Vikan


Vikan - 01.11.1951, Blaðsíða 10

Vikan - 01.11.1951, Blaðsíða 10
10 VIKAN, nr. 42, 1951 . .... .. 11 » • HEIMILIÐ • V. i — —..—— Kökuuppskriftir Sólarkaka: l-r/g bolli (1% bolli og 2 tesk.) hveiti, IV3 bolli sykur, 3 tsk lyftiduft, 1 tsk. salt, þessu sáld- að saman. Því næst bætt út í: V3 bolli smjörliki (það á að vera lint, en ekki bráðið), 1 bolli mjólk, y2 tsk. sítróndropar, V2 tsk. vanilludropar. Hrært vel i 2 mín. (150 hringir á min.). Stillt á hálfan straum, ef hrært í hrærivél. Fjórum óhrærðum eggjarauðum bætt út i. Hrært í 2 mín. í viðbót. Formið smurt að inn- an. Bakað við hægan hita. Möndlukex: IV2 bolli hveiti, 1 bolli sykur, 34 tsk. salt, því sáldað saman. Blandað saman: V2 bolli smjör- líki, 1 eggjarauða, 3 matsk. mjólk, V2 tsk. vanilludropar. Því bætt út í hveitiblönduna. Hnoðað saman, deiginu skipt í tvo jafna parta, látið standa í nokkrar mín., svo að betra sé að fletja það út. 1 eggjahvita þeytt, hún smurð á deighelmingana eftir að þeir hafa verið flattir. 1 bolli af söxuðum möndlum, sem er stráð ofan á hvít- una. Skorið niður í fjögra cm. fer- hyrninga. Bakað í 9 til 10 mín. við fremur hægan hita. Marjorie Reynolds nýtur sólarinn- innar á baðströndinni. Af brosinu má ætla, að hún sé mjög ánægð með lif- ið. Hún er talin meðal glæsilegustu kvikmyndadísa í Hollywood. Hjálpið barninu til aö sigrast á feimninni. Eftir G. C. Myers, Ph. D. Fjölmörg feimin börn og ungling- ar eiga erfitt með að hefja skóla- nám á haustin. Það er nauðsynlegt að reyna að hjálpa þeim yfir þá hindrun, sem feimnin verður þeim. Fjöldi barna er lítið sem ekkert feimin 5—6 ára, en verða oft svo feimin með aldrinum, að það veldur þeim sjálfum og jafnvel fjöl- skyldum þeirra mestu örðugleikum. Ég fékk nýlega svohljóðandi bréf: „Kæri Dr. Myers. Þér hafið alltaf verið mjög hjálpsamur, þegar ég hef leitað ráða hjá yður; ég vona, að þér getið ráðlagt mér einu sinni enn. Ég á lítinn dreng, sem á að hefja nám í haust, hann er yngstur af fimm börnum minum. En hann er svo feiminn, að hann svarar ekki, þegar yrt er á hann, og reynir allt- af að fela sig bak við mig. Ef kenn- arinn ávarpaði hann, er mjög líklegt, að honum-' yrði svarafátt um of. Hann er jafnvel feiminn við ömmu sína. Eg verð að reyna að venja hann af þessu, áður en hann fer í skól- ann. Hvað get ég gert? Ég hef aldrei neytt hann til þess að svara, ef honum er það þvert um geð, af því að hann roðnar, þegar ég spyr, hversvegna hann svari ekki, svo að ég vil ekki skamma hann.“ Vafalaust er það mjög áríðandi, að þér hjálpið drengnum til þess að losna við feimnina, áður en hann fer í skólann, og einnig að þér venjið hann af þvi að hanga i pilsunum yðar. Hvetjið hann til að leita félags- skapar jafnaldra sinna, reynið að glæða hjá honum fjör og athafna- semi. Þér getið ekki búizt við, að feimni hans hverfi i einni svipan. Það tek- ur sinn tíma hjá fullorðnu fólki að temja sér frjálsmannlegt viðmót, og varla er hægt að vænta þess, að barnið sé fljótara til. Samt mundi það vera mögulegt að breyta viðhorfi barnsins á mjög skömmum tíma, ef þér leggið mikla rækt við það við- fangsefni. Það er alveg rétt að neyða hann ekki til að skipta orðum við ókunn- uga. Gefið honum nægan tíma til að Gresolvent ræstiduft Bezta og ódýrasta RÆSTIDUFTIÐ ©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©© ©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©S HíSIqI m REGP Hárlagningarefnið góða fyrir börn og fullorðna ávallt fyrirliggjandi. Sendum gegn póst- kröfu um allt land. Verzlunin HOF h.f. Laugaveg 4, Reykjavík ©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©©© venjast á það að svara ókunnugum. Þér verðið að koma honum í skiln- ing um, að hann á að geta verið án yðar stund og stund. Þér skuluð reyna að byrja á því að láta honum líða vel hjá einhverjum, ef þér farið út á kvöldin. Bezt væri að láta föður hans fyrst gæta hans. Farið með hann í heim- sókn á heimili þar, sem barn á hans aldri er. Faðir hans ætti einnig að gera þetta. Reynið að laða annað barn heim til yðar til að leika við hann. Þetta verður erfitt verk og þarfnast mikillar nákvæmni og þolin- mæði. Ef þér getið komið honum til að leika sér við eitt barn, fer hann smám saman að sækjast eftir félags- skap fleiri barna. Þér skulið ekki treysta tilviljuninni í þessu efni. Skipuleggið allt, og látið þetta alltaf sitja í fyrirrúmi. Það væri ágætt, ef þér hafið tök á, að láta hann genga í sunnudaga- skóla. Mörg feimin börn hafa getað tamið sér frjálsmannlegra viðmót í félagsskap sunnudagaskólanna. Sunnudagaskólarnir hafa sannarlega sitt gildi með því að afla börnunum kunningja og leikfélaga. Það væri ágætt, ef litli sonur yðar kynntist þeim börnum, sem verða mundu bekkjarsystkin hans í skóla. Þér virðist hafa mestar áhyggjur út af því, að drengurinn hafi ekki einurð til að tala við kennarann. Ef yður tekst að venja hann á að um- gangast börnin óþvingað, mun hon- um vafalaust veitazt létt að koma fram við kennarann á sama hátt og hin börnin. Til allrar óhamingju gera foreldr- ar feiminna barna sér það ekki ljóst, að aðalatriðið er ekki að fá börnin til að vera frjálsmannleg í framkomu við fullorðið fólk, það kemur alveg af sjálfu sér, ef börnunum .hefur lærzt að umgangast jafnaldra sina óþvingað. P Ur ýmsum áttum — Greta Garbo, kvikmyndaleikkonan heimsfræga, hafði verið í París og ferðast huldu höfði undir nafninu „Clark“. Nú hafði það frétzt, að von væri á farþega að nafni Clark til Bromma flugvallarins í Stokkhólmi, en Greta Garbo er sænsk, eins og flestir vita. Fréttamenn, ljósmyndar- ar og lögregla ruku upp til handa og íóta og flýttu sér út á flugvöll, þeim brá heldur en ekki í brún, þegar far- þeginn var ekki hin fræga leikkona heldur einhver David C. Clark frá New York. ! ! ! Á blómaöld Feneyja, 18. öldinni, voru veizluhöld mjög tíð meðal höfð- ingjanna. Viðhafnarmestu veizlurnar voru haldnar í Labia-höllinni við stóra síkið. Til þess að komast hjá glamrinu i diskunum við uppþvott- inn, er sagt, að hann hafi sökkt disk- unum niður í síkið. Illar tungur héldu því fram, að hann hefði látið leggja sterkt veiðinet með botni síkisins. Labia-ættin og hennar risna er nú löngu gleymd. En nýlega var opnað í Labia-höllinni mjög glæsilegt veit- ingahús.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.