Vikan


Vikan - 13.01.1955, Blaðsíða 13

Vikan - 13.01.1955, Blaðsíða 13
skynsamur, drengur minn1. Maður verður að fylgja siðum og venjum, þú skilur það? — Jemmy, sagði Darwent. — Ég spurði þig, hvort Buckstone gæti barizt með svérði, og þú sagðir, að hann væri framúrskarandi. Spurði hann þig, hvort ég kynni að fara með byssu? — Nei, það gerði hann ekki. — Við skulum til dæmis hugsa okkur, að ég hafi aldrei Jialdið á skammbyssu, hvað þá? Jemmy yppti öxlum. — Þá færð þú víst dálaglegan höfuðverk, það veit sá sem allt veit. Voru þetta illgirnisdrættir um munn Jemmys? Darwent hefði getað fullyrt, að hvað sem um Jemmy Pletcher mætti segja, þá væri hann að minnsta kosti ráðvandur og góðviljaður náungi. Darwent var svo reiður, að óljós grunur hans varð að engu. — Ég hélt, að Sharpe major væri heiðarlegur liðsforingi, og það er meira en hægt er að segja um alla, sagði hann. — Þvi hlýtur að hafa talað við hann, en ekki Buckstone? Hvað sagði Sharpe major um þetta? — Skilur þú það ekki, drengur minn, að Buckstone beitti slægð sinni við hann! Þú verður að viðurkenna, jafnvel þótt þér sé illa við Jack, að hann er enginn kjáni. Hann veit hvað hann syngur. Það kom meinfýsis- glampi í augu Jemmys. — Sharpe er riddari, og Buckstone hefur áreið- anlega fullvissað hann um, að eingöngu riddaraliðinu sé heimilt að heyja einvígi með sverðum. — Það var sem sagt Sharpe major, sem setti bann við því, að sverð yrðu notuð? Er það það, sem þú átt við? — Nei, nei! En skilur þú það ekki, Dick, að það hefur ekkert að segja, hvað Sharpe vill. Það er eingöngu Jacks vilji sem ræður. — Fjandinn sjálfur! — Þú hlýtur að skilja það? Hann neitar að berjast með sverði til þess að þú verðir ekki að athlægi. Og hann hefur fengið vilja sínum framgengt. — Enda þótt hann hafi boðið til einvígisins? — Góði einfeldningur! Jack þarf ekki á vottorði að halda um það, að hann sé hugrakkur. Hann hefur sannað það marg oft, en aftur á móti þekkir þig enginn. Jack er mannæta. Hann hefur háð einvígi níu sinnum og alltaf borið sigur úr bítum. — Rétt er það, Jemmy. Eg man eftir því, að einn fangelsisvörðurinn sagði mér frá því. Darwent sló fingrunum léttilega á borðplötuna. •— Hvernig stendur eiginlega á því, að hann kemst aldrei undir manna hendur ? spurði Darwent. — Hvers vegna hefur HANN aldrei verið í fangelsi ? — Hann er of slunginn, útskýrði Jemmy og hrissti höfuðið af aðdáun. — Allt of slunginn. — Ef ég man rétt, þá hefur þú áður talað um hina framúrskarandi slægð, sem Buckstone hefur til að bera. — Sjáðu til, Dick, hann hefur ekki drepið fórnarlömb sín, að einu und- anskildu, vegna þess að hann hataði ræfilinn. Eftir það flýði hann til Frakklands — það er eitt ár síðan, meðan Bonaparte var á Elbu — og þar var hann í felum þar til mesta æsingin var um garð gengin. En ef að maður aðeins særir mótstöðumanninn, og hinn særði kærir ekki, verð- ur maður ekki ónáðaður af yfirvöldunum, skilur þú? Jack kemur mót- stöðumanni sínum alltaf úr jafnvægi og lætur hann skjóta fyrst, og þegar vesalingurinn hefur skotið fyrsta skotinu út í loftið, merkir Jack hann. Bíddu andartak, Jemmy! Hvað átt þú við merkir mótstöðumann- « hxff illVEA Til þess að vernda húð yðar ættuð bér aó verja nokkrum mínútum ó hvfifii) kvöldi til að snyrta andlit y6(yc hendur með Nivea-kremi. rð hressir, styrkir og sléttir andlitshúðina og hendurnar erða mjúkar og fallegar. Nivea-krem heflr inni oð halda euzerit, sem er skylt eðlilegri húðfitu. Þes vegna gengur það djúpt inn í húóina, og hefir áhrif langt inn fyrir yfirborð hörundsins. fess vegna er Nivea- krem svo gott fyrir húðina. KC 172 Vélaverkstœði SEG. SVEINBJÖRNSSON H.F. Jemmy rétti úr sér og dró að sér fæturna. — Heyrðu, drengur minn, þekkir þú ekki inn á nútíma einvígi og almenn orðatiltæki í sambandi við þau? —■ Alls ekkert. Ég hata og fyrirlít skammbyssur. Jemmy virtist ekki líða veL — Ég á við, útskýrði hann, — að Jack skýtur mótstöðumann sinn í hnéskelina. Jemmy hryllti við. — Það drepur engann, en það er skolli sárt. Það er verra en að fá skot í sig nokkurs staðar annars staðar. —• 33g þekkti mann, sem var hraustari en fjandinn sjálfur. Hann fékk kúlu í gegnum hnéskelina i einvígi — í ógáti •— og hann hljóðaði eins og vitstola maður í heilan sólarhring. —- Er það satt! — Þó að mér finnist það hafa verið skylda mín að segja þér frá þessu, Dick, þá . . . — Hvað þá? — Þá verður hnéskelin á þér ekki brotin. Jack ætlar að drepa þig. Hann er búinn að panta hraðvagn til Dover, til þess að geta verið kominn áleiðis til Calais siðdegis. -p- Darwent kinkaði aðeins kolli og gekk yfir að marmaraarninum. Þar stóð hann dálitla stund eins og hann væri djúpt hugsi, og sneri baki að Jemmy. Framhald á bls. 15. ' Undirritaður óskar eftir aö gerast áskrifandi að VIKUNNI Nafn -...................................-... Til Heimilisblaðsins \TKUNNAK H.F., Keykjavík. SKtJLATtJNI 6 SlMI 5753 Smíðum allskonar varahluti fyrir Dráttarvélar Jarðýtur Vélskóflur Skurðgröfur Einnig hverskonar verksm i ð ju vélar Gerum upp diesel- motora. Höfum varahluti fyrir New England togvindur og tökum að oss viðgerðir á þeim. Framleiðum vélar fyrir saltfiskþurkhús. Smíðum hina viður- kenndu rafmagns- gufukatla. Smíðum og útveg- um vélar fyrir sand- nám. Smíðum og setjum upp allar stærðir af olíu- og lýsisgeymum. ÖIX VINNA FRAMKVÆMD MEÐ FtJLXKOMNUSTU VÉKUM. 13 I

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.