Vikan


Vikan - 24.11.1955, Blaðsíða 10

Vikan - 24.11.1955, Blaðsíða 10
RITSTJÓRI: ELÍN PÁLMADÓTTIR Jólaskreytingin FylÐ hafið vafalaust rekið upp stór augu, þegar þið sáuð fyrir- ** sögnina. Jólaskreyting! Er ekki nokkuð snemmt að hugsa til jólanna strax? En hvernig var það í fyrra? Hétum við því ekki næstum allar, að byrja jólaundirbúninginn fyrr næst? Falleg jólaskreyting setur sinn svip á jólin, en skemmtileg- ast er auðvitað að svolítil tilbreyting sé í henni og skreytingin sé helzt með nýju sniði á hverju ári. Þetta þarf ekki að kosta mikið, ef aðeins er sýnd svolítil hugkvæmni. En oft vill þó fara svo, að ekki vinnst tími til að ljúka alls konar föndurvinnu, ef ekki er byrjað í tæka tíð. Hér fara á eftir nokkrar hugmyndir að jólaskreytingu, sem gætu kannski hjálpað þeim, sem hugmynda- snauðastar eru: • Perur af ýmsum stærðum og gerðum er hægt að mála með venju- legum ,,guache“ litum. Það er sjálf- sagt að nota sér þetta og spara með því dýrar kúlur á jólatréð. Það er líka hægt að láta stálpuð börn annast þetta auðvelda verk. Þau hafa áreið- anlega gaman af því. Úr því ég minntist á guache-liti, er rétt að benda á það, að hægt er að mála hvíta flekki á jólatrésgreinarn- ar með slíkum litum. Annars fást nú (t. d. í Málaranum) svokallaðir „poster colours," Þessir litir eru bæði ódýrari og þægilegri í meðferð en guache-litir á alls konar pappír. Líklega mætti lika nota þá á perurnar, þó ég hafi enga slíka reynslu af þeim. • Úr glösum má búa til kerta- stjaka, til að hafa við hvern disk og skreyta þannig jólaborðið. Glas á fæti er sérstaklega hentugt í þessu augnamiði, en þunnt vatnsglas getur líka verið skemmtilegt. Límið jóla- tréskúlu innan í glasið með glærum tehst inihtu hetuv ef menn gæta þess að bera NIVEA-smyrsl á andlitió kvöldið óður. í NIVEA er eucerit, sem heldur húðinni mjúkri. iímpappir, þannig að hún hangi (í bandi) í miðju glasinu, þegar þvi er hvolft. Komið síðan (á sama hátt) fyrir kerti ofan á miðjum botni glass- ins. Það má lika skreyta fótinn á glasinu svolítið meira, ef vili, t. d. með þvi að vefja um hann mislitri pappírsræmu. Slíkir kertastjakar eru frumlegir, og kosta næstum ekkert. • Alls konar engla, stjörnur og dýramyndir er hægt að búa til, með því einfaldlega að klippa þær út úr pappa eða pappír og mála þær síðan eða líma á þær mislitan pappír. Það er auðvitað fljótlegast fyrir þær, sem hafa aðgang að smiðaverkstæði, að teikna frummyndina á eitt blað, koma siðan margföldum pappa fyrir í skrúfstykkinu, þannig að áteiknaða blaðið sé fremst og saga svo margar myndir út í einu. • Engla úr pappíi' má ýmist nota á jólatréð eða sem borðskraut. er klipptur hálfhringur úr þykkum pappír eða pappa. 4. Brúnirnar á honum eru svo límdar saman. Þá er búkurinn fenginn. 5. Nú eru klippt- ir út vængir, litlir og stórir. 6. Klæða- laus engill, séður aftan frá. 7. Engill úr bláum pappa. Höfuðið er af gerð nr. 2, en pilsið úr blúnduservéttu, eins og þeim sem kökudiskar eru skreyttir með. 8. Engill úr hvítum pappa, i hvítum kreppappírsklæðum, skreytt- ur með svolitlum dúnkanti. Höfuðið er af gerð nr. 1, á vængina er límt fjaðraskraut af hatti og höfuðskraut- ið er fest á með hattprjóni. 9. Á ,,kramarhús“ úr gylltum, stifum pappír er málað andlit, og síðan er komið fyrir pappírsræmum með nafni einhvers gestanna framan á englin- um. Þessháttar englum er einkum ætlað að standa við hvern disk á jólaborðinu. Framan á þá eru festar stjörnur. 10 Þessi engill er úr hvít- um pappa með ræmu af bláum borða Á meðfylgjandi mynd er sýnishorn af nokkrum slikum englum. Þeir eru búnir tii á eftirfarandi hátt: 1. B'yrir höfuð má nota borðtennis kúlu, ámálaða með vatnslitum. I hana er stungið langri nál. 2. Það má líka búa til baðmullarkúlu, líma eða sauma á hana hár úr svörtu ullar- garni, og mála á hana augu eða hafa gylltar stjörnur fyrir augu. 3. Síðan utan um sig. Vængirnir eru úr gyllt- um pappa, höfuðið af gerð nr. 1, og loks er engillinn skreyttur tveimur stjörnum. 11. Engill úr gylltum papp- ír, með höfuð af gerð nr. 2, sem gyllt stjarna er límd aftan á. Væng- irnir eru sams konar og á hinumi englunum, snúa bara öðru vísi. Rauð- ar doppur eru að lokum límdar hér og hvar á engilinn. H4MB0RGARHRYGGUR matreiddur á ýmsan hátt SOÐINN hamborgarhryggur er ákaflega góður (en dýr) matur. Kjötið er fyrst soðið meyrt og síðan látið í eldfast fat eða á pönnu, eplaskífum (eða ananasskífum) raðað ofan á og svolitlu af kjötsoðinu aus- ið yfir. Ef eplin eru súr, má strá yfir þau ofurlitlum sykri (ekki þó miklum) og ef ananas- sneiðar eru notaðar, má ausa safa úr dósinni yfir í staðinn fyrir soðið. Kjötið er síðan lát- ið vera í ofninum, þangað til eplin eru orðin meyr eða komin falleg húð á ananasstykkin. LÍTIÐ reyktur og léttsaltað- ur hamborgarhryggur er ennþá betri steiktur en soðinn. Hann má steikja í potti með góðu loki eða í ofni, en þá verður að ausa oft yfir steik- ina. Það er líka hægt að velta steikinni upp úr rúgmjölsdeigi (þykku deigi af rúgmjöli og vatni), og baka hana eins og brauð. Steikin þarf þá að vera minnst hálfan annan tíma í ofninum, og þegar hún er komin á borðið, er brauðið skorið í sundur eftir endilöngu, svo hægt sé að komast að því að ná kjöt- inu. Með steikinni er haft alls konar grænmeti. En frumskil- yrði þess að góður árangur ná- ist, er að kjötið sé léttsaltað og lítið reykt. SÉ hamborgarhryggur steikt- ur á venjulegan hátt, má gera skorpuna stökka með því að smyrja steikina með stíf- þeyttri eggjahvítu og strá svo yfir hana fíntsigtuðu raspi, blönduðu þurru sinnepi og ör- litlum sykri. Saman við djúpan disk af raspi þarf ca. msk. af sinnepinu og 2 msk. af sykrin- um. Steikin er svo höfð í ofnin- um þangað til komin er á hana skorpa, en þá er hún aftur smurð með eggjahvítu og raspi. Með þessháttar steik er haft kartöflumauk eða Kartöflu-stengur. KARTÖFLUMAUK er búið til úr 1 y2 kg. af afhýddum, mjölmiklum kartöflum, sem soðnar eru í saltlausu vatni, Framhald á bls. 15 10

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.