Vikan


Vikan - 13.01.1955, Blaðsíða 9

Vikan - 13.01.1955, Blaðsíða 9
GISSUR HEFUR HEPPNINA MEÐ SÉR. Gissur: Rasmína er ekki heima, svo ég œtti að Gissur: Svo þii getur spilað. Er konan þín líka Gissur: Við verðum í engum vandrœðum með nota tœkifærið og spila póker á barnum hjá Dinty. farin útf að fá spilafélaga, því það er alltaf heill hópur á Ebbi: Nei, liún er heima. Þessvegna þori ég barnum. eklci heim. Gissur: En hvað það er fámennt hér í kvöld! Hvar œtli allir piltarnir séu? Ebbi: Jói er í fangelsi. Hann var tekinn fyrir slagsmál. Kdlli kúla: Og Rúbal er í sjúkrahúsi. Jói var einmitt aö lumbra á honum. Gissur: Við verðum víst að hœtta við að spila. Ekki getum við spilað þrír. Kalli kúla: Úraníus vill spila við oklcur, ef við getum aðeins fundið eitthvert ráð til að ná hon- um að heiman. Kalli kúla: Þið Gissur getið sagt konunni lians, að ég sé á sjúkrahúsi og að þið œtlið allir að heimsœkja mig. Ebbi: Nei, þið segið að ég sé á sjúkrahúsi. Gissur: Við skulum varpa hlutkesti um það hver sleppur við að fara inn. Kalli kúla: Kórónan kom upp hjá mér. Ebbi: Líka hjá mér. Gissur: Þá slepp ég. Gissur: En hvað ég var heppinn að vinna og losna við að fara inn. Gissur: Jœja, ég verð víst að fara lieim og leggja kapal. Gloría Swanson skrifar um . ALDIJR KVEINIINIA . Þegar lagleg, ljóshærð stúlka var ákærð fyrir að hafa logið til aldurs síns á öku- skírteini sínu, kvað dómstóll nokkur í New York upp þann úrskurð, að aldur konunn- ar skipti því aðeins máli, að hún þurfi að sanna að hún sé fullveðja. Ég á auðvelt með að æsa mig upp vegna þess sem hér liggur til grundvallar, því mér finnst það í hæsta máta ömurlegt. Næstum hver einasta kona í Bandaríkjun- um fer að hafa áhyggjur af aldri sínum, þegar þrítugsafmælið nálgast. Allar heið- arlegustu og hreinskilnustu stúlkur hætta þá allt í einu að geta lagt saman. Þó þær haldi afmælin hátíðleg, hafa þær enga tölu á þeim. Þær draga frá nokkur ár og þar með er leikurinn hafinn. Og karlmennimir, sem halda að þetta sé einn af meðfæddum eiginleikum kvenna, klappa góðlátlega á bakið á þeim og segja með umburðarlyndi: — Svona, góða mín. Þú skalt bara skrökva eins mikið og þú vilt um aldur þinn, ef þér líður þá betur. Og nú skal ég segja ykkur karlmönn- unum fréttir. Þetta er allt ykkur að kenna. Amerískar konur mundu aldrei segja ósatt um aldur sinn, ef karlmennimir gerðu ung- um stúlkum ekki svona miklu hærra und- ir höfði. Viljið þið fá sannanir? Með dægurlög- um er það hamrað inn í höfuðið á manni, að hugljúf stemmning sé eingöngu fyrir ungt fólk. Tunglið, stjömumar og unaðs- leg júníkvöld em ekki ætluð konum yfir þrítugt. Kvikmyndir, skáldsögur, útvarp og sjónvarp slá á sömu strengi. Karlmennirnir eru sífellt að dásama kvikmyndastjörnur, sem nýkomnar eru af skólabekknum. Þeir leggja snörur sínar fyrir fáklæddar blómarósir á baðströnd- unum, og hnippa hver í annan, ef þeir sjá nýja, skrautklædda og reigingslega skrif- stofustúlku — tæplega tvítuga að aldri. Og afleiðingin af þessu er sú, að eldri stúlkurnar, sem sífellt þurfa að keppa við þær yngri um unnusta, eiginmenn eða vinnuveitendur, reyna að fela nokkur ár, svo að haldið verði áfram að reikna þær með. Ykkur er óhætt að trúa því, að þær mundu alls ekki hegða sér svona heimsku- lega, ef karlmönnunum væri sama. Þetta er skýringin á því, hvers vegna konur leyna aldri sínum. Og þá er spurn- ingin — er rétt af þeim að gera það? I einu tilfelli finnst mér það afsakan- legt, þó kona skrökvi — ef atvinna henn- ar er í veði. Stundum geta aðstæðurnar verið ósanngjarnar eða jafnvel miskunn- arlausar: Fimmtugum konum og jafnvel þó þær séu ekki nema 35 ára gamlar, er oft neitað um atvinnu af því að þær eru ,,of gamlar“. Þannig missa konur á bezta aldri, sem þurfa að vinna fyrir sér, fót- festuna, þó þær séu kannski enn í fullu fjöri, bæði líkamlega og andlega. 1 slíkum tilfellum hika ég ekki við að segja: — Nefnið hvaða aldur, sem þið get- ið komizt upp með, ef um er að ræða vinnuveitanda, sem er svo heimskur að kæra sig kollóttan um reynzlu og hæfi- leika. f öðru tilfellum sé ég enga ástæðu til að blekkja. Með því að segja ósatt um aldur sinn ýtir maður aðeins undir þessa heimskulegu dýrkun á æskunni. Ef kona heldur að hún verði að draga nokkur ár frá aldri sínum til að vekja áhuga karlmanns, þá yfirsést henni hrapa- lega. í fyrsta lagi er slíkur maður ekki þess virði að giftast honum. Ef honum finnst sannleikurinn óþægilegur, þá er rétt að láta hann fara sína leið, hlaupa á eftir æskufólki og hanga utan í því, sem ekki getur hrifið fullorðna konu. Á meginlandi Evrópu er kona ekki álit- in ganga í augun á karlmönnunum fyrr en hún er fertug. Karlmennirnir í Evrópu- löndunum taka það sálarþrek og þá göfgi, sem fullþroska konur hafa hlotið, fram yfir unglegt vaxtarlag og snoppufrítt andlit. f Bandaríkjunum er þetta öðruvísi — og stúlkur hafa óendanlega miklar áhyggj- ur af því. í fullri hreinskilni sagt, þá hef- ur það ekki haft minnstu áhrif á mig. Ég hef aldrei leynt aldri mínum, vegna þess að mér finnst hann alls ekki baga mig á nokkurn hátt. Ég er fædd 27. marz 1899. Eftir að kvikmyndin „Sólsetursgata“ kom á markaðinn, fékk ég bréf frá kon- um víðsvegar að um sama efni: — Þú, sem ert fimmtug, ert nú að skapa þér nýtt líf. Úr því þú getur gert það, þá hlýt ég að mega hafa einhverja von. FrannhaJd á bls. lif. Arlene Dahl Ef leikararnir hættu að leika. HVAÐ ætli yrði um alla dáðu kvikmynda- leikarana, ef allt i einu yrði hætt að kvikmynda á morgun ? £>ó undarlegt megi virðast, þá yrðu mjög fáir þeirra atvinnu- lausir. Flestir hafa þeir einhverja aukavinnu: hús- gagnasmíði, ijósmyndun, blaðamennsku og yfirleitt allt sem nöfnum tjáir að nefna. Aralene Dahl skrifar t. d. kvennadálka í ýmis amerísk tímarit. Og nýlega byrjaði hún að teikna kven- undirföt og náttkjóla fyrir undirfatagerðir. Rosemary Clooney á verzlun, sem einkum selur falleg og hentug sportföt, svipuð fötunum, sem hún gengur sjálf í. Esther Williams rekur ákaflega vinsælt veitingahús. Georg Morntgomery smíðar húsgögn. 1 fyrstu smíðaði hann aðeins sín eigin húsgögn, og teiknaði húsgögn fyrir vinafólk sitt. En brátt var eftirspurnin orðin svo , mikil, að hann fékk sér vinnustofu og aðstoðar- mann og nú streyma hús- gögn frá verkstæðinu hans út um öll Bandaríkin. Allan Ladd og konan hans reka hæsnabú uppi í sveit, þó Alian hafi sjálf- ur ekki getað sint því sem skyldi, vegna þess hve önn- um kafinn hann er við að leika í kvikmyndum. Vir- ginia Mayo og Greer Gar- son eiga búgarða og hafa mikinn áhuga fyrir nautgriparækt. Betty Grable elur aftur á móti upp veðhlaupa- hesta og eyðir í það meiri tíma en i að leika, að sagt er. Jane Powell ávaxtar fé sitt með því að láta byggja sambýlishús. Og jafnvel gamanleikarar, sem láta öll- um illum látum á hvita tjaldinu, geta verið háalvar- legir verzlunarmenn. Jerry Lewis verzlar með alls kon- ar ljósmyndatæki fyrir á- hugaljósmyndara. Auk þess tekur hann mjög góðar myndir sjálfur. Jane Russel er innanhúsarkitekt og sá nýlega um húsbúnað fyrir heimili uppgjafa- hermanna. Alan ladd Virginia Mavo BLESSAÐ BARIMIÐ Lilli: Viltu koma út í garðinn pabbi, og kenna mér að skjóta með boganum. Pabbinn: Ekki núna, Lilli. Eg er þreyttur. Lilli: Eg er búinn að reyna, en ég hitti aldrei í mark. Pabbinn: Jœja, haltu áfram að reyna. Þannig lœrir maður. Lilli: Eg skdl þá halda áfram, pabbi, en það er erfitt að miða rétt. Pabbinn: Miðaðu á grindverkið. Þú hlýtur að hitta það og þó þú gerir það ekki, kemur það ekki að sök. Pabbinn: Hamingjan góða! Hann hitti ekki grindverkið. Maðurinn: Hvaða hljóð var þetta, Kalli.. brjóta rúðu. Það er eins og einhv&r sé að 8 9

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.