Vikan


Vikan - 17.12.1953, Blaðsíða 23

Vikan - 17.12.1953, Blaðsíða 23
IIIIUpYRIR SKÖMMU lagði ég leið L mína upp að Vífilsstöðum, til |H að forvitnast um jólaundir- ■■■"I búninginn á einu af stærstu heimilum landsins og skýra lesendum heimilissíðunnar frá því, sem fyrir augun bæri. Það vildi svo til, að þennan dag ætluðu sjúklingarnir að hafa kvöld- vöku og undirbúningurinn stóð sem hæst niðri í eldhúsinu. Þar stóð stúlka við pönnuna og var búin að baka pönnukökur stanzlaust siðan klukk- an níu um morguninn. Þetta var um tvöleytið. Og frammi i búri voru meðal annars 15 stórar tertur, ,,að- eins smámunir", eins og ráðskonan sagði, því í þetta sinn ætlaði starfs- fólkið ekki að taka þátt i kaffi- drykkjunni. Venjulega kvaðst hún láta baka 24 tertur. Ég fékk leyfi til að litast um í eldhúsinu og búrinu, þar sem allt gljáði af hreinlæti, og það mátti næstum spegla sig í stóru rafmagns- og gufupottun- um. 'tfjeímíÉu) RITSTJÓRI: ELlN PÁLMADÓTTIR ur og þeyta allan rjóma með hand- afli og brenna og mala kaffið. Nú finnst stúlkunum allt ófært, ef hræri- vélin er biluð í einn dag. Þannig er um allt, sem maður venur sig á. — Hér hefurðu reglulega skemmti- lega litla íbúð? — Já, mér finnst ég aldrei hafa átt hér heima fyrr en ég flutti í þessa nýju íbúð fyrir þremur árum. Áður bjó ég í kjallara hælisins við hliðina á eldhúsinu. Þar lak vatnið — Jú, við höfum alltaf almennt fæði, létt fæði, og svo sérfæði, sam- kvæmt fyrirskipunum læknanna. Jólaannir. — Þið þurfið líklega að taka til hendinni fyrir jólin? .— Já, við reynum að hafa eins góðan mat og ástæður leyfa á jólun- um og betri kökur með kaffinu, eins og gengur á heimilum. Starfsfólkið 300 rjúpur í eina máltíð. Eitt stærsta heimili landsins I frystiklefanum lágu 300 fiðraðar rjúpur, ætlaðar i eina mál- tíð á jólunum, og mér var sagt, að á næstunni mundu stúlkurnar byrja að verka þær. Auk frystiklefans eru á Vífilsstöðum þrir mismunandi kaldir kæliklefar. 1 einum er t. d. aðeins geymdur mjólkurmatur. Við hliðina á eldhúsinu er borð- ;stofa starfsfólksins á hælinu, og þar hefur verið komið fyrir húsgögnum I norskum stíl. Ég lagði nú leið mina út i litla •en þægilega ibúð ráðskonunnar, Jór- unnar Jónsdóttur, sem býr í einum starfsmannabústaðnum, og fór að spyrja hana um matseldina á þessu stóra heimili. Rabbað við ráðskonuna. Jórunn er fædd og uppalin í Skaga- firði, dóttir Jóns Péturssonar og Sól- veigar Eggertsdóttur, sem lengi bjuggu á Nautabúi. — Hve lengi hefurðu verið ráðs- kona hér á Vífilsstöðum, Jórunn? — Ég er búin að vera hér í 22 ár, síðan 1931. Áður var ég í 5 ár við sjúkrahúsið á Akureyri. — Það hafa líklega' orðið miklar breytingar síðan þú komst hingað fyrst, er það ekki ? —■ Jú, fólkinu hefur fjölgað. Þá voru um 180 manns í heimili, en nú borða hér hátt á þriðja hundrað. Tveimur sjúkradeildum var bætt við og þegar vinnutíminn var styttur, varð auðvitað að fjölga starfsfólk- inu. Nú erum við 12 í eldhúsinu. Stúlkurnar eiga helzt ekki að hafa meira en 48 stunda vinnuviku og hafa því frí tvo daga í viku. Stund- um er auðvitað ekki hægt að kom- ast hjá því, að þær þurfi að leysa af hendi nokkurra stunda aukavinnu á mánuði. Fyrir fimm árum var allt orðið úr sér gengið I eldhúsinu, en þá var hafizt handa um endumýjun, fengnir frysti- og kæliklefar, rafmagnspottar og margt fleira. Nú er svo komið, að aðeins á eftir að gera upp búrið. Áður var hér gömui kolavél og engin hrærivél. Þegar ég kom hér fyrst, urðum við að hræra allar kök- Viðtal við Jórunni Jónsdóttur, ráöskonu á Vífilsstöðum. alltaf inn um veggina, því að húsið er gamalt, byggt 1912. Og þar var heldur aldrei stvmdar friður. Á frí- dögunum mínum leið varla sú mín- úta, að ekki kæmi einhver í dyrnar. — Hvaða undirbúning hafðirðu, áð- iu- en þú varðst ráðskona á sjúkra- húsum ? — Ég var í tvo vetur á Kvenna- skólanum á Blöndu- ósi, þegar ég var ungl- ingur. Síðan stundaði ég nám í Danmörku I f jögur ár, en þá datt mér ekki I hug, að ég ætti eftir að starfa alla mína æfi á sjúkrahúsum. — Það heyrist oft sagt, að maturinn á sjúkrahúsum beriþess merki, að hann sé , .verksmið juf ram- leiðsla". Hvað segirðu um það? — Það er auðvitað erfitt að búa til mat handa mörg hundruð manns, svo að hann verði eins góður á bragðið og smáskammtar í heimahúsum. 100 kg. af fiski og 1 poki af kartöfliun. — Þú hefur innkaupin á hendi, — er það ekki? Og er ekki stimdum erfitt að fá í matinn? — Jú, einkum á sumrin, þegar lít- ið er um kjöt og fiskur vondur. Við þurfum rúm 100 kg. af fiski í eina máltíð og förum með poka af kartöflum á dag. Annars eru ís- lenzkt smjör og rjómi meðal dýr- ustu útgjaldaliðanna. Hvað aðdrætti snertir, þá panta ég í matinn og hælisbilstjórinn flyt- ur vörurnar hingað. —• Þurfa ekki sumir sjúklingarnir sérstakt fæði? hefur lika skemmtun um jólin og sjúklingarnir ball á gamlárskvöld og þá er veitt kaffi, súkkulaði og kökur. Við verðum því að eiga nokkuð marga fulla kökukassa, þegar hátíðin byrjar. Mér finnst heldur engin jól vera, ef við höfum ekki laufabrauð og hef þvi alltaf látið baka það þangað til I fyrra. En þeim fer alltaf fækk- andi, sem kæra sig um það. Fyrst eftir að ég kom hér, voru margir Norðlendingar hér á hælinu, sem hjálpuðu okkur til að skera út brauðið fyrir jólin. Sunnlendingar eru ekki vanir þess- um sið. —■ Eruð þið ekki byrjaðar á undirbún- ingnum ? — Undanfarna þrjá laugardaga höfum við verið að verka svið og búa úr þeim sultu, svo hún verði orðin hæfilega súr á jólunum, og bráðum förum við að verka rjúpurnar. Hangikjöt þarf ekki mikinn undir- búning. Síðan frystiklefinn kom, er orðið miklu auðveldara að búa til ísinn, sem flestum finnst beztur I ábæti. Áður urðum við að bera salt og is inn I körin, sem við þvoðum matinn I og pakka ísformunum niður I þau. — Og hvernig sendið þið matinn upp á hælið? — Hann fer allur upp I lyftum, ýmist I borðstofuna, þar sem rúm himdrað manns sitja til borðs, eða upp I deildimar fimm. Þar taka hjúkrunarkonurnar við honum og bera hann á borð. — Verðurðu ekki stundum -leið á öllum þessum mat og umhugsuninni um hann? — Mér hefur alltaf þótt gaman að búa til mat, en það er auðvitað erfið- ara að hafa hann góðan á bragðið, þegar maður er með svona mikið magn í einu. Ég hef verið svo hepp- in að þykja gaman að vinna og hef aldrei fundið til vinnuleiða, þó ég sé nú orðið stundum svo þreytt, að mér finnst ég varla geta hugsað lengur. Ég kvaddi Jórunni Jónsdóttur, sem talar um að skera laufabrauð handa tæpum 300 manns til jólanna, ef það gæti orðið til ánægju, og hamfletta 300 rjúpur, af því að það þykir fólk- inu gott að fá, og finnst ekkert til um svoleiðis smámuni, og þakka henni fyrir góðar upplýsingar. Sjónarmið sjúklinganna. Og þar sem Jórunn vildi ekkert um það tala, hvernig sjúklingunum líkaði maturinn hjá henni, þá lauk ég heim- sókn minni með þvi að ræða við nokkra sjúklinga, sem voru búnir að vera á Vífilsstöðum um nokkurt skeið. Ég var því viðbúin, að ekki væru allir á sama máli um matinn, því það liggur I augum uppi að maturinn skiptir meira máli fyrir sjúklinga, sem kannski eru lystarlausir og ekki hafa margt til að dreifa huganum, en fyrir heil- brigt fólk. En allir þeir sjúklingar, sem ég átti tal við, báru matnum á Vífilstöð- um vel söguna, sögðu hann bragð- góðan og vel fram borinn. Svo lýk ég þessari frásögn frá heimsókninni að Vífilsstöðum með þvi að óska bæði ráðskonunni og sjúklingunum gleðilegra jóla og vona að jólamaturinn bragðist þeim vel. JOLAKJOLLINN Þessi þriggja ára telpa er kom- iu í jólakjólinn sinn.. 1 hann þurfti 1,50 m. af 80 eða 90 sm. breiðu taftefni. Á uppslögunum og beru- stykkjunum eru tungur og beltið er einfaldlega faldað og lagt í fell- ingar rnn leið og slaufan er bund- in. 23

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.