Vikan


Vikan - 07.05.1953, Blaðsíða 6

Vikan - 07.05.1953, Blaðsíða 6
Dóttir mín er hreinasta plága DOROTY PRATT, einkadóttir Hannibals Pratt, kærði sig kollótta um hvað fólk sagði um hana, enda var það ekki allt sem fallegast. Það var sagt, að hún eitraði líf allra, sem umgengjust hana. — Hún er hreinasta plága, sagði Pratt gamli. En allir vissu, að það var ekki illa meint, og að þessi káta dóttir hans gat vafið honum um fingur sér, það er að segja þangað til Roy Stanhope kom til sögunnar. Dag nokkurn tilkynnti Doroty föður sinum, að hún væri trúlofuð Roy Stanhope, ósköp venjulegum verkfræðingi, sem vann í olíustöð föður hennar. Roy átti ekki annað í eigu sinni en þokkalegt andlit og mánaðarlaunin sín. Hannibal Pratt varð alveg agndofa. Hann var að vísu vanur að halda þvi á lofti, að hann hefði byrjað sem skóburstari í New York og að hann væri engin höfðingjasleikja. En með sjálfum sér hafði hann þó alltaf vonast til að fá enskan lávarð eða franskan greifa fyrir tengdason. Hann varð alveg æfur af reiði: ■— Svo Stanhope ætlar að hafa það svona — setjast bara að olíulindunum mínum. Hefur hann nokkru sinni haft heppnina með sér? Doroty kinkaði kolli ánægjulega: — Já oft og mörgum sinnum. Berklaprufan kom út á honum, hann vann fyrstu verðlaunin fyrir að dansa konga í verkfræðingaklúbbnum og nú verður hann bráðum tengdasonur þinn. Það getur meira að segja svo farið, að þú grátbiðjir hann um það. Pratt leit háðslega á hana, en svo fór kuldahrollur um hann. Maður gat aldrei vitað hvað þessi bannsettur stelpukjáni gat fundið upp á, til að fá vilja sínum framgengt. Nokkrum dögum seinna fóru Doroty og Roy á hina árlegu hátíð borgarinnar. Einn liður hátíðahaldanna var sá, að fólk skrifaði á miða beiðni um, að sá sem fyndi hann, gæfi sig fram, og festi svo miðann við blöðru. Sá sem átti þá blöðruna, sem lengst fór, fékk verðlaun. — Ég ætla ekki að verða gömul og gráhærð áður en ég gifti mig, sagði Doroty allt i einu. — Kæra Dot, sagði Roy, — þú veizt, að við getum ekki gift okkur í bráð. Pabbi þinn hefur sjálfur sagt það í klúbbnum, að hann mundi siga hundinum á mig, ef ég bæði hann um hönd þína. En hvað þú getur verið miskunnarlaus, Dot. — Hundurinn hans pabba er kjölturakki, sagði Doroty þurrlega. — Ég vil gifta mig strax, æpti hún svo og sýndi miðann, sem hún var búin að festa við blöðruna sína. Á honum stóð: ,,Sá sem finnur þennan miða, getur fengið mig fyrir konu. — Doroty Pratt“ Áður en Roy gat áttað sig, hafði hún sleppt blöðrunni og var þotin inn í bílinn sinn, sem hvarf fyrir næsta horn. — Herra Pratt, sagði þjónninn. — Það er kominn maður, sem segist verða að hafa tal af yður. Það er viðvíkjandi dóttur yðar. Hvað hafði Doroty nú gert? Líklega hafði hún enn einu sinni skemmt eitthvað með bíln- um og nú átti hann að borga brúsann. Gesturinn birtist í dyrunum og hneigði sig. Svo haltraði hann nær. Pratt gapti af undrun. Andlit mannsins var skvapkennt og órakað og út úr því miðju skagaði heljarstórt brenni- vínsnef. Hárið á honum var þykkt af óhrein'ndum, og þegar hann opnaði munninn, skein í brenndar tennurnar. Fötin stóðu honum á beini, á þeim skörtuðu alla vega litir matar- blettir og tærnar stóðu fram úr skónum. — Herra Pratt, sagði maðurinn hásri röddu. — Má ég biðja um hönd dóttur yðar. Pratt rétti hendina í áttina til bjöllynnar, en maðurinn stöðvaði hann: — Hefur dóttir yð- ar ekki skrifað þennan miða ? Pratt tók við miðanum. Það var um að gera að koma mynduglega fram við svona fugla. Það nægði venjulega að loka munninum á þeim með nokkrum krónum. — Þér haldið þó ekki, að þér getið fengið dóttur mína fyrir einhvern pappírsmiða ? Hérna hafið þér 50 krón- ur, sem þér getið keypt brennivin fyrir. Fallizt þér á það? Flækingurinn glotti og lagði kortið í fituga vasabók sína. — Nei, þetta er löglegt hjóna- bandsloforð og ég krefst réttar mins. Ég ætla ekki að flækjast um þjóðvegina lengur. Það kemur sér ágætlega fyrir mig að fá snotra konu, ekki síst þegar hún getur séð fyrir mér. Pratt stundi. Svo kaOaði hann á Doroty. Hún rak upp skelfingaróp, þegar hún kom auga á manninn. — Sýnið dóttur minni kortið, sagði Pratt. — Doroty, hefurðu skrifað þetta ? Þessi maður biður um hönd þína. — Pabbi, æpti Doroty dauðskelkuð. — Þú lætur mig ekki giftast honum. — Þú hefur orðið þér úti um mannsefnið sjálf. Og hvað nú? — Nú höldum við brúðkaup, sagði maðurinn. — Ég er frjáls og hún er frjáls . . . -—■ Nei, hún er ekki frjáls, sagði Pratt, sem greip síðasta hálmstráið. — Dot, segðu hon- um, að þú sért trúlofuð Roy Stanhope. Þér verðið að draga yður í hlé. Ég skal sjá um, að þér hafið ekki verra af þvi. — Trúlofuð, sagði maðurinn hikandi. — Þir eruð að gabba mig. Þér ætlið bara að losna við mig á auðveldan hátt. Pratt greip símtólið: — Látið Roy Stanhope koma hingað undir eins. NOKKRUM mínútum seinna stanzaði bill fyrir utan. Roy leið ekki sem bezt. Hann hafði ekki séð Doroty, síðan hún rauk frá honum í skemmtigarðinum. Hvað hafði hún sagt heima hjá sér? Um leið og þjónninn vísaði honum inn í stofuna, kom hann auga á Doroty, sem byrgði andlitið í höndum sér. Svo ^sá hann umrenninginn með drykkjumannsnefið. Hvað gekk eig- inlega á hérna? — Kæri Stanhope, sagði Pratt og kom á móti honum með útrétta hendina. — Þessi mað- ur er að biðja um hönd Doroty. Viljið þér nú ekki segja honum, að þér séuð trúlofaður henni. Framhald á bls. 12. — Eruð þér ungfrú Driver ? — Já. Hvað um Carlottu? — Hafið þér ekki heyrt sorgarfréttina ? — Hvaða sorgarfrétt? — Ungfrú Adams dó í svefni í nótt. Hún hafði- tekið inn of mikið af eiturlyfi. Augnaráð stúlkunnar varð starandi: — Það er hræðilegt, sagði hún. — Vesalings Carlotta. En hún var í fullu fjöri í gær. — Þetta er samt sem áður satt, Mademoiselle, sagði Poirot. — Ne-i, klukkan er orðin eitt. Viljið þér gera mér þann heiður að borða mið- degisverð með mér og vini mínum. Mig langar til að spyrja yður nokkurra spurninga. Stúlkan virti hann fyrir sér frá hvirfli til ilja. Hún var þrekin og lágvaxin. Hún minnti mig dálítið á hnarrreistan lítinn hund. — Hver eru þér? spurði hún afdráttarlaust. — Ég heiti Hercule Poirot. Og þetta er vinur minn, Hastings kapteinn. Ég hneigði mig. Hún leit frá einum til annars. — Ég kannast við yður, sagði hún svo hiklaust. — Ég skal koma. Fimm mínútum seinna sátum við í litilli veit- ingastofu í Doverstræti. Poirot var búinn að gefa þjóninum skipanir sínar og við sátum með kok- teilglös fyrir framan okkur. — Nú vil ég fá að vita hvað þetta á allt að þýða, sagði Jenný Driver. — Hvað hefur Car- lotta Adams flækt sér í? — Hefur hún þá flækt sér í eitthvað, Made- moiselle? Mér hefur verið sagt að þér væruð góð vinkona ungfrú Adams. — Það er rétt. — Eh bien, þá ætla ég að fullvissa yður um það, Mademoiselle, að það sem ég geri, geri ég í þágu hinnar látnu vinkonu yðar. Þér getið treyst því að svo er. Nú varð augnabliks þögn, meðan Jenný Driver hugleiddi þetta. Að lokum kinkaði hún kolli, ákveðin á svipinn. — Ég trúi yður. Haldið áfram. Hvað viljið þér fá að vita? — Mér skilst að vinkona yðar hafi borðað með- yður hádegisverð í gær, Mademoiselle. — Já, það stendur heima. — Sagði hún yður hvað hún ætlaði að gera í gærkvöldi? — Hún minntist ekki beinlínis á kvöldið í. gærkvöldi. — En sagði hún þá eitthvað í þá átt? -— Já, hún sagði nokkuð, sem ef til vill er það sem þér eruð að fiska eftir. En þér verðið að muna það, að hún sagði það í trúnaði. •— Já, ég skil það. — Carlotta var í æstu skapi. En það kemur ekki oft fyrir hana. Hún er ekki þannig gerð. Hún vildi ekki segja mér neitt ákveðið, sagðist hafa lofað að þegja yfir því, en það var eitthvað um að vera. Mér skildist að það væri eitthvert stórkostlegt hrekkjabragð. •— Hrekkjabragð ? — Það sagði hún. Hún nefndi hvorki stað né stund. Sjáið þér til. Hún hleypti brúnum. — Carlotta er ekki mikið gefin fýrir hrekkjabrögð eða gamansemi. Hún.er ein af þessum alvarlegu, starfsömu stúlkum. Einhver. hafði auðheyrilega æst hana upp í þetta, á ég við. Og ég held . . . þó hún segði það ekki, að . . . — Nei, nei, ég skil. Hvað hélduð þér? — Ég hélt . . . ég var viss um, að þetta stæði i sambandi við peninga. Ekkert gerði Carlottu. eins æsta og peningar. Hún var þannig gerð. Hún var einhver sú hyggnasta manneskja í við- skiptum, sem ég hef kynnzt. Hún hefði ekki verið svona æst nema peningar . . . miklir pen- ingar . . . væru í boði. Mér skildist helzt, að hún hefði veðjað um eitthvað og að hún væri viss um að vinna. Og þó er það ekki alveg rétt. Carlotta veðjaði aldrei. En samt held ég að þetta hafi staðið í sambandi við einhverja gróðavon. — Sagði hún það ekki beint? — N-e-i, hún sagðist bara geta gert hitt og þetta í náinni framtíð. Hún ætlaði að láta systur sína koma frá Ameríku og hitta hana í París. Framhald á bls. 13. 6

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.