Vikan - 30.04.1953, Síða 17
Fagrar konur og kappar
AF öllum þeim
■ kynflokkum,
sem búa í
Sahara-eyði-
mörkinni, held
ég að Touareg-
arnir séu æfin-
týralegastir og
merkilegastir.
Þetta fólk tilheyrir hinum hvíta kyn-
stofni, það er með svart, slétt hár og alveg
einstaklega fallega og liðlega vaxið. Karl-
mennirnir eru hávaxnir og myndarlegir
og konur þeirra ósjaldan mjög fagrar.
Kemur fyrir, að þær eru bláeygar.
í Sahara býr hvítur kynflokkur sem á
í vök að verjast fyrir „menningunni“
eru þær sem sjá
um fræðslu barn-
anna. Prakkar hafa
nú komið upp
nokkrum skólum
þarna, og margir
hinna innfæddu
geta talað og lesið
frönsku.
Áður en Evrópumenn lögðu undir sig Sahara,
réðu Touaregar yfir lestaleiðunum um eyðimörk-
ina og tóku toll af ferðamönnum. Þeir sóttu líka
langt inn í Súdan á þrælaveiðar og herjuðu á
nágranna sína í norðri. Þó er þjófnaður, eins
og við skiljum hugtakið, nærri því óþekkt fyrir-
I þessum kynflokki bregður svo við, að það
eru karlmennirnir sem nota andlitsblæjur. Þeir
eru kornungir þegar þeir taka blæjuna upp, og
eftir það bera þeir hana við öll tækifæri, jafnvel
þegar þeir matast. Sennilegast er talið, að and-
litsblæjurnar séu til þess ætlaðar að forða karl-
mönnunum frá illum öndum, sem skotist gætu
©fan í þá gegnum munn eða nef, ef hvortveggja
eða annað hvort væri óvarið.
Frjálsar konur
Drenglyndi þessara eyðimerkurbúa er viðbrugð-
ið. Ef Touaregi hefur einu sinni heitið einhverju,
>á má ganga út frá því sem visu að hann efni
það. Ennfremur eru þessir menn annálaðir fyrir
heiðarleika í viðskiptum, þeir borga skuldir sín-
ar hvað sem á dynur — og þó það taki þá alla
ævi.
brigði meðal þeirra.
Þeir eru annálaðir fyrir hreysti og seiglu.
Þeir geta ferðast óskaplegar vegalengdir án þess
að á þeim sjáist þreytumerki, og þeir virðast
þola kulda engu verr en hita. Þá eru þeir líka
miklir hestamenn og úlfaldamenn.
Vopn þeirra eru löng og mjó spjót, sverð, sem
talsvert svipar til þeirra sem krossfararnir báru
á sínum tíma, og feiknstórir leðurskildir. Auk
þess bera þeir rýting í slíðri, sem reyrt er við
vinstri framhandlegg. Boga nota þeir sjaldan
og byssum höfnuðu þeir lengi vel með þeim for-
sendum, að notkun þeirra í hernaði væri ódrengi-
leg.
Þeir urðu siðastir eyðimerkurbúa til þess að
beygja sig undir ok Frakka. Þeir háðu síðustu
stórorustu sína við þá 1902, en sverð þeirra og
spjót máttu sín lítils gegn vélbyssum stórveld-
isins. Ári síðar voru þeir neyddir til að semja
Þó að Touaregarnir séu múhameðstrúar, er
fjölkvæni ákaflega ' fátítt meðal þeirra. Konur
þeirra njóta líka meira frjálsræðis en yfirleitt
þekkist á þessum slóðum; svo má heita að þær
séu alveg eins réttháar eins og karlmennirnir
Bitt af spakmælum þeirra segir: „I hjónaband-
inu skipta augun og hjartað engu minna máli
en hjónasængin."
Enda þótt kynflokkurinn skeri sig fyrst og
fremst úr vegna andlitsskjólanna, sem karlmenn-
jmir bera, þá er hitt ekki síöur athyglisvert, að
hann er sá eini af þjóðflokki Berba sem á sitt
eigið stafróf. Þetta er sennilegast hið foma
stafróf Líbíumanna, en með því má rita frá
'rinstri til hægri, eða frá hægri til vinstri, eða
•fan frá og níður eins og i kínversku. Konur
kynflokksins kunna nærri allar að skrifa, og það
ar bæjarbúa og þar skrúðgarði ætlað rúm, í
©arðatúninu. Þar ofan við er kirkjugarðurinn.
Mikið hefur verið byggt á Akranesi undanfarið
sem von er, þar sem innflutningur fólks er mik-
Ml. Smáíbúðahverfi er að rísa upp inn með sjón-
um, Borgarfjarðarmegin. Sjúkrahúsið er nýtt og
vandað, og hefur sú stofnun starfað bráðum eitt
ár, við góðan orðstír. Þá er hér nýbyggt stórt og
mikið barnaskólahús. Gagnfræðaskólinn býr í
húsi því, er barnaskólinn hvarf úr. Er það fertugt
hús og hefur verið gott hús og er að vissu leyti
enn, en stendur að sjálfsögðu langt að baki ný-
tizku skólahúsum. Kirkjan er nokkuð gömul, ekki
beinlínis ásjáleg hið ytra, en vistleg innan. Þá
er hér ágætt kvikmyndahús, sem er eign bæj-
arins og rekið af honum.
Ibúum kaupstaðarins hefur fjölgað mjög á
undanförnum árum, oft ekki minna en um 100 á
ári. Við síðustu áramót áttu hér heima 2776 sál-
ir, og hafði fjölgað um 117 á s. 1. ári. Og ef út-
vegurinn fer ekki alveg í kaldakol . . . ef sem-
entsverksmiðjan kemst upp . . . og ef kartöfl-
umar bregðast ekki . . . þá má búast við áfram-
baldandi mannfjölgun á Akranesi, og er það vel,
því að fólkið er duglegt og staðurinn prýðilegur.
Ragnar Jóhannesson.
frið.
Koma Evrópumannsins hefur haft mikil áhrif
á allt líf Touarega. Óhætt er að slá því föstu,
að þau áhrif hafj ekki ennþá orðið til góðs. tJlf-
aldalestunum fækkar með hverju árinu sem líð-
ur, þó að bílarnir hafi ekki enn með öllu útrýmt
hinu þolgóða og þolinmóða „skipi eyðimerkur-
innar“. Touaregar lifa nú mest á því að flytja
vörur langleiðir á úlföldum sínum, einkum salt.
„Þjóðfélagsskipun“ Touarega svipar mest til
þess sem var í Evrópu á miðöldum. Yfir hverj-
um flokki er „jarl“ eða „prins“ og um hann hirð
aðalsmanna. Aðalsmennirnir hafa svo sína „leigu-
liða“, sem mega sin næsta lítils. Aðalsmennirn-
ir ganga oftast með bláar andlitsblæjur, en „al-
rnúginn" með hvítar. Áður en Evrópumenn komu
til sögunnar — og þá fyrst og fremst Frakkar
— fengust aðalsmennirnir nærri einungis við her-
mennsku, skáldskap og ástir. Leiguliðarnir sáu
hinsvegar um úlfaldana, slóu upp tjöldum og
unnu öll dagleg störf.
Dauðinn aldrei nefndur
Eins og áður er sagt, eru konur kynflokks-
ins oft fagrar og frjálsræði þeirra mjög mikið.
Á evrópiskan mælikvarða eru þær ákaflega
„lauslátar" áður en þær giftast, þó að þær og
karlmennirnir, sem þær umgangast, líti öðruvísi
á málið. I þeirra þjóðfélagi þykir það síður en
svo hneykslanlegt þó að ung stúlka lendi í ástar-
æfintýrum með hverjum karlmanninum á fætur
öðrum; hún er bara að leita sér að eiginmanni.
Karlmennirnir bera líka mikla virðingu fyrir
kvenfólkinu sínu, til dæmis matast konur og
karlar við sama borð (sem annars er mjög sjald-
gæft á þessum slóðum), og hjá hirðum sumra
prinsanna borða karlmennirnir alls ekki fyrr en
konurnar eru búnar að fá fylli sína.
Orðið ,,dauði“ er aldrei nefnt í samræðum
þessa fólks, þó að dauðinn hljóti að hafa verið
mjög tíður gestur meðan það lifði að
nokkru leyti á hernaði. Sömuleiðis er
nafn látins manns helst aldrei nefnt,
þvi að það kynni að kalla anda hans
úr undirheimum.
\
Ástráður & Úlafur
HÚSGAGNAVINNUSTOFA
Sími 87, Akranesi.
Fiskiver h.f.
Akranesi, Vesturgötu 4.
*
Símar: Skrifstofan 124,
Hraðfrystihúsið 99,
Framkv.stjóri 122.
Kaupir og selur:
Síld og allskonar fisk til
söltunar og frystingar,
hrogn og aðrar sjávaraf-
urðir.
Einnig: kaupendur að öllu til-
heyrandi vélskipaútgerð.
17