Vikan


Vikan - 10.03.1955, Síða 14

Vikan - 10.03.1955, Síða 14
Eru draumarnir lykill okkar... Framhald af bls. 7. frændi hans undir hvítu laki, látinn og andlitið óþekkjanlegt af sárum. Draumar af þessu tagi eiga sér að sjálf- sögðu engin landamæri. Hér eru tvö dæmi frá Sálarrannsóknarfélagi Bretlands: John H. Williams í Dulwich var kom- inn á efri ár og hafði ekki snefil af áhuga fyrir veðreiðum. Hann hafði auk þess ótrú á veðbankastarfsemi. Þó átti það fyrir honum að liggja nóttina áður en hinar frægu Derby veðreiðar fóru fram 1933 að dreyma, að hann væri að hlusta á útvarps- lýsingu frá keppninni. I lok lýsingarinnar taldi þulurinn upp nöfn fjögra fyrstu hestanna í mark. Daginn eftir sagði Willi- ams þremur kunningjum sínum drauminn. Eftir hádegi hlustaði hann á lýsingu á veðreiðunum. Hann kannaðist við hvert orð þularins, og líka komu hestarnir í mark í sömu röð sem í draumnum! Annað dæmi: Frú Gladys Clarke, enska húsmóður, dreymdi að hún var að fara í heimsókn til kunningja sinna í Worthing og hugðist dveljast hjá þeim yfir helgi. Venjulegast tók húsráðandi á móti henni á jámbrautastöðinni í bíl. En í draumn- um kom hann í litlum hestvagni, og á. leiðinni heim til hans sá frú Clarke svart kvenveski, sem lá á veginum. Þegar þau námu staðar og tóku það upp, fundu þau í því nokkra peningaseðla og smápeninga. Tveimur vikum seinna fór frú Clarke til Worthing. Henni til mikillar furðu, tók vinur hennar á móti henni í hestvagni; bíllinn hans var í viðgerð. Hún sagði: „Farðu hægt. Mér segir svo hugur, að ég muni finna svart kvenveski.11 Um þriggja mílna veg frá járnbrautastöðinni fundu þau veskið, og í því vom sjö pundseðlar og nokkrir shillingar. Hvað geta vísindamennirnir gert, þeg- ar þeim er sagt frá svona fyrirbærum? Jú, þeir geta rannsakað þau, eins og þeir rannsaka önnur ,,óskiljanleg“ fyrirbæri, viðað að sér upplýsingum, talað við áreið- anleg vitni, haldið áfram að leita að fram- bærilegum skýringum. Það liggur í augum uppi, að alla áherzlu verður að leggja á söfnun gagna. Þeim tök- um tók konan mín málið, þegar hún byrjaði að safna athyglisverðum draumum fyrir nokkrum ámm. Nú eru í fórum hennar um 4,000 frásagnir af draumum, sem reyndust fyrirboðar. Hér er að lokum einn úr safninu: „Mig dreymdi að flugvél féll til jarðar. Ég sá þrjá unga menn liggja hjá flakinu. Einn var grann- ur og dökkhærður og klæddur liðs- foringjabúningi. I draumnum sagði ég við konuna, sem með mér var: „Ég verð að sækja lækni strax. Billy er meiddur!“ Þegar hér var komið, vaknaði ég við símahring- ingu. Frændi minn sagði mér þau tíðindi, að Billy systursonur hans hefði týnst í orustu. Ég hafði ekki séð Billy síðan hann var barn að aldri, og ég spurði, hvort hann væri grannvaxinn, dökkhærður og liðsforingi í flughernum. Það kom heim. Viku síðar fékk móðir hans bréf frá ensku sjúkrahúsi. Billy hafði slasast, þegar flugvél hans steyptist til jarðar, en tveir af á- höfninni látið lífið.“ Dr. J. B. Rhine. 753 KROSSGÁTA VIKUNNAR Lárétt skýring: 1 einurð í tali — 6 herhlaup — 9 jarðeign — 10 upplausn — 11 líffæri — 13 bætum mein — 15 lærdóm — 17 bit — 18 biblíunafn — 20 rákir — 24 gælu- nafn, þf. — 25 ávöxt- ur — 27 pappír — 29 kvarta — 31 tau — 32 líkamshluti — 33 ljós- metið -— 35 saumur — 37 spurðir — 40 skemmd ■— 41 gana — 43 ung- viði — 46 sjá eftir — 48 gefa upp sakir — 49 tala — 50 greinir — 51 borguð — 52 teikniefni. Lóðrétt skýring: 1 Ás — 2 við aldur — 3 skjótan — 4 fargi — 5 Ásynja — 6 manns- nafn — 7 stuldur — 8 samvinna — 12 furða —: 14 sjúkdómurinn — 16 karlfuglar — 19 ílát — 21 skortur — 22 sann- urinn — 36 lægðin — 38 blandar (sér í) — 39 leikur — 23 dvelja — 26 ber — 28 gróðurlendi — óhreint — 42 mannsnafn —■ 44 kvenmannsnafn 29 líkskurður —• 30 húsdýr — 31 taug —, 34 gang- — 45 erfiðleiki — 47 kreik, LÁRÉTT: 1 Landmannalaugar — 13 árinn — 14 safna — 15 GK — 17 ógn — 19 fag — 20 hg — 21 slæmt — 23 örn — 25 Rakel — 27 kóði — 28 grænn — 30 rímu — 31 oki — 32 mi — 33 öl — 35 Fal — 36 na — 37 kál — 38 ske — 40 re — 41 fæ — 42 lo — 44 mannskemmandi — 46 tu — 47 A.D. — 49 um — 51 rís — 54 fár — 56 ba — 57 lek — 59 sí — 60 es — 61 ban — 62 lira -— 64 annar — 67 minn — 68 fránn — 70 agg — 71 flokka — 72 oa — 73 gæs -— 75 sal — 76 af — 77 maður — 79 Sólon — 81 Stýri- mannaskóli. 1 lagskona — 2 ná — 3 drómi — 4 migt — 5 ann — 6 nn —, 7 as — 8 laf — 9 afar — 10 ungar — 11 G.A. — 12 regluleg — 16 klóka — 18 fræðikenningu — 20 hemar •— 22 æði — 23 ör — 24 nn — 26 k'íf — 28 gil — 29 nös — 32 má — 34 lk — 37 kænur — 39 elnar — 41 fat — 43 odd — 45 Gullfoss — 48 mannafli -— 50 meira — 52 ís — 53 sía — 54 fer -—55 Ás — 56 banka — 58 krá •— 61 bik — 63 angar — 65 na — 66 ag — 67 Molok — 69 næði — 71 fals — 74 sum -7 75 sóa — 77 mý — 78 ra — 79 sn. — 80 nó. Lausn á 752. krossgátu Vikunnar. LÓÐRÉTT: Svör við „Veiztu — ?“ á bls. 5: 1. Elizabeth I. Englandsdrottning. 2. Rán hét kona hans og bylgjumar, Ægisdæt- ur, dætur þeirra. 3. Til minningar um sigra Napoleons. Hann lét sjálfur byrja á honum, en lauk því verki ekki. 4. Belgía. 5. 1530 á Hólum. 6. Grastegund. 7. Allt að 10.000. 8. a) Hægt og hátíðlega, b) Ekki alveg eins hægt og hátíðlega. 9. Já, eftir Victor Hugo. 10. Guð. Eva og einræðisherrann Framhald af bls. 5. skartgripi og dásamlega kjóla frá tízkuhúsunum í París. Hún hafði veizlur og hélt sýningar á öllu því, sem hún hafði eignast. Maturinn var hreinasta afbragð, gerður úr öllu því bezta í Evrópu, og vínin, sem flutt voru frá undirokuðu Frakklandi, gátu ekki verið betri. Baksviðið var glæsilegt og húsmóðirin svo vel klædd, að hún vár unaðsleg á að líta. — Enginn getur neitað því, að þau hafa náð I beztu myndirnar, sagði Hitler. — Það er bara verzt, að þau skuli ekki hafa Monu Lisu. — Hvar er hún? — Það veit enginn. Þessir undarlegu Frakkar grófu marga af sínum mestu dýrgripum, því þeir voru huglausir. Fyrir það létu þeir lifið, en það er gremjulegt, að þeir skyldu koma undan dýrmætum eignum, sem með réttu tilheyra okkur. Dr. Goebbels var byrjaður að safna fílabeins- styttum. Stundum datt Evu i hug, að hann líktist þeim mest sjálfur, því hann var likari því að hann hefði verið útskorinn en skapaður. Hann handlék þær og sýndi þær með ótakmarkaðri hreykni. Frú Goebbels hafði áhyggjur af börnum sínum, því drengurinn, sem hafði haft mislingana, var nú búinn að fá í eyrun og það olli henni miklum áhyggjum, því þannig hafði frændi hennar einn orðið heyrnarlaus. Það var engu likara en að hún hefði minni áhuga fyrir sigrunum i striðinu en syni sínum, sem var auðvitað rangt. Von Ribbentrop fullyrti að England mundi gefast upp með vorinu og hann þekkti Englend- inga vel. Þeir höfðu hangið i með kjafti og klóm yfir sumarið, en einn erfiður vetur með stöðugum loftárásum, sem dimmar nætur gerðu enn óhugn- anlegri, mundi breyta skoðunum þeirra. Þeir væru að vísu þrjózkir, en að lokum yrðu þeir neyddir til að viðurkenna uppgjöf. Um síðir mundi hann reisa sér sveitasetur við kastala nokkurn, sem hann hafði alltaf haft dálæti á, fyrir ofan St. Ives í Cornwall. 1 samkvæmum mælti hann með ýmsum stöðum í Englandi við hina foringjana (því auðvitað fengju þeir að velja fyrst) og gaf þeim góð ráð varðandi eftir- sóknarverðustu staðina. — Við vinnum stríðið í maí 1941, sagði Adolf við Evu kvöld nokkurt um veturinn. Hann sat og hvildi sig við éldinn með hendina um hálsinn á Blondi, sem horfði á hann tryggum gulum hundsaugum. — Ó, Adolf, ég vona það. Eg er þegar orðin þreytt á því. — Við verðum að vera miskunnarlaus. Stríð- um verður að vera lokið fyrir fullt og allt, þvi annars munu þau eyða Evrópu í aðra öld og það má ekki koma fyrir. Þýzkaland verður að sigra. — Við munum sigra. Heil Hitler! — Það er enginn vafi á því. Heil Hitler! Framhald i nœsta blaði. 14

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.