Vikan - 12.11.1953, Blaðsíða 7
LYDIA
--- EFTIR ALICE DUER MILLER
2T YDIA var venjulega óstundvís, eins
I 1 og fólki með hennar skaplyndi og
stöðu í þjóðfélaginu er lagið. Hún afsak-
aði þetta þannig fyrir sjálfri sér, að hún
gerði meira en aðrir á 24 tímum. En
sannleikurinn var sá, að hún vildi held-
ur láta bíða eftir sér en eiga það á hættu
að bíða sjálf. 1 hennar augum var það niður-
lægjandi að bíða eftir því að öðrum þóknaðist
að hitta hana. 1 dag hafði hún samt góða og
gilda ástæðu til að koma á réttum tíma — það
er að segja ekki meira en tuttugu mínútum of
seint. Það átti að spila bridge hjá Elenoru og
Bobby ætlaði að koma þangað. Af einhverjum
óskiljanlegum ástæðum gerði Bobby alltaf veður
af því, þegar hún var óstundvís og allir voru
farnir að kvarta undan henni. Bobby tapaði
alltaf, ef hann var æstur og hann hafði ekki
efni á að tapa. Henni var miklu ver við, ef
Bobby tapaði, en honum sjálfum.
Eitt var Lydiu ljóst, að maðurinn, sem hún
giftist, yrði að vera mikill maður, ekki eingöngu
vegna þess, að vinir hennar ætluðust til þess,
heldur af því að hún þarfnaðist einhvers áhuga-
máls í lifinu eða réttara sagt mikils manns. En
þrátt fyrir það var eins og hún hefði eingöngu
veikleika fyrir iðjuleysingjum og einskis nýtum
mönnum. Um það var Bobby ágætt dæmi. Henni
geðjaðist að kvenfólki, sem hafði jákvæða eigin-
leika, hugrekki, þrek og gáfur, en hún virtist að-
eins velja þá karlmenn að vinum, sem þurftu að
láta aðra stjórna sér. Benny sagði, að þar kæmi
móðurtilfinningin fram í henni, en aðrir, sem
ekki gagnrýndu hana af eins góðum hug, sögðu
að því réði stjórnsemin. Ef til vill voru þessir
tveir eiginleikar ekki eins óslcildir og almennt
var haldið. Lydia hafnaði skýringunni um móður-
tilfinninguna, án þess að finna nokkra aðra. Hún
vissi aðeins, að það sem kom henni til að geðj-
ast að mönnum, eins og Bobby, sá líka fyrir þvi,
að hún varð ekki ástfangin af þeim. Því hún
reifst alltaf við þá karlmenn, sem virtust líklegir
til að geta vakið ást hennar, svo að milli þeirra
gat ekki einu sinni myndast vinátta.
Tveim árum áður hafði hún meira að segja
verið trúiofuð háum Englendingi með arnarsvip,
Markgreifanum af Ilseboro, þó trúlofunin væri
aldrei gerð heyrum kunn. Hún elskaði hann ekki,
þó konur yrðu yfirleitt ástfangnar af honum.
Benny hafoi verið ákaflega hrifin af honum. Á
sinn þögula hátt var hann mjög þægilegur í við-
móti, öruggur í ástaratlotum sínum og margfróð-
ur um lífið og kvenfólkið.
En alveg frá upphafi höfðu orðið árekstrar
xnilli þeirra, vegna allskonar smámuna. Kjólar
Lydiu, hegðun og veizluhöld urðu þeim að deilu-
efni. Hvað eftir annað hafði Ilseboro látið und-
an, en gert það þannig, að ekki vottaði fyrir
uppgjöf. Atvikið sjálft sker sjaldan úr um það
hvort sigrar í slíkum deilum, sem hjá flestum
fara aðeins fram í undirmeðvitundinni, heldur
aðstaða deiluaðilanna, þegar deilan er úti. Benny
gerði til dæmis stundum uppreisn, en hún gerði
það í miklu fáti og fumi og gaf svo skýringar,
sem enginn hafði beðið um. Ilseboro var alger
andstæða hennar. Hann lét undan síga, vegna
þess að hann vildi láta undan óskum hennar upp
að vissu marlti. Lydiu fór smám saman að gruna,
að hann væri í eðli sínu sá sterkari, þó hún gæti
ekki óttast hann. Það hlaut að enda með ást eða
hatri. Kvöld nokkurt hafði hún í nokkra klukku-
tíma verið honum þakklát, dázt að honum og
viljað gefast upp, og þá hefði hún fallið til fóta
honum, ef hún hefði elskað hann. En hún elsk-
aði hann ekki og þegar hún sá, að hann beið
færis, til að fella hana í þann ramma, sem hafði
verið ætlaður eiginkonum Ilseboroanna i mai’gar
aldir, þá fór hún að hata hann.
Síðan hún var barn hafði hún gert uppreisn
við umhugsunina um að láta á móti vilja sín-
um. Hún mundi ennþá, hvernig hún hafði stund-
um vaknað skelfd yfir því, að verða að svæfa
vilja sinn í svo margar klukkustundir. Seinna
hafði faðir hennar ætlað að senda hana í dýran
helmavistarskóla, en hún hafði þá orðið svo æst
við tilhugsunina um að vera lokuð inni sem
ein af fjöldanum, að hann hafði orðið að hætta
við það. Til að fá frelsi hefði hún gifzt hverjum
sem var, en þar sem hún hafði óvenju mikið
frjálsræði, hraus henni hugur við að skerða það
með giftingu, einkum með því að giftast Ilse-
boro. Hún sleit því trúlofuninni. Ilseboro elskaði
hana og vildi ekki sætta sig við þetta. Hún
gat aldrei gleymt því, hvernig hann formælti
henni, þegar hann fór.
— Aðalgallinn við að vera eins mikill harð-
stjóri og þú, mín kæra, sagði hann, -—• er að
þú færð alltaf annars flokks samherja.
Hún svaraði, að engum væri betur kunnugt
um þetta en honum. Framkoma hans við þjón-
ustufólk hennar hafði fyrir löngu hneykslað hana.
Hann ávarpaði það algerlega ópersónulega og
þótt undarlegt mætti virðast, þá virtist þvi öllu
geðjast vel að honum, nema bílstjóranum, sem
var amerískur og fann að með þessari tóntegund
hóf hann sig yfir fjöldann.
Nokkrum mánuðum seinna sýndi hún ungfrú
Bennett enskt myndablað. — Þarna er mynd af
stúlkunni, sem Ilseboro ætlar að giftast, sagði
hún.
Miss Bennett svaraði ekki fyrr en hún var
búin að lesa hina rómantísku frétt: — Nýlega
hafa opinberað trúlofun sína George Frederik
Albert Reade, markgreifi af Ilseboro og . . .
Brúðkaupið mun fara fram mjög bráðlega.
— Hún lítur út eins og hefðarkona, sagði hún
svo.
— Hún lítur út eins og kanína, svaraði Lydia.
— Þú getur rétt ímyndað þér, hvernig Freddy á
eftir að skipa henni fyrir.
Hún átti ekki vanda til að sjá eftir velhugs-
uðum ákvörðunum og fljótlega var hún búin að
gleyma þvi, að Ilseboro hefði nokkru sinni verið
til, nema hvað hún hafði lært ýmislegt af hon-
um, eins og t. d. það, að þegja þegar fólk sagði,
að hún gæti ekki gert eitthvað, sem hún hafði
í hyggju og gera það svo án þess að mótmæla,
eins og hún hafði alltaf gert áður. Þetta gafst
líka vel.
Hún steig fastara á benzínið, þegar hún sá
beinan veg framundan og bíllinn þau nú áfram
með 40 mílna hraða. Báðu megin við veginn
óx fjólurautt kál, alveg upp að steyptum veg-
inum og þar var hvorki gyrðing né trjáröð, til
að halda þvi burtu. Það var mistur i loftinu,
sem lét lágu hæðirnar í suðri, líta út eins og
fyrirferðarmiklar, ógreinilegar hrúgur og setti
ógnandi blágáan lit á himininn. 1 allar hinar átt-
irnar teygðu flatar, frjósamar sandsléttur Long
Islands sig óhindraðar.
Þetta var sannarlega fallegur dagur — allt
of fallegur til að eyða honum yfir spilum í ryk-
ugri stofu. Það væri líklega skynsamlegast að
eyðileggja spilaboðið, hugsaði hún, hrifsa Bobby
frá þeim, og aka með hann út að sjónum, þar
sem þau gætu horft á tunglið koma upp. Hún
var bara hrædd um, að það væri oröið of seint.
Hún ætlaði að borða hjá Piershjónunum um
kvöldið, en það var ákaflega freistandi að hætta
líka við það — þar sem hún mundi frekar
skemmta þeim en sjálfri sér. Hún ætlaði að
minnsta kosti að láta Elenoru færa bridgeborð-
ið út á svalirnar. Það var svo heimskulegt af
Elenoru að vilja alltaf spila inni.
Skyndilega brá fyrir mynd af einhverjum í
speglinum vinstra megin við hana. Var þetta ?
Nei — jú! Lögregluþjónn á mótorhjóli! Hún
skyldi svei mér aka svolitla stund í kapp við
hann, úr því hann var svo heimskur að þekkja
hana ekki. Hraðinn hreif hana og — sveif á
hana. Mælisnálin sveiflaðist yfir 45, síðan á 50
og stanzaði þar. Hún þaut eins og örskot fram
hjá skólabíl, fullum af börnum. Nú var vegurinn
auður og beinn framundan.
Litla veran hélt áfram að stækka, þangað til
hún virtist fylla upp i spegilinn. Hljóðið i bíln-
um hennar drukknaði í hávaðanum frá mótor-
hjólinu. Hún heyrði einhvern kalla, næstum upp
í eyrað á sér; — Stanzið! Þegar hún leit snöggt
til hliðar, sá hún, að einkennisklæddi maðurinn
var kominn fram fyrir hana. Hún dró úr ferð-
inni og stanzaði. Sólbrenndur ungur maður,
rauður af reiði, hvessti á hana augun.
— Hvað heldurðu að þetta sé? Veðhlaupa-
braut ?
Lydia svaraði ekki, en starði beint fram fyrir
sig. Hún var að hugsa um, hvílík eyðsla það
væri á peningum skattgreiðendanna að skipta
sífellt um lögregluþjóna. Þegar manni hafði tek-
izt að komast að samkomulagi við einn þeirra,
var annar kominn í staðinn — Það hafði engin
áhrif á hana, þó hann ávitaði hana harðlega —
til að sýna vald sitt, alveg eins og faðir hennar
hafði alltaf gert. Hún mótmælti honurn ekki, en
hún hataði lögin, sem stóðu á bak við hann. Hat-
aði þá hugmynd, að hún gæti ekki sjálf ákveð-
ið hve hratt hún æki.
Nú var hann að undirbúa kæruna. Hún leit
kæruleysislega í spegilinn og sá að skólabíllinn
kom akandi eins og á litlu kvikmyndatjaldi. Hún
ákvað að binda endi á þetta áður en þessir
hrópandi og veifandi krakkar kæmust fram úr
henni. Og hún var vön að framkvæma í skyndi,
það sem hún var búin að ákveða. Margir hika
VEIZTU -?
1. Hver er þetta?
2. Hvað eru Majorka og Minorca?
3. Hvenær var Latínuskólinn í Skálholti
fluttur fyrst til Reykjavíkur?
4. Er sama hráefni í kakó og súkkulaði?
5. Eftir hvern er ljóðið: Island ögrum
skorið b) en lagið?
6. Getið þið lesið úr þessum rómversku
tölustöfum: a) L b) D c) M?
7. Hvaða skilningarvit eru bezt þrozkuð
i flestum dýrum ?
8. . . . fyllir mælirinn. Hvaða orð vantar
i þennan málshátt?
9. Hvað er útbreiddasta dagblaðið í
Bandaríkjunum ?
10. Hvaða frægir menn hétu þessum for-
nöfnum: .a) Ludwig van b) Hans
Christian ?
Sjá svör á bls. 22.
7