Vikan - 24.11.1955, Blaðsíða 12
I it i l ii i\A
EFTIR GORDON GASKILL
r f| D P A P A ■ PABKE MASSON, bandarískur vararæðis-
r U 1» 0 n U H . maður í Napoli, er í heimsókn hjá KÖRLtl
CARLUCCI, eða réttara sagt á búgarði frænda hennar,
XÓMASAR, sem hefur auðgast í Bandaríkjunum, en á
nú búgarð föður síns f ítalíu. Annað heimilisfólk er
MARLA MELZI, systir Tómasar, og LUCIANO, sonur
hennar. Morguninn eftir finnst Tómas myrtur niðrl við
ána, þar sem hann hefur ætiað að byggja stýflu, en vegna
mótstöðu nágrannanna og stjórnarinnar orðið að hætta
við það. Lögreglumaðurinn er kominn, ásamt verkfræð-
ingi rQdsins og „Commandante“ fyrrverandi sjóliðsfor-
ingja, en þeir hafa allir verið kunningjar Tómasar. Það
er álitið að Maria muni erfa búgarðinn, en Commandant-
inn er að stíga í vænginn við hana. GUILIO greifi kem-
ur í heimsókn, en ALBRIZIO, sonur hans, er ástfang-
inn af Körlu. Það er hafinn undirbúningur undir erfi-
drykkjuna.
RIZZO sagði, að Falkone lögfiæðingur hefði farið frá Paradiso veit
ingahúsinu til skrifstofu sinnar, og síðan beint heim til sín. Skrifari
hans staðfesti það.
Silvano læknir hafði skírt frá því, að hann hefði orðið seinn til hádegis-
verðarins í kastalanum, vegna þess að hann hefði þurft að líta til sjúklings
á bóndabæ einum í leiðinni. Bóndinn staðfesti það, en hafði ekki minnstu
hugmynd um hvað klukkan hefði verið. Rizzo brosti dauflega. — Ég veit
hvernig það er, þegar kona er að ala barn á ítölsku heimili. Þá hefur
enginn tíma til að líta á klukkuna!
Comandantinn hafði sagt honum að umræðurnar í Paradiso veitinga-
húsinu þennan morgun hefðu verið eingöngu um stíflur. Hann væri sjálf-
ur æstur í að byggja stíflu á sinni landareign og hefði ekið beint þangað
til að athuga möguleikana.
— En hann getur ekkert sagt ákveðið um tímann — og það getur held-
ur enginn annar, sagði Rizzo. — En hann segist hafa komið heim til sin
um klukkan eitt.
Eg sá fyrir mér hreinskilnislegan svip Comandantsins, og einhvern
veginn gat ég ekki ímyndað mér hann taka upp stein og kasta honum í
höfuðið á kunningja sínum.-----Svo að nú er ,,Ráðið“ úr sögunni, sagði ég
hægt.
— Að Albrizio, gamla greifanum, undanskildum, sagði Rizzo.
Ég leit á hann. — En ef ég man rétt, þá var hann ekki í veitingahúsinu
í gærmorgun.
— Ekki á meðan hinir voru þar. En einn þjónanna sagði að hann hefði
komið þangað eftir að þeir fóru, til þess að spyrja um Tomas Carlucci.
Hann þagði nokkra stund. — Svo að . . . ég fór upp í kastalann. Hann
andvarpaði þunglega. Þetta hlaut að hafa verið erfiðasta vei'kið fyrir hann,
vegna þess að enn hvílir ljómi yfir greifanafnbót og kastala á Italiu.
- Greifinn sagði mér, að hann hefði langað til að bjóða Tomaso til
hádegisverðar, sagði Rizzo. — Hann hélt að hann myndi hitta hann í veit-
ingahúsinu eins og venjulega.
Það er alveg rétt, sagði ég og kinkaði kolli. — Ungi greifinn átti
að flytja honum skilaboðin í gær. Mig minnir, að ég hafi sagt yður frá því.
— Já, svaraði hann hugsi. — Ungi greifinn. Eg talaði auðvitað við
liann líka. Hann sagðist ekki hafa séð Tomas þennan morgun. En það
er ekki satt, sagði Rizzo hægt.
Rizzo hafði aflað sér nákvæmra upplýsinga um ferðir Carluccis þennan
morgun. Hann hafði augsýnilega farið frá veitingahúsinu beint í bankann,
fengið 300.000 lírurnar, og tekið síðan eina vagninn, sem um var að ræða
á þessum tíma. Þessi vagn kom á vegamótin klukkan 12:25. Afgreiðslu-
pilturinn i tóbaksbúðinni hafði séð Tomas koma einan út úr vagninum og
leggja af stað eftir veginum, sem lá heim að húsinu.
Og þessi sami piltur fullyrti, að skömmu síðar hafi ungi greifinn komið
ríöandi úr; sömu átt. — Vegurinn er svo mjór, að þeir hljóta að hafa hitzt,
sagði hann. — Þeir hafa á engan hátt getað farizt á mis.
Hann leit fram að dyrunum og sagði í breyttum tón. — Góðan daginn,
signorina! Karla gekk í áttina til okkar eftir grasinu. Rizzo endurtók það
sem hann hafði verið að segja mér um unga greifann og virti hana fyrir
sér á meðan.
— Eg var einmitt að velta því fyrir mér, sagði hún lágri röddu. —
Þú hefur líklega spurt hann um . . . samtal hans við föðurbróður minn ?
Hann kinkaði kolli. •— Eftir að hann hafði neitað því.
Hún sneri sér að mér, rjóð í vöngum. — Það var um þig, Parke.
— Mig?
— Greifinn hafði fengið þá röngu hugmynd, að við værum lofuð hvort
öðru. Við vorum það auðvitað alls ekki, en fólkið hérna hefur sínar skoðanir
á hlutunum. Hann varð bálreiður, þegar hann komst að því, að annar maður
væri kominn hingað í heimsókn til mín. Tveim dögum áður en þú komst,
kom hann hingað ríðandi og — var ekkert sérlega mjúkmáll. Að lokum
neyddist föðurbróðir minn til þess að vísa honum á dyr.
Þegar gamli greifinn heyrði þetta, hafði hann orðið ofsalega reiður og
skipað syni sínum að bjöða föðurbróður Körlu í hádegisverð til að miðla
málum, og einnig að biðja bæði hann og Körlu afsökunar.
— Og það gerði hann i gærmorgun — við mig, sagði hún og roðnaði
en meir. — Og hann ætlaði einnig að afsaka þetta við Tomas frænda. En
hann vildi gera það undir fjögur augu, ekki í viðurvist nokkurs annars
manns. Hann er mjög stoltur. Svo að mér datt í hug hvort hann hefði ekki
beðið eftir honum á veginum . . . Svo bætti hún við fljótmælt: — En ekki
eins og þið haldið! Það er f jarstæða að halda, að hann hafi gert nokkuð ljótt.
— En hversvegna sagði hann okkur það ekki strax, signorina? sagði
Rizzo rólega. — Þér hljótið að viðurkenna, að það er að minnsta kosti mögu-
leiki, að maður með slíka skapsmuni — ja, ef samræðurnar hafa ekki verið
sem vingjarnlegastar, ef föðurbróðir þinn hefur ekki tekið afsökunina til
greina, ef þeir hafa rifist meira . . . Hann yppti öxlum og hélt síðan
áfram: — Hann segist ekki hafa sagt frá fundum þeirra vegna grunsemd-
anna, sem það hefði getað vakið. Hann segir einnig svipaða sögu og þér,
signorina. Hann segist hafa beðið eftir föðurbróður yðar og borið fram
afsökun sína; þeir hafi siðan tekizt í hendur og þar með var allri misklíð
lokið. Föðurbróðir yðar hafi svo haldið áfram heim á leið, en hann sjálfur
riðið upp á þjóðveginn og heim í kastalann.
— Eg er viss um, að þannig hefur það líka verið, sagði Karla lágri röddu.
Rizzo leit á klukkuna. — Eg verða að halda af stað, signorina. Því miður
verð ég önnum kafinn, að ég get hvorki verið við jarðarförina, né heldur
við erfidrykkjuna. En ég vona að þér skiljið, að ég tek engu að síður þátt
í sorg yðar og er1 meðal þeirra, sem biðja að hann megi hvíla í friði.
Hann hneigði sig og fór. Karla horfði á eftir honum með augun full
af tárum: — Lögreglumenn eru eklú svo slæmir, þegar öllu er á botninn
hvolft, sagði hún.
Ég var ekki viðstaddur jarðarförina. Innst inni langaði mig ekki til
þess, en það var hvort sem var ekki hægt. Eg hafði engin dökk föt og
gat hvergi fengið þau lánuð. Fjölskyldan ók i svörtum leigubíl (guli blæju-
bíllinn var álitinn of skrautlegur) og ég var einn eftir ásamt tveim þjónustu-
stúlkum, sem voru að leggja síðustu hönd á undirbúninginn fyrir erfi-
drykkjuna.
Eg stóðst ekki mátið. Eg fór upp á loft og inn i herbergi Lucianos.
Byssan hans stóð þar í einu horninu. Ég gat ekki séð neina blóðbletti á
handfanginu, en hann hefði auðvitað hreinsað hana, ef . . .
Mér datt í hug að skýra Rizzo frá þessu, svo að hann gæti skoðað vopnið
með smásjá. En Luciano var nú einu sinni frændi Körlu, svo að ég ákvað
að þegja um grun minn, að minnsta kosti fyrst um sinn. Auk þess myndi
Rizzo sjálfur hafa athugað þennan möguleika nú þegar.
En það beið mín annað verkefni. Þegar amerískur ríkisborgari deyr
erlendis, hefur ræðismaðurinn sínum skyldum að gegna. Ég varð að fá
afrit af dánarvottorðinu. Ég átti von á því, að Silvano læknir myndi verða
við erfidrykkjuna, og þá gæti ég beðið hann um það. Ég varð að gera lista
yfir eignir Carluccis, en mér var það ljóst, að ég myndi verða að leita
hjálpar Körlu til þess . . .
Erfidrykkjan hófst með hægð og alvarleik. Garðurinn varð eitt svart
haf — svört föt, svartir kjólar og svartar sorgarslæður, og það lýsti af
mér eins og vita í ljósu fötunum mínum. Ég hélt mér að mestu utan við
hópinn og virti hann fyrir mér. Gestirnir sögðu allir eitthvað hughreystandi
við f jölskylduna um leið og þeir komu, en héldu þvínæst að borðunum, sem
hlaðin voru kjöti, salötum, kökum og víni. Smám saman fór að lifna yfir
12