Vikan


Vikan - 10.03.1955, Side 3

Vikan - 10.03.1955, Side 3
HÆ G YRÐUÆGÆR rið hlióðnemann AGYRÐINGARNIR, sem Sveinn Ásgeirsson hagfræðingur hefur verið með við hljóðnem- ann undanfarnar vikur, hafa vakið feikn- mikla athygli. Þetta er gömul íslenzk íþrótt að botna vísur, og f jórmenningar Sveins eru engir viðvaningar. Vikunni er það sérstök ánægja að kynna þá hér fyrir lesendum sínum og bregða upp fáein- um sýnishornum af viunubrögðum þeirra. Ef þið lít- ið andartak á forsíðuna, þá er leikstjórinn, Sveinn, fyrir borðsendanum, Helgi Sæmundsson lengst til vinstri, þá Guðmundur Sigurðsson, þá Steinn Steinarr og loks Karl ísfeld. Myndin er tekin við hljóðnemann. Það er allra manna mál, að miklu skáldin ljúgi. Guðmundur og Helgi ráðgast um, hvort höfundurinn eigi hér við, að skáldin ljúgi miklu, eða að einungis miklu skáldin — þ.e. stórskáldin — séu lygin. Svo fleygja þeir fram tveimur botnum. Helgi þessum: Vísan snjalla vorri sál vœngi fleyga búi. Og Guðmundur þessum: Hvernig vinnur þetta lið ? Hér er svolítil mynd frá Kefla- vík, þar sem þátturinn „Já eða nei“ var tekinn upp á segulband 13. febrúar og sem hlustendur heyrðu í útvarpinu þrem dög- um seinna. Steinn og Karl voru veikir; það eru því aðeins þeir Guðmundur og Helgi, sem við sjáum að verki þeösu sinni. Sveinn les yfir þeim vísupart- ana, garpamir gera hvorki að blikna né blána, þeir ,;henda þessu á milli sín“ stundarkorn, mana hvorn annan að duga nú vel — og svo fæðist botninn. Við skjótum hér inn í á stöku stað athugasemdum skáldanna. Fyrsti vísuhelmingurinn var svona: Vonarstjarnan vakir ein vegi yfir mínum. Guðmundur segir strax: „Gjarnan vildi ég sjá hann Bvein“ — og Helgi bætir við: „Sitja á stokki þínum.“ Þá er hún afgreidd. Nú kem- ur þetta: En ég vona að engin sál um okkur sliku trúi. Sveinn kemur með nýjan helming: Perskur blær um fjörð og sund fer með léttu hjali. Helgi botnar: Gleður sig á góðri stund gamall húasmali. Þá kemur þetta: Séð hefur dökka baldursbrá Nokkrar af handahófi Hagyrðingarnir hafa farið víða og skemmt mörgum. I>á rekur sjaldan í vörðurnar. Eftir þá liggja tugir vísna. Hér eru til bragðbætis örfáar af handahófi. Á undan hverri vísu fer nafn þess, sem botnaði: og borið í hendi eyjarsól. Guðmundur (eftir að sam- komulag hefur náðst um, að ,,eyjarsól“ sé sennilegast kven- kenning): Til liennar beinist hugans þrá, hafi ég smakkað alkohól. Steinn: Á þjóðar vorrar þingi Gils þykir fremstur vera. Maður enginn mórautt pils. mun þar lengur bera. Karl: Vakir einn um vetrarnótt vargur í urðarhóli. Harðlega að mér hefur sótt Halldór á Kirkjubóli. Næst kemur heiftúðleg árás á „hagyrðingastéttina“: Eftir skipun orkt er nú. Árangurinn næsta smár. Guðmundur: Margur enn , heimi hér harma sina rekur. Gáir lítt að sjálfum sér og síðan víxil tekur. Til er þjóðin, ung og ein, íhaldsblóði meður Dillar jóði á dauðs manns hlein, Davíðsljóðin kveður. Helgi: Þó ég hafi aldrei átt æviláni að fagna, sá ég stundum dansa dátt dráttarbátinn Magna. Uni ég mér við ljóð og lag, þó löngum rímið sviki. Færa mundi flest í hag flaska úr Austurríki Engan hróður auka þjóð atómljóðin nýju. Veita fljóðin feit og rjóð firðum góða hlýju. Einn er dátinn öðrum betri. Allir kátir þeir mér reyndust. Þó var ég mát á þessum vetri, þegar átján til mín beindust. Blómin rjóð nú gyllir glóð, gleðióð má heyra. Hrundin góðu hýr og rjóð hlusta á Ijóð og fleira. Guðmundur: Alltaf veitast mjög að mér mæða, þreyta og leti. Enginn breytir sjálfum sér svo að heitið geti. Rifist er á þjóðarþingi, þótt það gagni smátt. Aldrei hefur Islendingi orðið svarafátt. Eru á beit í Suðursveit sauða- og geitahjarðir. Holtum breyta í blómareit bændur eitilharðir. En ekki hef ég á því trú, að aðrir geti kveðið skár. Helgi botnar næsta vísuhelm- ing og úr því verður vísan: Gaman er á góðri stund að glíma við þig, staka. En betra samt með lvýrri hrund, heila nótt að vaka. Guðmundur á næsta botn með þessum árangri: Ræ ég út um rostungssvið, renni úr kút og bergi mjöð. Flöskustút ég fikta við, sem fékkst á rútubilastöð. Vísurnar urðu miklu fleiri þarna suður í Keflavík, eins og útvarpshlustendum er kunnugt. Hér eru að lokum fjórar: Þegar kölski brýnir brand, bítur eftir vonum. GLENS OG GAMAN HALLI litli kom foreldrum sínum á óvart með því að láta ekki hræða sig til að vera þægur. „Það þýðir barasta ekki neitt að segja, að englarnir skrifi það hjá sér, þegar ég er óþekkur," sagði hann ákveðinn. ,,Ég get barasta sagt ykkur það, að englarnir halda áreiðanlega, að ég sé dauður." „En hversvegna í ósköpunum ættu þeir að halda það?“ spurði faðirinn. „Af þvi ég hef ekki sagt bæn- irnar mínar í viku.“ •------- „HVAÐ í fjandanum eruð þér eiginlega að gera maður?“ kall- aði farþeginn til bilstjórans. „Eg bað yður að aka með mig niður að Hótel Borg, og þetta er í fjórða skiptið sem við förum fram hjá Lækjartorgi.“ „Afsakið," sagði bílstjórinn. „Ég hélt þér væruð Kani.“ »—A—' „JÆJA, væna mín, hvað heldurðu nú að þú gerir, þegar þú ert orðin eins stór og mamma?" „Megri mig.“ •-----— MÓÐIRIN heyrði að Maggi litli var að tauta við sjálfan sig: „Þetta gamla fífl! Þetta naut- heimska, nízka...“ og svo fram- vegis. „Maggi,“ kallaði hún, „ég vil ekki hafa, að þú talir svona um hann pabba þinn.“ „Ég var ekkert að tala um pabba." „Jæja, ég kannaðist að minnsta kosti við lýsinguna." Helgi: Sálum okkar gerir grand grimmlyndið í lionum. Heimakoma og hettusótt hefja göngu um bæinn. Guðmundur: Og líka tók þar léttasótt lítil stúlka um daginn. Þjóðarskútan vinnur vel, virðist mjúk á bárum. „Þetta er öfugmælavísa“, full- yrti Helgi, og botnaði síðan: Austur í Flóa fann ég sel fyrir mörgum árum. Og að lokum þessi staka (Guðmundur smíðaði botninn): Æviskeiðið endar senn, illa þvi er varið. Öfugt hafa ýmsir menn auðnuveginn farið. 3

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.