Vikan - 24.11.1955, Blaðsíða 2
Ég hef hug á að skreppa tíl Noregs
nœsta sumar, og œtla að fá mér
hund. Þarf sérstakt leyfi til að lcoma
með útlencl dýr inn í landið? Ef svo
• hvert á maður þá að snúd sér?
SVAR: Þú veizt vafalaust að í
fyi'sta lagi er bannað að hafa hund
í Reykjavík, nema með sérstöku
leyfi. En ef þú ert ekki búsettur í
Reykjavík, því í ósköpunum færðu
þér þá ekki íslenzkan fjárhund? Það
mundi áreiðanlega spara þér mikla
erfiðleika og fyrirhöfn, því auðvitað
verður að fá leyfi til að flytja dýr
inn í landið. Ekki vilja yfirvöldin
eiga það á hasttu að lenda i kasti
við hundapest ofan á allar aðrar pest-
ir, sem við höfum orðið okkur úti
um. Ef þú ert samt alveg staðráðin
i að fá norskan hund, þá skaltu snúa
þér til lögreglunnar og fá að vita
hjá henni, hvernig þú eigir að snúa
þér i málinu, hvaða vottorð þú þurf-
ir að hafa meðferðis o. s. frv.
Mig langar til að biðja þig um upp-
lýsingar um leikkonuna G-ínu LoTlo-
brigitu og helzt að birta heimilis-
fang hennar.
SVAR: Gína er fædd 4. apríl 1924
í Súbiaco, rétt við Róm á Italíu.
Fjölskylda hennar bjó við sæmileg
efni til að byrja með, en missti svo
FORSÍÐUMYNDINA
tók Friðrik Jesson.
MUNIÐ
NORA MAGASIN
allar eigur sinar og varð bláfátæk.
Gína tók þátt í fegurðarkeppni og
fékk þriðju verðlaun, en það varð til
þess að henni var veitt athygli og
hún fékk hlutverk í kvikmyndum.
1 fyrstu fékk hún þó ekki að tala
sjálf, heldur bara sýna sig (önnur
stúlka talaði svo inn á myndina),
en nú er hún vízt búin að læra nægi-
lega mikið í framburði og leiklist til
þess. Gína er gift Dr. Miko Skovic.
Þau giftust 1949, en eiga engin börn.
Heimilisfang Ginu höfum við ekki,
en stundum hefur hún leikið á veg-
um Franco London Film.
Svar til Fellsnúps: Þú þarft að
vera orðinn 18 ára, til að fá ökuleyfi,
en áður en þú getur gengið undir
slíkt próf, þarftu að hafa fengið a. m.
k. 25 kennslutíma hjá bifreiðakenn-
ara. Það er gert ráð fyrir þvi að
fyrir hvern tíma sé borgað 10%
hærra kaup en tímakaupið er á hverj-
um stað. Þú skalt tala við innflytj-
endur jeppanna, til að fá upplýsing-
ar um hvaða möguleika þú hefur á
að fá einn næsta vor. En það er víst
óhætt að segja að þú sért ekki efni-
legur nýbýlingur, eftir spurningunni
þinni að dæma. Nýbýli er ekki hægt
að fá innpökkuð og send heim fyrir
ákveðið verð.
MOfiGUNtNN BYM/JZ
MEÐ >MP<MKmMI
Einkaumboðsmenn:
FOSSAR H.F.
Box 762 — Reykjavik
Heimsþekkt nýjung!
TOKALON hið nýja heimsfræga púður, er sú
tegund, sem konur um gjörvallan heim kjósa
sér í dag. Það er „Mousse de Creme“ sem
veldur því að hið nýja TOKALON púður er
svo áferðarfallegt á andlitinu. án þess að
skaða svitaholur. — Látið kaupmann yðar
sýna yður hinar mismunandi litartegundir af
nýja TOKALON púðrinu, svo þér getið val-
ið úr.
Sími 6105.
puuui
sett með
það
fyrir augum að
fara sem bezt
við hinn bjarta litar-
hátt Norðurlanda-
kvenna. Munið TO-
KALON púðuríplast-
öskjunum.
Nýjar LEIFTUR bækur
Eftirtaldar níu bækur eru nýkomnar í bókaverzlanir:
1. Smásögur dr. Péturs Péturssonar biskups.
Nú eru um 100 ár liðin síðan þessar vinsælu sögur komu út á
íslenzku. Þá var ekki um auðugan garð að gresja hér um barna-
bækur og þörfin brýn. Pétur biskup var atkvæðamikill rithöfundur
og mikill fræðimaður. Hann réðst í að bæta úr þessum skorti. Þess-
ar sögur hans voru um áratuga skeið vinsælasta og mest lesna
bókin hér á landi. Nú koma þær eins og gamall vinur í heimsókn til
þeirrar kynslóðar, sem handlék þær eins og perlur á æskuárunum.
2. Pétur Most.
Pétur Most ei' fyrsta bókin í sagnaflokki, sem danski rithöfundur-
inn og ferðalangurinn Walter Christmas samdi handa drengjum.
Walter Christmas vann mörg mikilsverð störf i þágu þjóðar sinnar,
en unglingabækurnar munu þó halda nafni hans lengst á lofti. 1 bók-
unum sameinar hann spennandi atburði og lifandi fi'óðleik um fram-
andi lönd og þjóðir. En drengirnir, sem eru söguhetjurnar, vaxa við
hverja raun. Slikur lestur er hollui' unglingum á uppvaxtarárunum.
3. Gulliver í Putaiandi.
Að undanskilinni sögunni um Robinson Crúsó, munu fáár unglinga-
bækur hafa verið meira. lesnar en sögurnar um Gulliver í Putalandi
og. Gulliver í Risalandi. Hin undursamlegu ævintýri, sem Gulliver rat-
ar í, þegar hann kemur í land putanna og risanna, eru sem streym-
andi lind hrifningar og undrunai' í hinni hrifnæmu sál barnanna.
4. Kári litll og Lappl. Eftir stefán juliusson
Kári litli var sjö ára hnokki með blá augu og ijósan koll. Þessi
fallega saga er nú að koma út í fjórðu útgáfu með nýjum myndum
eftir Halldór Pétursson. •— Vinsældir Kára og Lappa vaxa með
hverri nýrri útgáfu.
5. Ásta litía lipurtá. Eftir stefán juliusson
,,Pabbi hennar kallaði hana Ástu lipurtá, og stundum bara Lipurtá.
Hún var fjarska kvik á fæti og létt á sér.“ Þetta er líka fjórða útgáfa
með nýjum myndum eftir Halldór Pétursson. Stefán Júlíusson er nú
einn af vinsælustu og mest lesnu barnabókahöfundum hér á landi.
Sögur hans erú fallegar og göfgandi og májið hreint og hnökralaust.
6. Gambanteinar.
Þjóðsögur og þættii' eftir Einar Guðmundsson. Eínar er áður löngu
kunnur, hefur skráð mikið af sögnum og þjóðsögum. 1 þessari nýju
bók hans, „Gambanteínum," eru tuttugu og sex sagnir. Mætti þar
nefna ,,Foi’spá,“ en þar segir fi'á samskiptum Olgeirs nokkurs Sig-
tryggssonar og Drauma-Jóa árið 1939. önnur sögn er þar: „Önduð
stúlka gerir vart við komu unnusta síns,“ og „Gesturinn í Hamars-
holti," sérkennileg frásögn og þjóðleg. Allar eru sagnii’nar vel skráðar.
7. Studia Islandica, 14. hefti.
I heftinu eru tvær greinar: Þróun, ö-hljóða i íslenzku eftir dr.
Svein Bergsveinsson, og Notes on the Prepositions of and um (B)
eftir Peter Foote.
8. Og 9. bokin eru tvær litabækur handa börnum:
LITABÓK LEIFTURS og EINN DAGUR I LlFI SIGGA LITLA.
Prentsmiðjan LEIFTUR
Útgefandi VIKAN H.F., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Gísli J. Ástþórsson, Tjamargötu 4, sími 5004, pósthólf 365.
2