Vikan - 24.11.1955, Blaðsíða 5
framið slíkan glæp, og vafalaust haft einhvern í
huga, þó Olga vissi ekki hver það var.
— Við skulum spyrja Dick um þetta á morgun,
hélt dona María áfram, til að reyna að róa Olgu.
— Við fáum skýringu á þessu öllu, sannaðu til,
litla stúlkan mín.
Þessi orð „litla stúlkan min“ verkuðu eins og
balsam á sár Olgu. Hún hrjúfraði sig í faðmi
konunnar, sem hún þóttist viss um að væri sér
vinveitt.
Mamma! stundi hún. — Mamma!
Augu gömlu konunnar fylltust tárum. — Olga!
Elsku, kæra Olga mín! Þetta er heimilið þitt og
við erum fjölskyldan þín. Okkur þykir vænt um
þig . . . Láttu mig draga skýringuna fram I dags-
ljósið. Minnztu ekki á þetta við neinn. Ég skal
gæta þín, þín sem ert í raun og veru eiginkona
míns kæra Andrésar. (Hún kyssti hana allt í einu
ástúðlega á ennið). Við skulum flýta okkur héðan.
Fáðu þér svolítið koníak. Svona . . . nú líður þér
betur, er það ekki ? Geturðu gengið óstudd ?
Já, hún gat gengið. Og hún vildi komast sem
allra fyrst út úr þessu hræðilega safni. En hún
hafði ekki einu sinni krafta til að brosa, þegar
hún sá tengdamóður sína stinga flöskunum þrem-
ur undir pilsið sitt.
Og nú hélt hún aftur í gegnum ganginn með
raka loftinu, þar sem maður gat ímyndað sér að
væri rottugangur . . . aftur upp þessi tuttugu
þrep, gegnum anddyrið og loks var hún komin
upp í herbergið sitt.
— Flýttu þér nú í rúmið, þér er ískalt, sagði
gamla konan. ■— Að hverju ertu að leita?
Bréfið frá Dick, sem hún hafði skilið eftir á
skrifborðinu, var horfið. Sömuleiðis hálfskrifaða
svarbréfið.
Olga titraði af ótta og byrjaði aftur að gráta,
í þetta sinn hljóðlega.
— Skildu mig ekki eftir eina, dona Maria, sagði
hún biðjandi. — Þú getur fengið rúmið mitt og ég
sef á sófanum. Ég grátbið þig . . .
Gamla konan, sem sennilega varð hugsað til
hins leiðinlega herbergis síns, lét ekki ganga á
eftir sér.
Olga bjó upp rúm með púðum og koddum í
hinum enda herbergisins og lagðist þar fyrir.
Nærvera tengdamóður hennar bægði burtu skugg-
unum, sem hvíldu yfir henni.
Dona María slökkti ljósið. Olga reyndi að sigr-
ast á skelfingunni, sem greip hana að nýju i
myrkrinu. Koníakið hélt henni vakandi í stað þess
að róa hana.
Hún fór að hugsa um Xavier, Dick og Elenu.
Hvert þeirra, góði guð? Hvert þeirra ætlaði að
drepa hana?
En ef þetta var nú ekki morðtilraun? Og ef
hér vai' aðeins um slys að ræða? Hún heyi'ði
flóttalegt skrjáf, sem varla var hægt að greina,
og hárin risu á höfði hennar. Einhver hlaut að
vera þarna, við endann á ganginum.
— Mamma, kallaði hún lágt. — Mamma!
En hún fékk ekkert svar. Hún kveikti á lamp-
anum. Dona María svaf vært; ein flaskan stóð
við rúmstokkinn, tóm.
GAMLA konan var farin, þegar Olga vaknaði
um morguninn. Öll fjölskyldan var reyndar
farin út, sagði Pedro, þegar hann færði henni
morgunkaffið inn í borðstofuna.
— Konuinar fóru út á flugvöll, til að taka á
móti móður YVynes.
Heitt kaffið hressti Olgu. Húsið var kalt eins og
gi'öf og gluggarnir þaktir frostrósum.
— Pedro . . . voruð það þér, sem ýttuð bréfi
undir hurðina mína I gærkveldi ?
Undrunarsvipurinn á gamla þjóninum var eng-
in uppgerð og hann hristi höfuðið neitandi.
Það hefur kannsld verið Fína. Eg skal
spyrja hana.
- Nei . . . spyrjið hana ekki, Pedro. Það skipt-
ir engu máli.
Ekkert skipti lengur máli í þessari óraunveru-
legu veröld, þar sem allt var fullt af hillingum.
og ofsjónum: hvorki það að einhver hafði ætlað
Sjá svör á bls. Uf.
PRESTUR í
SMÁSAGA EFTIR
MÖRGUM prestuin er iila við að hús-
vitja og gera eins lítið af því og
hægt er. Mér þótti það skemmtilegt frá
upphafi. Það er ómögulegt annað en að
finnast einhver æfintýralegur blær yfir
því að berja að dyrum í ókunnugum
húsum.
— Komið inn fyrir, sagði hún. — En hvað
það er gaman að sjá yður.
— Þakka yður fyrir. Eg kem í erindum
kirkjunnar.
— Það er ákaflega elskulegt af yður að
koma. Eg er ekki klædd til að taka á móti
gestum. Svo ég vona að þér afsakið, þó ég
sé ekki í sokkum.
— Auðvitað.
— Má ég bjóða yður glas af einhverju?
Hvað segið þér um gin og appelsín?
— Eg er ekki vanur að drekka, en það er
ákaflega elskulega boðið.
— Þér lítið þreytulega út. Það mundi bara
verka sem hressingarmeðal, er það ekki?
Hún sýslaði með flöskur og glös á hliðar-
borðinu. Það var erfitt að gizka á aldur
hennar. Hún hafði góðan vöxt og snotra
leggi. — Komið og sitjið hjá mér hérna í
sófanum. Eruð þér kvæntur?
— Nei.
—Ekki einu sinni næstum því? Verið nú
ekki feiminn. Eg er búin að færa til púðana.
Þér lcomizt vel fyrir.
Eg settist varlega yzt á sófabrúina og
reyndi að muna hvað viss maðui' i biblíunni
hafði gei't undir svipuðum kringumstæðum.
Mér fannst einhvern veginn að hann hefði
lagt á flótta, en ég gat ekki munað það.
Fram að þessu var þetta líka alveg hættu-
laust.
— Eruð þér giftar? spurði ég.
— Nei, í raun og veru ekki. Alls ekki, á ég
við. Er yður sama þó ég dragi undir mig
fæturna. Eg vil láta fara vel um mig. Það
er maður, sem er alltaf að reyna að fá mig
til að giftast sér, en ég hef ekki gefið honum
já-yrði enn.
— Ætlið þér að gera það?
— Eg býst við því.
— Jafnvel þó þér elskið hann ekki ?
— Eg verð einhvern tíma að giftast, er
það ekki ?
— Eg hef aldrei hugsað þannig um það.
Getur kvenfólk ekki stundað einhver störf
e'ða annað þvílíkt?
— Fáið aftur í glasið. Hefur það ekki dá-
samleg áhrif á höfuðið?
— Hvað, giftingin?
— Áfengið — heimskingi.
— Jú, ef satt skal segja. En ég held ég ætti
ekki að gera það.
—■ Með öðrum orðum, þér ætlið að gera
það. Afsakið, sparkaði ég í yður? Ég ætla
bara að fylla þessi litlu glös okkar, og
svo getum við haldið áfram að tala saman.
Mér þykir vænt um að þér skylduð koma.
Meðan hún stóð við hliðarborðið, virti ég
fyrir mér kálfana á henni. Þeir voru ávalir
og mjúklegir, eins og kjúklingabrjóst. Djöf-
ullinn hafði enga smáræðishjálp við að freista
dauðlegra manna.
■— Gjörið svo vel, sagði hún og fitjaði upp
á nefið, um leið og hún rétti mér glasið. —
Starf mundi eklci henta mér, og konui', sem
ekki giftast, verða skrýtnar. Þær þorna upp.
— Þetta segið þér bara til að telja sjálfa
yður á að giftast einhverjum, sem þér elskið
ekki.
— Geri ég það? Kannski. En hugsið um
konurnar, sem þér þekkið og ekki eru giftar.
Sjáið bara hvað hefur orðið um þær.
HÚSVITJUN
JONES INSIGHT
— Þetta ei' nú nokkuð mikið sagt, sagði ég.
Auk þess hafa ekki allar tækifæri til þess.
Fjöldamargar þeirra fá tækifæri, en
nota þau ekki. Þær fást alls ekki til að
reyna að ná í mann. Það eru til ráð til þess,
eins og þér vitið. Er yður sama þó ég dragi
undii' mig fæturna aftur?
— Yður mundi reynast það auðveldara en
mörgum öðrum.
— Eg veit ekki hvort þetta eru gullhamrat'
eða móðgun.
— Takið það sem gullhamra. Eg ætti að
fara að fara.
— Það er að segja, þér ætlið að vera kyrr.
Viljið þér taka þátt í giftingu minni.
— Ha? Hvað eigið þér við?
Það var eins og hlátur hennar fyllti her-
bergið. Það var skemmtilegur hlátur. -— Mér
geðjast vel að yður. Eg á ekki við það hvort
þér viljið giftast mér, heldur — þér vitið —
gifta mig, þegar ég giftist.
— Það er allt annað mál. Sækið þér kirkju ?
— Nei, aldrei.
— Því í ósköpunum viljið þér þá giftast í
kirkju ?
Hún strauk fótlegginn og stakk fingrinum
ofan með skónum. — Ég býst við að það stafi
af því að ég er rómantízk að eðlisfari. En ég
skil hvað þér eigið við. Það er varla í sam-
ræmi við leikreglurnai'. Viljið þér gifta mig,
ef ég fer að sækja kirkju?
— Sjálfsagt! Þéi' virðist ákveðnar í að
giftast. Eg mundi ekki vera svona ákveðinn
í yðar sporum.
— Eruð þér það ekki?
Andlit hennar var svo nálægt mér, að ég
gat fundið ilminn af ilmvatninu hennar. Hefði
ég hreyft mig hið allra minnsta, þá hefði hún
verið komin i fangið á mér. Ég vissi, að hún
vildi að ég kyssti þrýstnar varir hennar. —
Hvað heitið þér? rödd mín var hás.
— Yvonne, hvíslaði hún.
— Það fer yður vel. Eg verð að fara.
— Þér þurfið þess ekki. Hún var með lokuð
augun, ákveðin í að ekkert skyldi eyðileggja
þessi áhrif. Siminn byrjaði að hringja frammi.
■— Æ, ég verð að svara honum. Farið ekki,
sagði hún.
— Ég verð.
Hún sléttaði kjólinn sinn, um leið og hún
sagði: — Eg skal koma í kirkju. Því lofa ég.
Um leið og ég opnaði hurðina til að
fara, sá ég að hún hélt shntólinu þétt
upp að kinninni. — Auðvitað, heyrði ég
hana segja: — Komdu beina leið. En
hvað það var elskulegt iaf þér að hringja.
Ég skal hafa allt til.
VEIZTU —?
1. Hvaða fæöutegund er mest og víðast
notuð í heiminum?
2. Hvaða útlagar voiu það, sem höfðust
við í Geirshólma á Hvalfirði.
3. Hvert þessara landsvæða haldið þið að
sé víðáttumest: Bandarikin, Ástralía
eða Brazilía?
4. Hvaða í'íki keypti réttindin við Pan-
amaeyðið af Frökkum ?
5. Fæða krókódílarnir lifandi unga?
7. Getur flugmaðui' verið að lækka eða
hækka flugið, án þess að vita af því,
ef hann lítur ekki á mælana?
8. Er líklegt að 15 sm. þykkur ís haldi
manni og hesti?
9. Hefur spilabankinn í Monte Carlo
nokkurn tíma verið sprengdur?
10. Gáta: Hrútui' gat ekki valdið
hausnum fyrir hornum,
og þó var hann kollóttur.
5