Vikan


Vikan - 25.09.1952, Blaðsíða 5

Vikan - 25.09.1952, Blaðsíða 5
VIKAN, nr. 37, 1952 5 á því að halda. Ég get útvegað þér vinnu í þorpinu eða á einhverjum bóndabæ, ef þú vilt það heldur.“ „Ef þér er alvara, þá vil ég gjarnan koma með þér,“ sagði hún. „Þá skulum við gera upp hér og svo leggjum við af stað. Við getum litið inn hjá lögfræðingn- um á leiðinni." Þau voru farin þegar Lárus F'ielding kom. Hann hafði grunað hvert Anna hafði farið, en ekki elt hana strax vegna sársaukans í hnénu. Auk þess óttaðist hann að koma hlægilega fyrir sjónir, ef hann kæmi haltrandi og spyrði eftir henni. „Hefur frú Fielding verið hér?“ spurði hann afgreiðslumanninn. „Já, frú Fielding fór héðan fyrir hálf tíma með hr. Killikk." „Koma þau ekki aftur?“ „Nei, hr. Killikk sagði að þau færu norður aftur.“ Svo þau höfðu farið saman. Mikael hafði tekið Önnu með sér. Hann titraði af reiði þegar hann gekk út. Þau eru lögð af stað, hugsaði hann. Þá það, hann yrði að elta þau og stöðva þau. Og ef hann næði þeim ekki á leiðinni, færi hann alla leið út í eyna. Anna skyldi ekki ímynda sér að hún gæti hegðað sér svona. Anna var lengi inni hjá lögfræðingnum og Mikael beið frammi. Að lokum lögðu þau af stað. Nú er allt komið I lag, hugsaði Anna og henni létti. Nú þyrfti hún aðeins að bíða eftir þvi að málið yrði tekið fyrir og þá væru það að- eins formsatriði að ógilda hjónabandið, úr því þau höfðu ekki „búið sarnan". Mikael var þögull á leiðinni norður. 1 annað sinn flutti hann hana þessa leið, en i þetta sinn til að vernda hana. Þau voru næstum komin alla leið, þegar héri skautzt allt í einu yfir veginn. Mikael vék bíln- um til hliðar og hann rann út af vegarbrún- inni. Hann valt ekki en Anna kastaðist fram á rúðuna. Hann steig á bremsurnar, svo bíllinn stóð kyrr og sneri sér skelkaður að henni. „Anna, ertu meidd ?“ Hana svimaði örlitið. „Nei, það er allt í lagi með mig.“ „Bölvaður klaufi get ég verið,“ muldraði hann og lagði ósjálfrátt handlegginn yfir axlir hennar. „Ég hefði getað stórslasað þig.“ Allt í einu þrýsti hann henni að sér og kyssti hana. Og milli kossanna hvíslaði hann. „Anna — elsku Anna.“ Hún hrinti honum ekki frá sér, því hún gat ekki hreyft sig. Hún skynjaði aðeins að hjartað barðist ákaft og blóðið steig henni til höfuðsins. Svo sleppti hann henni. „Ég vissi ekki að þetta mundi koma fyrir. Ég sver, að ég ætlaði ekki að gera þetta. Þú mátt ekki láta þetta breyta neinu, heyrirðu það. Þetta skal ekki koma fyrir oftar. En í þetta eina sinn verð ég að segja þér það — ég er farinn að elska þig — og nú . . .“ í vandræðum sínum þagnaði hann og leit á hana. „En þetta þarf ekki að breyta neinu milli okkar, er það? Þú lofar mér að halda áfram að hjálpa þér, og treystir mér, er það ekki?“ Anna fann að hún var næstum farin að gráta. Hún horfði rugluð á hann. „Já,“ hvislaði hún, „það vil ég.“ Hann setti bílinn aftur í gang og þau héldu áfram ferðinni. Seint um kvöldið komu þau til þorpsins. Mikael heppnaðist að finna herbergi handa Önnu, en það var orðið of framorðið til að leyta að at- vinnu. Þau gátu ekki fengið neitt að borða og að lokum sagði hann: „Viltu koma út í eyna með mér? Þú hlýtur að vera þreytt og svöng eftir ferðina. Þú getur hvílt þig þar og svo get ég róið þér i land seinna í kvöld. Það væri dásamlegt, ef þú kæmir núna — af fúsum vilja.“ „Já,“ sagði hún. „Eg ætla að koma.“ Það var flóð, svo hann þurfti að fá mótorbát til að flytja þau yfir. Nú var hún aftur á leið til eyjarinnar, þar sem hún hafði verið svo hrædd og þolað svo mikla auðmýkingu. 1 þetta skipti fór hún þang- að af frjálsum vilja. VEIZTU -? 1. 1 blýantsoddinum er ekki blý, en hvað er það? 2. Hverjar eru þrjár kórónur Sviakon- ungs? 3. Hvað er 1 faðmur margar álnir ? marg- ir sentimetrar? 4. Hvað hét kona Wagners? 5. Hve gamall er Jónas Jónsson frá Hriflu ? 6. Hvers vegna virðast máluð mannsand- lit stara á okkur, hvoru megin við myndina sem við stöndum? 7. 1 hvaða sýslu er umdæmabókstafur bifreiða U? 8. Hvar er myntin dinar notuð ? 9. Hvaða fimm höfundar hafa notað sög- una um Ödipus i verk sin? 10. Hver dettur ykkur fyrst í hug í sam- bandi við postulínshund uppi á komm- óðu? Sjá svör á bls. 14. \ ★ ★★★★★★★★★★★ Hræðsla og auðmýking — hvað þýddu þessi orð? Hann hafði i raun og veru ekki snert hana meðan hún var þar. Hann hafði verndað hana gegn lögreglunni, alveg eins og hann hafði að lok- um verndað hana gegn bróður sínum. Þau voru lengi á leiðinni, því vélin í bátnum bilaði tvisvar. Mikael bað Önnu um að fara á undan upp að húsinu, því hann ætlaði að hjálpa manninum að komast af stað aftur á bátnum. Anna sneri næstum við þegar hún kom auga á Meg gömlu fyrir utan. Hún hlaut að hafa séð bátinn áður en hann kom að. Hún stóð þarna og brosti kjánalega og hvitt, ritjulegt hárið flögraði fram yfir andlitið. Hún kinkaði kolli til önnu og hló, hásum ógeðslegum hlátri. Meg hélt áreiðanlega enn að hún væri kona Mikaels. En skyndilega hætti hún að hlæja og benti inn í húsið. Þegar Anna skildi hana ekki, benti hún aftur inn um dyrnar og kinkaði ákaft kolli. Anna gekk inn í anddyrið og Meg hvarf fyrir húshornið. Hún stanzaði augnablik og leit í kringum sig. Hún áttaði sig varla á því að hún var komin aftur. Allt í einu fannst henni einhver horfa á sig. Hún stirðnaði þegar hún leit í áttina til vinnu- stofu Mikaels. Lárus stóð þar og virti hana háðs- lega fyrir sér. Anna gekk eins og dáleidd inn í vinnustofuna. „Ég vissi að þú kæmir fyrr eða síðar,“ urr- aði Lárus. „Svo göfuga unga konan með sak- leysislega svipinn hafði ekkert á móti því að koma hingað aftur með honum, eða var það?“ „Ég kom aðeins til að fá eitthvað að borða,” svaraði Anna fyrirlitlega. „Ég er búin að út- vega mér herbergi i landi.“ „Ég vil ekki hlusta á fleiri lygasögur,“ æpti hann með svo miklum ofsa að hún varð dauð- skelkuð. En bráðum kæmi Mikael inn og hann hefði áreiðanlega einhver ráð með að losna við hann. „Þú getur kallað það lygar ef þú villt. Mér er alveg sama hverju þú trúir. Ég er farin frá þér og hefi gert ráðstafanir til að ógilda hjóna- band okkar. En hvað ert þú eiginlega að gera hér ?“ „Ég elti þig þegar ég fékk að vita hvert þú hefðir farið. Eða réttara sagt ég kom hingað á undan ykkur, þó ég vissi það ekki. Og þegar gamili vitleysingurinn opnaði, gekk ég rólega hér inn.“ „Jæja, þá geturðu gengið rólegur út aftur,“ sagði Anna. „Mótorbáturinn, sem við komum með, er hér enn. Mikael er að hjálpa manninum. Vélin var i ólagi.“ „Svo hann er niður við sjóinn. Og þú heldur að þú getir gefið mér skipanir, er það ekki? Ég fer þegar það hentar mér, en heldur ekki fyrr. Ef þú heldur að ég sætti mig við . . .“ „Þú getur sætt þig við það eða ekki, það skiptir mig engu máli. Ef mér tekst ekki að reka þig héðan þá gerir Mikael það.“ „Það kemur í ljós,“ sagði Lárus. „Hvað ertu eiginlega að gera hér í vinnustof- unni? Þetta er herbergið, sem Mikael notar fyrir tilraunir sínar. Það er alltaf læst, þegar hann er hér ekki sjálfur." „Lykillinn stóð í skránni. Gamla kerlingin hefur líklega skilið hann þar eftir. Auk þess hefur mig alltaf langað til að líta nánar á þessar leyndardómsfullu tilraunir hans, svo ég greip tækifærið. Þú sagðir mér einu sinni, að hann hefði falið þig hér, þegar lögreglan var að leita að bróður hans. Ég get ekki komið auga á neinn felustað.” „Það var . . .“ þegar hún áttaði sig var það of seint, því hún hafði litið á gúmmimottuna Lárus dró hana í skyndi til hliðar.“ „Lárus, þetta kemur þér ekki við,“ sagði Anna Hún hékk í honum til að hindra hann i að opna hlemminn. En hann kastaði henni rudda- lega út í horn. Svo gekk hann niður stigann og leit sigri hrósandi í kringum sig. Hún elti hann i von um að geta fengið hann til að koma upp. Hann leit ekki á hana, en skoðaði blað sem lá á litlu borði. „Sérðu þetta? Og þetta — og þetta —,“ hann

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.