Vikan


Vikan - 13.01.1955, Blaðsíða 2

Vikan - 13.01.1955, Blaðsíða 2
SVAR til „Tilvonandi verzlunar- eig,anda“: Verzlunarleyfi fæst hjá lög- reglustjóra, þar sem verzlunina á að reka. Til að fá það leyfi, verður mað- ur að vera heimilisfastur á Islandi, vera fjárráða, hafa óflekkað mann- orð og hafa nokkra sérmenntun eða þekkingu á bókhaldi eða vörum. Sveitaverzlanir heita þær, sem eru utan löggiltra verzlunarstaða. Leyfi til að reka þær fæst ekki, nema með- mæli sveitarstjórnar komi til. Von- andi nægir þetta svar. Viltu gjöra svo vel og segja mér hvort það er rétt, að Snoddas sé dáinn og ef svo er, þá með hvaða hœtti hann dó. Ég hef heyrt að hann hafi farizt í flugslysi eða járnbraut- arslysi . . . SVAR: Nei, Snoddas er við góða heilsu. Að vísu er hann biankur, þrátt fyrir rífandi tekjur og skuldar skatt- ana sína. Ekki er þó ástæða til að hefja samskot handa honum, því ný- lega átti hann fyrir nýjum sumar- bústað. Hann er giftur, en hefur sagt skilið við umboðsmann sinn og á í málaferlum við hann. Umboðsmað- urinn segist geta kippt fjármálunum i lag, ef Snoddas fáist til að vinna, en „hann vinni aðeins milli 1. maí og 15. september. Það sem eftir sé ársins vilji hann fá að fiska í friði". . . . Nú langar mig til að biðja þig um að birta nafn og heimilisfang stúlkunnar, sem lék Sölku Völku (yngri) í kvikmyndinni . . . SVAR: Þú getur skrifaö Birgittu Pettersson, en það heitir leikkonan, c/o Ultuna Lantbrugshögskolan, Ultuna, Uppsala, Sverge. Hún er þó ekki nemandi í þessum skóla, en faðir hennar vinnur þar. . . . Viltu birta fyrir mig textann ,Jdarpan ómar“ sem sunginn er við lag eftir Ágúst Pétursson . . . SVAR: Ljóðið er eftir Jenna Jóns- son, sem hefur bæði gert mörg af vinsælustu dægurlögunum okkar og samið við þau textana. Hann leikur á harmoniku og trommur i „Hljóma tríói“. Lagið við Harpan ómar er eftir Ágúst Pétursson, eins og þú segir, en Alfreð Clausen hefur sung- ið það inn á hljómplötu. Og hérmeð birtum við textann (betra seint en aldrei): Bárust mér blíðir ómar, bjarta sumarnótt, stillt var á hörpustrengi um stimd og allt var hljótt. Hugði ég huldar dísir hörpu væru’ að slá, að syngja um ást og yndi ósk sína, von og þrá. Þá birtist mér bláklædd gyðja, broshýr og imdur fríð, með æskunnar blik í augum, svo yndislega blíð. Og ennþá harpan ómar, eftir þennan fund, það voru þýðir hljómar, það var mtn óskastund. Mig langar ákaflega mikið til að spyrja þig hvemig eigi að nota snyrtivörurnar, sem ég sendi þér mynd af. Þœr eru svo mikið auglýst- ar og mér lýst vel á þær. Hvað held- ur þú um þœr? . . . Geturðu svo sagt mér hvar ég get keypt blaðið „Fegrun og snyrting“ og hvað það kostar? SVAR: Þú sendir mynd af Helena Rubinstein snyrtivörum, en húðin á þér segir til um hvers konar krem o. þ. h. þú þarft að nota. Nú vill svo vel til, að stúlkurnar í Verz'uninni Markaðurinn í Hafnarstræti hafa fengið tilsögn hjá sérfræðingi frá verksmiðju Helenar .Rubinstein, svo þær geta sagt þér hvernig snyrtivör- ur þú átt að kaupa og hvernig þú átt að nota þær. Parðu bara þangað og sýndu á þér andlitið. „Fegrun og snyrting” er bók, sem Kristín Ólafsdóttir læknir íslenzkaði fyrir nokkrum árum og Leiftur h.f. gaf út. f henni er alls konar fróðleik- ur um snyrtingu og meðferð alls kon- ar lýta í húðinni. Ég og vinur minn höfum veðjað um það hvort setningin „Ilt er að leggja ást við þann, sem enga kann á móti“ sé málsháttur eða visa. Hann segir að það sé visuhelmingur, en þykist ekki muna hinn helminginn. SVAR: Vísan er svona: Vatnið rennur af háum fjöllum eftir hvössu grjóti. Ilt er að leggja ást við þann, sem enga kann á móti. ÉG ER MJÖG HRIFIN af strák, sem á heima í nœsta húsi við mig. Við höfum aldrei talað saman og það eru margar stelpur hrifnar af honum. Strákurinn talar líka vel um mig . . . SVAR: Það þarf ekki að vera já- kvætt, þó pilturinn tali ekki illa um þig. Vonandi talar hann líka vel um fleiri. Reyndu að kynnast honum. Hver veit nema hann sé þrautleiðin- legur og þá geturðu hætt að hugsa um hann. Tilbeiðsla í fjarska er að vísu alveg hættulaus, en dálítið leið- inleg til lengdar. Carl 6. Sölrason j Ferjuvogl 15 Sími 7939 i Eeykjavík. öll gluggahreinsun fljótt og vel af hendi leyst. — HRXNGII) I SlVfA 7989. — MUNIO NORA MAGA5IN HÚSRAÐ Það er stundum erfitt að hreinsa svampa. Hér eru tvær góðar aðferðir til þess: Setjið einn hnefa af salti og matskeið af þvottasóda í pela af vatni. Látið svampana síðan liggja í þessum legi í 3—4 klukkutíma og þvoið þá svo, vel úr köldu vatni. Hin aðferðin er að leggja svampana í skál, strá yfir þá bóraxi og hella yfir þá heitu vatni. Þegar þeir hafa legið þannig í 2—3 klukkutíma, er kominn tími til að vinda þá og hreinsa hvað eftir annað úr köldu vatni. Eitthvað nýtt í hverri VIKU Málm-maðurinn með mikla framtíð Mikil framtíð er fyrir báraðar aluminium byggingaplötur (þak- og hliðarplötur). Því betur sem kostir þeirra koma í ljós, því augljósara er hve hagkvæmt er að nota þær á íbúðarhús, L skóla, hlöður og verksmiðjubyggingar. Kostirnir við notkun þeirra eru, að þakið verður léttara, endingin er mikil samfara góðu útliti, og loks tærist málmur- inn ekki. Léttleiki aluminium leiðir af sér auðveldari meðferð og minni flutningskostnað. Báraðar aluminium byggingaplötur þola hvers- konar veðurfar. ALUMINHJM UNION LTD. (SKRÁSETT 1 KANADA) The Adelphi, Strand, London W.C. 2. UMBOÐSMENN: Útgefandi VIKAN H.F., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Gísli J. Ástþórsson, Tjarnargötu 4, sími 5004, pósthólf 365. 2

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.