Vikan - 01.11.1951, Blaðsíða 12
12
VIKAN, nr. 42, 1951
„Hvað meinið þér?“
„En ef þér kæmust nú aldrei heim aftur?“
„Eruð þér að segja mér þér ætlið að stytta
mér aldur?“
„Það munaði ekki miklu þér myrtuð Spensu,
eftir því sem hún sagði mér sjálf."
„Er Spensa hér?“ spurði Nella. Það var til
nokkurar huggunar að vita af konu í nánd við
sig.
„Nei, Spensa er ekki hér. Hér eru engir nema
ég og þér og dálítill hópur manna, úrvalsmanna."
„Ég hef ekki fleira við yður að tala. Þér get-
ið gert það, sem þér viljið."
„Ég þakka,“ sagði hann. „Ég skal senda til
yðar mat.“
Hann gekk að káettunni og blístraði, og negra-
drengur kom upp með súkkulaði á bakka. Nella
tók við honum og kastaði útbyrðis án minnsta
hiks. Tommi Jakobsson var þar skammt frá.
„Djörf eruð þér,“ sagði hann, „og ég dái
dirfsku. Það er mjög sjaldgæfur eiginleiki."
Hún svaraði engu.
„Af hverju fóruð þér að reka nefið í mín mál-
efni?“ sagði hann svo.
Hún þagði áfram, en spurningin vakti hana
til umhugsunar: hversvegna hafði hún farið að
skipta sér að þessu dularfulla máli? Það var
mjög ólikt henni að fara að rjála við hættulega'
hluti. Hafði hún farið á stúfana til að fram-
fylgja réttlætinu og koma hinum seka í gálgann ?
Eða var þetta einhver ævintýralöngun ? Eða var
það kannski dulin þrá til að verða Ariberti prins
að liði?
„Það er ekki mér að kenna, að þér eruð kom-
in í þessa klípu,“ hélt Sjúls áfram. „Ekki egndi
ég yður til þess arna. Þér getið yður sjálfri
um kennt. Þér og faðir yðar — þið hafið verið
helzti umsvifamikil fram að þessu.“
„Og verðum enn umsvifameiri bráðlega," sagði
hún köld.
„Við sjáum nú til,“ sagði hann. „En ekki get
ég annað en dáðzt að yður, það er að segja,
þegar þér látið mig og mín mál liggja milli
hluta. Það get ég ekki þolað neinum — ekki
einu sinni milljónamæringi, ekki einu sinni fag-
urri stúlku.“ Hann hneigði sig. „Nú skal ég segja
yður, hvað ég ætlast fyrir. Ég ætla að fara með
yður á öruggan stað og halda yður þar, þangað
til ég hef komið málum mínum fram. Þér minnt-
ust áðan á morð. En hvað það var óviðfelldið
af yður! Það eru einungis viðvaningar, sem
fremja morð — —“
„Hvað segið þér um dauða Reginalds Dimm-
oka?“
Hann þagði alvarlegur á svip.
„Reginalds Dimmoka," hafði hann upp eftir
henni. „Dó hann ekki úr hjartaslagi? Á ég ekki
að ná í meira af súkkulaði fyrir yður? Eruð
þér ekki svöng?“
„Ég svelti mig í hel, áður en ég bragða mat
frá yður,“ sagði hún.
„Dýrleg stúlka!“ sagði hann. Svo horfði hann
fast í andlit hennar. Hann var gagntekinn af
hinni stoltu fegurð hennar. „Þér yrðuð stórfeng-
leg eiginkona,“ sagði hann og gekk til hemiar.
„Þér og ég, ungfrú Rakksoll, fegurð yðar og
auður og gáfur mínar — við gætum lagt undir
okkur allan heiminn. Fáir eru yður verðir, en
ég er sarrtt einn þeirra. Þér skuluð giftast mér.
Ég er voldugur; og verð brátt voldugri. Ég dáist
að yður. Þér skuluð giftast mér, og þá skal ég
frelsa yður. Ég byrja þá nýtt líf, allt hið liðna
skal gleymt.“
„Mér finnst þér helzt til fljótfær — Sjúls,“
sagði hún með nístandi fyrirlitningu.
„Ég elska yður,“ sagði hann.
„Þakka,“ svaraði hún. „En hvað verður þá um
núverandi eiginkonu yðar?“
„Eiginkonu mína?“
„Já, ungfrú Spensu, eins og hún er nefnd.“
„Sagðist hún vera gift mér?“
„Já.“ -
„En hún er það ekki.“
„Ef til vill ekki. Samt held ég ekkert verði
af því, að ég gangi yður I konu stað.“ Nella
var háðsk.
Hann kom nær henni. „Gefið mér þá koss,
einn koss — ég bið ekki um meira; einn koss
af vörum yðar, og þér megið fara yðar ferða.
Menn hafa stundum fórnað sér fyrir einn koss.
Ég ætla að gera það.“
„Heigull “ hrópaði hún.
„Heigull!" endurtók hann. „Er ég heigull? Þá
er ég bara heigull, og þér kyssið mig, hvort sem
yður líkar betur eða verr.“
Hann greip um öxl hennar. Hún hopaði undan
lostugu augnaráði hans, og rak ósjálfrátt upp
vein. Þá stökk maður út úr bjargbátnum, sem
var örfá skref í burtu. Snöggt högg féll á vanga
Tomma Jakobsson, og hann hneig rotaður á þil-
farið. Aribert prins af Pósen stóð uppi yfir hon-
um með byssu í hendinni. Líklega hefur ekkert
komið Tomma Jakobssyni eins mikið á óvart og
þetta.
„Verið ekki hrædd," sagði prinsinn við Nellu,
„það er ekkert skrýtið, þó að ég sé hér, og ég
segi yður alla söguna, þegar við erum komin á
öruggan stað.“
Nella gat ekkert sagt, en samt tók hún eftir
byssunni í hendi Ariberts.
„Hva!“ sagði hún, „þetta er byssan mín.“
„Já,“ sagði hann, ,,ég segi yður frá öllu síðar.“
Maðurinn vði stýrið skipti sér ekkert af því,
sem fram fór.
XI. KAFLI.
Styrktarstoð prinsanna.
„Leví Sampsson vill fá að tala við yður, herra.“
Orð þessi sagði þjónn við Theodór Rakksoll,
og þau vöktu milljónamæringinn af draum-
leiðslukenndum, en allt annað en skemmtilegum
hugleiðingum. Sannleikurinn var sá, að Rakksoll,
eigandi Babílonshótelsins, var um þessar mund-
ir langt í frá ánægður með sjálfan sig. Dular-
fullir atburðir höfðu gerzt í hótelinu, og ekki
hafði honum ennþá tekizt að bregða Ijósi yfir
þá, þrátt fyrir einbeitingu sinnar alltsjáandi
skarpskyggni. Hann hló að máttvana vindhögg-
um lögreglunnar, en gat samt ekki með neinni
sanngirni sagt, að hann sjálfur hefði staðið sig
betur. Almannarómur hafði látið til sín taka:
fréttin um ránið á líki Dimmoka var komin til
útlanda og blásin þar upp, og Rakksoll kunni
því illa, að hið flekklausa hótel, Babilon, skyldi
verða skotspónn fyrir illkvittið háð almennings.
Tja, hvað skyldi almenningur og sunnudagsblöð-
in segja, ef þau vissu allt, sem skeð hafði: hvarf
Spensu, hin voveiflegu komu Sjúls og hvarf Áka
prins? Hann glotti. Já, Theodór Rakksoll hafði
lagt heilann árangurslaust í bleyti. Árangurs-
laust hafði hann sjálfur reynt að feta sig i átt
að lausninni, og árangurslaust hafði hann sóað
allmiklu fé í þessu skyni. Lögreglan sagðist vera
komin á sporið; en Rakksoll sagði á móti, að
lögreglan væri ætíð á sporinu, að hún kæmist
aldrei lengra en á sporið, og það væri harla litl-
ir yfirburðir að vera á sporunum án þess að geta
rakið þau. Það eitt vissi hann, að dumbungur
hvíldi yfir hótelinu, hótelinu hans, þessu skínandi
leikfangi, þvi fegursta af sínu tagi. Dumbung-
urinn tók ekki beinlínis til viðskiptanna, en
dumbungur var það engu að siður, og hann gerði
Rakksoll mjög gramt i geði; ef til vill væri
þó réttara að segja, að honum gremdist öllu meir
sá vanmáttur sinn að geta ekki blásið honum
burt.
„Levl Sampson vill fá að tala við yður, herra,"
sagði þjónninn aftur, þar sem hann sá ekki nein
merki þess, að Rakksoll hefði heyrt orð hans
áður.
„Ég heyri það,“ sagði Rakksoll. „Vill hann fá
að tala við mig sjálfan?"
„Hann spurði eftir yður, herra.“
„Ef til vill þarf hann að tala við Rokkó um
matseðilinn eða eitthvað því um líkt?“
„Ég skal spyrja hann, herra,“ sagði þjónninn
og ætlaði út aftur.
„Nei,“ sagði Rakksoll snögglega. „Láttu
manninn koma inn til mín.“
Neðan til vinstri: Navaja Hatali heitir indverski skottulæknirinn. Hann notar sand til þess að
mála á tákn lækningamáttarins. Sér hver hluti málverksins er mikilvægur, og skekkja í teikn-
ingunni veldur vanþóknun guðanna. — Ofan í miðju: Hin svokallaða Bombay-önd, sem er fræg
fæðutegund í Indlandi, er í raun og veru fisktegund. — Ofan til hægri: Er hin óvinsæla blesönd
æt? Já. 1 Ámeríku er fjöldi blesandanna mjög mikill.