Vikan


Vikan - 14.02.1956, Blaðsíða 4

Vikan - 14.02.1956, Blaðsíða 4
Hver dagur á sitt Eftir Luisa Maria Linares 1 e y n c larmál 27 FORSAGA: OLGA LEZCANO tekur að sér það hlutverk að leika eiginkonu mágs síns, XAVIERS, til að bjarga Lezcano- fjölskyldunni út úr vandrœðum. Meðan allir höfðu haldið hana dána í flugslysi, hafði hinn raunverulegi eiginmaður henn- ar, Andrés, gift sig aftur konu, að nafni ELENA, en þar sem maður hennar er dá- inn, hefur hún nú í hyggju að giftast aftur ríkum manni frá Kalifomíu, DICK WYNE. I>essi fimm ár, sem Olga hafði verið týnd í frumskógum Brazilíu, hafði annar ungur Bandaríkjamaður, PAIJL WILLIAMS, verið þar með henni. Nokkr- um mánuðum eftir að þeim er bjargað, kemur hann á eftir henni og biður hana um að flytja með sér heim til Bandaríkj- anna. Þetta tilboð freistar Olgu, ekki sízt þar sem hún er dauðhrædd við Xavier og grunar hann um að hafa reynt að myrða sig. Hún fylgir Paul út á flugvöllinn, en ákveður að hitta hann aftur seinna, áður en hún kveður hann. ARNA stóð hann rétt hjá henni í regnfrakka, með hattinn dreginn niður að augum, staf- inn í hendinni og þennan sama ósvífnissvip á andlitinu. Xavier . . . hvað ertu að gera hérna? Ég kom til a;'< fullvissa mig um að þú værir ekki að fara með Paul. Það varð ekkert ráðið af svip hans, þegar hann virti Olgu fyrir sér. — Farinn? spurði hann rólega. — Ég óska þá þínurn kæra Paul góðrar ferðar (hann brosti). Ég spyr þig ekki hvort þú ætlir að gera eitthvað sérstakt i kvöld, því ég býst við að svo sé. Það býður þín annar góður vinur hérna. — Vinur? Hvar? spurði hún undrandi og var varla búin að átta sig eftir þennan óvænta fund þeirra. —- Á barnum! Það er hinn gamli, góði vinur þinn, Wyne. Ég býst við að hann hafi líka viljað tryggja sér það að Paul færi einn. Einkennileg tilviljun, eða hvað ? — Er Dick hérna? Til hvers? — Það er einmitt það sem ég var að spyrja sjálfan mig. Til hvers? Hann sló stafnum sínum í blómaker. — Xavier . . . — Já, Olga. — Mig langar til að segja þér . . . Þarna kemur Dick. Dick kom í áttina til þeirra, sakleysið uppmál- að. — En hvað þetta er skemmtileg tilviljun! Ég var að fylgja vini mínum hingað. Vini mín- um frá ameríska sendiráðinu. — Það eru svo margir sem ferðast, sagði Xavier þurrlega. — Ég er með bílinn minn hérna fyrir utan. Viljið þið ekki sitja í inn í bæinn ? — ÍÉg þakka kærlega fyrir. Það er fallega boðið. Gætuð þér látið mig úr niðri í miðbæn- um einhvers staðar ? Hann hjálpaði Olgu upp í bílinn og settist hjá henni í aftursætið. — Ég hélt að Elena hefði borðað hádegisverð einhversstaðar með þér, sagði Olga, til að segja eitthvað, þegar þau óku í áttina til borgarinn- ar. Dick hikaði áður en hann svaraði: — Elena? Nei, ég hef ekki séð hana síðan í morgun. Hún hefur kannski ætlað að borða með móður minni. — Þær hafa í svo mörgu að snúast vegna undirbúningsins undir brúðkaupið, er það ekki? spurði Xavier kæruleysislega. Konur hafa alltaf svo gaman af þess háttar umstangi. Eruð þið búin að ákveða daginn? — J-a, nei. Ekki fyrir vízt. Mamma vill helzt hraða þessu, til að geta farið til Bandaríkjanna í næstu viku. — Ætlar Tamarova greifafrú að fara aftur til Bandaríkjanna ? — Já . . . það eru að minnsta kosti nýjustu fréttirnar. En ég veit ekki nema Alexis hafi kannski ráðgert nýtt ferðalag til Hong-Kong eða Bombay síðan i morgun og þar með umturnað öllum ráðagerðum mömmu. Hvar á ég að hleypa yður út úr bílnum, Lescano? -- Ef það er ekki úr leið, þá vildi ég helzt fara úr við Gran Via. Skrifstofan mín er þar. Skrifstofan þin? endurtók Olga undrandi. Já, elskan min. Því skyldi ég ekki hafa skrifstofu? Hvað segið þér um svo kvenlega ein- feldni ? - - Ég vissi ekki að . . . stundi Olga upp. — Þú hefur aldrei sagt mér að þú ynnir. —- Þao er engin regluleg vinna. Ég rek lítið útgáfufyrirtæki, sem aðeins gefur út nótur. — Nótur ? Xavier virtist hafa gaman af því að koma Olgu á óvart, svo hann notaði sér undrun henn- ar: Já! Okkur hefur gengið allvel að kynna ný tónskáld. Eins og þegar ég gaf út þennan fræga „Concerto fyrir fiðlu og hljómsveit eftir Alberti", eftir að allir aðrir höfðu hafnað hon- um. Fyrsti og seinasti hlutinn eru alveg frábær- ir. Alberti er núna orðinn frægur. — Já . . . mað- ur ber stundum eitthvað úr býtum. Eins og þér heyrið, Wyne, þá veit Olga ekkert um mig. Það er undarlegt, því í orði kveðnu er hjónaband okkar orðið æði langt. Hann sneri sér að Olgu. — Jæja, horfðu ekki svona á mig. — Hvernig horfi ég á þig? — Alveg yndislega. Þú uppörvar mig. Hann brosti, tók hendi Olgu og bar hana upp að vörum sínum, svo blíðlega að hún vissi ekki hvað hún átti af sér að gera. — Mér þykir leitt að þurfa að skilja við þig núna. Ætlarðu heim? Er það ekki? Jæja, ég kveð ykkur þá. Þakka yður fyrir, Wyne, ég ætla að fara hérna. Ég vonast til að sjá yður seinna. Bless! Hann var hár, grannur og alvarlegur í bragði. Og hið ósvífnislega augnaráð hans hætti stund- um að vera kuldalegt, þá var eins og augu hans loguðu . . . þannig var maðurinn, sem Elena haf i svikið vegna Andrésar. — Hvert erum við að fara? spurði Olga undr- andi, um leið og hún veitti því athygli, að Dick ók ekki heim á leið. — Þú heldur þó ekki að ég ætli að sleppa þessu tækifæri til að drekka með þér síðdegiskaffi ? sagði hann og leit hlægjandi á hana. — Viltu fara á Placa hótelið ? Skömmu seinna sátu þau í hinu glæsilega and- dyri Placa hótelsins, sem var svo viðkunnanlegt með sínum þægilegu hornum, þar sem fólk gat verið útaf fyrir sig, hinum þykku teppum og íburðarmikla skrauti. Ég lá alla nóttina og hugsaði, sagði Dick um leið og hann kveikti í fyrstu sígarettunni. — Ég get ekki útskýrt fyrir þér allt það, sem mér datt í hug. Ég var ýmist frá mér numinn eða örvilnaður og enn stend ég í nákvæmlega sömu sporum. — Hversvegna komstu út á flugvöllinn? — Ég er búinn að segja þér það, svaraði hann brosandi. — Til að kveðja . . . hann fór að hlægja. — Jæja þá, til að óska íþróttahetjunni Paul Williams innilega góðrar ferðar. Já, ég var inni- lega glaður yfir að sjá á eftir honum. Ég býst við . . . að Lezeano hafi líka verið feginn. Já, Síminn hringdi. Olga fékk ákafan hjartslátt. 4

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.