Vikan - 07.05.1953, Blaðsíða 7
Hvað má lesa úr skrift yðar?
Að gefnu tilefni skal það tekið
fram að rithandarsérfræðingur
VIKUNNAR tekur 25 kr. fyrir
tæmandi og nákvæman lestur, en
15 kr. fyrir minni lestur.
Um rithönd Önnu segir sérfrœð-
ingurinn:
Skriftin sýnir m. a. að skrifarinn
tekur meira tillit til hins ytra eða
þess sem fyrir augun ber, heldur en
til andlegra hæfileika og innri mann-
kosta. Anna er stíflynd, hefur all-
mikið sjálfsálit og er töluvert hé-
gómagjörn. Hún er nokkuð lengi að
ákveða sig — og virðist vera nokkuð
hæggeðja. Hún er reglusöm og sam-
viskusöm eftir skrift hennar að
dæma. Anna hefur þægilega fram-
komu. Hún virðist hafa skíra hugsun.
Anna er þagmælsk og á það til að
leyna sinum innstu tilfinningum.
Skrifarinn þarf að vara sig á að
vera ekki of tortrygginn, þvi eftir
skriftinni að dæma er hann það í rik-
urn mæli. Skriftin sýnir yfirleitt góða
greind og marga góða kosti.
9
Um rithönd „Lesanda REG, X. llt
S.M.“ segir sérfrœðingurinn:
Skriftin sýnir ungan mann, sem er
reglusamur og nægjusamur i sínu
•daglega lífi. Skrifarinn er mikið
náttúrubarn og eftir skriftinni að
dæma, virðist hann vera hreinn og
beinn í allri framkomu. Hann virð-
ist ekki rómantískur og heldur eklú
sérlega hugmyndaríkur unglingur.
Aftur á móti virðist hann vera
mjög duglegur, að hverju sem
hann gengur og mjög samvizkusam-
ur (vandvirkur). Hann er í öllu hinn
áreiðanlegasti. Skrifarinn er án efa
mjög skyldurækinn og þó hann sé
ungur að árum, er hann ákveðinn í
skoðunum og heldur fast við þær.
En hann virðist skorta nægilega
lægni til að koma áhugamálum sín-
um á framfæri, ef svo mætti segja.
Skrifarinn er kannski full stíflynd-
ur.
Ef til vill þarf þessi ungi maður
að temja sér meiri siðfágun og þó
sérstaklega að vera móttækilegri
fyrir góðum utanaðkomandi áhrif-
um.
Um skrift Dœja Dalmar segir sér-
frœðingurinn:
Skriftin sýnir að skrifarinn er að
eðlisfari tortrygginn og nokkuð
galsafenginn. Hann virðist hafa
meira en meðalgáfur, að minnsta
kosti á mörgum sviðum. Skrifarinn
er tilfinninganæmur og hefur all-
mikla réttlætiskennd til að bera.
Hann er reglusamur og aðgætinn í
fjármálum og nokkuð seinn að taka
ákvarðanir. Skrifarinn er óþarflega
hlédrægur, en hann er fremur rök-
fastur og þolinmóður. Þessir tveir
eiginleikar munu einmitt verða hon-
um til góðs i lífinu. Skrifarinn er að
vssu leyti næmur fyrir því, sem er
fagurt og vel gert. Hann er stíf-
lyndur og yfirleitt þverlyndur, en
þó getur hann verið mjög þægilegur
í framkomu, ef hann vill það við
hafa. Hann er góður félagi, ef því
er að skipta og getur verið trygg-
lyndur. Skrifarinn þyrfti að temja
sér meira léttlyndi og muna að líta
framtiðina björtum augum.
Fallbyssur gegn Indíánum
Framhald af bls. 3.
Naumast þarf að taka það fram,
að lögreglan leit öðrum augum á
málið.
Þau urðu örlög þessa unga
Indíána og hins ennþá yngri frænda
hans að falla fyrir síðustu fallbyssu-
kúlunum, sem skotið var að rauð-
skinnum í Kanada. Undir kvöld
næsta dag voru hinir hvítu menn
komnir með tvær fallbyssur á vett-
vang, önnur skaut sjö punda skot-
um, hin níu punda. Áður en þær voru
teknar í notkun, gerðu lögreglu-
mennirnir nýja tilraun til að fá
Indíánamóðurina burt af staðnum,
en hún neitaði sem fyrr, húkti und-
ir sjalinu og raulaði dauðasöng son-
ar síns.
Þá var komið að leikslokum. Fall-
byssunum var beint að bæli útlag-
anna, svo stóðu eldtungurnar fram
úr hlaupum þeirra. Nokkrum mínút-
um síðar tóku lögreglumennirnir
skóginn með áhlaupi —- og komu að
báðum Indíánunum dauðum. Þeir
virtust, ungu rauðskinnarnir, hafa
fallið fyrir sama skotinu.
Svar til Birkis C.:
Eftir skriftinni að dæma, er
Birkir allmikill hugsjónamaður.
Hann er fremur draumlyndur og dá-
lítið listrænn að eðlisfari. Hann er
nokkuð hégómagjarn, en þægilegur
í umgengni og dagfarsgóður. Birkir
ber ekki nægilegt traust til sjálfs
síni Hann þyrfti að stæla betur vilja-
kraft sinn og losna við alla minni-
máttarkennd. Vafi getur leikið á því,
hvort skrifarinn meinar ætíð það,
sem hann lætur uppi við náungann.
Þar getur verið um skort á hrein-
skilni að ræða. Birkir virðist vera
vel gefinn og laus við alla smámuna-
semi. Hann getur átt það til að
vera mjög viðkvæmur og nærgæt-
inn við aðra. En hann skortir gott
jafnvægi hversdagslega. Hann þarf
að temja sér meiri þolinmæði og
meiri hugarró, svo hann fái sem bezt
notið hæfileika sinna.
William Melwin.
Ö
50
Ö
•«s»
Ö
CO
vO
s
fc>
FRÉTTABRÉF UM
IITT
FRA JAZZKLÚBB ISLANDS
Gagnfræðaskóli Austurbæjar varð fyrir valinu sem fyrsti
skólinn, sem Jazz-klúbbur Islands gengst fyrir jazz-kynningu í, en
hann er eins og flestir vita lang fjölmennasti gagnfræðaskóli landsins.
Jazz-kynning þessi var föstudaginn 24. apríl og hófst í skólanum kl.
hálf níu e. h. Nemendur skólans sýndu áhuga sinn með því að fjöl-
menna svo, að hvert sæti var skipað og margir urðu að standa. Kynn-
ingin hófst á því, að quartet lék nokkur lög, en í honum voru þeir
Guðmundur Nordal á clarinet, Lárus Lárusson á píanó, Sigurbjörn
Ingþórsson á bassa og Sverrir Garðarsson á trommur. Auk þess kom
-fram með þeim Andrés Ingólfsson og lék hann á alto sax. Svo var
flutt erindi og þar drepið á það helsta í sögu jazzins og þróun hans
allt fram til dagsins í dag. Einnig voru plötur notaðar til þess að
leyfa áheyrendum að heyra hina mismunandi stíla, sem fram hafa
komið í jazz. Kynningunni lauk klukkan rúmlega tiu.
Dúddi, eða Eyþór Þorláksson eins og hann heitir nú réttu nafni,
hefur sent línu sunnan af Spáni, en þar dvelst hann við guitar-nám,
eins og lesendum þessara bréfa er kunnugt og öllum jazz-unnendum.
Hann segist ekki hafa heyrt neitt ,,spennandi“ í París, hvorki nýjan
né gamlan jazz. 1 London var aftur öðru máli
að gegna. Þar segist hann hafa heyrt reglu-
legan jazz leikinn á fleiri en einum stað. Hon-
um hefur gengið ákaflega vel með námið hjá
hinum spönsku kennurum sinum. Ekki segist
hann hafa heyrt neinn jazz á Spáni, þeir bók-
staflega skilji hann ekki. En guitar-leikara
segir hann þar vera fádæma góða. Hann mun
vera væntanlegur heim i júni n. k.
Björn R. mun sennilega fara til Banda-
ríkjanna í júlí n. k. Ekki vill hann segja neitt
ákveðið hve lengi hann verði, en það fer
náttúrlega eftir efnum og ástæðum. Björn er,
eins og meölimir klúbbsins vita, varaformaður
Jazz-klúbbs Islands.
Ormslev. Okkar bezti jazz-leikari, Gunnar Ormslev, fór til út-
landa þriðjudaginn 28. apríl s. 1.
Var ferðinni fyrst heitið til S-vi-
þjóðar, en þar mun Gunnar eitt-
hvað leika með hljómsveitum, en
hvar og hvenær er ekki að fullu
ákveðið ennþá. Eg átti tal við
Gunnar daginn áður en hann fór,
og spurði hann þá frétta af för
hans. Hann sagði, eins og fyfr er
sagt, að fyrst færi hann til Sví-
þjóðar, en síðan til Englands- og
Spánar í sumarfrí. Einnig mun
hann eyða einhverju af fríinu í
Danmörku, þar sem hann er fædd-
ur. Gunnar lofaði að senda Jazz-
klúbbnum linu og verður þar von-
andi sagt frá því helzta, sem er
að gerast í jazz-lifi nágranna-
landanna.
Jazz-kvöld klúbbsins hinn
20. apríl s. 1. var að vanda
skemmtilegt og afar fjölmennt.
Fram komu meðal annars: okkar
ágæti trompetleikari Steinþór
Steingrímsson, Björn R., Guðmundur R., Gaukur, Nordal, K.K., Krist-
ján Magnússon, Gunnar Sveinsson, Einar Jónsson, Andrés o. fl. o. fl.
rnrni *•
Ljósmyndari klúbbsins, Kristján Magnússon hefur unnið að
því nú á undanförnum jazzkvöldum að taka myndir fyrir þennan
þátt og munu fyrstu myndirnar sennilegast birtast í næsta blaði. Er
þetta gert til þess, að fólki, sem ekki sækir jazz-kvöldin, gefist kost-
ur á að sjá hvað fram fer í jazz-lífi okkar Islendinga. Eins og ýmsum
er kunnugt, þá er Kristján Magnússon ekki
eingöngu góður píanó-leikari heldur líka af-
burða góður ljósmyndari. Missið ekki af
fyrstu myndasögunni okkar!
Gísli Jakobsson formaður Jazz-
klúbbsins skýrði mér svo frá fyrir skemmstu,
að nokkur breyting yrði nú á fyrirkomulagi
jazz-kvölda. Verður þeim fækkað, en munu
þó halda sama shiði. Klúbburinn stendur nú
í samningum erlendis um að fá hingað er-
lendan listamann. Gísli vildi ekki tala meira
um þetta mál að svo komnu, en lofaði að
láta mig vita hvernig færi.
Ólafur H. Jónsson.
<