Vikan - 23.06.1955, Side 13
Þar með var hann búinn að vera. Hann stóð þarna hreyfingarlaus —•
henglulegur og ruglaður.
En Mulberry gekk fram með hattinn í annarri hendi og benti með
hinni á sverðið, sem stóð i veggnum.
— Hamingjan góða! varð honum að orði. — Ertu nú farinn að skilja,
Dick? Viljið þið nú öll hlusta á orð gætins manns? Getið þið ekki séð
fingur guðs almáttugs benda beint á sannleikann ?
Darwent leit í kringum sig. Hinir horfðu jafn undrandi á hann og
sverðið, rifuna í veggnum og . . . Já! það var ekki um að villast, þarna
var dauf ljósrák.
Caroline neri saman höndum, sem enn voru ataðar aur. John Towns-
end þrýsti rauðum klút að særðum gómnum. Andlit Thomasar og
Alfreds voru gjörsamlega sviplaus. Jemmy Fletcher hafði fallið í ómeg-
in, þótt skömm væri, og lá endilangur á gólfinu.
— Heyrðu nú, sonur sæll, sagði Mulberry. •— Getur þú nú ekki séð
hvað það var, sem gabbaði þig og gerði þig ruglaðan, kvöldið sem þú
lentir í æfintýrinu i bláa vagninum?
— Nei, hvað var það?
— Vald myrkursins, svaraði gamli lögfræðingurinn napurlega.
— Vald myrkursins?
— Já, einmitt! Mulberry teygði fram höfuðið, rauður í framan og
hárið klístraðist við ennið. — Þú varst að leita að horfnu herbergi.
Þú leitaðir að herbergi, sem var galdrað og algjörlega umbreytt á
einni nóttu. Ég veit að þú hafðir rétt fyrir þér. En skilur þú ekki
núna hvar þetta herbergi er að finna?
Mulberry benti með krumpuðum hattinum á rifuna í veggnum.
— Það er að finna í næsta húsi, sagði hann. — Og sem ég er lif-
andi, maður, hefur þú setið eða staðið rétt við hliðina á þvi!
— Nei! mótmælti Caroline. Hún hætti við að segja fleira, og það
ríkti algjör þögn í stofunni.
En þegar Darwent ætlaði að opna munninn til þess að mótmæla líka,
var sem óljósar minningar rifjuðust upp í huga hans og tækju á sig
nýja mynd.
— Alfred og Thomas, sagði hann. — Firebrace virðist hafa róazt
svoíítið. Farið með hann héðan út og haldið honum í fjarlægð. Finnið
eitthvað til þess að þvo augu hans með.
— Já, lávarður, svaraði Alfred, — en ef mér leyfist — viðvíkjandi
augunum — væri ekki bezt að láta Hereford lækni athuga þau?
— Hereford ? Er hann ennþá hérna ?
— Já, lávarður. Hann ætlaði að reyna að ná tali af yður. Vagninn
hans bíður enn útifyrir.
Darwent kinkaði aðeins kolli og þjónarnir fóru út með Firebrace,
sem var alveg utan við sig. Hugur Darwents var enn í uppnámi og hann
sneri sér að Mulberry.
— Þegiðu! þrumaði lögfræðingurinn og leit illilega á hann. — Ég
ber fram spurningarnar, Dick, og þú svarar! Hvað gei'ði ökumaður-
inn við þig fimmta maí síðastliðinn ?
— En — ég get ekki . . .
— Þá skal ég segja þér það. Hann ók þér út i sveit frá Hyde Park,
en ekki alveg eins langt og til Kinsmere House, og þaðan ók hann þér
beint á St. James torgið!
•— Nei, ég þori að sverja, að . . .
— Þegiðu! skipaði Mulberry aftur og setti hattinn, sem einu sinni
hafði verið hvítur, rólega á höfuðið. — Reyndu nú, Dick, að svara
sjálfur þeim spurningum, sem þú beindir til okkar, meðan við sát-
um að morgunverði í þessari sömu stofu. Jafnvel ég — ég verð að
viðurkenna það — get ekki almennilega skilið, hvers vegna þeir gáfu
þér rothögg, áður en Fletcher hrinti þér inn í vagninn . . .
— En það get ég, svaraði Darwent.
— Út með það, sonur sæll!
— Ég komst að raun um það, þegar ég talaði við Tillotson Lewis.
Hann tortryggði stofnunina Frank Orford og Co. Hann lét rannsaka
hana og skrifaði þeim svo bréf þess efnis, að hann hefði hafið þessa
rannsókn. Þorpararnir voru neyddir til þess að ryðja honum úr vegi -—-
því miður varð það ég — strax og þeir fengu tækifæri til þess. Þeir
urðu að slá hann í rot þegar hann sýndi mótþróa! Þeir urðu að halda
honum sem fanga þar til þeir vissu, hve mikið hann vissi um þá!
— Jæja! stundi Mulberry ánægður. — Og nú komum við að efn-
inu, Dick! Við skulum athuga hina venjulegu viðskiptavini, sem okur-
karlarnir slógu ekki í rot! — Þú viðurkenndir, minnir mig, að þú skildir
hvers vegna þeir voru bundnir með blautu bandi og fengu bindi fyrir
augun.
Framhald á bls. 15.
Undirritaður óskar eftir að gerast áskrifandi
að VIKUNNI
Til Heimilisblaðsins
Notið eingöngu hinar
heimsþekktu
HELENA RUBINSTEIN
SNYRTIVÖR UR
Ath.:
Við viljum sérstaklega vekja athygli yðar á hinu
glæsilega úrvali af
Helena Rubinstein
hársnyrtivörum. 4 teg. Shamoo og 8 litir af hárskoli.
Helena Rubinstein
COLOR-TONE
SHAMPOOS
Útsölustaðir:
MARKAÐURINN, Hafnarstræti 11, Reykjavík.
MARKAÐURINN, Geislagötu 3, Akureyri.
MARKAÐURINN, Skólaveg 1, Vestmannaeyjum.
VERZL. EDDA, Keflavík.
HAFNARFJARÐAR APÓTEK, Hafnarfirði.
AKRANESS APÓTEK, Akranesi.
HOLTS APÓTEK, við Langholtsveg.
VERZL. GUÐRÚNAR RÖGNVALDS, Siglufirði.
Heildsölubirgðir:
RAGNAR ÞÓRÐARSON Heildverzlun h.f.
Aðalstræti 9. — Reykjavík. — Sími 7174.
VHÍUNNAR H.F., Reykjavík.
13