaut út um dymar eins og ör,
og hljóp út að hliðinu.
„Stöðvaðu hann,“ öskraði Jossop gamli.
Arthur var of seinn að átta sig á því
við hvern frændi sinn ætti. John var kom-
inn út að akdyrum áður en Arthur hafði
snúið sér við.
„Komið hingað,“ hvíslaði rödd til John.
„Flýtið yður og komið áður en þeir koma
auga á yður.“
John nam staðar þegar. Unga stúlkan
lá í leyni bak við stólpa öðrumegin við
akdyrnar. Hún veifaði til John.
„Hingað,“ sagði hún. „Ég sá hann
koma, og hljóp hingað til þess að ná tali
af yður.“
John fylgdi stúlkunni. Hún hljóp eftir
mjóum stíg er lá milli hnetumnna bak'-
dyramegin við húsið. Er þau komu að
bílnum mælti stúlkan: „Flýtið yður upp
í bílinn. Ég mun aka yður til Stoke Mar-
tin.“
John hristi höfuðið og sagði: „Þetta er
of mikið af því góða. Ég er yður mjög
þakklátur. En þessa hjálp get ég ekki þeg-
ið. Þér ættuð að fara inn í húsið og segja
að þér þekktuð mig alls ekki. Þér getið
sagt að ég hafi ekið af stað niðri á veg-
inum, án yðar samþykkis. Hr. Arthur mun
ekkert segja gegn þessu. Hann hefur ekki
hreint mjöl í pokahominu."
„Þér þurfið að komast til Stoke Martin,
og þangað mun ég aka yður,“ sagði unga
stúlkan og lét engan bilbug á sér finna.
„Ég þarf ekki að aka yður lengra en til
Hagby. Þaðan getið þér farið í almenn-
ingsvagninum.“
Það var árangurslaust fyrir John að
malda í móinn. Hann var ekki spenntur
fyrir því að koma í brúðkaup Horaee.
Hann taldi það meira virði að forða stúlk-
unni frá því að lenda í vandræðum."
Hann mælti: „Mér kom til hugar að
það skiptir mig ekki máli, hvort ég kem
til þessa brúðkaups eða ekki. Það getur
farið fram án mín.“
„Eruð þér með öllum mjalla?“ spurði
stúlkan. „Þér látið ekki brúðurina sitja
og bíða yðar von úr viti. Hvað ætli konu-
efni yðar segi? Við verðum að fara í
síma og hringja til hennar og —“
„Hér er ekki um mitt konuefni að ræða,“
sagði John. Nú skildi hann, hversvegna
stúlkan hafði álitið hann brúðgumann.
John hafði bara sagt að hann ætlaði í
brúðkaup. En ekki sagt að hann væri að-
eins svaramaður.
„Ég á enga brúði,“ sagði hann. „Ég
átti að vera svaramaður brúðgumans. 'Sá,
sem ætlar að giftast, er vinur minn. Hann
kemst af án mín.“
592.
KROSSGÁTA
VIKUNNAR
Lárétt skýring:
1. tónn. -— 3. dagskrár-
lið. — 13. forföður. — 15.
vind. — 16. fuglar. —
17. úrræðalaus. — 18.
frétt. — 20. erfiði. — 21.
spámanni. — 24. ullar-
vara. — 27. slúngið. —
29. kjarrið. — 31. títt.
— 32. á skrúfum. — 33.
byljótt. — 35. vitlausra.
— 36. skammstöfun. —•
38. tveir eins. — 39. =
31. lárétt. — 40. hljóð.
— 41. skammstöfun. —
42. goð. — 44. hlýhugur.
— 47. málmur. — 48.
fangamark flota. — 49.
sorgina. — 50. festar-
menn. — 52. ögn. — 53.
jötni. —- 55. á himni. —
57. hljóði. —- 59. manns-
nafn, ef. — 61. líffæri.
-— 62. hreyfist. — 63.
heimilisáhald. — 64.
stjórnandinn. — 65. sól-
guð.
Lóörétt skýring:
1. líkamshluti á ferða-
lagi. — 2. iðja fiska.
4. slíðrið.'— 5. glöð.
8. á litinn. — 9. ekki hér.
6.
dubba. — 7. tónn. —
— 10. róðrarlag. —
11. eldsneyti. — 12. skammstöfun. — 14. hlutað-
eigendur. —- 18. ósléttar. — 19. töluorð. — 22.
skammstöfun. — 23. sýsla. — 25. gapandi. —
26. afleiðsluending. — 28. af kind. — 30. dulinn
leitarmaður. — 34. = 39 lárétt. — 35. druslu-
lega (slanguryrði). — 37. vinnusöm. — 40 skað-
inn. — 43. innanhúss. — 44. leggja rækt við. —
45. forskeyti. — 46. sjónglerið. — 48. hasti á.
— 51. tveir samhljóðar. —; 54. forn greinir. —-
56. sterkur. — 57. veitingastofa. — 58. bókstaf-
ur. — 50. forfaðir. — 61. skammstöfun. — 62.
tveir samstæðir.
Lausn a 591. krossgatu Vikunnar.
Lárétt: 1. fokk. — 4. frumgetinn. — 12. ryk.
— 14. ánauð. — 15. tvenna. — 17. guðlegur. —
19. aftar. — 21. Una. — 22. gasella. — 24. sláni.
— 26. alt. — 27. lausamenn. — 30. raul. — 32.
aga. — 33. fa. — 34. mura. — 35. ársæl. — 36.
smár. — 38. að. — 39. ull. — 41. tæma. — 42,
skeiðrúmi. — 45. lár. — 46. gasið. — 47. teng-
ill. — 48. Sám. — 49. bæinn. —- 51. umsáturs.
— 53. niftum; — 55. afæta. — 57. rái. — 58.
sakaraðili. — 59. Agli.
Stúlkan horfði forviða á John. „Já —
en, viljið þér ekki? — ég á við, hvað þér
hyggist fyrir,“ mælti hún.
John sagði: „Við förum til gamla ösk-
urapans og segjum honum allt af létta.
Ef ómögulegt er að koma neinu tauti við
hann vegna bróðursonarins hef ég tillögu
fram að færa.“
Hún mælti: „Ég álít að hr. Jossop verði
all erfiður viðfangs. Mig langar heldur
ekki til þess að hitta Arthur. Hvaða til-
lögu eða uppástungu hafið þér?“
„Já,“ sagði John. „Hvað heitið þér?
Ég get ekki til lengdar talað við stúlku,
sem ég ekki veit heiti á.“
„Ég heiti Clarie Mercer,“ svaraði hún.
John mælti: „Unga stúlkan, sem í dag
giftist vini mínum, Horace, var ritari hjá
roskinni, indælli frú, og enn hefur engin
stúlka verið ráðin í stað brúðurinnar. Ég
veit að frúin ræður nýjan ritara. Ef þér
viljið ekki vera hjá Jossop vilduð þér
máske fá fyrr nefnda stöðu.“
Unga stúlkan þagði örlitla stund, Svo
létti yfir henni. Hún mælti: „Án tillits til
þessa árekstrar milli mín og Arthurs í
dag, hafði mér lengi leiðzt veran hjá hr.
Jossop. Það væri mér mjög kærkomið ef
ég fengi ritarastöðu hjá þessari frú. En
ég fæ engin meðmæli frá hr Jossop.“
John sagði: „Ég skal láta yður fá ágæt
meðmæli. Ég efast ekki um að þér fáið
þessa stöðu. Hún er mjög þægileg. Þér
ættuð að taka hana. Það væri hagkvæmt.“
Lóðrétt: 1. fatagarmar. — 2. kreistur. —- 3.
kyn. — 5. rá. — 6. unga. — 7. maur. — 8. guð.
— 9. eðlileg. — 10. Ingunn. — 11. Nóra. — 13.
knall. — 16. aflamálið. — 18. Uni. — 20. tau.
— 23. alauð. — 24. smalamenn. — 25. ánast. —
28. sósur. — 29. kararlambi. — 31. lauks. — 33.
fámál. — 37. mælistig. — 40. leistar. — 42. sam-
sek. — 43. úti. — 44. innir. —- 46. gám. — 48.
suss. — 49. bræð. — 50. æsti. — 52. Ufa. — 54.
fáa. — 56. al.
„Hvernig hagkvæmt,“ spurði Claire.
„Vegna þess að þá flytjið þér til Lond-
on. Það er þægilegra fyrir mig. Ég á þar
heima, og get komið til yðar og boðið yð-
ur út til miðdegisverðar, annaðslagið.“
Hún hló og mælti: ,Éigum við oft að
borða miðdegisverð saman?“
John svaraði: „Já — það er að segja —
ég vona að svo geti orðið.“
Claire kinkaði kolli og mælti: „Ég vona
það einnig.“
Hún skal verða konan mín, hugsaði
John.
Svar við mannlýsingarspurning-
unni á bls. 4:
Snorri goði Þorgrímsson í Eyrbyggja
sögu.
Svör vií „Veistu —?“ á bls. 4:
1. Til þess að hann byggði ekki aðra kirkju
eins.
2. 70 f. Kr.
3. Kína er um 4 miljónir fermílna að stærð og
íbúatala þess allt að 400 miljónum eða um
fimmtungur alls mannkyns.
4. Vánern (Vænir), 5550 ferkm. eða 46 sinnum
stærra en Þingvallavatn.
5. 1883 í Stóru-Vogum á Vatnsleysuströnd,
lézt í Reykjavík í okt. 1949.
6. Hrafn.
7. Frá því um 1300.
8. 1904.
9. Fíllinn.
10. 18. ágúst 1522.