Vikan


Vikan - 03.04.1952, Síða 4

Vikan - 03.04.1952, Síða 4
.jCMtttMtiiitititfitiimniiitiiimiiiMiittfiiiiiitittittittiitttiftttitmmitimitttii 4 VIKAN, nr. 14, 1952 I baðherbergi í Brazilíu. Eftir IRMA LABASTILLE. IRMA LABASTILLE hefur árum saman ferð- ast um Suður-Ameríku, sem fréttaritari ýmissa blaða og tímarita. Þetta atvik, sem hún lýsir í þessari grein (hún nefnir ekki rétt nöfn af augljósum ástæðum), var þáttur í uppreisn, sem í raun og veru tók ekki enda, fyrr en forseti af flokki, sem Mestizar (maður, sem er Indíáni í aðra aett og Spánverji i hina) fylgdu, bar sig- ur úr býtum í baráttunni um æðstu tignarstöðu Brazilíu. Á bökkum Andatjarnarinnar í Suður-Brazilíu stendur borgin Pelætas. Fáeinar steinlagðar göt- ur, sóðalegar húsabyggingar, venjulega ein hæð eða jafnvel tvær, og allt í kring liggja svo langt sem augað eygir víðáttumiklar sléttur — hjarð- mannalandið. Ég kom til Pelætas síðdegis, óhrein og svöng eftir að hafa setið þrjá daga samfleytt á hest- baki og sofið þrjár nætur í fötunum undir ber- um himni. Mér leizt vel á litla gistihúsið! Senni- lega gat það stært sig af nokkrum svefnher- bergjum, veitingastofu, borðstofu — og einu baðherbergi. Senora Silva, eigandi gistihússins vísaði mér til hins síðastnefnda. Þetta var at- hyglisvert herbergi. I öðrum enda þess, en það var í meira lagi rúmgott, var baðker, óvenju- lega djúpt og langt. Gluggi var á herberginu, stærsti gluggi, sem ég nokkurn tíma hef séð á öllum mínum ferðalögum, í herbergi, sem fæstir kæra sig um að hafa ekki „út af fyrir sig.“ Glugginn líktist mest sýnnigarglugga í verzl- un og sneri út að aðalgötunni. Engin gluggahlíf var fyrir honum, ekkert gluggatjald af neinu tæi. Það var ekki sérlega freistandi að fara í bað í dagsljósi. Þá tók ég eftir dyrunum. Einhverntíma höfðu þær átt heima annarsstaðar. Þær náðu ekki alveg niður að gólfi, bilið var á að gizka tvö fet. Það var ekki hægt að horfa yfir þær að ofan, en VEIZTU 1. Hvernig getur það átt sér stað, að 6 | hundruð miljónir manna halda af- = mælisdag sinn hátíðlegan samdægurs? | 2. Hvað heitir hafnarborg höfuðborgar- | innar í Chile, og hvað heitir höfuð- | borgin sjálf ? 3. Grikkir tignuðu tvo orrustuguði, § hverjir voru þeir? | 4. Hvenær varð Serbía sjálfstætt kon- = ungsríki eftir að hafa verið fursta- = dæmi, skattskylt Tyrkjum ? 5. Hvernig nærast fiðrildin? 6. Hversvegna boðar það ógæfu að hella \ niður salti ? 7. Hvaða dag vikunnar taldi gamla hjá- | trúin happadrýgstan til giftingar? 8. Hvaða ríki er elzta lýðveldi í heimi? § 9. Hvað hét einkasystir tónskáldsins | fræga. W. A. Mozart? i 10. Hvaða dýr er það, sem getur látizt = vera dautt, þegar hætta steðjar að ? | Sjá svör á bls. 14. i neðan frá var hægt að sjá talsvert af herberg- inu. Húnn var á hurðinni og voldugur krókur, sem mundi vafalaust duga vel, jafnvel þó að fallegir fætur innan frá lokkuðu. Eg leysti vanda- málið viðvíkjandi sýningarglugganum með tveim- ur lökum og nokkrum öryggisnælum. Ég gat því leyft mér það óhóf að fara í bað. Á meðan ég lét mér líða vel í þessu feikna- stóra baðkeri, hugsaði ég um Senora Silva. Hún var eins og húsin í Pelætas —- samanhnipruð, ferhynd og sóðaleg. Hún var í háum, svörtum reimuðum skóm, og holdið virtist alls ekki kom- ast fyrir innan í þeim, vafalaust voru þetta mjög sterklega gerðir skór, fyrst þeir þoldu alla þessa útþenslu. Andlit hennar var kringlótt, rólyndis- legt og sviplaust. Ekkert gaf til kynna vitsmuni, ímyndunarafl, þennan neista, sem ef til vill væri listagáfa. Og samt fékk hún sitt tækifæri, sem hún greip glæsilega, en féll síðan í sama farið aftur. Og nú er röðin komin að Azevedo. Hann var merkur maður þá í Suður-Brazilíu. 1 fljótu bragði virtist hann vera einn af þessum fínu, lýtalaust klæddu herramönnum, en við nánari athugun sást undir fáguðu yfirbragði hinn fíni, háli, skrautgjarni stjórnmálamaður, spilltur og fyrir- litlegur í öllum sínum gerðum. Mér var bent á hann fyrsta kvöldið hjá Senora Silva. Það var einkennilegt, en mér datt einmitt í hug, að samskonar maður og hann hefði rykkt. í krókinn fyrir baðherbergishurðinni. Hann sat þannig, að bak hans sneri að veggnum, nálægt opnum glugga, augu hans voru hvarflandi, og hann hafði gát á öllu og öllum. Mér var sagt, að Mestiza-hjarðmennirnir, sem gættu hjarða sinna á sléttunum hötuðu hann ákaft. Yfirráð hans sem stjómmálamanns þar á staðnum voru studd af jarðeigendum lágaðalsins, og þau höfðu nú varað of lengi. Og hann hafði miskunnarlaust gengið á hlut Mestíza-hjarðmannanna og rýrt möguleika þeirra til sæmilegrar lífsafkoniu. Hann hafði einokun á einni mikilvægustu fram- leiðslu Suður-Brazilíu — sólþurrkuðu nautakjöti. Hann beitti hvaða aðferðum, sem vera skyldi til að þyngja pyngju sína, og hann studdi alla við- leitni hinna miklu jarðeigenda í því að berja niður allar tilraunir Mestíza-hjarðmannanna til að fá hækkun á mánaðarlaunum sínum sem voru á að gizka 20 dollarar. Mestíza-hjarðmennirnir sóttust eftir lífi Aze- vedos. Það þyrfti aðeins eitt óþokkabragð enn, og þeir mundu gera út af við hann. Ég skalf við tilhugsunina, því að ég þekkti miskunnarleysi Mestíza-hjarðmannanna. Þeir eru góðir, jafnvel blíðir við skepnurnar sínar, en í bardaga eru þeir ekkert lamb að leika sér við. Einn þeirra kom inn í veitingastofuna þetta kvöld. Azevedo fór skömmu síðar, hann var næstum því of kæru- leysislegur, þegar hann skiptist á nokkrum orð- um við Senora Silva í kveðju skyni. Þetta var á þirðjudegi. Azevedo kom ekki inn í veitingastofuna það, sem eftir var vikunnar. Við og við sá ég hann þjóta framhjá í glæsilegu bifreiðinni, sem hann átti, og mér skildist brátt, að öðru hvoru eyddi hann nóttunni á gistihús- inu til þess að ganga á snið við ofsóknarmenn sína. Pelætas var hljóð — um of. Þetta var logn- ið á undan storminum. Byltingin var í bígerð. Sunnudagsmorgunn rann upp. Borgin lá í móki. Ég hvíldi í rúminu og var varla vöknuð. Allt í einu skynjaði ég milli svefns og vöku hljóð, sem lét mér kunnuglega í eyrum —- fjarlægan hófa- dyn, greinilega var mikill flokkur manna á ferð. Azevedo, sofandi í húsi sínu neðar við götuna, mundi vakna við þetta og vita, að nú var hans síðasta stund upp runnin. Undankoma var engin. Mannlýsing úr íslenzku fornriti: „.........hét sonur þeirra. Hann var mikill maður vexti og sterkur, ódæll og uppivöðslumikill, var brátt í flutningum milli Stranda og norðursveita, gervilegur maður og gerist rammur að afli.“ Hver er þetta og hvar stendur lýsingin ? Svar á bls. 14. Þeir mundu leita í hverjum krók og kima borg- arinnar. Og slétturnar — engin tré á margra mílna svæði — víðáttumiklar og gróðurlausar skýldu engum flóttamanni. Enginn hestur gat riðið af sér Mestiza hjarðmennina i söðlinum; enginn vagn komst yfir grýttar, illfærar slétt- urnar. Hófatakið nálgaðist. Skyndilega heyrðist hratt fótatak upp stig- ann, einhver hvíslaði másandi í lágum hljóðum. Ég opnaði hurðina i hendingskasti. Þarna var Azevedo, náttföt hans voru í göndli utan um hann, olíusmurt hárið var klest, andlitsdrættir hans voru stirnaðir af skelfingu. Við hlið hans var Senora Silva í háum, reimuðum skóm að venju, róleg þrátt fyrir flýtinn. Hún líktist helzt hænu, sem tók hræddan unga undir sinn vernd- arvæng. Ég heyrði hana segja: ,,Baðkerið.“ Bað- herbergisdyrnar lokuðust á hæla þeim, og krók- urinn small í lykkjuna. Eftir andartak komu Mestíza-hjarðmennirnir inn í gistihúsið. Það skipti engum togum, þeir æddu upp stigann inn i herbergið mitt, inn í hvert einasta he/bergi, opnuðu skápa, gægðust undir ábreiðurnar í rúmunum — leituðu I æsingi að Azevedo. Síðast sneru þeir sér að baðherberginu. Þeir urðu að fá að vita, hvort eitthvað var á seyði þar inni. Þeir gægðust undir dyrnar. Háir, reim- aðir skór Senora Silva og bómullarsokkar, blöstu við þeim. Bersýnilega mundi hún taka hart á þvi, ef hún væri ónáðuð á svo friðhelgum stað. Mestíza-hjarðmenhirþir börðu ekki á lokaðar ayrnar. Þeir hikuðu í óvissu, snerust síðan á hæli og þustu niður stigann, í mesta flýti til að vinna upp þann tíma, sem þeir höfðu misst við bað- herbergisdyrnar. Azevedo lifir enn. En ekki í Pelætas. Og Senora Silva eignaðist brátt spánnýtt gistihús. Lyvia Lee, 3% árs gömul, sópar rykið undan rúminu í barnaherberginu, en Terence og Georg- ina Morgan, foreldrar hennar, reyna að fá hana til að leika sér heldur að öllum leikföngunum sínum, Mörgu barninu hitnar sennilega um hjartaræturnar við að sjá öll þessi fallegu gull. — Terence Morgan leikur í Gigolo og Gigoletto, sem er ein af þremur sögum eftir Somerset Maugham, sem voru kvikmyndaðar undir nafn- inu „Encore". Hinar tvær sögurnar eru The Ant and The Grasshopper og Winter Cruise.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.