Vikan - 10.03.1955, Qupperneq 11
FÁIR KARLMENN eru
ónæmir fyrir kven-
legri fegurð og Al-
onzo MacTavish var
ekki einn af þeim.
Það er sama hversu
harðbrjósta karlrnaður er
og hversu harður í horn að
taka, ég er viss um að
hann telzt minni mað-
ur, ef hann getur horft
aðgerðarlaus á hrífandi
fallega konu halda áfram
að tapa peningunum sín-
um við spilaborðið, án þess
að fá einhvern sting í
hjartað.
Og þegar þessi fallega spila-
kona heldur áfram að fölna við
hvert spil og hvert tap, verður
sífellt skjálfhentari og örvænt-
ingarglampinn í augum hennar
greinilegri, þá væri það meiri
vesalingurinn, sem ekki teldi
það skyldu sína að taka í taum-
ana, ekki sízt, þegar stúlkan
er sýnilega ein.
Þannig leit Alonzo líka á
málið. ,
Alonzo McTavish kunni vel
við sig í Monte Carlo og ánægja
hans var vafalaust því að
þakka, að hann hafði unnið
stanzlaust í þrjá daga. Höfuð-
stóll hans, 25 þúsund frankar
— hagnaðurinn af sölu minni
háttar uppdrátta, sem hann
hafði með leikni náð úr skjala-
tösku eins meðlims andverska
sendiráðsins í járnbrautarlest —
var nú orðinn að um það bil
tvö hundruð þúsund frönkum,
og eins og hann hefði sjálfur
sagt, er það vesælt hjarta, sem
aldrei tekur kipp.
Það eina, sem hafði dregið
úr ánægju hans þetta umrædda
kvöld, var óheppni glæsilegu
stúlkunnar hinum megin við
borðið. Hún var nægilega eftir-
tektarverð, til að eiga þá lýs-
ingu skilið. Hún var há, mjúk-
leg í hreyfingum og grannvax-
in Sérkennilega dökkrauða
hárið á henni lét fallegu húðina
sýnast ennþá hvítari og — áður
en heppnin snerist gegn henni
— hafði ánægju- og hamingju-
glampi skinið í grænu augun-
um.
En sá glampi var horfinn.
Með lauslegum útreikningi
komst Alonzo að þeirri niður-
stöðu, að hún hlyti að hafa
tapað nálægt 20 þúsund frönk-
um um kvöldið.
Honum var það líka ljóst, að
hún hafði ekki efni á að tapa
þessari upphæð. „Faites vos
jeux, mesdames, messieurs“
tónaði spilavörðurinn og Alonzo
lagði á rauða, ójafna tölu. Hann
sá, að stúlkan setti síðustu
spilapeningana sína á svarta,
jafna tölu. Hjólið snerist, núm-
er kom upp og Alonzo sá, að
hann hafði unnið og hún tapað
enn einu sinni.
1 örvæntingu sinni yppti hún
öxlum og sneri sér frá borð-
inu. Um leið og hún gekk af
stað, sýndist Alonzo hún horfa
snöggvast á sig áköfum bænar-
augum.
Nú var hún komin út á tröpp-
urnar og gekk hægt niður í
garðinn. Allt í einu sá Alonzo,
sem stóð í efstu tröppunni og
var að kveikja sér í sígarettu,
að hún seig saman og hneig
niður við rætur trjárunna.
Hann kastaði frá sér síga-
hafi heyrt söguna svo oft, sagði
hún. — En í mínu tilfelli er
ekki einu sinni nokkur afsökun.
Ég er hrædd um, að ég sé allt
of hugfangin af spilaborðinu,
og að ég hafi aldrei þurft að
hugsa nægilega mikið um pen-
inga til að hafa áhyggjur af
því. — Jæja, ég býst við að
ég hafi lært mína lexíu í þetta
sinn.
Hann kinkaði kolli með sam-
úðarsvip. — Kannski ég geti
hjálpað. Ég er satt að segja
fremur viðkunnanlegur maður
— einkum þegar svona stend-
ur á.
Ég hef hegðað mér heimsku-
Alonzo kinkaði kolli. Hann
bauð henni sígarettu, og kveikti
í einni sjálfur. I bjarmanum
sá hann að hendur hennar
skulfu. — Til hvers er að hafa
áhyggjur? sagði hann. Láttu
skartgripasalann vita, að þú
viljir hafa armböndin í nokkra
daga í viðbót. Bíddu svo þang-
að til peningamir koma frá
pabba þínum, leystu þau þá út
og skilaðu þeim.
— Ég vildi að það væri svona
auðvelt, muldraði hún. —
Snemma í kvöld, þegar ég sá
að ég hafði ekki heppnina með
mér, hringdi ég til mannsins,
sem ég veðsetti armböndin hjá.
rettunni, þaut niður tröppurnar
í þremur stökkum og andartaki
síðar var hann kominn til henn-
ar. Rétt hjá var laufskáli og
inui í honum bekkur. Hann
beygði sig yfir liggjandi stúlk-
una, tók hana upp, bar hana inn
í laufskálann og lagði hana var-
lega á bekkinn. Svo tók hann til
við allt það, sem á að lífga
kvenfólk í yfirliði. Hann kleip
laust í nefið á henni og veifaði
vasaklútnum sínum í ákafa við
andlitið á henni og einni mín-
útu seinna hlaut hann sína um-
bun, því augnalok stúlkunnar
fóru að titra og hún gaf frá
sér stunu, sem gaf til kynna að
hún væri að ranka við. Hann
þaut af stað og kom aftur með
koníak í sódavatni. Hún var enn
á sama stað og starði áhuga-
leysislega fram fyrir sig.
Hún dreypti á koníakinu. —
Mér þykir þetta ákaflega leitt,
muldraði hún. — Það var
mjög heimskulegt, en allt í
einu leið mér svo illa — lífið
virtist svo hræðilegt.
Alonzo brosti og sagði: —
Það getur virzt svo, einkum ef
maður tapar meiri peningum en
maður hefur efni á. Ég hef
fylgzt með. þér. Hvernig væri
að þú segðir mér frá öllu sam-
an?
Hún leit á hann og brosti
síðan dauft og raunalega. — Ég
býst við að garðurinn hérna
Smásaga eftir sakamálahöfundinn vinsæla
— PETER CHEYNEY —
lega, glæpsamlega heimskulega
er mér næst að halda. Hún
yppti öxlum. — Ég heiti
Helen T. Carnaway og fað-
ir minn er Cyrus Carnaway, sá
sem á stálverksmiðjurnar í
Pittsburgh — þú hefur kannski
heyrt talað um hann?
Alonzo kinkaði kolli. Það
hafði hann. Carnaway var mill-
jónamæringur. — Ég kom hing-
að til að losna við að giftast
manni, sem mér geðjaðist ekki
að, hélt hún áfram. — Mér leið
illa, ég eyddi heilmiklum pen-
ingum og spilaði mikið. Fyrir
tveim, þremur dögum bað ég
pabba með símskeyti um meiri
peninga. Ég bjóst við að þeir
mundu koma, eins og alltaf áð-
ur, en þangað til þurfti ég að
hafa peninga til að spila fyrir.
Jæja, ég hegðaði mér heimsku-
lega. Ég hef gott lánstraust hér
í Monte Carlo, svo ég fór til
skartgripasalans Raymonds og
valdi nokkur demantaarmbönd.
Eg lét senda þau á hótelið mitt,
til að velja úr þeim og átti að
skila þeim aftur á morgun. Ég
var svo viss um að pabbi mundi
senda peningana símleiðis, að
ég gerði mestu heimsku. Mér
fannst, að ef ég gæti spilað í
kvöld, þá mundi ég vinna upp
allt mitt tap. Ég veðsetti því
demantaarmböndin frá Ray-
mond. Ég þóttist viss um að
geta leyst þau út í fyrramálið
og allt væri í lagi. I stað þess
. . . hún yppti öxlum . . . þú sást
hvað gerðist, sagði hún svo
eymdarlega. — I kvöld fékk
ég svo skeyti að heiman um að
pabbi væri í viðskiptaferð og
að peningarnir yrðu ekki sendir
fyrr en í næstu viku.
Hann heitir Sidonay. Það er
ekki vandaður maður. Hann
sagðist hafa komizt að því hvað-
an armböndin væru, að mér
hefðu verið lánuð þau í góðri
trú og að ég hefði framið glæp-
samlegan verknað með því að
veðsetja þau. Hann sagði, að •
á morgun færi hann til lög-
reglunnar, nema . . . nema . . .
— Einmitt, muldraði Alonzo.
— Ég skil. Hann hefur líka
lagalegan rétt til þess! Sumir
þessir frönsku veðlánara geta
verið reglulega hvimleiðir,
finnst þér það ekki? Hann blés
reykhring yfir þveran laufskál-
ann. — Heyrðu Helen litla,
sagði hann svo, — Hve mikið
lét Sidonay þig hafa fyrir arm-
böndin ?
— Tuttugu þúsund franká,
svaraði hún. — Þau eru öll sex
um hundrað og tuttugu þúsund
franka virði.
Hann kinkaði kolli. — Ágætt,
væna mín, sagði hann. — Nú
ætla ég að leika jólasvein. Ég
ætla að fara og hitta þennan
Sidonay, vin þinn, borga hon-
um tuttugu þúsund frankana,
leysa út armböndin og hitta
þig svo á hótelinu þínu, til að
drekka með þér einn. kokteil.
Hún greip andann á lofti.
— Ég get ekki trúað því, sagði
hún. — Þér eruð svo veglyndur.
Ég veit ekki hvernig ég get
nógsamlega þakkað yður . . .
Monsieur Sidonay, sem Al-
onzo fannst einstaklega óað-
laðandi maður, horfði með háðs-
brosi á gest sinn.
— Monsieur MacTavish, sagði
hann. — Ég efast ekki um, að
þér búizt við að riddaraleg
Framhald á bls. 15. *
11