Vikan


Vikan - 23.06.1955, Qupperneq 14

Vikan - 23.06.1955, Qupperneq 14
Svör við „Veiztu — ?“ á bls. 5: 1. Með dreifigleri. 2. Andey fyrir minni Fáskrúðsfjarðar, en Andriðsey framundan Kjalarnesi í Kjósar- sýslu. 3. Engin. 4. 0. 5. Machiavelli. 6. Kryddsöltuð styrjuhrogn, sem þykja hvar- vetna herramannsmatur. 7. Til Heljar, dóttur Loka, sem bjó í jörð niðri. 8. Þeir eru allir þýzk tónskáld. 9. Mont Blanc. 3 0. Kirkjuklukka. Pabbi hefur í hyggju............ Framhald af bli>. 11. hélt kröftum. Hann lét líkamann að minn- sta kosti ekki fá neinar efasemdir — efa- semdir um sitt eigið gildi — að berjast við. Hinn venjulegi hugsunarháttur mömmu var alveg gagnstæður þessu. Hún las bæk- ur um það, hvernig hún ætti að fara vel með sig, reyndi mismunandi tegundir af „heilsusamlegri fæðu,“ og hinar óhugnan- legu aðvaranir auglýsendanna skutu henni reglulega skelk í bringu. En hún var kom- in af langlífri fjölskyldu, góðum og harð- gerðum stofni, eins og pabbi, og þau lifðu bæði til hárrar og allt annað en dauflegr- ar elli. Mamma var vön að fara upp í kirkju- garðinn í Woodlawn með fangið fullt af fallegum blómum, sem hún lagði við ein- hvern legsteininn, til minningar um ein- hvern. Eftir nokkurn tíma keypti hún samanlagðan járnstól, sem hún skildi eft- ir í ferkantaða fjölskyldugrafreitnum, svo að hún gæti sezt niður og hvílt sig, þegar það tók hana langan tíma að koma blóm- unum sínum fyrir. Þetta var ósköp þægi- legt, en það olli henni því miður líka áhyggjum, því að gleymnir gestir við næstu grafir fóru að fá stólinn lánaðan. Þeir drógu hánn í burtu yfir grasið, til að sitja á honum og syrgja og gleymdu svo að skila honum aftur. Mamma varð því að leita hann uppi og draga hann til baka, en það reitti hana til reiði og eyðilagði skapið, sem hún hafði verið í, þegar hún kom. Henni var meinilla við þetta. Sunnudag nokkurn, þegar hún var sjálf komin yfir sjötugt, og pabbi var næstum áttræður, þrátt fyrir háan blóðþrýsting og allt annað, spurði hún hann, hvort hann langaði ekki til að aka með sér upp í Woodlawn-kirkjugarðinn. Hún ætlaði ekki að fara með nein blóm, en henni hafði orðið hugsað til stólsins, þó hún minntist ekki á það við pabba. Hún sagði bara, að þetta væri yndisfagur dagur og að hann mundi hafa gott af því að fara út. Pabbi þverneitaði því. Hann bandaði með ákafa hendinni við mér, og sagði við mömmu: — Ég kemst þangað nógu fljótt, f jandinn hafi það! Mamma sagði, að hann ætti nú samt að koma með sér, því einn legsteinninn hefði 767 krossgáta Vikunnar Lárétt skýrmg: 1 húsdýr — 4 bráðum — 7 frjó -— 10 ullarílát — 11 mynt — 12 sjávar- gróður — 14 bardagi — 15 úthagi — 16 flík — 17 eyða — 18 nagla — 19 aðeins — 20 aur — 21 matarílát — 23 lurkur — 24 f jarlægð — 25 hrum- ur maður — 26 á hesti — 27 ala — 28 missir — 29 kurla smátt — 30 band — 32 vörueining, sk. st. — 33 stafn — 34 vökvi — 35 mældi þyngd — 36 viðkvæmur (sletta) — 37 óþef — 38 kjör — 39 kaldur — 41 skvamp — 42 dreytill — 43 friður — 44 fryst — 45 ungviði — 46 á íláti —- 47 blíð — 48 sár — 50 úttekið — 51 röð — 52 flog — 53 sk. St. — 54 slunginn — 55 bylta — 56 gæluorð — 57 nudda — 59 í munni — 60 margs vis — 61 spyrja —• 62 karl —■ 63 bindi — 64 vísindaáhaldið. Lóörétt skýring: 1 grýlukertin — 2 missir — 3 tíma- bil — 4 ríki — 5 bókstafur — 6 frum- efni — 7 kvenmannsnafn — 8 sómi •— 9 beygingarending — 11 fuglar —■ 12 vökvalaus — 13 mannsnafn, þf. — 15 skordýr — 16 dýrahljóð — 17 vera mergð — 18 lund — 19 vísa — 20 f jarstæða — 22 hjálparsögn — 23 melting- arvökvi — 24 veiðitæki — 26 fataefni — 27 heiti — 29 hljóð — 30 hljóð —• 31 feiti — 33 gunga — 34 tímarit — 35 reið — 36 fita — 37 geðflækja — 38 skjól — 40 mannsnafn — 41 kjassa — 42 dæld — 44 vangi — 45 erfiði — 47 hug — 48 borg í Evrópu — 49 staflaði — 51 erindið — 52 ílát — 53 stórgerði — 54 þekkt — 55 snjór —• 56 viðurnefni — 58 æða — 59 verkur — 60 vísir — 62 eldsneyti, þf. — 63 tveir eins. Lausn á 766. krossgátu Vikunnar. Lárétt: 1 ver — 4 skökull — 10 dok — 13 ögur — 15 krúna — 16 hata — 17 kimar — 19 asi — 20 auður — 21 lumar — 23 angur •— 25 runnkenndur — 29 es — 31 rn — 32 ala — 33 br. — 34 sk. — 35 lút — 37 sól — 39 ský — 41 aaa — 42 krókar — 43 ólíkur — 44 tal ■— 45 kis — 47 æfi — 48 ami —7 49 un — 50 fa — 51 kóð •— 53 NB — 55 an — 56 farpeningar — 50 molar — 61 suðan — 63 murur — 64 aða — 66 riðan — 68 anar — 69 spara — 71 rati — 72 lið — 73 skai-fur — 74 rot. Lóðrétt: 1 vök — 2 Egil — 3 rumur — 5 kk — 6 öra — 7 kúskel — 8 Uni — 9 la — 10 daður — 11 otur — 12 kar —- 14 ramur — 16 hugur — 18 rannsakarar — 20 andbýlingur — 22 rn — 23 an — 24 velktur — 26 kal — 27 nas 28 skarinn — 30 súran — 34 sauma — 36 tól — 38 óri — 40 kóf — 41 aka — 46 ske — 47 æði — 50 falur — 52 ónáðar — 54 baðir — 56 forað — 57 pr. — 58 NS — 59 raðar — 60 muni — 62 NATO -— 63 mal — 64 apa — 65 arf — 67 nit — 69 sk. — 70 au. sigið og hún vildi að hann segði sér, hvort ekki þyrfti að gera eitthvað við því. Pabbi spurði hvaða legsteinn það væri, og þegar mamma hafði sagt honum það, svaraði hann: — Mér er alveg sama hvað mikið hann sígur. Ég kæri mig hvort sem er ekki um að vera grafinn hjá því f járans pakki. Mamma vissi auðvitað hvaða álit hann hafði á sumum meðlimum fjölskyldunn- ar, en hún sagði, að hann mundi kæra sig kollóttan um slíkt, þegar öllu væri lokið. Pabbi játaði því, að það mundi hann gera. Og hann varð svo æstur, þegar hon- um varð hugsað til þess, að hann lýsti því yfir, að hann ætlaði að kaupa nýjan graf- reit í kirkjugarðinum, handa sér einum. — Og ég ætla að kaupa grafreit á horni, bætti hann við sigri hrósandi, — þar sem ég kemst út! Mamma leit agndofa, en þó með aðdáun á hann, og hvíslaði að mér. — Ég trúi því næstum, að hann geti það. Konungiirinn hefur 50 milljón ... Framhald af bls. 3. gullstengurnar, sem geymdar eru á hans nafni í bönkum víða um heim — og sem sífellt fer f jölgandi! En ýmislegt verður þó að sjálf- sögðu til þess að létta honum „á- hyggjurnar.“ Eitt er til dæmis það, að hann er sinn eiginn f jármála- ráðherra — og þarf ekki að borga eyri í skatta af öllum milljónunum sínum! VERKAMAÐUR einn í Dui’ban í Suðui’- Afríku var að gera við girðingu, þegar honum fannst eitthvað ,,kitla“ sig í fæt- urnar. Á sama andartaki tókst hann á loft, sveif yfir girðinguna og hafnaði i garði nágrannans. Sviðablettir á buxunum hans sýndu, að hann hefði orðið fyrir eldingu. En hann var alls ómeiddur. Hjálpsemi borgar sig... Framhald af bls. 9. brotamaðurinn, sem hefur upp- götvað að góðverk borga sig. Fyrir nokkrum mánuðum réðst þjófur inn í íbúð í New York. Þar var fyrir ung móðir og reifabarn hennar. Þjófurinn batt móðurina með vír og byrj- aði að leita að einhverju verð- mætu, en barnið hágrét í vöggu sinni. „Það er veikt,“ grét móðir þess. „Það þarf að fá lyfið sitt. Leystu mig í guðanna bænum.“ „Ég skal sjá um það,“ ansaði þjófurinn, leitaði uppi lyfjaglas- ið eftir tilvísun móðurinnar og gaf barninu þann skammt, sem það átti að fá. Þegar móðirin sagði, að það þyrfti líka að fá pelann sinn, setti þjófurinn mjólk á pel- ann, yljaði hana á eldavélinni, gaf barninu — og lagði síðan á flótta. Hann náðist þó skömmu síðar, þegar hann var að reyna að selja þýfið. En dómarinn dæmdi hann til tiltölulega vægr- ar refsingar. Hann hafði sýnt, sagði dómarinn, að hann gat verið góðhjartaður þegar því var að skipta. 14

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.