Vikan


Vikan - 13.01.1955, Blaðsíða 11

Vikan - 13.01.1955, Blaðsíða 11
hafc \iat Eftir DOROTHY PAREER • NGI föli maðurinn settist varlega í djúpa hæginda- stólinn og hallaði höfð- inu upp að áklæðinu, svo að svalt efnið gæti kælt enni hans og gagnaugu. — Æ, mig auman! stundi hann. Æ, æ! Hamingjan góða! Unga stúlkan með tindrandi augim, sem sat teinrétt, 1 glæsi- legum stellingum á legubekkn- um, brosti hughreystandi til hans. — Líður þér ekki sem bezt í dag? spurði hún. — Góða bezta, mér líður al- veg dásamlega! sagði hann um leið og hann reis á fætur og byrjaði að ganga um gólf. — Ég er alveg eins og nýsleginn túskildingur. Veiztu hvenær ég fór á fætur? Nákvæmlega klukkan fjögur síðdegis. Eg reyndi að komast fram úr rúm- inu fyrr, en í hvert skipti sem ég lyfti höfðinu, fannst mér eins og það mundi velta undir rúmið. Höfuðið, sem ég er með núna, er alls ekki af mér .... mér er næst að halda, að þetta höfuð hafi einhvern tíma verið á Walt Whitman. Drottinn minn dýri, æ .... æ ... . — Heldurðu ekki að svolítil áfengislögg mundi hressa þig? spurði hún. — Meira af eitrinu frá í nótt? sagði hann. — Nei, þakka þér kærlega fyrir. Eg verð að mælast ákveðið til þess, að þú minnist ekki aftur á þessháttar við mig. Eg snerti það ekki framar .... aldrei! En nú er mér farið að líða vel. Líttu bara á hendurnar á mér. Er ég skjálfhentur? Ekki hið minnsta. Heyrðu .... hegðaði ég mér hræðilega illa 1 gærkvöldi? — Drottinn minn dýri, nei! sagði hún. — Þið voruð að vísu allir svolítið hátt uppi. En þú varst alveg stórkostlegur. — Hm . . . sagði hann. — Já, ég var víst geðslegur. Átti ég í illdeilum við nokkurn ? — Almáttugur hjálpi þér, nei það gerðirðu ekki! Öllum fannst þú svo ægilega fýndinn. Jim Pierson var bara svolítið æstur við borðið, en einhver gat hald- ið honum niðri á stólnum, þang- að til honum var runnin mesta reiðin. Ég held, að fólkið við næstu borð hafi ekki veitt því neina athygli, að minnsta kosti ekki mjög margir. — Ætlaði hann að lumbra á mér? Æ, hamingjan hjálpi mér. Hvað hafði ég þá gert honum? — Þú ? Þú gerðir honum ekki nokkurn skapaðan hlut, sagði hún. — Þú hegðaðir þér með afbrigðum vel. En þú veizt hvernig Jim lætur, þegar hon- um finnst einhver hafa móðgað Ellinor. — Var ég þá nærgöngull við Ellinor? spurði hann. — Svar- aðu mér .... var ég það? — Auðvitað ekki, svaraði hún. — Það var bara spaug. Henni fannst þú svo fyndinn og hún skemmti sér alveg kon- unglega. Hún var bara svolít- ið ergileg, þegar þú helltir kara- mellusósunni niður á bakið á henni. — Ó, guð minn góður! Kara- mellusósa klístrast við . . . . og hún var í flegnum kjól. Hvað í ósköpunum á ég að gera? — O, o, hún er áreiðanlega búin að gleyma því. Þú getur bara sent henni nokkur blóm eða eitthvað þessháttar. Hættu nú að hugsa um það. Það kemur að engu gagni. — Nei, ég skal víst hætta að velta því f yrir mér! Ég hef eng- ar áhygjur .... þvert á móti, þetta er allt saman dásamlegt. Lék ég fleiri stórkostlegar hundakúnstir við borðið? — Hættu nú þessu . . . Þú varst svo sannarlega alveg ynd- islegur, sagði hún. — Þú tekur þetta alltof alvarlega. Ég get fullvissað þig um, að allir dáðust að þér. Yfirþjónninn var að vísu svolítið gramur, af því að þú söngst svo hátt. En ég held nú samt, að hann hafi ekki verið eins reiður og hann leit út fyrir að vera. Hann talaði um að hin- um gestunum geðjaðist engan veginn að því......en sjálfum var honum víst næstum alveg sama. Mér er næst að halda, að honum hafi þótt vænt um að sjá þig í svona góðu skapi. Þú söngst líka í heilan klukkutíma . . . en ekki fullum hálsi . . . alls ekki! — Svo ég söng ? stundi hann. — Það hlýtur að hafa verið hræðilegt að þurfa að hlusta á það! Ég að syngja! — Manstu það alls ekki? spurði hún. — Þú söngst hvert lagið á fætur öðru, og allir hlustuðu. Þeim þótti gaman að því. Nema þegar þú söngst vís- una um sjómanninn og svert- ingjastelpuna, sem þú varst ó- fáanlegur að hætta við, þó allir sussuðu á þig; þú lézt það ekki á þig fá. O, þú varst alveg stórkostlegur! Við reyndum að fá þig til að þagna svoíitla stund, svo þú gætir borðað, en þú varst dásamlega skemmti- legur! — Borðaði ég þá ekkert? spurði hann. — Ekki nokkurn bita! Þegar þjónninn bauð þér eitthvað, af- þakkaðirðu það, og svo lýstirðu því yfir, að hann væri litli bróð- ir þinn, sem hefði verið týndur í mörg ár, því tatarar hefðu stolið honum úr vöggunni. Og svo sagðirðu að allt, sem þú ættir, ætti hann líka, og þess- vegna skyldi hann borða mat- inn þinn. Það var alveg óborgan- legt! Að lokum var hann að því kominn að gera útaf við þig .... — Það skil ég vel, sagði hann. — Eg get ímyndað mér, að ég hafi komið skrýtilega fyrir sjónir. Og hvað gerðist svo eftir að ég hafði fallið þjóninum svona vel í geð ? — Já, hvað gerðist svo? . . . Ekkert sérstakt, held ég. Hvít- hærður eldri maður sat við borð í nánd við okkur og hann fór í taugarnar á þér. Þú sagðir, að hann væri með hræðilega Ijótt bindi og vildir endilega fara til hans og segja honum það. En við forðuðum okkur, áður en hann var orðinn alveg æfur af — Jæja, fórum við þá þaðan? sagði hann. — Gat ég gengið? — Hvort þú gazt gengið? Já, auðvitað gaztu gengið. Þú varst alveg dásamlegur allt kvöldið. Það var bara synd . . . að gat- an skyldi vera svona hál eftir rigninguna, svo þú skallst á gangstéttina með miklum gaura- gangi. Þú hlýtur að hafa fundið hræðilega mikið til . . . en þetta gat svo sem komið fyrir hvern sem var. — Auðvitað! sagði hann og kinkaði kolli. — Svo ég skall á gangstéttina ? Þá fer ég að skilja hvers vegna ég finn svo mikið til í . . . nú, gerðist nokk- uð fleira? — Elsku Pétur, þú ætlar þó ekki að telja mér trú um, að þú munir ekki hvað gerðist eftir það? Eg hef alls ekki haldið því fram, að þú hafir verið drukinn við borðið, því þú varst bara í góðu skapi, en eftir að þú datzt, varztu svo hræðilega alvarlegur. Ég skil ekki hvað kom yfir þig, og ég hef aldrei séð þig svona. Manstu ekki að þú sagðir mér, að hingað til hefði ég ekki þekkt þig, eins og þú ert í raun og veru? Ó, Pétur, ég geng af vitinu, ef þú manst ekki eftir dásamlegu bíl- ferðinni. Elsku Pétur . . . þú manst eftir henni, er það ekki? Ég dey blátt áfram, ef þú ert búinn að gleyma ökuferðinni! — Jú, . . . jú, tautaði hann — Við tókum leigubíl . . . jú, ég man það vel. Við vorum víst mjög lengi í bílnum . . . var það ekki? — Jú, við fórum inn í skemmtigarðinn og létum bílinn aka hvern hringinn á fætur öðr- um. Það var tunglsljós og þú sagðist aldrei hafa orðið þess var fyrr, að þú hefðir sál. — Já, ég sagði það. — Ó, þú sagðir svo margt dásamlegt og hrífandi við mig. Mig hafði ekki einu sinni grun- að, að þú værir svona ástfang- inn af mér. Ég hafði heldur aldrei þorað að láta þig sjá, hve ástfangin ég er af þér. Og svo í gærkvöldi... ó, elsku Pét- ur, þessi bílferð er það dásam- legasta og mikilvægasta, sem fyrir okkur hefur komið. — Já, sagði hann. — Það er hún víst! — Þú hefur enga hugmynd um hve hamingjusöm við verð- um, sagði hún. — Ég brenn í skinninu eftir að segja það öll- um . . . en ég veit ekki nema það væri ennþá dásamlegra að halda áfram að eiga þetta ynd- islega, litla leyndarmál tvö ein. Er það ekki dásamlegt? — Stórkostlegt! sagði hann. — Yndislegt! sagði hún. — Heyrðu, hefurðu nokkuð á móti því þó ég sjái mig um hönd og fái mér svolitla hressingu Ef ég nota það bara sem meðal . . . á ég við. Annars lofa ég að bragða aldrei framar áfenga drykki. En núna finnst mér ein- hvern veginn að ég sé að fá taugaáfall. — Ég held að þú hefðir mjög gott af að fá þér í staupinu, sagði hún. — Æ, veslings dreng- Framhald á bls. 15. 11

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.