Vikan


Vikan - 25.02.1954, Blaðsíða 10

Vikan - 25.02.1954, Blaðsíða 10
 RITSTJÓRI: ELlN PALMADÓTTIR ''l ■MMMIIMMMimMlll1iimillllllllllMMIIIIIIIIIIIIMIMIMIII1IIMIimmJ**1IIMIIllllMMilMMillllMMMMmillllMIMMIIIIIIMIIIIIIIIIIIk'»* VIÐ ÞURFUM BETRI BARNAKVIKMYNDIR A hverjum laugardegi og sunnudegi standa börn- in í röð fyrir framan kvik- myndahúsin, til að fá æf- intýraþrá sinni fullnægt. Börnin í bæjunum, sem hafa færri viðfangsefni en sveitabörnin, leita af skilj- anlegum ástæðum mjög í kvikmyndahúsin. Oft verða mæðurnar líka fegn- ar að geta sent börnin í bíó, til að vera lausar við þau svolitla stund og ekki er hægt að lá þeim það. Þar sem íbúðin er lítil og börnin á háværasta aldri er það freistandi að reyna að fá frið, þó ekki sé nema tvo tíma. Börn eru mjög góðir áhorfendur. Þau fylgjast af lífi og sál með því, sem er að gerast á tjaldinu og „gleypa það allt ómelt“. Og hvað fá þau svo að sjá? Þvi miður oftast myndir, sem hvorki fræða þau né skemmta. Mér dettur í hug lítil vinkona mín, sem hafði fengið að fara einu sinni í bió með vinkonu sinni og móður hennar. Þegar hún kom heim, sagði hún: — Púmm, púmm! Nei þú kannt ekki að vera dauð. Þú átt að gera svona. Svo lét hún sig falla á gólf- ið og lokaði augunum. Sumir halda því fram að ekki þýði að sýna börnum góðar myndir, þvi þau vilji ekki annað en hávaða og læti. Ekki hefur þetta samt reynzt svo í löndum, sem hafa barnamynda- klúbba. Það þarf einungis að velja myndirnar við þeirra hæfi. Lítið gagn eða gaman hafði litli drengurinn, sem sat fyrir aftan mig um daginn á kvikmyndinni um Mont Everest leiðangurinn. Varla var myndin byrjuð, þegar hann sagði: — Amma, eru þeir nú að komast upp á tindinn ? Og áður en myndin var hálfnuð, hallaði hann sér and- varpandi aftur á bak í sætið, von- laus um að nokkuð gerðist, sem hann gæti haft gaman af. Amma hans hefur vafalaust ætlað að fyrir- hyggja það, að drengurinn sæi neitt ljótt, en það var bara ekki nóg. I flestum nágrannalöndum okkar eru til barnaklúbbar, sem starfa með ýmsum hætti. I Svíþjóð er nokkurs konar barnamyndadómstóll, sem set- ur merki sitt í auglýsingar þeirra kvikmynda, sem hentugar eru fyrir börn, svo foreldrarnir geti áttað sig á því, á hvaða bíó þeim er óhætt að senda börn sin. 1 Bruxelles er rekin skrifstofa, sem leigir út hengtugar barnamyndir og í Englandi eru starf- andi margir barnamyndaklúbbar. 1 flestum bæjum i Danmörku eru líka starfandi barnamyndaklúbbar, og þeir hafa með sér samband, sem reynir að útvega hentugar barna- myndir. Formaður þessa sambands segir, að markmið starfseminnar sé að bæta smekk barnanna og gefa þeim kost á að sjá myndir við sitt hæfi. Og reynslan hefur orðið sú, að færri komast að en vilja. Það fer auðvitað mikið eftir aldri hvers konar myndum börnin hafa gaman af, Yngstu börnin, hafa mest gaman af þögulum myndum. Þau vilja fá að tala um það, sem þau sjá og eiga erfitt með að ein- beita athyglinni, svo þau geti bæði hlustað og horft í einu. Það er leitt til þess að vita, að ekkert kvikmyndahús í Reykjavík skuli sýna boðlegar barnamyndir. Og aldrei hef ég getað skilið eftir hvaða reglu unnið er, þegar sumar kvikmyndir eru bannaðar fyrir böm en aðrar leyfðar. Að vísu mun það vera nokkrum erfiðleikum bundið að fá góðar barnamyndir, en þær eru þó til. Alltaf er t. d. framleitt mikið af teiknimyndum, sem börn (og full- orðnir) hafa gaman af. I fyrra hófu Frakkar undirbúning að því að kvik- mynda æfintýri H. C. Andersens, hvert fyrir sig (ég hef þó ekki heyrt að þær séu komnar á markaðinn). Og eitthvað hlýtur enn að vera til af barnamyndum á borð við Shirley myndirnar. Þær vom ekki svo fáar telpurnar, sem felldu tár yfir litlu góðu stúlkunni, sem alltaf fékk sín laun að lokum, fyrir nokkrum árum. 1 vetur hefur verið starfandi hér í Reykjavík kvikmynda- klúbbur, sem útvegar úrvals- kvikmyndir handa fullorðnum. Ekki virðist síður vanþörf á að stofna barnamyndaklúbb fyrir yngstu borgarana. Kannski hægt væri að fá eitthvert bí- óið til að sinna þessu máli. Hans og Gréta í Hafnarfirðí Leikfélag Hafnarfjarðar sýnir um þessar mundir barnaleikritið HANS OG GRÉTU eftir Willy Krug- er. Um hann segir þýðandinn, Halldór G. Ólafsson í leikskránni. „Hann leggur mikla áherzlu á, að leikritin séu börnum auðskiljanleg og séu þess vegna helzt um efni, sem þeim er nokkuð þekkt t. d. úr þjóðsögum. Einnig leggur hann áherzlu á, að söngur og hljómlist í barnaleikritum sé börnum þekkt, svo það sé sem þau hitti þar gamla kunn- ingja. Hann reynir lika að ná sem innilegustu sam- bandi milli leikenda og barnanna og lætur t. d. leik- endur stundum tala við börnin í salnum í miðju leikriti um aðrar leikpersónur og spyrja þau um ýmislegt viðvíkjandi gangi leiksins, þ. e. gerir þannig allt til að skapa hið rétta andrúmsloft." Það má greinilega heyra meðan á leiksýningunni stendur að þetta gefst vel, því setningar eins og: „Passaðu þig, þetta er galdranorn" kveða við í salnum. Leikstjóri er Jóhanna Hjaltalín og er þetta fyrsta leikritið, sem hún hefur leikstjórn í. Carl Billich sér um hljómlistina og Lothar Grund um leiktjöldin. Frú Jóhanna, Hjalta- lín. Barnaleikrit í Þjóðleikhúsinu Pétur og Anna Lísa í rúmunum sinum, Óli lokbrá og Aldinborrinn 'á rúmstokknum, karlinn í tunglinu o. fl. Það er reglulega ánægjulegt að Þjöðleikhúsið skuli ekki gleyma yngstu leikhúsgestunum. Oftast nær setur það á svið eitt leikrit á ári fyrir börnin. Það er mikið vandaverk að velja barnaleikrit, sem böm á öllum aldri geta haft gaman af, en „FERÐIN TIL TUNGLSINS", sem leikhúsið sýn- ir inn þessar mundir, er eitt af þeim. Jafnvel yngstu börnin, sem ekki geta einbeitt huganum til að fylgja söguþræðinum, skrikja hátt, þegar Pétur og Anna Lísa svífa upp i loftið, litlu lömbin draga sleðann, Pétur og Anna Lísa ríða á Stóra-Biminum, jólasveinninn sýnir þeim leikfangagarðinn sinn og Óli lokbrá læzt ætla að strá svefndufti fram í salinn. Auk þess er sagan svo frumleg og sviðsetningin svo skemmtileg, að fullorðnir geta líka hæft gam- an af því. Að vísu má segja, að efnið sé tæplega nógu islenzkt, en þegar börnin eru búin að fá að vita, að aldinborri er skordýr og Óli nokk- urs konar „Kveldúlfur“, sem lok- ar á þeim augunum á kvöldin, þá hygg ég að þau eigi ekki erfitt með að fylgjast með. I leikritinu em líka skemmtileg- ir dansar, dansaðir bæði af börn- um og fullorðnum og ekkert hef- ur verið sparað til að gera sýn- inguna sem ánægjulegasta. Leikstjóri er Simon Edwardsen og Erik Bisted hefur samið dans- ana. Hjá jólasveininum. Tindátarnir dansa. 10

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.