Vikan


Vikan - 07.05.1953, Blaðsíða 3

Vikan - 07.05.1953, Blaðsíða 3
Tvær fallbyssur gegn tveimur Indíánamóðirin minnti son sinn á frægð forfeðranna, .og hann óttaðist ekki dauðann HER SEGIR frá þvi þegar fall- byssum var í síðasta skipti beitt gegn Indi- ánum í Kanada, og hvernig sá maður, sem einkum varð þess heiðurs aðnjótandi, brást við. Þetta var sumarið 1897, en Indíán- inn, sem olli öllu þessu uppistandi, hét hvorki meira né minna en Al- máttuga rödd! Sagan hefst á því, að Almáttuga rödd, sem var ungur og sjálfstæður Krí-indiáni, tók upp á því að skjóta ónafngreinda belju, sem stjómin átti, og hirða af henni kjötið. Vegna þessa var lögreglumaður gerður út af örkinni að handtaka sökudólginn, og í framhaldi af því var hann dæmdur í eins mánaðar fangelsi fyr- ir verknaðinn. Almáttuga rödd var samt frelsið í blóð borið eins og raunar fleirum kynbræðrum hans, svo að hann tók upp á þvi að brjótast út úr stein- inum strax fyrstu nóttina. Og undir morgun var hann kominn heim til .sín aftur. Tveir lögreglumenn leituðu þans í tvo dagá, én árangurslaust. Enn- fremur yfirheyrðu þeir föður hans og móður („John hljóð-úr-himni“ og „Skjöldótta kálf“), en það reyndist líka algerlega gagnslaust. Þó er vitað, að Almáttuga rödd 'þóttist eftir þetta ekki geta haldist við í héraðinu, og 27. október hélt hann af stað norður á bóginn ásamt konu sinni, 15 ára. Þau höfðu með sér tvo hesta og gamla tvíhleypta haglabyssu, framhlaðna. Lögreglumaður að nafni Colebrook komst á slóð þeirra daginn eftir og hóf eftirför, ásamt fylgdarmanni, sem var kynblendingur. Næsta morgun komu þeir að unga Indián- anum þar sem hann var að hirða héra, sem hann hafði skotið. :Skammt þar frá stóð konan hans og hélt í hestana. Almáttuga rödd lyfti samstundis byssu sinni og varaði Colebrook við að koma nær, ella yrði hann skotinn. Kynblendingurinn túllcaði hótunina, en lögreglumaðurinn svaraði því til, að Indíáninn yrði að gefast upp. Samtímis reið hann hægt í áttina til strokufangans. Indíáninn endurtók viðvörun sína, cn Colebrook lét sér ekki segjast. Loks, þegar aðeins nokkrir metrar voru á milli þeirra, miðaði Indíáninn byssunni og skaut Colebrook gegn- um hálsinn. Kynblendingurinn sneri hesti sinum samstundis við og reið allt hvað af tók eftir hjálp. Nú var Almáttuga rödd orðinn hundeltur morðingi og 100 dollara verðlaunum var heitið fyrir hand- töku hans. En kanadisku skógarn- ir eru stórir, og þó lögreglan hefði nánar gætur á ferðum allra Indíána, frétti hún ekkert af flóttamanninum fyrr en um vorið 1897. Kvöld eitt í maí kom maður ríð- andi til lögreglu-virkisins við Duck Lake og var með svöðusár í bakinu eftir skot. Hann hafði verið á hælunum á hestaþjófi og elt hann jnn í skógarþykkni, þegar hann stóð allt í einu augliti til auglitis við Almáttugu rödd. Indíáninn var með haglabyssuna sína við hendina, og þó að maðurinn væri fljótur að snúa hesti sínum og hleypa undan, fékk hann skot í bakið og annað svipti af honum hattinum. Hann var ekki fyrr búinn að segja sögu sína en tólf lögreglumenn voru sendir af stað undir stjórn Allan lögregluforingja. Snemma næsta morgun kom þetta lið til staðarins þar sem talið var að Indíáninn leyndist, og nærri því samtímis komu menn auga á hann í jaðri skógarþykknisins og voru með hon- um tveir Indiánar aðrir. Þessir menn voru frændi hans kornungur og mágur. Allan lét menn sína stöðva hest- ana, en reið sjálfur í áttina til Indí- ánanna. Hann átti stutt ófarið, þeg- ar hann fékk skot i öxlina og féll af hestinum, en þó ekki fyrr en hon- um hafði tekist að grípa marghleypu sína og særa Almáttugu rödd á fæti. Um leið kallaði Indíáninn til hans, að ef hann kastaði ekki skotfæra- belti sínu á augabragði inn í skóg- inn, þá yrði það hans bani. Lögregluforinginn hlýddi ekki og byrjaði að skreiðast i áttina til manna sinna, og þegar þeir hófu ákafa skothríð inn i skóginn, varð Almáttuga rödd að hörfa undan og félagar hans. Allan komst svo til manna sinna, sem gerðu að sári hans. Stjórn fólaffs ísl. bifreiðaeigenda, ásamt ritstjóra tímarits félassins, Ökuþór, en þaö er Viggó Jónsson, og er hann fremst til vinstri. Viö hlið hans cr Aron Guðbrandsson, þá Magnús H. Valdimarsson. FormaSur félagsins, Sveinn Torfi Svfeinsson, cr fyrir enda borðsins, þá er Axel I.. Sveins, Sigurður Jónasson og Oddgeir Bárðarson. Á myndina vantar Sig. Helgason. (Ljósm. P. Thomsen). Félag íslenzkra bifreiðaeigenda tuttugu ára. ÍÁR á Félag íslenzkra bifreiðaeigenda tuttugu ára afmæli og á þessum tuttugu árum hefur félagið ýmist legið niðri eða tekið mikla fjörkippi. I fjörkippunum hefur félagið unnið merkilegt og gagnlegt starf og hefur um þessar mundir margt gott á prjónunum. Félagið lætur ekki mikið yfir sér og menn verða lítið varir við það. Okkur finnst það ágætt, þegar við sjáum að búið er að lagfæra hættulega beygju, en við vitum ekki að F.l.B. er kannski búið að margítreka beiðni sína um þessa lagfæringu. Fyrir nokkrum árum fór F.I.B. t. d. fram á það við vegamálastjóra, að vegirnir kringum Reykjavík yrðu lagaðir á 14 hættulegum stöðum, og nú er aðeins eftir að lagfæra tvær brýr. Félagið tók líka þátt í því að koma upp fyrstu vegamerkjunum hér á landi. Þeir eru ekki fáir Islendingarnir, sem ferðast til útlanda með bíl- inn sinn. Árið 1951 fóru t. d. 107 bílar til annara landa og sú tala fer hækkandi með ári hverju. Og ef við ætlum með bíl til útlanda, kom- umst við að raun um, að það er ógerlegt, nema með aðstoð Félags íslenzkra bifreiðaeigenda, sem tekur ábyrgð á bílnum meðan hann er i útlöndum gegn ákveöinni tryggingu, afhendir bifreiðaeiganda passa (earné), til að losa hann við umstang og fjárútlát við landamæri, og veitir honum réttindi í erlendum bifreiðaklúbbum. Þessir erlendu klúbbar veita margvislega aðstoð. T. d. sjá þeir víða um uppskipun bifrciða, ódýrar og fljótar viðgerðir, aðstoð við útvegun hótelher- bergja, vegakorta o. m. fl. Félagið lætur til sín talta öll hagsmunamál bifreiðaeigenda, svo sem tryggingargjöld og flutningsgjöld bifreiða, viðhald á vegum, upp- setningu bifreiðaskýla, vegasíma, bifreiðastæði, benzín- og olíugeyma og margt flejra, sem of langt yrði upp að telja. Sönn frásögn Indíánum Næst gerðu lögreglumennirnir til- raun til að kveikja 1 skóginum, en þegar hann vildi ekki loga, skriðu þrir menn inn í hann og hugðust sækja að Indíánunum. Skömmu síðar heyrðist áköf skothríð — og síðan var alger þögn. Það var einsætt, að lögreglumenn- irnir voru annaðhvort dauðir eða særðir, og nú gáfu sig fram tveir félagar þeirra og buðust til að rann- saka málið. Þeir komust inn í skóg- inn, þar sem þeir rákust snemma á lík eins félaga sins, en urðu brátt að hörfa fyrir ákafri skothríð Indíán- anna. Þó tókst öðrum lögreglumann- inum að komast í færi við mág Almáttugu raddar og senda kúlu gegnum höfuð honum. Undir rökk- ur komust lögreglumennirnir svo út úr skóginum. Um svipað leyti barst lögreglunni liðsauki og var nú orðin svo fjöl- menn, að hún gat umkringt bæli Almáttugu raddar og komið í veg fyrir að hann kæmist undan i skjóli næturinnar. Um nóttina gerði hann eina tilraun til að læðast burtu, en verðir sáu til hans og hann varð að hopa á hæl inn í skóginn aftur. Hann skildi eftir blóði storkna trjágrein, sem hann hafði notað sem hækju vegna sársins á fætinum. Þetta kvöld bar það einnig til tið- inda, að móðir Indíánans kom á vettvang og tók sér stöðu á svolitl- um hóli skammt frá vigvellinum. Þar húkti hún undir sjali sinu næt- urlangt og hrópaði hvatningarorð til sonar síns. Hún minnti hann á hetju- dáðir forfeðra hans og bað hann að sýna nú til hvers hann dygði. Lög- rcglumennirnir reyndu að fá hana til aö fara, en hún sat sem fastast. Ekki vildi hún heldur þiggja mat né drykk á meðan sonur hennar fast- aði. Almáttuga rödd kallaði öðru hvoru til móður sinnar um nóttina og skýrci lienni frá gangi málanna. Hann sagði henni, að hann og frændi hans væru nú mun betur vopnum búnir en áður, því að þeir hefðu náð í riffla og skotfæri föllnu lög- reglumannanna. Hann sagði enn- fremur, að þeir væru mjög svangir, og hefou gripið til þess ráðs að éta börk af trjánum. Loks sagði hann, að þeii' vœru ákaflega þyrstir. Allt um það, bætti hann við, mundu þeir aldrei gefast upp. ALMÁTTUGA RÖDD var sannar- lega ekkert bleyðimenni. Ekki hvarflaði að honum að biðjast griða, og ekki- vii'tist hann óttast dau~a sinn mikið. Þvert á móti var engu líkara en hann liti á bardagann sem skemmtun eða leik, að minnsta kosti kallaði hann til lögreglumannanna um miðnætti og bað þá að senda sér svolítinn mat! Hann sagði að bardaginn fyrr um daginn hefði verið ágætur, en það væri leiðinlegt að hafa ekkert að éta. Hinsvegar gætu lögreglumennirnir auðveldlega látið eitthvað af hendi rakna, og svo gætu þeir allir klárað bardagann á morgun!! Framliald á bls. 7. 3

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.