Vikan


Vikan - 13.01.1955, Blaðsíða 14

Vikan - 13.01.1955, Blaðsíða 14
Eva og einræðisherrann , Framhald af bls. 5. mig fara þangað með hinum konunum, ef hann ætlaði ekki að giftast mér, þegar þar að kemur. Eftirvæntingarfullir flokksforingjar gengu út og inn um íbúðina með glampandi augu, og töluðu án afláts. Frú Goebbels kom með manni sínum, en andlit hennar var sviplaust, þrátt fyrir eftir- væntingu hinna. Hún sagði að eitt barn sitt væri veikt. Von Ribbentrop var staddur þar i heim- sókn og hann lét í ljósi hrifningu sína á þessari herför, sem mundi tvöfalda styrk Þýzkalands og sýna Englendingum, að það væri ósigrandi. Eva hlustaði svolitla stund á þá og fór svo. Hún var ekki að hugsa um landvinninga, eins og þeir, heldur um sina eigin sigra yfir hjarta eins manns. Æðsta kona Þriðja ríkisins, tautaði hún við sjálfa sig. Hún fór til herbergis síns og tók til fötin, sem hún ætlaði að klæðast morg- uninn eftir. Hún tók fram minkakápuna, sem Adolf hafði gefið henni, þegar hann reiddist því hve margar loðkápur Emmy Goering átti. Þá hafði hann skyndilega ákveðið, að Eva yrði að eiga loðkápu, sem stæðist samanburð við þær. Fyrir birtingu vakti þjónustustúlkan hana. Það var mjög kalt þennan morgunn, og Eva var svo taugaóstyrk að hún gat ekki drukkið kaffið, sem stúlkan færði henni á silfurbakka. Hún steig upp í stóran bíl, sem beið hennar fyrir utan. Frú Goering sat við hlið hennar, en frú Goebbels fyrir framan hana. Hún skalf. Frú Goering þreif- aði á loðkápunni hennar, sem hénni fannst sýni- lega ekki standast samanburð við sína. Eva fann, að hún hrósaði sigri. Frú Goebbels starði beint fram fyrir sig og hugsaði aðeins um veika barn- ið sitt. —- Þetta verður löng ferð og áreiðanlega mjög þreytandi, sagði Emmy Goering og tók flösku með silfurbolla hangandi við upp úr töskunni sinni. — Þið hafið auðvitað tekið með ykkur eitthvað til hressingar. — Nei, en ég kemst af án þess, svaraði Eva. Hún var alltaf óörugg og feimin í nærveru frú Goering. Þetta var í fyrsta sinn, sem hún kom fram opinberlega. 1 nokkra klukkutíma var ekið eftir veginum, sem haldið var auðum fyrir þau. Hún vissi, hve mikilvægt þetta ferðalag var í augum heimsins og að þau héldu óhikað áfram til sigurs. Það var orðið albjart, þegar þau komu auga á Dóná. Eftir að komið var yfir landamærin, inn í Austurriki, sáust merki um mótstöðuna. Þar lá bíll ofan í skurði, dauður hestur milli kjálkanna á litlum vagni og örvæntingarfullir og brjóstum- kennanlegir flóttamenn, sem aðeins hugsuðu um að flýja. Eva var orðin þreytt og stirð af þessum langa akstri, en hinar konurnar tvær virtust jafn ó- þreyttar og ferskar og þegar þær lögðu af stað. Frú Goering fékk sér brauðsneið og dreypti á silfurbollanum, án þess að bjóða hinum að neyta matarins með sér. Frú Goebbels var of niður- sokkin í að hugsa um barnið sitt, sem sennilega var með mislinga, til að veita því athygli. En Eva óskaði þess að hún hefði • reynt að drekka kaffið og borða snúðana um morguninn, því þá hefði maginn í henni ekki verið svona tómur og ekki gefið frá sér þessi undarlegu hljóð. Þegar bílarnir nálguðust borgina, komu bænd- urnir út að veginum, náfölir og sumir grátandi, til að horfa á þá fara fram hjá. Á undan þeim fóru skriðdrekar, til að sýna hvað Þýzkaland gæti gert, ef sýnd yrði mótstaða. En það var eins og borgin sjálf væri þegar dauð. Á gangstétt- unum stóðu hópar af þöglu fólki. Gluggahlerar sumra búðanna voru lokaðir, eins og til heiðurs dánum mánni og hljóðið í skriðdrekunum, þegar þeir fóru skröltandi um hinar mjóu götur borg- arinnar, líktist dauðahryglu. Og meðfram veg- inum stóð sviplaust fólk, en hatrið logaði úr augum þess. Það hefði sýnilega rifið sigurveg- arana I sundur, hefði það getað, en nú var það orðið hlékkjað á höndum og fótum. 14 745 KROSSGÁTA VIKUNNAR Lárétt skýring: » 1 vonir — 15 málmblandaður jarð- vegur — 16 tefst — 17 greinir — 18 gælunafn — 19 stefna — 20 ein- kennisstafir — 21 viður — 23 beita — 24 grípa — 26 fangamark — 27 hrós •— 29 á fæti — 31 tónn -— 32 kvenmannsnafn ■— 34 gagnstæð — 36 tæpa — 40 plata — 41 guð — 42 hvatar — 43 farða — 44 á litinn —• 45 óðagotinu — 48 evrópsk borg — 51 líffærið — 52 leiðslan — 53 lögun —r- 55 heiti —• 56 samhljóðar — 57 á fæti — 59 gerast — 61 þyngdar- eining — 62 ryk — 63 fornafn — 65 kvenmaður — 67 sk.st. — 69 gróða — 70 fljót — 72 farvegur — 73 styttri — 76 rifnaði — 78 veik- in. Lóðrétt skýring: 1 óframfærhina — 2 hreyfing — 3 beygingarending — 4 grönn — 5 hlaupa — 6 þjóð — 7 tveir eins —• 8 tveir samstæðir — 9 hráefni — 10 hlypi •— 11 elska — 12 fangamark ríkis — 13 dómur — 14 erfingjar — 22 hret — 23 for- setning — 25 afglapar — 26 tengdi — 28 byrði — 30 limur — 31 trosleifa — 33 skussi — 35 veiðimann — 37 umdæmið — 38 mynni — 39 hryggur — 40 frásagnir — 45 himinhvolf — 46 gróður — 47 forsetning — 48 sjó —• 49 sprunga — 50 fagmannanefndirnar — 54 tveir eins — 58 ventlar — 59 tveir eins — 60 forn sögn — 61 aftökutæki — 64 listi — 66 guðir —- 68 drekk — 69 gagnverkandi forskeyti — 71 hávaða — 72 eðli — 74 samhljóðar — 75 forn greinir •— 76 fangamark skóla — 77 keyr. Lausn a krossgátu nr. 744. Lárétt: 1 þrá — 4 fossana — 10 svá — 13 varp — 15 okkur — 16 skol — 17 ostar — 19 eyð — 20 spell — 21 kútar — 23 stegg — 25 naflastreng — 29 ar — 31 rs — 32 ráa — 33 in — 34 da. — 35 líf — 37 ugg — 39 kok — 41 gul — 42 skorða — 43 kapall — 44 kar — 45 upp — 47 Sir — 48 púa — 49 ur — 50 þþ — 51 úti — 53 tu — 55 ðð —■ 56 sorphænuegg — 60 fálát — 61 sigur — 63 málað — 64 tif — 66 numin — 68 úrið — 69 línan — 71 rati — 72 Sir — 73 flággar — 74 rat. Lóðrétt: 1 þvo — 2 rask — 3 Ártún -— 5 oo — 6 ske — 7 skyrsá -— 8 auð — 9 nr. — 10 skegg — 11 volg — 12 áll — 14 patar — 16 spenn! — 18 rafsuðuþráð -— 20 steikartein — 22 rl. — 23 sr. — 24 falskur — 26 arg — 27 tak — 28 kallaði — 30 ríkar — 34 dulúð — 36 for — 38 gap — 40 oki — 41 gap — 46 púh! — 47 sin — 50 þolað — 52 tæming — 54 uggur — 56 sálir — 57 p.t. — 58 U.S. — 59 gumar — 60 fári — 62 rita — 63 mús — 64 tía — 65 fag — 67 nit — 69 11 — 70 na. Aldur kvenna Framhald af bls. 9. Von? Auðvitað er ástæða til að vona. Lífinu er hvorki lokið um fertugt, sextugt né áttrætt. Kona, sem er 81 árs gömul, hefur nýlega látið innrita sig í mennta- skóla. Og hinn frægi málari Moses, sem er gömul kona, hlaut heiðursnafnbót við Russel Sage skólann, þegar hún var 88 ára gömul. I»að er ekki til neinn tindur, þar sem lífið hættir að sækja á brattann og fer ,að halda niður á við — nema maður stjórni því sjálfur. Þ,að fer fyrst að halla undan fæti, þegar maður sér ekki lengur neitt markmið f'ramundan. Finnst ykkur þetta undarleg heimspeki? Kannski hún sé það. En hún er sannleikanum samkvæm. BRÉFASAMBÖND Birting á nafni, aldri ok hcimilisfangi kostar 5 krónur. HELEN COHEN (18 ára hollensk mennta- skólastúlka, sem skrifar ensku og þýzku og hef- ur áhuga á reiðmennsku, músik og listum), Prins Willem van Oranjelaan 13, Naai'den, Holland — Oddveig Reiersen (18 ára), Eidsvoll off. lands- gymnas, Eidsvoll, Norge — Anne-Marie Holm (17 ára),. Orkdal off. landsgymnas, Orkanger, Norge — HALLDÓR ARASON, Suðurgötu 62 og KRISTMUNDUR KARLSSON, Suðurgötu 66 (við stúlkur 15—18 ára), báðir á Akranesi — INGVAR INGVARSSON og ÁRNI ÞORSTEINS- SON (við stúlkur 18—28 ára), báðir á Hesti, Andakilshreppi, Borgarfirði — KRISTJÁN M. JÓHANNSSON (við pilt eða stúlku 15—18 ára), Ytri-Múla, Barðaströnd, V-Barð. — HRÓLFUR MARTEINSSON (við stúlkur 18—23 ára), ODD- UR SIGFUSSON (við stúlkur 16—22 ára), HELGI ÞORLEIFSSON (við stúlkur 16—20 ára), og SIGURÐUR MAGNÚSSON (við stúlkur 14— 18 ára), allir á Smíðaskólanum á Hólmi, Land- broti, V-Skapt. — JÓN ÞORLEIFSSON (við stúlkur 16—22 ára), Þykkvabæ, Landbroti, V.Skapt. Svör við „Veiztu — ?“ 1. Enska leikkonan Margaret Lockwood. 2. Mona Lisa og Síðasta kvöldmáltiðin. 3. Egill rauði. 4. 9, 9—12,4 m. á sek. 5. Það er kennt við meyna Elísabetu I. Eng- landsdrottningu. 6. Portugal. 7. Þá er hún 13 í Bretlandi. 8. 160 kg. 9. 1500 milljón ára. 10. Sonur karls hét Drepur og hann átti eitt hross. HELGI kennari er að prófa Emil í náttúru- fræði. —- Hvaða fiskar eru það, sem við Islendingar höfum helzt til matar? spyr Helgi. — Þorskur, ýsa og silungur, svarar Emil. — Rétt, og hverjir fleiri? — Já, og plokkfiskur, bætti Emil við. ___j___ TVEIR stjórnmálamenn hældu sér af því, að þeir væru komnir af Finni biskupi. — Minn ættleggur er göfugri, þvi ég er kom- inn af Finni í karllegg, en þú ert kominn af honum í kvenlegg, sagði annar. — Já, en minn er vissari, svaraði þá hinn.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.