Alþýðublaðið - 05.02.1923, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 05.02.1923, Blaðsíða 2
2 Barnaskölamálið. v. Hreyft var því á títtnefndum fundi og beint til barnaskóla- skólakennaranna, að það bæri vott um afturhald að hafna nýj- ungum að óreyndu. Þetta tekur ekki til þeirra. Kennarar barna- skólans hafa tekið þeim nýjung,- um opnum örmum, sem heildinni haíá mátt að gagni koma. Þeir eru að reyna hinar og aðrar nýjungar og hafa verið að því öll þessi ár, sem ég þekki til skólans. Og varla hefir svo ár liðið, að ekki hafi einhverjir kennarar skólans eða skólastjóri faríð uUn, til þess að kynna sér skóla og kensluaðferðir annars staðar. Borgarar góðir! Það hefir verið hlaupið yfir aðalatriðið í þessu máli. Húsnæðisleysið er þáð sem alt strandar á. Sé yður alvara að bæta skóla- uppeldi barna yðar, þá verðið þér að byrja á a'ð reisa skóla- hús; ekki svona með tímanum, heldur í dag eða á morgun. Og eitt hús nægir ekki, Þetta hefi ég bent á áður hér í blaðinu. Það vantar fé! hrópa margir í senn. Jú, svo er nú það, En þá er að ná í féð. Hverjir gera það? Það gera þeir, sem fyrir oss búa og ráða og hafa kept um að ná þeim vegsauka! — Það er óverjandi að nota þetta skólahús eins og gert er. Það er óverjandi að hafa börn við nám í sumum þeim húsakynnum, sem nú eru notuð. Hér er orðið fjölment, Mannfjölgunin bfður ekki eftir hentugum lánum til skóla- hússbygginga eða því, að dregin sé saman fjárupphæð á löngum tíma. Leikur einn var það, að láta eitt skólahús vera komið nú í viðbót við það sem fyrir er. En áhugann vantaði. Ráðsmenn vorir brugðust þar. Nú er að bæta iyrír vanrækslusyndirnar. Þau eru sjálfsagt nokkuð yfir 2000, börnin, sem borguium Reykjavíkur ber nú að sjá fyrir kenslu, Þau voru á seytjánda hundrað, börnin, sem leituð,u til barnaskólans eins í háust. Barna- ALÞÝÐUBLAÐIÐ skólahús Reykjavíkur tekur 600 börn. Sjá nú allir hvert öngþveiti vér erum komnir í, þótt nú þegar tæki fyrir alla barnafjölgun, hvað þá et gert er ráð fyrir að hún haldist. Eins og stendur er húsnæðis- leysið langversta mein vort, allra stærsti steinninn í skólámála- götunni. Þeir sem vilja full- komna skólauppeldi barna í Reykjavíkur hjálpa til að velta þessum steini. Það verður að ganga á undan öðrum umbótum. Eallgr. Jónsson. Alþingi opið. Nú er samkomutími Alþingis tekur að nálgast er ekki ófyrir- synju að rifja upp sumt af því, sem rætt var um á síðasta þingi, og gjörðir þingmanna þá. í þann tíma urðu nokkrir þingmenn einkum kunnir fyrir mentasparn- aðartillögur. Er frv. um frestun fræðslulagánna, er kom frá fjárveitinganefnd neðri deildar, þeirra alræmdast. Þá voru og firn mikil, er 11 þingmenn í sömu deild risu upp og vildu eigi láta birta .þingræður sínar né sam- þingmanna sinna.1) Hefði það frumvárp riáð fram að ganga, var Alþingi að miklu leyti lokað fyrir mestum híuta þjóðarinnar, mátti þó varla minna vera, en að almenningi gæfist kostur á að lesa hina frægu prentararæðu Þorleiís á Háeyri, er haldin var við það tækifæri, ef vera kynni, að einhver treysti sér til að færa sér í nyt leiðbeiningár hans. — Frumvarpinu var vísað til fjár- hagsnefndar, og klofnaði hún um það. Mæltu þeir Jón Bald- vinsron, Magnús Kristjánsson og Jakob Möller á móti því, en Þorleifur á Háeyri og Jón Auð- unn með. Þrátt fyrir talsverða 1) Flutningsmenn voru: Einar Þorgilsson, Hákon í Haga, Jón Auðunn, Jón á Reynistað, Jón Þorláksson, Ol. Proppé, Pétur Ottesen, Pétur Þórðarson, Sig* urður í Vigur, Þorleifur Guð- mundsson og Þórarinn Jónsson, ♦ mótspyrnu var frumvarp þetta sámþykt í neðri deild; en efri deild bjargaði málinu og sóma þingsins, um leið og hún feldi frumvarpið, og þó eigi svo fljótt, sem það átti skilið. — Þegar íniðurfallsífrumvarpið1) var á döfinni benti Ólafur Frið- riksson á þáð hér í bláðinu, að Alþingistíðindin þyrftu að verá prentuð jafnóðum meðan á þingi stendur. Þetta sá líka Sigurður Hjörleifsson Kvaran, þó að ekki kæmi hann samt fram með frum- várp þess efnis né heldur tillögu til þingsályktunar. Hann ságði svo, þegar niðurfallsmálið var rætt í efri deild: >Umræðurnar koma venjulega alt of seint út, þá er áhugi manna á þeim mál- um, er þau 2) ræða um, er mjög farinn að doína, og þetá veldur mjög miklu um það, að þingtíð- indin koma ekki áð fullum not- um. Ur þessu þarf áð bæfa og byrjá prentun umræðupartsins þegar á þinginu og hraða heuni sem mest, . . .< (Alþtíð. .1922. C. bls. 47.). Skjaláhlutann, ætti líka að prenta jafnóðum fyrir almenning, enda eru þingskjölin þegarprent- uð hvort sem er, og er það því auðveldara. Þá þarf að taka upp hraðritun umræðanna. Þarf að fá til þess nökkra hæfa menn; og séu engir til, sem þegar eru færir til þess starfs, þá þari að fá unga á- hugamenn til að læra það. Jafn- framt séu sett lagaákvæði, er banni þingmönnum að breytá ræðum sínum að efni til. Þær eiga að koma fyrir almennings- sjónir fljótt og óbrjálaðar. Æskilegast er, að þingtíðindin komi út í heftum vikulega, meðan á þinginu stendur. Skjölin komi út jafnframt umræðunum, hvort heldur vill á sérstökum blöðum, eins og þau eru hvort sem er prentuð handa þingmönnunum o. fl., ef það reyndist ódýrara, eða framan við umræðurnar í hverju hefti, og sé það að vöxt- unum eítir því, sem fram kemur af þeim. Ef unt er skyldu jafnan 1) Frv. til laga um að fella niður prentun á umræðuparti Alþingistíðindanna. Svo hét það fullu nafni, 2) Þ. e. Alþtíð,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.