Vikan


Vikan - 04.06.1953, Qupperneq 7

Vikan - 04.06.1953, Qupperneq 7
fyrrir 90 árum. En útlend- minnast hreyknar dagsins einungis góðir hermenn Svo er barist i tvær klukkustundir án afláts. Klukkan hálf tíu veifa Mexíkanarnir hvítu flaggi, broshýr, þeldökkur náungi gengur á fund kapteinsins, segir að húsið sé um- kringt af 4,000 manna riddaraliði og heimtar skilyrðislausa uppgjöf. Af liði Frakkans eru eftir 40 menn. En Danjou vísar sampingamanninum burtu. Klukkan 11 eru 12 menn fallnir til viðbótar. Danjou veit, að broshýri maðurinn fór ekki með neitt fleipur. E>ó er alls ekki um það að ræða að gefast upp. Danjou gefst ekki upp fyrir fáeinum öskrandi Mexíkönum. Hann skríður á milli manna sinna, talar við þá, aðgætir hvort þeir hafi nóg ^skotfæri. — Hann biður þá lílca að sverja — hvern einstakan — að berjast til þrautar. Og allir vinna eiðinn. Danjou fellur klukkan hálf tólf; það er kúla, sem hann fær i hálsinn. Vilain liðsforingi tekur heiðursmerl i hans og sverð — og fjarlægir svj líka tréhendina. Það fer betur á því, að honum finnst. Nú fellur það i hans hlut að stjórna vörninni. og eftir eru 32 menn. Á hádegi heyra þeir í húsinu að lúðrar eru þeyttir. Eitt andartak halda þeir, að þeim hafi borist óvænt — og raunar óskiljanleg — hjálp. En þetta eru þá bara Mexíkanar að blása í franska herlúðra — að fagna sigri yfir öðrum frönskum hermönnum, þeim sem fylgdu birgðalestinni. Hún líka hefur orðið riddaraliðinu að bráð. Og nú bætast 1,000 riddarar til viðbótar I hóp umsátursmanna! Vilain fellur klukkan tvö og Maud- et, hinn liðsforinginn, tekur við stjórn. Það er óskaplegt um að lítast í þessu litla vígi. Hitinn er óbæri- legur og það verður varla þverfótað fyrir líkum. Orustan hefur staðið . niu klukkustundir stanslaust. Upp úr klukkan fimm verður skyndilega svolítið hlé. Mexikanarn- ir hafa skotið á ráðstefnu. Þá hefst lokasóknin, og nú er augljóst, að hin- um mexikönsku hermönnum er farið að leiðast þófið. Þeir ryðjast að hús- inu í þéttum fylkingum, bókstaflega gleypa það, eins og flóðalda. Maudet heldur ennþá velli i stundarfjórðung ''og með honum fjórir menn. Þeir verjast i kofarústum. Svo eru skot- færin þrotin, og þá grípur Maudet til sverðsins og hyggst höggva sér braut út úr mannhringnum. Tug- um riffla er beint gegn hon- um þar sem hann birtist, en einn manna hans kastar sér fram fyrir hann og tekur við fyrstu kúlunni. Maudet fellur fyrir þeirri næstu. Hinir félagar hans þrir geta ekki komið við vopnum sínum, þeir hverfa í hið æpandi mannhaf og eru bornir ofurliði. Klukkan er sex. Mörgum mánuðum síðar tekst ein- um þessara manna að spiygla bréfi út úr fangabúðunum, sem hann dvelst í. Bréfið er til yfirmanns útlendinga- lierdeildarinnar: „Höfuðsmaður, 3. sveit 1. deildar er liðin. Þó gerði hún nóg á meðan hún lifði til þess að enginn geti á hana minnst, án þess að segja: t henni voru einungis góðir hermenn Síðan þetta gerðist hafa frönsku útlendingasveitirnar háð marga harða orustu. En enga orustu man hún samt betur en þá, sem hér hefur verið greint frá. Og í miklum stór- ræðum má hún standa, að hún ekki minnist hátíðlega 30. apríls — dags útlendingahersveitanna. RENE LECLER. Vörutryggingar Að gefnu tilefni viljum vér taka fram, að vér berum ekki ábyrgð á vörum þeim, sem teknar eru til flutn- ings með flugvélum vorum. Hins vegar viljum vér benda á, að heiðraðir við- skiptavinir vorir geta fengið keyptar fullkomnar vöru- tryggingar á afgreiðslum vorum. FLUGFÉLAG ÍSLANDS H.F. DRAUMURINN Stundum getur það komið sér vel að vinkonan trúi á drauma. — Ég vona, að þú sért ekki reið við mig, þó ég komi hingað óboð- in, sagði frú Frampton og tók af sér hattinn. — Þú hefur alltaf sagt, að ég væri velkomin hvenær sem væri. Ég varð að komast burt frá London í nokkra daga. — Okkur þykir alltaf gaman að sjá þig, svaraði frú Moresby og brosti glaðlega. — Hvernig líður Arnold? spurði frú Trampton kæruleysis- lega. — Arnold þurfti alveg óvænt að skreppa til borgarinnar. Það verða vonbrigði fyrir þig. — Það hlýtur að vera leiðin- legt að vera gift duglegum manni. Hann er aldrei til taks, þegar maður þarf mest á honum að halda. — Þú þurftir aldrei að hafa áhyggjur af því, meðan maðurinn þinn lifði, sagði frú Moresby meinlega. — Nei, þessvegna fór Jon stundum i taugarnar á mér. Ég verð að viðurkenna, að ég öfunda þig af Arnold. Ég hef aldrei kynnzt meira aðlaðandi manni. Ef þú værir ekki bezta vinkona mín, þá . . . ' — Haltu bara áfram. Hvað mundirðu þá gera? — Þá mundi ég reyna að taka hann frá þér. — Ég veit að þú kannt að taka gamni og þessvegna reiðistu mér ekki þó ég segi þér, að Arnold hefur aldrei kunnað að meta ljóshærðar konur. ,— Það segir hann þér. — Það er að segja konur með iitað ljóst hár. — Ertu að gefa í skyn að ég sé með litað hár? Nei, hárið á mér er eðlilega ljóst. — Er það þessvegna, sem þú hefur litla glasið alltaf i töskunni þinni ? -— Allt ljóst hár þarf að hressa við öðru hvoru. Mig dreymdi um daginn, að Arnold væri orðinn sköllóttur. Er það ekki einkenni- legt? — Jú, það er einkennilegt að láta sig dreyma um eiginmenn annarra kvenna. Úr því þú minn- ist á drauma, ætla ég að segja þér draum, sem mig er búið að dreyma í þrjár nætur í röð. —- Þegar mann dreymir það sama þrisvar, kemur það fram. — Það vona ég ekki, svaraði frú Moresby og það fór hrollur um hana. — Það var hreinasta martröð. Mig dreymdi þig. Við sátum hér í stofunni, alveg eins og núná. Skyndilega opnaðist borðstofuhurðin og Friðrik, þjónn- inn okkar, kom inn með blikandi öxi í hendinni. Ég þarf ekki að taka það fram, að það kom mér á óvart. — Hvað er þér á höndum, Frið- rik? spurði ég. Varla var ég bú- in að sleppa orðinu, þegar hann hló æðislega, svo að það fór hroll- ur um mig. Áður fen ég gat kallað á hjálp, réðist hann á okkur. Þeg- ar hér er komið vakna ég alltaf löðursveitt. Finnst þér þetta ekki kjánalegur draumur? spurði frú Moresby og bar vasaklútinn upp að skjálfandi vörunum. — Hamingjan góða! Hann er ekki kjánalegur, heldur hræðileg- ur. Þú verður að losa þig við Friðrik undir eins. — En það væri hlægilegt. Ég trúi ekki á drauma. Friörik er búinn að þjóna okkur dyggilega i mörg ár. Ég get ekki sagt við hann, að mig hafi dreymt illa, og þessvegna verði hann að fara. — Skilurðu ekki, að draumar, sem mann dreymir þrisvar í röð, rætast alltaf? Við erum í hræði- legri hættu. Þú getur sagt hvað sem þú vilt við Friðrik, en láttu hann fara undir eins. Ef þú met- ur líf þitt nokkurs, verðurðu að fara aj mínum ráðum. — Ég get fullvissað þig um, að ég met líf mitt mikils, sagði frú Moresby blíðlega. — Nú ætla ég að bicíja um glas af víni, til aö þú getir jafnaö þig svolítið. Hún hringdi bjöllunni. — Nei, nei, hrópaði frú Framp- ton. — Láttu hann ekki koma hingað inn! — Vertu ekki með þessa vit- leysu. Þetta var ekki annað en . . . henni svelgdist á, þegar borðstofuhurðin opnaðist allt i einu og Friðrik kom inn með stóra blikandi öxi i hendinni. , — Hvað . . . ertu með, Friðrik ? spurði frú Moresby og hörfaði nokkur skref aftur á bak. Frú Frampton hörfaði líka aftur á bak til dyranna og hvarf út um þær. — Þér báðuð mig um að koma inn með öxina, þegar þér hringd- uð, svaraði Friðrik og rétti frúnni vopnið. Hann virtist hvorki botna upp né niður I þessu. — Þakka þér fyrir, sagði frú Moresby brosandi. — Þú mátt fara með hana fram aftur. Hún er búin að gera sitt gagn. Ég ef- ast um, að ég sjái frú Frampton lramar . . . að minnsta kosti ekki meðan þú ert hjá okkur, Friðrik. □ 7

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.