Vikan


Vikan - 01.11.1951, Blaðsíða 7

Vikan - 01.11.1951, Blaðsíða 7
“VIKAN, nr. 42, 1951 7 Sprenghlægilegur gamanleikur í Hafnarfirði. Brezkar kvikmyndafréttir. Framhald af bls. 2. Leikritið er létt og fyndið og meðferð hlutverkanna yfirleitt góð og stundum ágæt. Leikur Kristjönu Breiðfjörðs, sem lék Hönnu, er t. d. oft mjög góður og einkar eftirtektarverður, þegar þess er gætt, að þetta er fyrsta aðalhlutverk hennar og ákaflega tilbrigðaríkt. Jóhanna Hjaltalín náði líka ágætum tök- nm á hlutverki sínu, enda legg- ar höfundur frú Simmonds í munn mörg skemmtilegustu til- svörin og vakti oft það, sem hún sagði mikinn hlátur. Önn- ur hlutverk eru: Betty (Auð- ur Guðmundsdóttir), Emma Wilton (Hulda Runólfsdóttir), Herbert Wilton (Ólafur Örn Árnason), Briggs (Friðleifur Guðmundsson), Basil Gilberts (Sigurður Kristinsson) og ung- frú Kent (Kristbjörg Kjeld). Það er góð skemmtun að skreppa í Hafnarfjörð og horfa á Aumingja Hönnu. Stjórn Leikfélags Hafnar- fjarðar skipa nú: Sigurður Kristinsson, formaður, Sigurð- ur Arnórsson, gjaldkeri og Hulda Runólfsdóttir, ritari. Einar Pálsson mun setja næsta ieikrit félagsins á svið og er ætlunin að sýningar á því hef j- ist eftir nýár. Félagið hyggst og koma á fót leikskóla Ólafur Örn Árnason sem Herbert Wilton og Hulda Runólfsdóttir sem Emma Wilton. Sigurður Kristinsson sem Basil Gilberts og Kristjana Breiðfjörð sem Hanna i gamanleiknum Aumingja Hanna, sem Leikfélag Hafnarfjarðar hefur verið að sýna að undanförnu. Bréfasambönd Framhald af bls 2. Sigrún H. Magnúsdóttir (við pilta eða stúlkur 15—20 ára), Rauðar- árstig 28, Reykjavík. Grétar Björnsson (við stúlkúr 16—19 ára, mynd fylgi), Skóga-Skóla, Rangárvallasýslu. Kristinn Skasringsson (við stúlkur 16 19 ára, mynd fylgi), Skóga-skóla, Rangárvallasýslu. Guðmar Ragnarsson (við stúlku 17 —19 ára, mynd fylgi bréfi), Sandi, Hjaltastaðarþinghá, N.-Múlasýslu. í>órdís Marteinsdóttir (við pilt 18— 20 ára, mynd fylgi bréfi), Flatey, Breiðafirði. Guðrún Jensdóttir (við fólk á aldr- inum 75—90 ára), Djúpavík, Strandasýslu. Friðrikka Sigurðardóttir (við fólk á aldrinum 75—90 ára), Djúpavík, Strandasýslu. Iladda Jónsdóttir (við pilta 18—21 árs, mynd fylgi), Símstöðinni, Siglufirði. Beta Kristinsdóttir (við pilta 18—21 árs, mynd fylgi), Símstöðinni, Siglufirði. Baldvina Óladóttir (við pilta 18— 21 árs, mynd fylgi), Simstöðinni, Siglufirði. Úr ýmsum áttum — Ætlunin er aj stofna safn Samein- uðu þjóðanna. Áætlunum í sambandi við það er ekki ennþá lokið, en ef þetta kemst í framkvæmd, er áform- að að stofna safn þar, sem hver ein- stakur hlutur ber vott um sögulega viðburði, sem enn eru svo nálægir, að þeir hafa næstum ennþá áhrif á stjórnmálasögu vorra tíma. 5. nóv. í Odeon-leikhúsinu í London var sýnd kvikmyndin, Where no vultures fly, (Þar, sem engir gammar eru). Þetta er litmynd, tekin í Afriku af Harry Walt. — Aðalhlutverkin eru leikin af Anthony Steel, Dinah Sheridan og Harold Warrender. Kvikmyndin segir sögu manns, sem tekur nærri sér, hve mikið af dýrum á sléttum Afríku er drepið að óþörfu og til gamans. — Þarna eru sýnd öll þau dýr, sem Afríka er fræg fyrir, fílar, ljón, gíraffar, apar o. s. frv. — Leikararnir i kvikmyndinni og allir aðrir aðstoðarmenn höfðu bækistöðvar sínar 200 mílur frá Nairobi, nálægt hinu snæviþakkta fjalli Kilimanjaro, og þarna komust þau i ævintýri, sem voru næstum því eins skemmtileg og spennandi og viðburður kvikmyndar- innar. Þau dvoldu í frumskógunum í nokkra mánuði. — Harry Watt er mjög merkur kvikmyndastjóri og hefur tekizt vel við töku annarra kvik- mynda. — Anthony Steel, Dinah Sheridan og Harold Warrender munu að öllum líkindum hljóta heimsfrægð að launum fyrir leik sinn í þessari mynd. — Myndin er af Anthony Steele og Susan Stephen og er tekin við frum- sýningu myndarinnap ,,The Magic Box“, 18. september síðastliðinn í Odeon, Leicester Square, London. Foringjar samningsnefndanna í Kaesong. Til vinstri sést Nam II hershöfðingi, foringi samninganefndar norðan- manna í Kaesong. Til hægri er Charles Turner Joy flotaforingi, formaður samninganefndar Sameinuðu þjóðanna.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.