Vikan


Vikan - 12.11.1953, Side 13

Vikan - 12.11.1953, Side 13
GISSUR SLEPPUR SAMT. Rasmína: Þú ferð ekkert út. Hringdu í rörlagn- Rasmína: Vertu kyrr þarna uppi. Mig grun- ingarmennina og svo verðurðu að vera heima, þeg- ar, að þú reynir að lœðast út. ar þeir koma. Gissur: Ég er búinn að hringja. Gissur: En mig langaði að fara til Dinty. 1. rörlagningarmaður: Gissur bað okkur að koma hingað. ■ 2. rörlagningarmaður: Hann sagði að pípumar vœru bilaðar. Rasmína: Farið þið upp. Hann sýnir ykkur bilunina. 1. rörlagningarmaður: Við verðum því miður að fara með baðkerið. Þetta er meira verk en við bjuggumst við. Rasmína: Talið ekki svona mikið. Reynið held- ur að hefjast handa. 1. rörlagningarmaður: Þetta dugði, Gissur. Við skulum byrja. 2. rörlagningarmaður: Hvor endinn verður létt- ari. Gissur: Ég vona að allt gangi að óskum. 1. rörlagningarmaðuir: Rólega, drengir. Stígið gcetilega til jarðar. 2. rörlagningarmaður: Það gerir þú að minnsta kosti. Þú stendur ofan á mér. 1. rörlagningarmaður: Ég verð feginn þegar þetta er Rasmína: Gissur! Komdu niður! Svaraðu búið, því það er stórhcettuleg vinna. miér! Hvar ertu? Rasmína: Ég skal opna hurðina. Gissur: Allt í lagi, strákar. Látið mig niður. 1. rörlagningarmaður: En hvað ég er feginn. Ég er að missa. 2. rörlagningarmaður: Dyntibarinn er á nœsta götuliorni. Pabbinn: né mamma dagur. Klukkan er eru vöknuð. niu og hvorki Lilli Það er vist sunnu- Pabbinn: Ég œtla að loja þeim að sofa meðan ég tek til morgunmatinn. Það gengur allt á TREFOTUM i Frakklandi. Skyldi það, sem hér fer á eftir, vera ástœðan? T^LESTIR Fraltkar drekka vín með mat. En nú eru þeir líka farnir að þamba vínið fyrir mat og eftir mat. Afleiðingin er sú, að áfengisdrykkja er orðin eitt mesta vandamál Frakklands, jafnvel engu minna vandamál en Indó-Kína og vígbúnaðarkapp- hlaupið. Frakkar drukku síðastliðið ár sex billjón flöskur af víni — fimm sinn- um meira en skæðasti keppinautur þeirra, Italir. Þetta samsvarar því, að hver fullorðinn Frakki drekki á einu ári 106 viský-flöskur með 88% alkóhólstyrkleika. Þetta er tæplega helmingi meira en á Italíu, fjórum sinnum meira en í Bandaríkjimum og níu sinnum meira en Bretinn drekkur. Það er ekkert óalgengt i Frakk- landi, aö barni sé gefið vín áður en það kann að ganga. Það liggur þá nærri því í hlutarins eðli, að eftir því sem barnið eldist, verður það sólgn- ara í vín. Þó sér maður sjaldan ölvað fólk á götum úti í Frakklandi. Hinn franski drykkjumaður „ber vínið vel'*. Hinsvegar eru lifrarsjúkdómar hvergi algengari en í Frakklandi. Heimabrugg er leyfilegt þar i landi, og 3,250,000 einstaklingar hafa heim- iíd til að framleiða alkohól úr vín- berjum, eplum, ferskjur, perum, sykurrófum o. s. frv. Hinir, sem ekki búa til vín, eru ekki í miklum vand- ræðum með að fá það keypt: það er ein drykkjukrá fyrir hverja 90 íbúa. 1 Þýzkalandi er hlutfallið liins- vega ein krá á móti liverjum 246 íbúum, í Englandi er það ein á móti 430 og í Noregi eru 3,000 íbúar um hverja krá. Af þessu leiðir, að í Frakklandi eru 22 af liverju þúsundi íbúa drykkjusjúklingar — mörgum sinnum fleiri en í Bretlandi. 1 París eiga þrír af liverjum fjóium afbrota- unglingum ofdrykkjufólk fyrir for- eldra. Frakkar eyða 33 biiljónum króna í vin á ári, eða að meðaltali 10% af tekjmn hverrar fjölskyldu. (1 Bandaríkjunum er talan 4%. Hins- vegar fær ríkissjóður aðeins 12% af vínsölutekjum, borið saman við 32% i Bandaríkjunum og 58% í Bret- landi. Franska ríkið greiðir lielmingi meira til hjálpar drykkjusjúklingum og f jölsltyldum þeirra, heldur en það fær í skatt af vínsölu. Auk þess hafa framleiðendur alko- lióls til drykkjar og iðnaðar liingað til fengið yfir 800,000,000 króna í upp- bætur á ári. Siðastliðið ár var ná- kvæmlega jafnhá upphæð til bygg- ingarstyrkja felld út af fjárlagaírum- varpinu. Þó er lélegur iiúsakostur talinn ein meginorsök ofdrykkjunnar í Frakklandi: Fralckinn kýs heldur að eyða fristundum sinum i kránni lieldur en að fara heim til sín. Afengisframleiðendur hafa heilan her manna í þjónustu sinni til þess að gæta liagsmuna sinna. Að baki „erindrekanna“ standa tvær milljón- ir vínekrueigenda, verkamanna og veitingaiiúsaeigenda. ,,Vinveittir“ stjórnmálamenn geta verið vissir um stuðning þessara kjósenda. Tvær l'ranskar ríkisstjórnir liafa þegar hrökklast frá völdum í ár — vegna stefnu sinnar í áfengismálum. Því hefur Iöngum verið haldið fram, að vínið væri hin mikla tekjulind Fraklra. En á þingi þeirra hefur þetta verið rækilega hrakiö. Frakkar hafa aðeins tæplega 6% af útflutnings- tekjum sínum af áfengissölu. 1 geymslum ríkisins eru hundruð millj- óna lítra af áfengi, sem ógerlegt er að selja. Frakkar verða að flytja inn matvæli, samtimis því sem alko- hól heldur áfram að renna í stríðum straumum frá vínekrum og rófna- ökrum — sem haldið er uppi með rikisstyrkjum. Upp á siðkastið hafa þessar tölur ýtt svolítið við liinum heiðarlegri stjórnmálamönnum: í júli síöastliðn- um tókst Laniel forsætisráðherra að fá þingið til að samþykkja mikla skattahækkun á áfengum drykkjum. Styrkir til vínekrueiganda voru lækk- aöir, en í ráði er að nota það fé, sem þannig spaiast, til þess að koma fót- um undir mjólkurframleiðendur. Þetta er að minnsta kosti svolítil byrjun. En í ár mun þó sennilegast endurtaka sig sagan frá síðasthðnu ári: Einn af hverjum 25 mönnum, sem þá létust í Fraltklandi, dó af ofdrykkju. Hér er nýleg mynd af Páli Grikkjakóngi, Fredericu drottningu hans og krónprinsinum, Constantine. f banda- ríska tímaritinu ,,Time“ var fyrir skemmstu skýrt frá því, hvernig Frederica komst í hann krappan í Egypta- landi í fyrra, skömmu áður en Farouk var settur af. Hún var stödd í heimsókn hjá Faridu drottningu, þegar Farouk kom inn. Hann þekkti ekki hinn tigna gest, en leist ágætlega á hann, og áður en Frederica vissi, hvað- an á sig stóð veðrið, var kóngurinn búinn að reka Far- idu á dyr og slökkva ljósið. Frederica hafði þó tíma til að komast út að glugganum, benti út í hallargarðinn, þar sem maðurinn hennar var til allrar hamingju staddur, og sagði: „Stóri maðurinn þarna í sjóliðsforingjabún- ingnum er maðurinn minn!“ Þá áttaði hinn feiti Farouk sig' á því, að hann stóð frammi fyrir drottningu Grikkja, brosti kæruleysislega, kveikti ljósið og gekk út. Seinna sagði Frederica blaðamanni frá þessum atburði, með þeim afleiðingum, að Grikkir slitu stjórnmálasambandi við Egypta. ÓTHÍJLEST 0i dsi§|iSffii'l1l ★ ÞEGAR klukkurnar í Big Ben slá í London, heyra Ástralíu- menn til þeirra á undan fólkinu niðri á götunni! Brezka ríkis- útvarpið útvarpar klukkuhljómnum, sem þar af leiðandi berst með hraða ljóssins (186,000 mílur á sekúndu) út um víða veröld. Þannig berst hljóðið á skemmri tíma til Ástralíu heldur en hjálp- arlaust niður á götu. A ★ NÝTÍSKU sprengjuflugvél af stærstu gerð hefur meðferðis bensín, sern nægja mundi í 16 bílferðir kringum jörðina. . A A ATOM eru svo smá, að ef vatns'dropi yrði stækkaður uns hann væri orðinn jafnstór hnettinum, yrðu atomin í honum smærri en appelsínur. ///li T <■ Q Copr. 1 í>53. Kirg rcaturci Pabbinn: Nú set ég öll 'tœkin i gang í einu, svo allt verði tilbúið eftir svolitla stund. Við lifum á öld krafta- verkanna. Mamman: Ég finn undarlega lykt. steikt. Pabbinn: Eins og vcnjulega á sunnudögum. 12 13

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.