Vikan


Vikan - 24.11.1955, Blaðsíða 9

Vikan - 24.11.1955, Blaðsíða 9
Ýmislegt til fróðleiks og skemmtunar . . . UM ÁSTARBRÉF FRÖNSKTJM réttarsal gerðist 1 það fyrir skemmstu, að lagleg miðaldra kona sagði raunamædd um manninn sinn, sem hlaupist hafði frá henni: „Ég hefði mátt vita, að hann mundi reynast mér illa, því hann skrifaði mér aldrei ástarbréf. Jafnvei áður en við gift- umst, voru bréfin hans köld og hversdagsleg.“ Konur hafa alla tíð haft gaman að bréf- um ■— einkum ástarbréfum. Þær skrifa mun fleiri ástarbréf en karlmenn. Hermað- ur einn, sem sendur hafði verið hálfa leið kringum hnöttinn, fékk yfir 400 ást- arbréf frá unnustunni sinni — á einni viku! Hún var svo yfir sig ástfangin, að hún sagði upp vinnunni og gerði ekki annað allan liðlangan daginn en að skrifa og skrifa. Það var ungur riddari, sem uppi var í Englandi á 16. öld, sem sennilegast skrif- aði lengsta ástarbréf sögunnar. Hann skrifaði stúlkunni, sem hann hafði orðið ástfanginn af við fyrstu sýn, bréf upp á 398 þéttskrifaðar síður — yfir 400,000 orð. Þetta snilldarverk ástar og þolin- mæði — fimm sinnum lengra en meðal skáldsaga — var fullt af lofsyrðum um fegurð og eðallyndi meyjarinnar. Konur geta líka skrifað æði löng ástar- bréf — jafnvel á þessari hraðans öld. Nítján ára stúlka, sem hafði mátt sjá á eftir unnusta sínum í herinn, skrifaði honum bréf upp á eina síðu — en síðan var hvorki meira né minna en 43 fet á lengd og fimm tommur á breidd! Maðurinn, sem fékk bréfið dag einn 1954, var margar klukkustundir að lesa það, þegar hann var búinn að jafna sig eftir undrunina. 1 fornminjasafninu í London gefur að líta elsta ástarbréfið, sem varðveitst hef- ur fram á þennan dag. Höfundurinn er að biðja ungrar egypskrar prinsessu, og bónorðsbréfið er rist á leirtöflu. Hvernig er hið fullkomna ástarbréf? Þegar kunn leikkona var spurð um þetta, svaraði hún: „Það verður að vera fimlega skrifað og það má umfram allt ekki vera hversdagslegt. Karlmenn geta skrifað al- veg eins brennheit bréf eins og konur, og því ástríðufyllri sem þau eru, því á- nægðari er móttakandinn.“ Bandarísk eiginkona, sem sótti um skilnað frá manninum sínum, lagði fram 10,320 ástarbréf, sem hann hafði skrifað henni um dagana. Þegar dómarinn hafði lesið nokkur bréf- anna, tjáði hann hjónunum: ,,Ég mun vissulega ekki veita ykkur skilnað, því að bréfin þau arna bera það með sér, að þið hafið verið ákaflega ást- fangin og eruð það sennilegast ennþá. Farið nú heim til ykkar og reynið að endurheimta þessa taumlausu hamingju, sem auðkennt hefur fyrstu samveruár ykkar.“ Hjónin gegndu — og hafa ekki sótt um skilnað aftur. Stundum skrifar kona ástarbréf án þess að þekkja hið minnsta til manns- ins, sem á að lesa það. Þetta gerðist í Bandaríkjunum fyrir nokkrum árum, þegar einmana stúlka settist niður og skrifaði: ,,Ef laglegur ólofaður maður finnur þetta bréf, þá vil ég hér með tjá honum, að ég er reiðubúin að elska hann og gift- ast honum og gefa honum alla ást mína og umhyggju til æviloka. Ég er 33 ára gömul, bláeyg, talsvert lagleg ennþá og mjög sæmilega vaxin. Mér finnst það hafi alls ekki átt fyrir mér að liggja að gift- ast aldrei, og það er heitasta ósk mín, að þú, sem finnur og lest þetta ástarbréf, reynist sá maður, sem hjarta mitt þráir.“ Hún setti bréfið í flösku, sem hún fleygði út í á. Mánuðirnir liðu. Þá barst svar frá efn- uðum ungum óðalseiganda í Suður- Ameríku, sem farið hafði í skemmtiferð til Bandaríkjanna og fundið flöskubréfið á bökkum Mississippis. „Fyrst ætlaði ég að fleygja ástarbréf- inu þínu,“ skrifaði hann, „en einhvernveg- inn fannst mér ég ekki geta það. Ég tók það með mér heim til Brazilíu, og nú er það tilefni þessa bréfs míns, að ég vil biðja þig' að koma hingað til mín. Bréf- inu fylgja peningar fyrir fargjaldi og öðr- um kostnaði. Ef við verðum fyrir von- brigðum, þegar við hittumst, þá skulum við skilja í fullri vináttu, enda mun ég sjá svo um, að þú komist klakklaust heim aft- ur. Komdu, gerðu það, því að ég er líka einmana." Það runnu á hana tvær grímur og hún hikaði í nokkra daga. Svo afréð hún að fara. Mánuði síðar voru þau orðin hjón, og ástarbréfið, sem fært hafði báðum hamingjuna, er dýrmætasta eign þeirra. — ASHLEY BROWN. Mamman: Lilla þykja svo (jóöar súkkulaðitertur. Nú er ég btiin að baka eina handa honum. Pabbinn: Hvaö er aö þér, Lilli? Lilli: Ég fór til Söru frœnku — og ég hef víst boröað of mikið af súkkulaðitertunni lijá henni. BARIMIÐ Pabbinn: Lilla þylcja svo góðar súkkulaðiterUir. Ég held ég verði að lcaupa eina handa honum. Mamman: Hamingjan góða! Hvað eigum við að gera Mamman: Mér lieyrist hann vera við tvcer súkkulaðitertur ? að koma. Pabbinn: Þœr fara ekki til ónýtis, meðan Lilli er Pabbinn: Ég vona að hann sé einhvers staöar ncerri. glorhungraöur. Gissur: Nii er nóg komið! Ég verð að finna eitthvert ráð, til að losna við að ganga um göt- urnar með þessi ósköp. 1. sýningarstúlka: Ö, er hann ekki sœtur ? 2. sýningarstúlka: Má ég klappa honúm? 3. sýningarstúlka: Ekki er eigandi hans síður sœtur! Umboðsmaður sýningarstúlknanna: Það verður hægt, en sýningarstúlkurnar okkar taka 1)00 krón- ur á tímann, svo þetta verða 1200 krónur. Gissur: Þið skuliö ekki hafa áhyggjur af því. Látið stúlkurnar bara mœta mér á torginu. Rasmína: Snautaðu í vinnuna. Héðan í frá skal ég fara út með hundinn? Gissur: Alveg eins og þú vilt, elskan. LÖGREGLUÞJÓNN í Wolfsburg í Vestur- Þýzkalandi stöðvaði eklti alls fyrir löngu fjóra menn, sem ýttu á undan sér bíl, og spurði hvað væri að. Hann leyfði þeim að lialda óhindruðum áfram, þegar liann heyrði svarið: „Ekkert. En við erum allir of fullir til þess að treysta okkur til að stýra.“ Ameðan húseigandi að nafni Duckwortli horfði á hús sitt brenna til grunna í Crokham í Englandi, birtist bíll með tonn af kolum, sem hann hafði pantað. AnAFNGREIND kona í Sydney, Astralíu, V/ skrifaði manninum síniun: „Ég kem ekki heim fyrr en þú ert búinn að fá þér fram- tennur og búinn að venja þig af að lirjóta . . .“ Maðurinn fékk skilnað. JOSEPH nokkur Corbett framdi fyrir skemmstu sjálfsmorð í Postdam, New York, eftir að unnusta hans liafði neitað að hætta að reykja. MAÐUR í Cairo, Egyptalandi, hefur beðið um lögregluvemd, vegna framkomu sonar síns, sem hann segir að hafi margsinnis hótað honum lífláti og steli frá honum pening- um til kaupa á brennivini og eiturlyfjmn. Sonurinn er sjö ára. FRED nokkur Goodman tjáði dómara ein- um í Pontiac í Illinois, að hann gæti ekki tekið sæti í kviðdómi þeim, sem dæma átti í máli manns, sem sakaður var um ölvun við akstur. „Hversvegna?“ spurði dómarinn. „Af því að ég er sá ákærði,“ anzaði Fred. AUGUYSING í ensku blaði: Vantar íbúð, og svo litla, að ekkert pláss verði fyrir tengdamömmu. BLESSAÐ TVEIMUR þjófum, sem brutust inn i raf- tækjaverzlun eina í Chicago, brá held- ur en ekki í brún, þegar hvell rödd heilsaði þeim með orðunum: „Gott kvöld, piltar mín- ir! Megum við benda ykkur á, að rafknúðar þjófagildrur gæta þessarar verzlunar. Ég sting upp á því, að þið hypjið ykkur hið bráð- asta.“ I>eir tóku tómhentir til fótanna, þegar það gerðist næst, að gjallarhorn allt í kring um þá tóku að öskra: „Innbrot! Innbrot! Kallið á lögregluna!“ „KVIKNAR A PERUNNI“ HJÁ GISSURRI. Rasmína: Gissur, farðu mi út að ganga með Fífí litlu. Gissur: En ég verð að vinna, Rasmína. Gissur: Þú ert alltaf að segja, að ég sé ekki nógu mikið við á skrifstofunni. Rásmína: Hœttu þessu rövli! Ég hitti þig á torginu og þá geturðu farið i vinnuna. 1. gárungi: Ha, ha, ha! Þetta er i fyrsta skiptið sem ég sé mús i bandi! 2. gárungi: Ég vissi ekki að til vœru svona mjóslegnar mýs. Strákurinn: Hvað er þetta, manni? Stelpan: Farðu ekki of nálœgt. Þú getur stigið ofan á dýrið. 8 9

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.