Vikan


Vikan - 12.11.1953, Blaðsíða 5

Vikan - 12.11.1953, Blaðsíða 5
Jón Tómasson stöðvarstf. skrifar um Áður fyrr var sá varla talinn maður með mönn- iim, er ekki stundaði sjó. Sjómennska var raunar «ina aðhvarf ungra manna, þar sem ekki var í önnur hús að venda. Sumir þráðu lífið og starfið á sjónum, en fyrir öðrum var sjómennskan kvöl. En drengirnir, sem um aldamótin fleyttu skeljum, sigldu skútum sínum um öll heimsins höf og voru útgerðarmenn og sægarpar í leikjum sínum, hafa marga hildi háð við Ægi sækonung og glettnar dætur hans. Þeir hafa verið þátttakendur í æfin- týralegri þróun þessa atvinnuvegar. Um leið hafa þeir gert stórfelld átök til uppbyggingar og þró- unar menningar, sem beðið hafði stórfellt skip- brot vegna kúgunar og yfirgangs erlendra kaup- manna, sem áttu langa og stundum ljóta sögu að baki sér. 1 skjóli verzlunareinokunar og af hennar völdum þróuðust hér allskonar skaðsemd- ir í hugarfari og hátterni manna. — Fátækt og fábreytt athafnalíf, auk vanþroska i félagsmál- um, gerði fólkinu erfitt uppdráttar, ól hjá því þýlund og minnimáttarkennd, en hroka og stæri- læti hjá þeim, sem betur máttu sín. OÝR LÆRDQMSTÍMI Nú blikna Keflvíkingar ekki lengur undan bitru auga fulltrúa einokunarvaldsins, né blygðast sín við beiskar s'ynjanir hans. Þaö var lærdómstimi, sem keyptur var fullu verði. Það má segja, að manndóms- og starfsár drengjanna frá aldamótaárunum hafi verið blóma- skeið, þó að stundum hafi syrt í álinn. En nú hef- ur alvarlega bliku dregið fyrir sólu. Nú óttast þeir, að þeir verði að leggja árar í bát og hætta allri útgerð, þar sem flugvöllurinn svo að segja hertekur hverja vinnandi hönd. Flugvöllurinn. — Já, þar má nú aðeins staldra við. Keflavíkurflugvöllur er eitt aðal bitbein vorra fjölfróðu stjórnmálamanna, með þeim afleiðing- um, að nú fyrir skömmu hefur sérstökum ráð- herra verið falið að fara með málefni vallarins, eins og um nýlendu væri að ræða. Það má sjálfsagt deila æfilangt um það, frá póiitísku sjónarmiði, hvort rétt sé að hafa varn- arlið I landinu, — hvort þátttaka Islands í Atl- anthafsbandalaginu hafi verið nauðsynleg, og hvort hinn svokallaði Keflavíkursamningur sé meira eða minna en 5% réttur eða rangur. Eitt er þó víst: Islendingar gátu ekki hindrað* hertöku landsins á stríðsárunum. — Það hafði svo í för með sér byggingu flugvaílarins, sem er mesta mannvirki á landinu. Jafnvel þótt afstaða manna til vallarins mótað- ist hvorki af stjórnmálalegu né þjóðernislegu sjón- armiði, er ólíklegt, að menn yrðu á einu máli um afstöðu til hans — til þess er hann alltof mikil auðsuppspretta. Og um auðsuppsprettur stendur jafnan styr. Hvalbakur, Halinn og Selvogsbanki hafa löng- um þótt mestu gullkistur okkar Islendinga, en samanlagt hafa þessi frægu fiskimið ekki fært okku? jafn miklar gjaldeyristekjur undanfarin ár eins og Keflavíkurflugvöllur einn. Allur togara- flotinn hefur heldur ekki við fólki því og fyrir- tækjum, sem vinna að gjaldeyrisöflun á flug- velTinum. Þessvegna streymir fólkið suður á flug- völlinn, hvaðanæfa að af landinu. Peningalyktin hefur náð út til ystu og fjærstu annesja, og svo mögnuð kvað hún vera í Reykjavík, að ,,rón- arnir“ í Hafnarstræti, sem I mörg ár hafa ekki fundið aðra lykt en spíra-lykt, hafa runnið á þennan nýja þef, og sjást hér nú oft við ýmiskon- ar verkamannavinnu — og stundum við ,,slátt“. —- Þúsundir karla og kvenna leita hingað suður á Rosmahvalanesið, sem gárungar skópu þjóðsöguna um, að væri verr af Guði gert heldur en aðrir landshlutar. Hér mætast gullleit- armenn allra sýslna og flestra hreppa þessa lands, og setja svip sinn á daglegt líf í Keflavíkinni. Margir húsbændur og jafnvel húsmæður, ung- menni og aldrað fólk, listamenn úr flestum grein- um, heildsalar og smásalar, lögfræðingar og lækn- ar, landskunnir íþróttamenn og afreksmenn í flestum greinum prýða þann fríða skara, sem leitar hér gæfunnar. Flestir vinna hér í nokkrar vikur eða mánuði, en halda svo heim, með fulla vasa fjár. Sumir setjast að hér syðra, einkum í Keflavík. Margir búa á vellinum í bröggum eða bráðabirgðahúsum. Sagt er að sumir þeirra hafi týnst, þ. e. a. s., þeir hafa fallið út af manntals- skýrslum og séu því hvergi skráðir sem þegnar þjóðfélagsins. Fólkið er hér fyrst og fremst til að afla sér fjár — afla lífsviðurværis fyrir fjölskyldur sínar, sem margar hverjar hafa búið við þröngan kost í byggðarlögum, sem ekki hafa staðið við nægtar- brunna náttúrunnar undanfarin ár. Þetta er flest ágætis fólk, sem gott er að umgangast og gott að hafa kynnst, þótt einstaka menn virðist hafa misskilið tilgang þess að afla fjár, — þeir eyða, svalla og spilla sér og umhverfi sínu, og „tapa svo af strætisvagninum", sem gat flutt þá til hamingju og betra lífs. Vissulega heyrum við Keflvíkingar stef ham- ingjunnar endurtekið daginn inn og daginn út. Það byrtist okkur í dyn véla og söng saga og ann- arra tækja, sem vinnuglaðar hendur fara um. Framhald á bls. 20. Keflvíkingar! Suðurnesjamenn! Erum ávallt birgir af hverskonar vörum. SlMANTJMERIN ERU: Nýlenduvömr, Kjötvörur, Mjólk. Hafnargötu 30 — Sími 32. Vefnaðarvara, Búsáhöld, Skófatnaður Sími 330. Hreinlætistæki, Miðstöðvarofnar, Gólfdúkur. tjtgerðarvörur, Járnvörur, Timbur, Sement, Málning, Vinnuföt. Hafnargötu 61 — Sími 69. Nýlenduvörur, Itjötvömr, Mjólk. Hafnargötu 62 — Sími 37. tJtibú Grindavík — Sími 33. Skrifstofan — Sími 123. SlMIÐ, VIÐ SENDUM. Kaupíéiag Suðurnesja Keflavík — Grindavík. VERZL UN Sölva Ólafssonar KEFLAVÍK SÍMAK: 108 Búðin. 256 Sölvi Ólafsson, heima. NÝLENDUVÖRUR OG KJÖTVÖRUR 1 MIKLU ÚRVALI. Sendi um allan bæ, bara hringið í s í m a 10 8, og þá kemur það. 5

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.