Vikan - 10.03.1955, Side 5
Orustan um Bretland var byrjuð.
—- Þúsundir manna munu hrynja niður, gort-
aði Hermann Goering og hann virtist bera fullt
traust til loftarna sinna, en Eva gat ekki gleymt
litlu, ensku bátunum, sem höfðu ruðzt fram og
sigrað. — Pjandinn hirði þessa ensku smábáta!
England er land sjómannanna og þessvegna tókst
þeim þetta. Nú skulum við leyfa þeim að kynnast
nútima hernaði. Þeir verða ekki eins hrifnir af
því.
Þýzki loftflotinn flaug svo þétt, að það syrti
í lofti. Flugvélarnar geystust yfir Sussex og Kent,
stungu sér niður yfir hafnarmannvirkin í London
og létu sprengjunum rigna niður. Og litlu, ensku
flugvélarnar hófu sig til flugs, til að berjast á
sama hátt og smábátarnir. Þó að tónninn í þýzku
fréttablöðunum héldi áfram að vera sigri hrósandi,
og deyfði ímyndunarafl fólksins, þá læddist kvíð-
inn að því. Eva hlakkaði til þeirrar stundar, þeg-
ar sigur væri unninn og þessu taugastríði væri
lokið. Tjón loftflotans var gifurlegt, því sami
andi ríkti i loftinu, eins og á Ermarsundi, þegar
ósjófæru bátarnir fluttu herinn sinn heim. Eng-
'lendingar sneru baki í vegginn og börðust áfram,
og augu allrar Evrópu mændu á þá.
Það leið á sumarið. Nótt eftir nótt loguðu
hafnarmannvirkin við Thames. London hrundi
og varð að gráu dufti og Þjóðverjar gortuðu af
því, að fólkið væri farið að búa í loftvarnarbyrgj-
unum, þvi að það þyrði ekki að fara heim. Á þess-
um tíma hafði Adolf ætlað að vera farinn að
snúa sér til austurs, en hann var enn að berjast
í vestri, vegna þrjózkrar smáeyju, sem ekki vildi
gefast upp.
— Hún berzt í blóði sínu, tárum og svita, sagði
Goering. Augnaráð hans var hvassara en áður, en
ekki sami sigurglampinn í augunum og hann
þurrkaði svitann af enninu. — Hamingjan góða,
hvað þeir geta barizt!
Sumarið leið.
Blómasalarnir voru nú farnir að bjóða haust-
blómin. Þeir voru lengi búnir að standa og
ræða um uppgjöfina og blómasöluturnana, sem
þeir ætluðu að reisa á Piccadilly. En nú var hvort
sem var ekkert eftir af Piccadilly, sögðu þeir. —
Það verða litlar orustur í vetur, aðeins undir-
búningur, en svo kemur annað stórkostlegt vor,
eins og það síðasta. Hvílíkt vor! Belgía, Holland
og Frakkland! Dásamlegt vor!
Eva reyndi að hugsa ekki of mikið um það,
enda fór mikill tími í samkvæmi þetta haust í
Berlín. Goering gortaði af því, að heimili hans
væri orðið bezta listasafn heimsins og hann átti
vissulega fallegustu skrautmunina. Emmy Goer-
ing var hugfangin af þeim. Hún fékk líka nýja
Framhald á bls. llt.
Veizt
1. Konan á myndinni var
stundum kölluð „mann-
lausa konan“. Hún var
uppi á síðari hluta 16.
aldar. Hver var liún ?
2. Hver var kona Ægis í
norrænu goðafræðinni
og hverjar voru dæt-
ur þeirra?
3. Til minningar um hvað
er Sigurboginn í París og hver lét reisa
hann?
4. Hvaða Iand £ Evrópu er þéttbýlast?
5. Hvar var sett niður fyrsta prentsmiðjan á
lslandi og hvenær var það gert?
6. Bambusviðurinn er eklti trjátegund. En
hvað er liann?
7. Hvað getur einn þorskur hrygnt mörgum
eggjum?
8. a) Hvað þýðir largo á músikmáli? b) En
larglietto ?
9. Er óperan Bigoletto byggð á skáldsögu?
10. Gáta:
Hver er það, sem úti er
og allt eins inni,
alls staðar í sama sinni ?
Svaraðu þeirri spurningu minni.
Sjá svör á bls. Uf.
OF SNEMMA HEIM
ÞEGAR ÉG KOM
Þýdd smásaga
EG ferðaðist með næturlest og kom heim
klukkan sjö um morgun, tveim dögum
fyrr en ég hafði gert ráð fyrir.
1 anddyrinu hékk karlmannsfrakki og hatt-
ur — sem ég átti ekki. Og inni i setustofunni
lá pípa og tóbakspungur. Bg reyki ekki. Aftur
á móti reykir Karl vinur minn pípu með silf-
urhólk, sem stafirnir hans eru greyptir í.
Þetta var pípan hans. Hafði mig aldrei grunað
neitt? Einstöku sinnum hafði ég fundið votta
fyrir afbrýðisemi í hans garð, en það var líka
allt og sumt. En nú skildi ég hvernig málum
var háttað. En hvað þessar löngu viðskipta-
ferðir mínar hlutu að koma sér vel fyrir þau!
Kötturinn nuddaði sér fagnandi upp við fætur
mínar, en ég ýtti honum frá mér.
Eg læddist út aftur og tók mér stöðu hinum
megin við götuna. Klukkutíma seinna kom
Karl út með skjalatösku undir hendinni. 3Ég
horfði á eftir honum niður götuna og bölvaði
bæði konunni minni og honum, þessum svo-
kallaða vini mínum.
Það byrjaði að rigna. Ég flýtti mér niður
á næstu stoppistöð og tók strætisvagn inn í
bæinn.
Seinna um daginn þóttist ég vera að koma
heim, en Diana var ekki heima, svo ég skildi
eftir miða, þar sem ég sagðist vera farinn á
skrifstofuna. Svo hringdi ég til Karls og bauð
honum út að borða um kvöldið. Hann var
alltaf vanur að þyggja slík boð, þar sem hann
var piparsveinn og bjó hjá systur sinni, sem
aldrei hafði áhyggjur af honum. Eg sótti hann
á skrifstofuna og sagðist ætla að fara með
hann í veitingahús, sem ég væri nýbúinn að
finna hinum megin við heiðina.
Við ókum í 45 mínútur eftir bugðóttum vegi
yfir heiðina. Það var tunglskin. Ég rataði, en
það gerði Karl ekki. Hann var svolítið óþolin-
móður, en ég sagði honum, að hann mundi
ekki sjá eftir tímanum, þegar hann fengi
matinn. Svo stöðvaði ég bílinn og sagðist ætla
að sýna honum svolitið. Við gengum eftir
grónum stig, þangað til við komum að hlöðnum
hringvegg og þar sem hann var hruninn, var
komið fyrir bjálkagirðingu. Ég hafði þekkt
þennan stað vel, þegar ég var lítill og hann
sýndist ekkert breyttur.
— Hér er það, sagði ég. — Þetta er opið
á gamalli koparnámu. Það hefði átt að fylla
upp í það fyrir löngu, því það getur verið
stórhættulegt fyrir menn og skepnur. En
það er svo gaman að kasta steinum niður í
hana og heyra skvampið.
— Ertu farinn að ganga í barndóm? sagði
Karl hlægjandi, en hann gekk samt nær og
hallaði sér fram yfir girðinguna. Ég stóð rétt
fyrir aftan hann og tók þungan skrúflykil,
sem ég hafði haft í bílnum, upp úr vasa min-
um.
Um leið og ég reiddi hann upp, komu í
huga minn öll þau skipti, sem okkur hafði
liðið vel saman og við höfðum hjálpað hvor-
um öðrum undanfarin ár, og ég fann til furðu-
legrar meðaumkunar með honum. Þá gerðist
það, að hann fór að skellihlægja. — Þarna
liggurðu í því. Það er búið að fylla upp i
námuopið!
Við borðuðum saman og ég keypti flösku af
góðu víni. Karl kvaðst hafa notið ltvöldsins,
en sagði, að ég væri í undarlegu skapi. Ég
væri sennilega þreyttur og ætti að fara
snemma að sofa.
Á leiðinni heim var ég þögull. Ég var að
velta því fyrir mér hvort það væri ekki bezta
lausnin að aka útaf veginum og drepa okkur
báða. En áður en ég hafði tekið nokkra ákvörð-
un, vorum við komnir í bæinn og ég var að
beygja inn í götuna, sem Karl bjó við.
Allt í einu sagði Karl: — Heyrðu, veit
Diana að þú ert kominn heim ?
-— Ég skildi eftir miða til hennar.
— Hvar? Heima?
Ég svaraði því játandi. Hann þagði svolitla
stund, en svo sagði hann: — Það er ekki víst
að hún hafi lesið miðann. Hún veit sennilega
ekki, að þú ert kominn og .. .
Hann þagnaði, en ég sagði rólega: — Því
skyldi hún ekki hafa lesið miðann. Ég skrifa
læsilega rithönd.
Hann hikaði. — Hún hefur kannski ekki
verið heima.
•— Hún hlýtur að minnsta kosti að vera
komin heim núna:
Hann þagði langa stund og ég beið. —
Satt að segja er hún sennilega heima hjá
mér . . .
— Jæja? Hvaða erindi á hún heima hjá
þér klukkan ellefu um kvöld?
— Heyrðu, gamli vinur, ég hélt að Diana
hefði sagt þér allt, en hún hefur sennilega
ekki viljað bæta á þig áhyggjum meðan þú
ert að fást við þessi mikilvægu viðskipti. En
úr því að ég er búinn að hafa orð á þessu, þá
er bezt að ég segi þér eins og er.
Ég beygði upp að húsinu hans, hallaði mér
aftur á bak í sætinu og beið. Nú átti ég von
að hitta Diönu aftur, sjá brosið hennar og
heyra röddina, en engin svipbrigði sáust á
andliti mínu. Karl ýtti hattinum aftur á
hnakka, klóraði sér í höfðinu og sagði: —
Sannleikurinn er sá, að Diana er einmana ....
— Er það satt?
— Ég býst við að hún verði mér gröm,
þegar hún veit, að ég hef sagt þér það. En
þú hefðir átt að geta þér þess til fyrir löngu.
Hún er stundum mjög einmana . . . og tauga-
óstyrk. Þetta var í raun og veru hugmynd
systur minnar .. .
— Systur þinnar?
Hann kinkaði kolli. — Að láta Diönu gista
hérna, á ég við.
Ég starði á hann: — Og hvað um þig?
— Mig? Áttu við það, hvers vegna ég hef
sofið heima hjá þér? Svo brosti hann. — Ein-
hver varð að hugsa um þennan fjandans kött
ykkar.
v
5