Vikan - 10.03.1955, Qupperneq 2
PÓSTURINIM
Fyrir Huldu, Nínu o. fl. birtum við
ljóðið Bergmálsharpan eftir Loft
Guðmundsson. Erla Þorsteinsdóttir
hefur sungið það inn á hljómplötu.
Úr draumafirrð mér blærinn ber
þann bjarta strengjahreim,
er kallar hug úr ys og önn
í æskudalinn heim
Falleri, fallera . . .
þann bjarta strengjahreim.
Þar huldumær í hamraborg
í heiðaskjóli býr,
er blærinn strýkur blóm og lyng,
hún bergmálshörpu knýr
Fallerí, fallera . . .
Hún bergmálshörpu knýr.
Sú ljúflingsharpa á hljómaklið
við hverja von og þrá.
Við gleðisöng og sorgarklið
berst svarið strengjum frá.
Fallerí, fallera . . .
berst svarið strengjum frá t
Og hver, sem með þann hörpuseið
í hjarta lagði á braut,
á draumaleið í dalinn heim
úr dagsins önn og þraut
Fallerí, fallera . . .
úr dagsins önn og þraut.
SVAR TIL „FORVITINS" Spurn-
ingar þinar eru ákaflega erfiðar við-
fangs, ekki sízt vegna þess að lög-
in um mannanöfn eru sennilega þau
lög, sem mest eru brotin á Islandi
(að skattalögunum ekki undanskild-
um). Skv. ofannefndum lögum frá
1925 (nr. 54), hefur enginn mátt
taka sér ættarnafn síðan, en þeir,
sem þá báru ættarnöfn máttu halda
þeim. Þú hefur þvi ekki lagalega
heimild til að skíra barn einhverju
nafni og gera það að ættarnafni af-
komenda þinna. Aftur á móti þekk-
irðu vafalaust ótal dæmi þess, að
menn kalli sig hinum og þessum
eftirnöfnum, sleppi staf úr föður-
nafni sínu o. þ. h., ef þeim býður svo
við að horfa. Nafnið, sem þú nefndir
finnst ekki í spjaldskrá Hagstofunn-
ar, en það er þó ekki loku fyrir það
skotið, að það sé til, og það meira
að segja i öllum þeim útgáfum, sem
þú 'nefndir.
Viltu segja mér eitthvað um Mitzi
Gaynor, hvort hún er gift, hvað hún
gerði áður en hún varð kvikmynda-
stjarna o. s. frv.
SVAR: Mitzi Gaynor er fædd í Chi-
cago. Móðir hennar var dansmær,
faðir hennar stjórnar dans og söng-
leikjum, og Mitzi hefur dansað og
sungið síðan hún man eftir sér, eða
frá því að hún var fjögurra ára
gömul og byrjaði í balletskóla. Nú
er hún að verða ein af vinsælustu
stjörnunum í Hollywood og á að fara
að leika og dansa með Gene Kelly
og Fred Astaire í nýrri mynd.
Mitzi virðist hafa mikla trú á
löngum trúlofunum, því fyrst var
hún trúlofuð lögfræðingi nokkrum,
Richard Coyle, í tvö ár og nú er hún
búin að vera trúlofyð Jack Bean
svo lengi, að sumir segja að þau
muni vera leynilega gift. Þú getur
skrifað henni til Metro Goldwyn
Mayer Studios, Culver City, Cali-
fornia.
Við sitjum hér fjórar skólastúlkur,
sem erum nýbúnar að sjá mynd með
John Derek, og langar til að biðja
þig um að segja okkur eitthvað
um hann. Hvað er hann gamáll, er
hann giftur og hvað á hann mörg
börn.
SVAR: John Derek er kvæntur og á
tvö börn, dótturina Sean Catherine
og soninn Russel. Hann þykir ákaf-
lega heimakær og góður faðir, en
ráðríkur og stjórnsamur á heimili
sínu. Við vitum ekki hvað hann er
gamall.
Fyrir Hrein birtum við textann
„Á Jónsmiðum“ eftir Þorstein Hall-
dórsson. Haukur Morthens hefur
sungið lagið inn á hljómplötu.
1 flýti fara þeir nú á Jónsmið,
á Jónsmið, á Jónsmið,
í flýti fara þeir nú á Jónsmið
með söng út yfir saltan mar.
Á kinnung rokurnar Ægir rekur,
svo reiður og frekur.
Og sagt er, helzt þegar húma tekur,
að hafmeyjarnar dansi þar.
O-hoj, o-hoj.
Á marbendla og hafgúur máninn
skin,
sá hópur hlægjandi dansar,
og hárið sævota glansar.
Við Jónsmið sjómenskan hrollinn
hrekur
og hressir og vekur,
þvi sagt er, helzt þegar húma ....
tekur,
að hafmeyjar dansi þar.
Já, hafmeyjar dansa þar.
BRÉFASAMBÖND
Birtlng á iuifni, aldri og heimilisfangl
kostar S krónnr.
Eygló Indriðadóttir (við pilta og
stúlkur 16—20 ára), Torfunesi,
Köldukinn, S-Þing. — Miss Marga-
ret Bains, (við pilta eða stúlkur
16—18 ára) 7 Summers Rd., Mc
Duff, Fife, Scotland — Miss Nan
Bell (við pilta eða stúlkur 15—17
ára), 45 Ramsey Rd., Kirkcaldy,
HONIG
tryggif yður góða vöru
Súputeningar í glösum og
dósum.
Makkaronur
SPAGHETTI
Kjúklingasúpa
Baunasúpa
Uxahalasúpa
Heildsölubirgðir EGGERT KRISTJÁNSSON & CO. H.F.
Fife, Scotland — Ingibergur Bjarna-
son, Melteig 7 og Einar Eyleifsson,
Mánabraut 4 (við stúlkur 17—22
ára), báðir á Akranesi — Birna
Sigurðardóttir (við pilt eða stúlku
18—21 árs), Hrauni, Landbroti,
V-Skapt. — Þórunn Daníelsdóttir
(við pilt eða stúlku 12—13 ára),
Tangagötu 28, Isafirði — Sævar Guð-
mundsson (við stúlkur 17—22 ára),
Kirkjubraut 21, Akranesi — Jnga K.
Guðmundsdóttir og Stefanía Markús-
dóttir (við pilta eða stúlkur 16—19
ára), báðar á Vallagötu 23, Keflavík
— Jóna Kristín Gunnarsdóttir (við
pilt eða stúlku 12—13 ára), Smiðju-
götu 8, Isafirði —- Sigríður María
Ásgrímsdóttir, Svanhildur Sallurgs-
dóttir (við pilta eða stúlkur 17—23
ára), báðar á Suðureyri, Súganda-
firði — Lárus G. Fjeldsted (við stúlku
16—18 ára), Páll Sigurbergsson (við
stúlku 16—18 ára), Páll Kjartansson
(við stúlku 14—16 ára), allir í
Haukatungu, Kolbeinsstaðarhreppi,
Hnappadalssýslu — Magnús Guð-
brandsson (við stúlku 14—17 ára)
og Auður Guðbrandsdóttir (við pilt
18—30 ára), bæði í Tröð, Kolbeins-
staðarhreppi, Hnappadalssýslu —
Páll Þorsteinsson, Gísli Halldórsson
og Ari Magnússon (við stúlkur 25—
30 ára), Einar Ármannsson og Lárus
Jónsson (við stúlkur 20—25 ára) og
Sigurjón Jónsson (við stúlku 18—20
ára), allir á v.b. Björgu N.K. 103,
Hafnarfirði — Karitas Pálsdóttir,
Þvergötu 4 og Elín Jónsdóttir, Aust-
urvegi 12 (við pilta eða stúlkur
14—16 ára), báðar á Isafirði —
Birna Óladóttir (við pilta 14—15
ára), Sveinsstöðum, Grímsey —
Baldur J. Guðmundsson og Sigurður
Vilhjálmsson (við stúlkur 15—17
ára), báðir á Hólmavík, Strandasýslu
— Sigurgeir Magnússon, Þórður
Friðriksson, Húnbogi Þorsteinsson
og Árni Þór Kristjánsson (við stúlk-
ur 15—18 ára), allir í Héraðsskólan-
um í Reykholti, Borg.
F orsíðumyndina
tók
Þorsteinn Jósepsson
larl G. Silrason
Ferjuvog: 15 Sími 7939
Reykjayík ]\
öll gluggahreinsun
fljótt og vel af
hendi leýst. •
J' í'O/l ' i' '• "■/
— HRINGH) 1 SlMA 7939
Útgefandi VIKAN H.F., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaöur: Gísli J. Ástþórsson, Tjamargötu 4, sími 5004, pósthólf 365.
2