Vikan


Vikan - 25.09.1952, Blaðsíða 11

Vikan - 25.09.1952, Blaðsíða 11
VIKAN, nr. 37, 1952 11 MOVA Eftir JAY DRATLER. FORSAGA: Jon Forbes háttaði ekki fyrr en undir morgun. Og þó ætlaði hann aldrei að geta sofnað. Hann lá uppi í rúmi og hlustaði á andardrátt Sú konu sinnar, en hugur hans var annars- staðar. Hann var að hugsa um aðra konu, stúlku, sem hann aldrei hafði séð, en sem MacDonald leyni- lögreglumaður sagði að væri „líkust negrastúlku, há og mjó og gengur eins og hindin í skóginum.“ Hún hét Móna. Og hún var gift. En maðurinn hennar sat í fangelsi fyrir þjófnað, og Jon gat ekki gleymt lýsingunni á Mónu og orðum leynilögreglumannsins: „Hún er ein sú failegasta stiilka, sem ég hef augum litið.“ Makk sagðist elska Móriu — en IMóna væri hrædd við lögreglumenn. Þessvegna vildi hann að Jon reyndi að ná á henni tangarhaldi — og léti sig svo taka við! Jon neitaði auð- vitað. En sem hann lá þarna og lilustaði á andardrátt Sú og reyndi að hugsa um litlu dótturina þeirra, fann hann það á sér, að hann yrði að heimsækja Mónu og sjá hana og sjá livað þá tæki við. Hann vissi ekki hversvegna, en hann var að verða friðlaus, gat ekki einu sinni unnið að kvik- myndahandritinu, sem hann þö átti að fara að skila. Háa, mjóa stúlkan, sem hann aldrei hafði augum litið, var orðin að ógurlegri, óskiljanlegri ástríðu. Og Sú, sem var með bami, svaf í næsta rúmi — og hélt liún ætti aJla ást mannsins síns. KLUKKAN var rúmlega ellefu, þegar ég fór á fætur daginn eftir. Kata beið mín í vinnu- stofunni með arkirnar, sem ég hafði lesið henni fyrir daginn áður. Ég spurði hana, hvort Makk hefði hringt. Hún sagði nei. Ég fékk mér að borða, og síðan fór ég með handritið út á svalir. Sólin skein glatt, himinn- inn var heiður. Laufið var að byrja að springa út á trjánum. Ég fór inn aftur og spurði, hvort Makk hefði hringt. Kata sagði nei. Meðan ég var í baðinu, fór ég allt í einu að furða mig á því, hversvegna ég byggist við, að Makk hringdi. Ég gat ekki gert mér það ljóst. En þegar ég kom niður stigann aftur, spurði ég hana á nýjan leik. Ennþá sagði Kata, að Makk hefði ekki hringt. Þegar ég var strákur, las ég sögu um snjall- an skurðlækni, sem gerði eitt sinn heilaskurð í tjaldi úti á vigvellinum. Hann var búinn að fjarlægja höfuðskelina, þegar þúsundfætla datt niður úr rjáfrinu og féll beint ofan í opið sárið. Hann ætlaði að taka hana burt með töng, en aðstoðarlæknirinn varnaði honum þess. Hann benti honum á, að þegar töngin snerti þúsund- fætluna, mundi hún brjótast um og grafa klær sínar niður í mjúka og viðkvæma vefina. Skurð- læknirinn féllst á þetta, en hvað var þá hægt að gera? Aðstoðarlæknirinn tók upp laufblað og hélt því kyrru uppi yfir heilaundinni. Smátt og smátt fikraðist þúsundfætlan upp á það án þess að gera hinn minnsta skaða. Já, það var eins og ég væri með þúsundfætlu á heilanum. Makk hafði sett hana þar. En ég hafði ekkert laufblað. Og þegar ég reyndi að ná henni, brauzt hún um og boraði klær sínar dýpra og dýpra. Ef ég hefði getað haldið mig við vinnuna og einbeitt mig að henni, það hefði komið í stað laufblaðsins. En ég gat það ekki. Það þýddi ekkert fyrir mig að setjast inni í vinnustofunni. Hún beið eftir mér, ritvélin brosti við mér, svo að skein í hvitar og svartar tennurnar, og ég ýtti frá mér tímaritum og hverju því, sem mundi trufla mig. Það var laugardagur núna, og eng- inn annar rithöfundur vann hjá Foxfélaginu. Og Bromley framleiðandinn, fylgdist með mér. Eftir nokkra stund fór ég yfir í skrif- stofuna til Bromleys. Hann er grann- vaxinn meinlætalegur náungi og hugsar ekki nógu mikið um sjálfan sig; það eitt ætti að nægja fólkinu hér til að taka hann í dýrlinga tölu. Hann hefur í bígerð góða sögu; hann kann út í æsar að taka filmur, stjórna þeim, framleiða þær; og hann er mesti sómamaður. En hann er kyrrlátur og hógvær, og fólk- ið í Hollywood kann ekki við hann. Hann lifir heilbrigðu fjölskyldulífi, frumburðurinn meira að segja kominn, og hann metur rithöf- unda mikils. Ekki dugar annað en að standa sig, þegar í hlut á annar eins maður og hann. Það var ekki léttbært að segja honum ég hefði ekkert gert. Að segja honum ástæðuna var önnur saga Ég reyndi það ekki einu sinni. Ég sagði hon- um einungis ég væri í dálitlum kröggum og það hvíldi þungt á mér. Hann horfði á mig íhugandi og yppti öxlum. Hann sagði mér að gæta mín og verða ekki móðursjúkur, hvíla mig. Ég ynni of mikið. Vissulega var hann vonsvikinn, hann vildi fá handritið. En hann vildi fyrst og fremst að það yrði gott; og hann sagðist vita hann fengi það bráðlega. Rithöfundurinn vill allt á sig leggja fyrir slík- an samstarfsmann. Að minnsta kosti reyndi ég það. En þegar ég kom aftur í skrifstofuna mína, spurði ég ósjálfrátt Kötu, sem hafði komið með mér yfir um: „Hefur nokkur hringt?*4 „Nei, hann hefur ekki hringt," sagði Kata. Af einhverjum ástæðum stakk svarið mig. ,,Við hvern áttu?“ „MacDonald," sagði hún. „Fjandinn eigi þig. Vertu ekki að reka nefið í óviðkomandi hluti,“ sagði ég og þaut inn í skrifstofuna. Hún svaraði um hæl, „Ég skal ekki gera það, herra.“ Mjög lágt. Þetta dugði. Ég hafði alltaf beðið hana að kalla mig fornafni, þegar við værum tvö ein; aldrei ,,herra“ nema þegar ókunnir væru nær staddir — annars gæti það valdið misskilningi. Þetta „herra“ var eins og löðrungur á vangann. Hún svaraði engu. En þetta var í fyrsta skifti, sem eitthvað þessu likt skeði milli okkar. Ég kunni vel við hana; hún var gáfuð og hjálpfús og íhugul. Hver djöfullinn gekk eiginlega að mér? Traust Bromleys stældi í mér kjarkinn, og ég hafði ekki frekari áhyggjur af handritinu. Ég vissi ég mundi lirista söguna af. Þess vegna fann ég til léttis — og gat nú beint allri minni athygli að Makk. Það var það sem gerðist að minnsta kosti. Ég háttaði snemma og lá svo tímum saman svefngrimulaus og horfði upp í loftið. Sú sneri sér að mér. „Jon.“ „Hmmmmmm ?“ „Hvað er að þér?“ „Ég vaknaði bara af tilviljun og þá heyrði ég af andardrættinum að þú varst ekki sofandi. Ég get ekki sofið.“ „Er eitthvað að?“ „Ekkert alvarlegt. Bromley var hinn bezti.“ „Hættu þá að hugsa um það. Hvíldu þig vel í nótt, svo þú getir byrjað hress og endurnærður á morgun“. „Ég skal reyna það“. Þá varð þögn. „Vantar þig eitthvað?“. Ég hummaði. „Ég meinti mjólk?“ „Nei. Maðurinn lifir ekki af brauði einu sam- an,“ sagði ég og glotti í myrkrinu. „Hann veslast upp.“ „Nei, það gerir hann ekki“, sagði hún hlýlega. „Ekki í fjóra mánuði í viðbót". Ég bliknaði við tilhugsunina eina. Anna kom þrjár eða fjórar vikur fyrir tímann. „Drifðu þig með þennan“. „Langar þig ekki til að það verði strákur?“ spurði hún þá. Við höfum spjallað um þetta áður. Ég var mjög svo ánægður með önnu; mér var alveg sama þó við eiguðumst aðra stúlku. „Núna vil ég helzt stúlkui’ . . . heilan hóp af stúlkum . . . af öllum gerðurn og stærðum, á öllum aldri“, sagði ég. „Ég gýt augunum til aldraðra kvenna á götunum“. Hún varð þungbúin. „Fyrirgefðu góði“. „Ég var bara að spauga, elskan min. Skilurðu það“. Ég laut yfir hana og kyssti hana. Hún ilm- aði svo hrein og fersk, og varir hennar duldu gamalkunna ástríðu. Þá vaknaði Anna, og ég fór inn í herbergið til hennar. Ég bar hana inn i baðherbergið, hún lét höfuðið hvíla syfjulega við öxl mina. Inni í baðherberginu leit hún upp í himininn. „Það eru engar stjörnur i nótt, pabbi, af því það er þoka". „Alveg rétt vina mín,“ tautaði ég. „Pabbi, er himinninn blár?“ „Alveg rétt, vina min“. „Þvi eru stjörnurnar þá hvítar? Því eru stjörn- urnar ekki bláar, þegar nóttin kemur?" „Stjörnurnar eru ekki hluti af himninum, vina mín. Stjörnurnar eru í himninum — og synda þar líkt og fiskar". Þetta nægði henni. Hún kyssti mig, þegar ég þrýsti henni að mér. Þegar ég steig aftur upp í rúmið, var ég log- andi af hamingju og stolti. Ég hugsaði um Önnu og Sú, sem var nú sofandi við hlið mér. Áður en ég vissi af, var ég sofandi líka — og hugsaði ekki meira um þúsundfætluna. Á sunnudaginn fór ég í skemmtigarð barnanna í La Síenega og Beverly, þar sem fjöldi annarra feðra reyndu að dylja stolt sitt. Anna fór í allt sem hún vildi og var eins lengi og hún vildi — Enginn maður er svo fullkominn, að hann megi stjórna öðrum manni án samþykkis hans. — Abraham Lincoln. því hún kemur alltaf án mótþróa, þegar tími er til að fara heim. Það var gaman að horfa á krakk- ana í litlu bílunum sínum snúast fram og aftur, alvarlegu andlitin þeirra sýndu enga ánægju, eng- an æsing. Mér varð illa við. Af því mér skildist, að ég var líka að snúast fram og aftur, alvarlegur i bragði, en ánægjulaust. En ég hratt þeirri hugsun frá mér. Eða von- aði að ég gerði það. Eftir kvöldmat fórum við Sú í tveggjamanna- vist, og hún vann mig. Það sýndi að ég hafði ekki hugann við spilið — af þvi að hún vinnur mig sjaldan, og aldrei fyrr hafði hún endað spilið með vinning. En þetta var kyrrlátt og ánægjurikt kvöld. Hugur minn var rór og lygn.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.