Vikan


Vikan - 26.11.1953, Side 5

Vikan - 26.11.1953, Side 5
FORSAGA I/DI4 -— -- EFTIR ALICE DUER MILLER Ung rík stúlka, LYDIA THOKNE, býr með BENNY lagskonu sinni í New York. Hún er foreldralaust dekurbarn, sem alitaf hefur farið sínu fram. Vinir hennar eru ELE- ANOK og BOBBY. Hún ekur of hratt og mútar lögregluþjóni, sem stöðvar hana, með dýrmætu armbandi. EGAR Lydia kom upp, beið hennar allt, sem hún þurfti á að halda — herbergið var upp- ljómað, eldurinn logaði glatt á arninum, vatnið beið í baðkarinu, sokkarnir og undirfötin lágu á stói, kjóll úr gylltu og grænu efni á rúminu og gylltir sandalar á gólfinu. Og þar stóð Evans og starði á klukkuna, eins og kvenprestur, sem bíður þess að þjóna gyðju sinni. Lydia kastaði frá sér hattinum og Evans fór að hjálpa henni úr blússunni. Hún hneppti frá erminni og leit skelfd á Lydiu. — Armbandið yð- ar? — Armbandið? Lydia var búin að gleyma því. — Litla armbandið með demöntunum, sem þér fóruð með út. Það fór í taugarnar á Lydiu, hve óttaslegin og æst stúlkan var. — Ég hlýt að hafa misst það, sagði hún. Stúlkan gaf frá sér hljóð, eins og hún hefði sjálf glatað einhverju. — Ó, það er hræðilegt að týna svona dýrmætu armbandi! — Ég get ekki skilið, hvers vegna þér hafið áhyggjur af þvi Evans, úr því mér er sama. Evans þagði og hélt áfram að afklæða hana. Tuttugu mínútum seinna ók einkabílstjórinn Lydiu til Piershjónanna. Meðan hún sat þarna ótrufluð, hafði hún betra næði til að hugsa en venjulega. Hún hallaði sér aftur á bak í sætinu og fór að hugsa um hve einmana hún væri — alltaf þyrfti hún að taka öllum aðfinnslum ein. Var hún þrákálfur, eins og Ilseboro hafði sagt? Hún var kannski ákveðin, en hvernig var hægt að fá nokkru framgengt, ef maður var eftirlát- ur? Benny, sem hafði marga ágæta kosti, var t. d. eftirlát og hvernig hafði farið fyrir henni? Nú var hún hálf sextug lagskona ungrar stúlku. Lydiu grunaði, að faðir hennar hefði viljað giftast Benny tíu árum áður og að hún hefði hafnað honum. Hún þóttist vita hvers vegna — Benny fannst Joe Thorne grófur og henni þótti ekki vænt um hann. Þetta var auðvitað ákaflega há- leit hugsun, en sýndi það samt ekki veikleika að vilja ekki eiga neitt á hættu? Hefði Benny ekki sýnt meiri manndóm, ef hún hefði ákveðið að giftast gamla manninum vegna peninganna hans? Hefði hún gert það, væri hún nú ekkja hans og Lydia undirgefin stjúpdóttir hennar. En hvað hún hefði þá hatað hana! Piershjónin höfðu byggt sér höll eftir franskri fyrirmynd og tekizt að breyta kyrkingslegum skógi í garða, grasfleti og bolla. Lydia steig út úr bílnum og stanzaði á marmaratröppunum, meðan hún sveipaði kvöldkápunni betur um sig. Hún leit við, þegar bílstjórinn spurði hvenær hann ætti að sækja hana. — Við skulum sjá — átta — tíu — bridge. Komdu klukkan ellefu. Um leið og hún lét þjónustustúlkuna taka kápuna sína, leit hún i spegilinn í búningsher- berginu og sá granna stúlku í gylltum og græn- um kjól með smaragðaband um ennið. Hún sá það um leið og hún kom í dyrnar, að veizlan yrði ekki mjög skemmtileg — aðeins átta gestir og þeir litu ekki út fyrir að vera góðir bridgespilarar. Hún hlustaði þolinmóð á Fanny Piers, sem sagði að fjórir gestir væru búnir að afþakka boðið síðan klukkan sex. Hún kinkaði kolli við þessari afsökunarbeiðni og stillti sig um að láta í ljósi þá skoðun sína, að ef Piershjónin héldu skemmtilegri veizlur, mundi fólk ekki bregðast þeim eins oft á síðustu stundu. Hún leit í kringum sig. Þarna var Tim And- rews. Hún gat þó alltaf skemmt sér, þegar Tim var nálægt. Og May Swayne, ung Ijóshærð stúlka, sem Lydia var búin að þekkja og hundsa I mörg ár, þó May veitti þessari framkomu henn- ar enga athygli. Þarna var Hamilton Gore líka. Hann var eftirlegukind frá fyrri kynslóð, of gam- aldags og of hátíðlegur fyrir nútíðina. Samt sem áður var hann dálítið eggjandi. Síðast hafði hann kallað hana svart, liðlegt pardusdýr og henni fannst auðvitað alltaf gaman að slíku. En síðan hafði hin illmálga Fanny Piers haft annað eft- ir honum í hennar eyru. Hann hafði kallað hana fánýtan siðleysingja. Henni geðjaðist ekki að því að vera kölluð fánýt. Og hún ætlaði að ná sér niðri á honum fyrir það. Ef allt annað brygð- ist gæti hún skemmt sér við það. Hún gæti t. d. sagt — Sæll, Gore! Þú hefur víst varla átt von á að hitta siðleysingja í kvöldverðarboði — sér- staklega ekki fánýtan siðleysingja. Fanny mundi auðvitað verða fjúkandi reið, en hún gat líka búizt við því að lenda í vandræðum, ef hún hafði annað eins eftir. Og hvar var svo þessi nýi vinur Eleanoru — þessi skemmtilegi og efnilegi maður. Lydia leit í kringum sig og kom auga á hann. Hamingjan góða, hann leit svo sannarlega út fyrir að vera einhvers virði, en ekki beinlínis i þeim skilningi, sem Eleanor lagði í það orð — efnilegur stjórn- málamaður. Hann var myndarlegur, hár og herða- breiður. Meðan hún var að vega hann og meta, sneri hann sér að nokkru leyti frá henni, svo hún sá lítið annað en stærðina, sólbrúna húðina og dökkt þykkt hárið i hnakkanum. Eleanor, sem virtist smávaxin við hlið hans, leit ekki út fyrir að reyna að vekja athygli á honum. Eleanor var aldrei smekklaus. Nú sagði hún eitthvað við hann, líklega að hún ætlaði að kynna hann fyrir vinkonu sinni. Hann leit við og augu þeirra mætt- ust — hann hafði það undarlegasta augnaráð, sem hún hafði nokkru sinni séð. Hún fann, að hún starði lengur á hann en góðu hófi gengdi. Að vísu kærði Lydia sig kollótta um allar siðavenj- ur, en hún kærði sig ekki um, að maðurinn héldi, að hún hefði orðið ástfangin af honum við fyrstu sýn. Hún hafði aldrei fyrr séð augu, sem leiftr- uðu svona, urðu ýmist dökk eða ljós, stór eða lítil, eins og í ketti, en þó voru þau grá — Ijós- grá í mótsetningu við dökka hárið og hörunds- litinn. Svipurinn var líka óreglulegur. Augun virtust æst og áköf en munnurinn aftur á móti festulegur og háðslegur. Hvað hafði Bobby aftur sagt um hann ? Að hann hefði verið villtur á skólaárunum? Því gat hún vel trúað. Á meðan hafði Eleanor kynnt hann og Lydia reyndi að fynna eitthvert umræðuefni. Henni fannst alltaf svo erfitt að hitta nýtt fólk — það var svo miklu þægilegra að spjalla við gamla vini. Benny sagði, að það væri sveitalegt. Hún reyndi að hefja máls á einhverju. — Komið þér sælir, sagði hún í sömu tónteg- und og Ilseboro. — Búið þér hérna í nágrenn- inu ? Það hefði mátt telja upp að þremur áður en hann sýndi nokkur merki um að hafa heyrt til hennar. En þá sagði hann: — Já, ég bý tíu míl- ur héðan. — Auðvitað! Þér eruð dómari eða eitthvað þessháttar, er það ekki? Var maðurinn heyrnardaufur ? — Jú, eitthvað þessháttar. Hún veitti því athygli, að hann lét alltaf líða svolitla stund, áður en hann svaraði. Það hafði Ilseboro líka gert. Að vissu leyti var það áhrifa- ríkt. Það kom fólki til að hugsa um, hvort það hefði sagt eitthvað heimskulegt. Hann var langt frá því að vera heyrnardaufur? — Ætlið þér þá ekki að segja mér hvað þér gerið? spurði hún. Hann hristi höfuðið alvarlegur á svipinn. En nú kom Lydia auga á Gore, sem stóð rétt hjá henni og stóðst ekki freistinguna. Svo hún sneri baki við vildarvini Eleanoru. — Sæll, Gore. Þú hefur ekki búizt við að hitta skrælingja í kvöld ■— allra síst fánýtan siðleys- ingja ? Gore sneri sér ófeiminn að henni og svaraði skrækri röddu. — Getur nokkuð borið meiri vott um siðleysi en þessi árás þín? Já, góða mín, ég sagði það og það sem verra er, ég meinti það. Þetta er mín skoðun á þér. Lydia sneri sér aftur að O’Bannon. •— Munduð þér halda, að ég væri siðlaus? — Þér eruð að minnsta kosti ekki fánýt, svar- aði hann. Þau gengu inn í borðstofuna. Það var siður Fannyar Piers, að láta vinkonur sinar sitja næstar ungu mönnunum, sem þær komu með, svo O’Bannon fékk sæti við hlið Eleanoru. Hann sat hægra megin við húsmóðurina, en Gore vinstra megin, næst honum kom Lydia og síðan Tim, May, Piers og þá var röðin aftur komin að Eleanoru. Lydiu geðjaðist vel að þessari sæta- skipun. Hún hélt áfram að ráðast á Gore. Elea- noru líkaði þetta fyrirkomulag jafnvel enn betur. Hún var búin að þekkja Noel Piers alltof lengi, til að eyða tímanum í að ræða við hann og þar sem hann virtist henni sammála, gat Eleanor snúið sér að O’Bannon. Hæfileikar hennar og áhugi fyri honum, gerðu henni fært að tala.um VEIZTU -? 1. Hver er maðurinn? 2. Hvers vegna hlaut Moses þetta nafn? 3. Hvaðan kemur korkurinn? 4. Hvað er Eyjafjallajökull hár? 5. Hvar settust víkingar að í Frakk- landi ? 6. Hverjir lifa og sofa en loka þó ekki augunum ? 7. Hvað heitir höfuðborgin í frönsku Indo-Kína ? 8. Hver var Rhett Butler? 9. Hvers vegna kemur stundum rok? 10. Hvaða tveim litum þarf að blanda saman til að fá appelsinugult ? Sjá svör á bls. 18. 5

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.