Vikan


Vikan - 01.11.1951, Blaðsíða 2

Vikan - 01.11.1951, Blaðsíða 2
2 VIKAN, nr. 42, 1951 PÓSTURINN Kæra Vika! Ég ætla að biðja þig að leysa úr nokkrum spurningum fyrir mig. 1. Hvar fást guitarstrengir, og hvað kosta þeir. Getur maður ekki feng- ið 1 eða 2 án þess að fá þá alla. 2. Er Robert Taylor og Elizabeth Taylor systkini. Viltu birta mynd af þeim fyrir mig. 3. Ég hef svo breiða fingurgóma og neglur hvað get ég gert til þess að þeir verði mjórri? 4. Er talið Ijótt að hafa græn augu? 5. Ég sendi þér hárlokk. Hvemig er hann litur. Svo vona ég Vika mín, að þú hendir þessu bréfi ekki í rusla- körfuna. Bless þin Bílga. E.s. hvernig er skriftin? Svar: 1. Við hringdum í hljóð- færaverzlanir í Reykjavík, og feng- ust hvergi guitarstrengir nema í Hljóðfæraverzlun Sigríðar Helgadótt- ur, Lækjagötu 2, sími 1815, en þar fékkst aðeins G-strengur og eftir því ætti að vera hægt að kaupa einn streng eða fleiri svo framarlega sem þeir eru fáanlegir. Robert Taylor . ..... Elizabeth Taylor 2. Þau eru ekki systkin. Robert Taylor er fæddur í Nebraska, Banda- ríkjunum, en Elizabeth Taylor er ensk, fædd í London. 3. Vafalaust væri bezt fyrir þig að leita læknis viðvíkjandi fingur- gómunum. 4. Ekki höfum við heyrt þess getið, að það þætti Ijótt. Græn augu geta verið falleg eigi að síður en blá, grá eða brún. Liturinn sker áreiðanlega ekki úr því, hvort augun eru falleg eða ekki, þar kemur einnig til greina augnaumgjörðin, augnasvipurinn og fleira. 5. Eftir því sem við bezt fáum séð, er hann skollitur. Skriftin er hroðvirknisleg og rétt- ritunin fyrir neðan allar hellur. Svar til tvíburasystra: 1. Sú rauðhærða ætti að klæðast I Tímaritið SAMTÍÐIN | I Flytur snjallar sögur, fróðlegar § = greinar, bráðsmellnar skopsögur, i | iðnaðar- og tækniþátt o. m. fl. = | 10 hefti árlega fyrir aðeins 25 kr. | : Ritstjóri: Sig. Skúlason magister. i É Askriftarsími 2526. Pósthólf 75. | köldum litum eins og bláum, blá- grænum, grænum, einnig dökkbrún- um, gulum og rauðgulum litum. Við dökkjarpt hár fara bezt dökk-bláir litir, blágrænir og dumbrauðir. 2. Jean Simmons er fædd 31. jan. 1929. Á meðan hún var ennþá í skóla fékk hún hlutverk í kvikmynd. Hún er nú almennt talin vinsælasta enska kvikmyndaleikkonan. Hún hlaut írægð sína fyrir hlutverk Estellu í „Glæsileg framtíð" (Great Expec- tations), þar naut sín mjög vel hið mjúka, fjaðurmagnaða fas hennar í öllum stigunum, sem hlaupa þurfti. 3. Rauðar hendur eru vandamál fjölmargra kvenna. Gætið þess að þurrka hendurnar vel í hvert skipti, sem þér þvoið yður. Notið góðan handáburð óspart og gætið þess að reyna að hlífa höndunum með hönzk- um eins mikið og mögulegt er. Látið yður ekki verða kalt. 4. Skriftin er dálítið barnaleg og viðvaningsleg, en verður góð með æfingu. Svar tíl Sveinbjöms á Mýrum: Þú spyrð, hvað stúlkan meini. Ann- aðhvort er hún feimin, eða hún er að reyna að hafa þig að leiksoppi. Þú skalt reyna að uppgötva, hvort veldur hlédrægni hennar. Sé það feimni, skaltu fara gætilega í sak- irnar, ef þér er full alvara í þessu máli. Sýndu henni nærgætni, og láttu hana finna, að þú berir umhyggju fyrir henni. Stúlkur kunna alltaf að meta það. Ef þú kemst hinsvegar að þeirri niðurstöðu, að hún sé að leika sér með þig, liggur það beinast fyrir að reyna eftir beztu getu að komast yfir þetta miður heppilega „skot“. Skriftin er sæmileg, dálítið barna- leg og viðvaningsleg. Kæra Vika! Viltu gjöra svo vel, að gefa mér upplýsingar hvar muni vera keyptar tómar tóbaksdósir. Þinn fasti kaupandi. Svar: Chemia h.f., Höfðatúni 10, Reykjavík, mun kaupa eitthvað af tómum tóbaksdósum, ef þær eru al- veg hreinar og gallalausar. Bezt er að hreinsa dósirnar vandlega strax og búið er úr þeim, þá er von til þess að þær verði keyptar, annars ekki. Bréfasambönd Birting á nafni, aldri og heimilis- fangi kostar 5 krónur. Þórey Stefánsdóttir (óskar eftir bréfasambandi við ættfróðar kon- ur, eða menn, á Vestfjörðum eða hvar sem er á landinu), Sáms- stöðum, pr. Hvolsvöllur, Ranj*ár- vallasýslu. Unnur Guðbjörg Þorkelsdóttir (við. pilt eða stúlku 14—16 ára), æski- ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■> FRÍMERKJASKIPTI Sendið mér 100 íslenzk frí- merki. Ég sendi yður um hæl 200 erlend frímerki. Gunnar H. Steingrímsson Nökkvavogi 25 — Reykjavik legt að mynd fylgi bréfi), Víðimel 19, Reykjavík. Guðrún Lúðvíksdóttir (við pilt 13—14 ára), Ytri-Völlum, Kirkjuhvamms- hreppi, V.-Húnavatnssýslu. Nanna Ulfs (við pilta 18—25 ára, mynd fylgi), Matthildur Gauks (við pilta 18—25 ára, "ínynd fylgi), Inga Guðmunds (við pilta 18—25 ára, mynd fylgi). Allar Reykja- skóla, Hrútafirði, V.-Húnavatns- sýslu. Elísabet Finnbogadóttir (við pilta og stúlkur 16—19 ára), Flókagötu 14, Reykjavík. Sigriður Lýðsdóttir (við pilta og stúlkur 16—19 ára), Flókagötu 14, Reykjavik. Finnlaug Óskarsdóttir (við pilta og stúlkur 14—16 ára), Skógaskóla, Rangárvallasýslu. Hrönn Pétursdóttir (við pilta og stúlkur 16—18 ára), Skógaskóla, Rangárvallasýslu. Sigríður Baldursdóttir (við pilta 15 —25 ára), Steinum, Stafholtstung- um, Borgarfirði. Erna Þorvaldsdóttir (við pilt eða stúlku 15—17 ára), Árgötu 12, Húsavík. Sigursveinn Sigurðsson (við stúlkur 20—25 ára), Þverá, Ólafsfirði. Unnur Magnúsdóttir (við pilta 18— 25 ára), Þverá, Ólafsfirði. Kæra Vika! Við erum hérna 4 yngismeyjar að læra að elda graut sem alltaf brenn- ur við, og af því sérð þú nú hvernig ástandið er hjá okkur, hreint eins og einmana kleinum. Þess vegna langar okkur til að biðja þig að koma okk- ur I bréfasambönd, helzt við ein- hverja pilta unga og stillta og helst að myndir fylgi. Sigríður ára), Friðriksdóttir (24—30 Vilborg ára), Þórarinsdóttir (25—30- Margrét ára), Jóhannesdóttir (24—30 Dóra Jóhannesdóttir (20- -30 ára). Allar í Húsmæðraskólanum, Blönduósi. Hulda Emilsdóttir (20—22 ára), Halldóra Theódórsdóttir (20—22; ára), Herdís Guðmundsdóttir (20—22 ára), Lára Árnadóttir (20—22 ára), Margrét Karlsdóttir (20—25 ára), •Jóhanna Friðriksdóttir (19—22 ára), Ingibjörg Rafnsdóttir (20—23 ára), Berta Vilhjálmsdóttir (20—22 ára), Sigurlaug Stefánsdóttir (20—22 ára), Anna Lísa Stefánsdóttir (20—22’ ára), Guðrún Sigurðardóttir (20—25 ára),. Sigríður Árnadóttir (20—25 ára), mynd fylgi bréfum, allar á Hús- mæðraskólanum að Laugum, Reykjadal, Suður-Þingeyjarsýslu. Framhald á bls. 7. ísland — Norge Störfum yfir Island ;0g Noreg, með sam- böndum við Finnland, Holland og víða um | heim. Fjölda Norðmanna á öllum i aldri óska bréfaskipta við okkur. | Ef þér óskið bréfavina, innanlands = eða erlendis, þá skrifið til okkar = Gegnum bréfin, getið þér eignast i vini nær og fjær. BRfFAKLÚBBUR IUANDIA I = Pósthólf 1014, Reykjavík. ^■■»»>»»»»»»i»»»i»»»»M»iiimMiiiiii|l|||„,l,lllll|l|iv{> Sprenghlægilegur gamanleikur í Hafnarfirði. Fimmtudaginn 18. október hafði Leikfélag Hafnarfjarðar frumsýningu á gamanleiknum Aumingja Hanna eftir enska höfundinn Kenneth Horne. Sverrir Thoroddsen þýddi leik- inn og virðist hafa gert það ágætlega. Leikstjóri er Rúrik Haraldsson og hefur honum að mörgu leyti vel tekizt. Lothar Grund, þýzkur maður, hefur gert leiktjöldin og eru þau skemmtileg. Það er skemmst af þessari frumsýningu að segja, að við munum ekki eftir að Hafnfirð- ingum hafi í heild tekizt betur. Framhald á bls. 7. Kristjana Breiðfjörð sem Hanna og Sigurður Kristinsson sem Basil Gil- berts. Jóhanna Hjaltalín sem frú Simm- onds og Kristjana Breiðfjörð sem Hanna. Ctgefandi VIKAN H.F., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón H. Guðmundsson, Tjamargötu 4, sími 5004, pósthólf 365.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.