Vikan


Vikan - 12.11.1953, Side 8

Vikan - 12.11.1953, Side 8
Skjót veðrabrigði T TLLA leit yfir borðið. Svo lagfærði ^ hún blómavasann og andvarpaði. Hún varð þó að viðurkenna, að borð- ið var smekklega skreytt, enda hafði hún lagt sig alla fram, því í kvöld var von á Kurt. Hún bjóst ekki við neinum heim fyrr en að hálftíma liðnum, svo hún hafði góðan tíma til að hugsa um þessa hræðilegu aðstöðu, sem hún var í. Enn einu sinni fylltist hún örvænt- ingu, því þegar maður er ástfanginn af kær- asta systur sinnar, er sannarlega ástæða til að láta hugfallast. En jafnvel það megnaði ekki að eyðileggja góða skapið, sem hún var í. Eg fæ bráðum að sjá hann — ég fæ að sjá hann, hljómaði fyrir eyrum hennar. Ulla hafði séð um heimilið fyrir föður sinn og systkini siðan mamma þeirra dó fyrir hálfu öðru ári. Þá hafði Irena verið búin að fá góða stöðu á lögfræðiskrifstofu og Pétur kominn í annan bekk. Það var þvi ekki nema eðlilegt, að Ulla, sem alltaf hafði hjálpað mömmu sinni, tæki við heimilisstörfunum. Hún var hreykin af að geta tekið sæti mömmu sinnar og lagði sig alla fram. Og fjörlegi söngurinn hennar hljómaði um húsið frá morgni til kvölds, því Ullu þótti gaman að syngja, þó náttúran hefði ekki úthlutað henni miklum hæfileikum í þá átt. Og þegar Pétri þótti nóg um, var hann vanur að segja: — Hættu nú að syngja, því Jörgen ætlar að leika við mig og hann er ekki vanur þessum óhljóð- um. En nú hafði Pétur ekki þurft að þagga niður í henni í heilan mánuð, því þegar ástarsorg- irnar þjaka unga stúlku, langar hana ekki til að syngja. Nú varð hún að flýta sér að afhýða kart- öflurnar — nýju kartöflurnar, sem hún hafði freistast til að kaupa, aðeins til að heyra Kurt hrópa upp yfir sig af ánægju. Kurt og Irena máttu aldrei vita, að hún þjáðist. Það hefði ekki verið svo erfitt að leyna því, ef hún hefði ekki fundið hvernig framkoma Kurts gagnvart henni breyttist. Ef hún leit snöggt upp, hafði hún hvað eftir ann- að séð, að hann horfði alvarlegur á svipinn á hana, og hafði hann ekki líka haldið óvenju- lega lengi í hendina á henni þegar hann kvaddi síðast? Svo þegar þau sátu úti á svölunum í gærkvöldi og biðu eftir Irenu, hafði hann allt í einu sagt: — En hvað þú ert yndæl, Ulla! Aldrei skyldi hún taka Kurt frá systur sinni. En elskaði hann hana? Hún var hrædd um að vera ekki nógu sterk á svellinu, ef svo væri. Pétur kom inn: —• Blóm! Svo mágur okkar elskulegur kemur í dag! Ulla hrökk upp úr hugsunum sínum um það, hvort hún ætti held- ur að sitja við hlið Kurts eða á móti honum, svo hún gæti horft á hann. En hvað skyldi systir hennar hugsa um blómin og þennan dýra mat, úr því Pétur veitti því athygli? HUN RAK PÉTUR fram til að þvo sér hendurnar og settist í ruggustólinn, svo hún gæti horft út um gluggann. Og þarna komu þau þrjú, sem hún var að bíða eftir, Pabbi hennar, sem var svo ung- legur, þó hárið væri farið að grána og Kurt með Irenu sér við hlið. Kurt þefaði út í loftið: — Dásamleg lykt, sagði hann. — Ég verð eins og hungraður úlf- ur, Ulla. Þú dekrar of mikið við okkur. En nú ætla ég líka að gera nokkuð fyrir þig i stað- inn. Sjáðu! Tveir sirkusmiðar handa þér og Pétri! Ulla gleymdi ástarsorg sinni á svipstundu og augu hennar glömpuðu, þegar hún hrópaði: — Þakka þér fyrir, Kurt! En hvað ég hlakka til! Þvi þrátt fyrir allt er þrettán ára gömul stúlka ekki annað en barn. eftir að þeir hafa tekið ákvörðun, eins og læk- ur fyrir ofan foss og steypa sér svo of fljótt framaf, svo þeir enda í hringiðu og froðu. En það var stöðugur straumur í viljakrafti Lydiu, hvort sem það var henni til góðs eða ekki. Hún tók töskuna sína, sem lá í sætinu við hliS hennar, opnaði hana og komst að raun um að Evans, hafði gleymt að stinga buddunni í hana, þó hún vissi að hún ætlaði að spila bridge. Lydia leit upp og sá, að lögregluþjónninn hafði fylgt þessari hreyfingu hennar með augunum. Hún tók af sér armbandið frá Bobby og lét það detta niður á veginn. Hún heyrði þegar það skall á steinunum. — Þér misstuð eitthvað, sagði hann. — Nei. Hann sveiflaði fætinum yfir hjólið og tók arm- bandið upp. — Eigið þér ekki þetta? Hún brosti út I annað munnvikið og hristi höfuðið. Nú var hún enn einu sinni búin að ná valdi yfir atburðunum. — Hver á það þá? — Þér hljótið að eiga það, svaraði hún elsku- lega en dálítið fyrirlitlega og setti bílinn í gang, án þess að hafa af honum augun. Hann þagði og bíllinn rann af stað. Nú heyrði hún að hljóð- ið í mótorhjólinu fjarlægðist í hina áttina. Hún brosti með sjálfri sér. Það voru alltaf einhver ráð. Það var beðið eftir henni hjá Elenoru og hún fann, að gestirnir voru ekki ánægðir. En ef Lyd- iu geðjaðist í raun og veru að fólki, eins og henni geðjaðist að þessum þremur, sem biðu hennar, þá varð hún dásamlega vingjarnleg í framkomu og brá fyrir sig kæti, sem erfitt var að standast. Henni geðjaðist betur að Elenoru Bellington en nokkurri annarri konu, sem hún þekkti. Þær höfðu verið vinkonur síðan þær gengu I skóla. Elenora var vel gefin, hvassyrt, venjulega fá- mál og ekkert hrædd við Lydiu. Hún var ljós- hærð, höfðingleg, sjálfstæð og nokkrum árum eldri en Lydia. Hún var frjálslynd í hugsunum, en hlédræg í framkomu. Hún fékkst mest við andleg störf og framkvæmdi allt gegnum aðra. 1 kring um hana voru alltaf einn eða tveir efni- legir og merkilegir menn, sem virtust vera í nánum tengslum við hana og allir töluðu um sem mannsefnin hennar. Kunningjar frú Belling- ton þreyttust aldrei á að ræða það, hvernig sam- bandinu milli Nellýar og þessara vina hennar væri háttað. Lydiu geðjaðist líka vel að Tim Andrews, ung- um manni, sem var vinur allra en lítill tilfinn- ingamaður. En vænzt þótti henni um að hitta Bobby Dorset, sem kom í hægðum sínum niður tröppurnar með hendurnar í vösunum, til að taka á móti henni. Hann var karlmannalegur og lið- lega vaxinn, alveg eins og ungir menn eiga að vera. Han var 26 ára, en leit út fyrir að vera yngri. Það vottaði ekki fyrir neinum dráttum í andliti hans, þó kominn væri tími til þess, að þar væri eithvað skrifað. Blaðsíðan var búin að vera auð of lengi. Það var það eina, sem hægt var að setja út á útlit hans og kannski datt að- eins fullorðnu fólki í hug að gera það. Að minnsta kosti gerði Lydia það ekki. Þegar hann brosti til hennar, svo skein i mjallhvítar og regluleg- ar tennurnar, fannst henni hann fallegasti mað- urinn, sem hún hafði nokkru sinni séð. Spilaborðið stóð tilbúið inni, eins og hún hafði búizt við og milli þess sem hún mótmælti þvi ákaft og reyndi að fá það fært út, skaut hún því inní, að hún væri sein, vegna þess að hún hefði átt í erfiðleikum með ungfrú Bennett. ■— Elsku litla Benny, sagði Andrew. —• Hún er eins og falleg mús, er það ekki? — Hann talar alltaf eins og hann sé ástfang- inn af Benny. — Hún er svo blíðlynd, Lydia og þú ert svo harðbrjósta við hana, sagði Dorset. — Ég verð að vera það, Bobby, svaraði Lydia og líklega hefði hún ekki fengizt um að útskýra þetta fyrir neinum öðrum. — Hún er bliðlynd en hræðilega þrá. Hún fær öllu sínu framgengt þegar til lengdar lætur. Ég vildi að þið gætuð sagt mér, hvað ég á að' gera. Það er eins og að skvetta vatni á gæs að finna að við Benny, þangað til maður gerir það þannig, að það særir tilfinningar hennar og þá hefur það heldur engin áhrif, því hún tekur það svo nærri sér að þannig skuli vera talað við hana. Ég er alveg í vandræðum með hana. — Af sömu ástæðum eru allir í vandræðum. með alla, sagði Elenora. — Hún vill bjóða þessum leiðinlegu vinkon- um sínum heim, þegar ég er heima til að skemmta þeim. 1 dag voru það tvær gamlar fangahjálparkonur með uppþornuð andlit. Auk þess gekk mér alveg hræðilega að reyna að finna einhverjar druslur á mig í bænum í morgun . . . Nell, hvers vegna mæltirðu með Lurineverzlun- inni við mig? Ég hef aldrei séð annan eins fatn- að. — Ég mælti ekki með henni, svaraði Nellie- og lét þessa árás ekkert á sig fá. — Ég sagði að föllcitar dansmeyjar keyptu fötin sín þar og að þessi nýja löngun þín til að klæða þig eins dansmey . . . — Ha? Lydia klæðir sig ekki eins og dans- mey! — Þakka þér fyrir, Bobby. — Hún vill helzt klæðast í tígrisdýraskinn og perlubönd, eins og villimennirnir í Aida og skríða um frumskógana. — Ég var í svo vondu skapi, að ég kærði mig kollótta um alla fangahjálp. Finnst ykkur að fangelsin eigi að vera of þægileg. Ég vil ekki vera grimm, en . . . — Nei, þú villt ekki vera það, góða. — Finnst þér ég vera það? Það segir Benny. En ég er ekki grimm. Spilum við upp á einn; tíunda ? Elenora, sem skemmti sér engu síður þó gróð- inn væri takmarkaður, eins og svo margt vet gefið fólk, sagði að það væri of hátt. En Lydia. vildi ekki heyra það nefnt. '— Nei, Elenora, þú getur notað spilapeninga. ef þú vilt, en ef við eigum að spila um peninga, þá . . . Tim Andrews greip fram í fyrir henni. — Kæra Lydia, mér finnst rétt að vekja athygli þína á því, að áður en þú komst stofnuðum við Anti-Lydiu samtök. Allir, sem þú tekur ráðin af, geta orðið meðlimir og markmið félagsins er að standa gegn þér í öllum smámálum. — Hvort sem ég hef rétt fyrir mér eða ekki? — Allir eru verstir, þegar þeir hafa rétt fyrir sér, muldraði Elenora. — Við vorum búin að ákveða áður en þú komst að spila uppá einn fimmta, hélt Tim áfram 1 ákveðnum tón. — Jæja þá, svaraði Lydia hvatlega. — En þið vitið að mér leiðist það og það gerir Bobby líka. er það ekki, Bobby? — Ekki sérlega mikið, svaraði Dorset, — en ég veit að ef þér leiðist, verður það áreiðanlega ekki skemmtilegt fyrir neitt okkar. Bydia brosti. — Er þetta móðgun eða hrós? Bobby brosti líka. — Móðgun, held ég, en þér geðjast víst að því. Hálf tíma seinna voru þau farin að spila uppá einn tíunda. Jón s — Drottinn minn! Bikarinn tilheyrir heims- meistaranum í þolhlaupi. 8

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.