Vikan


Vikan - 14.02.1956, Blaðsíða 12

Vikan - 14.02.1956, Blaðsíða 12
HVORT SEM ÞÉR LÍKAR VERR EÐA BETUR: ÞÚ VERÐUR AÐ SOFA! FYRIR SKEMMSTU andaðist á ítalíu maður nokkur, sem fullyrti, að hann hefði ekki sofið árum saman. Þar sem hann var læknir, vissi hann nægilega mik- ið um mannslíkamann og starfsemi hans til þess að geta gert svo alger hlé á orku-eyðslu sinni, að hann varð aðnjót- andi allrar þeirrar hvíldar, sem hann undir venjulegum kringumstæðum hefði fengið í svefni. En hann var alveg undantekning frá ævafornri reglu. Menn geta yfirleitt ekki verið án svefns. Vísindin hafa enn ekki fundið neitt, sem þar gæti komið í staðinn. Svefn er eins nauðsynlegur og matur, og það er* ekki hægt að skjóta því eins lengi á frest að sofa eins og að borða. Heil- brigður maður getur í mesta lagi vakað í 90 klukkustundir samfleytt. IJr því er honum svefninn bókstaflega lífsnauðsyn- legur. Hitt er annað mál, að það er mjög mis- jafnt, hve lengi menn þurfa að sofa í einu. Margir frægir menn (t.d. Napoleon og Churshill) hafa sýnt, að þeir gátu kom- ist af með fjögra til fimm tíma svefn á nóttu vikum og jafnvel mánuðum saman. Slíkir menn fá sér oft blund á daginn, auk þess sem þeir eru gæddir þeim eigin- leika að geta sofnað nærri því um leið og þeir leggja höfuð að kodda. Plestir menn eru kringum fimmtán mín- útur að festa svefn. Fastast og bezt sef- ur maður fyrsta klukkutímann, sem helst skyldi vera fyrir miðnætti. Næstu klukku- tímana þarf minna til þess að vekja mann. En rétt fyrir fótaferðartíma, nær svefn- inn sér aftur á strik og maður sefur eins og steinn! Nýfætt bam þarfnast 22 tíma svefns, og furðuleg er sú staðreynd, að feitir menn virðast ekki þurfa að sofa nærri því eins lengi eins og grannir. Svefn er betri en öll önnur hvíld vegna þess hve algerlega maðurinn „slappar af“ líkamlega og andlega. Blóðþrýstingurinn lækkar og blóðrennsli til heilans minnkar. Limirnir gildna lítið eitt og líffærin ,,hægja á sér.“ Meir en þrjú hundruð vöðv- ar slakna, líkaminn losnar við nærri 150 grömm af svita og hitastig hans hefur fallið um allt að tvær gráður eftir þriggja til fjögra tíma svefn. Þarna er eftir á að hyggja skýringin á því, hversvegna dauðann ber oft að í svefni. Líkamsorkan er aldrei minni. Vöðvabygging líkamans hefur það í för með sér, að til þess að fá algera hvíld, verður maður sífellt að vera að hreyfa sig í svefni. Heilbrigður maður mun hag- ræða sér að minnsta kosti 35 sinnum á nóttu. Þessar svefn-hreyfingar eru því tíð- ari sem maðurinn er yngri. í læknaskýrsl- um er getið um mann, sem ekki svaf í 115 tíma. Þetta er ákaflega óvenjulegt og er það „met,“ sem vísindin viðurkenna. Flestir eiga auðveldara með að sofna en vakna. Rúmið er svo ósegjanlega freist- andi á morgnana! Maður veit, að klukkan er búin að hringja og að vinnan kallar. En viljaþrekið er af undarlega skornum skammti. Og þó — það er hreint ekkert undar- legt! Þegar við sofnum, „sofnar“ sá hluti heilans fyrst, sem stjórnar viljaþrekinu. Heyrn og tilfinning eru þau af skilning- arvitum okkar, sem svefnstyggust eru. Því er það, að ef vekjaraklukkan hættir allt í einu að tifa, þá er allt eins líklegt að við verðum vör við það eins og ef hún tæki upp á því að öskra á okkur. Þarna er líka komin skýringin á því, hversvegna við getum, ef mikið ríður á, sofið stand- andi eða sitjandi á stól eða í bíl. Fyrir kemur, að fólk virðist geta sofið endalaust. Oftast er einhverjum sjúkdómi um að kenna, en líka getur það verið af „andlegum" orsökum, að fólk tekur allt í einu upp á því að leggjast í dvala eins og hvert annað villidýr. Veitingamaður í Wisconsin, sem nú er látinn, varð talsvert frægur fyrir að gera þetta árlega. Vetur fóru eitthvað í taug- amar á honum, svo að hann tók upp þann sið að hátta upp í rúm 1. nóvember ár hvert og hreyfa sig ekki fyrr en að vori! Margir gerast furðu sérvitrir um hátta- tíma. Til eru þeir menn, sem ekki þykjast geta sofið í kjöllurum, eða sem með engu móti þykjast geta sofnað, nema höfðalagið á rúminu þeirra vísi í norður. Charles Dickens hafði með sér áttavita, þegar hann fór að heiman, til þess að vera viss um, að rúmið hans sneri rétt! Furðulegust var þó sennilegast firra mannsins, sem trúði því eins og nýju neti, að hann gæti ekki sofið nema jarð- samband væri á líkama hans. Mjóum vír var brugðið um stóru tána á honum, en hinum endanum smeygt út um svefnher- bergisgluggann og stungið í jörðina. En svona kreddur eru venjulegast ein- tóm vitleysa. Ef nauðsyn krefur, getum við flest sofnað hvernig sem á stendur hvar sem er. — DAVID GUNSTON. EFTIR TVEGGJA ARA FJARVERU Framhald af blaðsíðu 8. vei i. Henni fannst hún vera ennþá meira einmana en á sjúkra- húsinu. Strax eftir kvöldmatinn, sagði María við börnin: — Jæja, elskurnar. Bjóðið þið mömmu ykkar nú góða nótt. Það er kom- inn háttatími. Móðirin beið eftir þessum gamalkunnu mótmælum, en börn- in kysstu bara föður sinn og komu svo til hennar. Hún reis á fætur. — Get ég ekki komið þeim í rúmið, María? — Komið þeim í rúmið? Þau hátta sig alveg sjálf nú orðið. Unga konan lét sig falla aftur niður í stólinn, kyssti börn- in á kinnarnar og lét þau fara. Hana langaði mest til að gráta, og reis því á fætur. — Ég ætla að fara að sofa. —- Ágætt, elskan (Filip reis líka á fætur, til að opna hurð- ina fyrir hana). Þú hlýtur að vera dauðþreytt. Þrátt fyrir ástúðina í raddblænum, hefði hún heldur kosið að hann hefði sagt eitthvað annað, þetta fyrsta kvöld henn- ar heima eftir svo langa fjarveru. Það var að vísu satt, að hann lét ekki oft tilfinningar sínar í Ijós, þó hann væri góð- ur. Hún brosti til hans og gekk fram á ganginn. En þá mis- steig hún sig og hrasaði. Hann gleymdi sinni venjulegu rósemi og reisti hana skelfd- ur á fætur. — Hvað kom fyrir, elskan mín? Þetta var ekkert, svaraði hún og hló blíðlega, um leið og hún blessaði fótinn í huganum fyrir að hafa svikið sig og brotið niður vegginn, sem hafði myndazt á milli þeirra. Og þegar hún sofnaði, hvíldi næstum enginn skuggi lengur yfir heimkomimni. MORGUNINN eftir fór lífið aftur að ganga sinn vanagang. Börnin fóru snemma í skólann. Filip sagði henni að hvíla sig vel, því María mundi sjá um heimilið fyrst um sinn, áður en hann fór í vinnuna. En þegar hún kom börnunum á óvart inni hjá sér síðdegis, þögnuðu þau skyndilega og stungu ein- hverju ofan í skúffu og þegar hún spurði hvað þau væru að gera, flýtti Sússana sér að svara: — Ekkert! Dagarnir liðu hver af öðrum. Henni gekk hægt að laga sig að hversdagslífinu og finnast hún vera komin heim fyrir fullt og allt. Filip fór út með hana, ýmist í búðir eða bauð henni út í síðdegiskaffi. Og viku seinna tilkynnti mágkona hennar allt í einu, að hún yrði að fara frá þeim klukkan tvö. Þegar hún sá undr- unarsvipinn á henni, flýtti hún sér að segja: — Eg hefði ekki farið svona fljótt frá þér, ef ég hefði ekki fengið bréf frá Jakobi. Hann kemur heim á morgun eft- ir tveggja ára herþjónustu í Kamerún. Þú skilur að . . . Ég veit að ég er óttalega eigingjöm . . . Það er ég, sem er eigingjörn, hugsaði hún. 1 heila viku hef ég ekki einu sinni spurt hana um son hennar, það einasta sem hún á í heiminum! Hún faðmaði því mágkonu sína að sér og þakkaði henni svo vel fyrir að hafa séð um börnin og Filip, meðan hún var veik, að tárin komu fram í augun á Maríu. Síðdegis sama daginn lokuðu börnin sig inni í herbergi Sús- sönu, og þegar faðir þeirra kom heim, heyrði hún að þau flýttu sér á móti honum og hvísluðust á við hann í dyrunum. Hann svaraði þeim í glaðlegum tón, en með hvísli sínu gaf hann líka greinilega til kynna, að hún væri útilokuð frá trúnaðar- málum þeirra. En hvers vegna? Hvers vegna litu Sússana og Pétur á hana eins og ókunnuga manneskju, þó hjarta henn- ar væri barmafullt af ást til þeirra, en sneru sér að föður sín- um, sem hafði svo ótalmargt um að hugsa? Þetta var ekki réttlátt og hana sveið það sárt! Hvað átti hún að gera til að vinna aftur rúm í hjarta barna sinna og eiginmanns? Kvöldið leið. Filip hafði lagt handlegginn utan um herð- amar á henni, svo hún fann það öryggi, sem hún hafði þráð svo lengi, þegar þau hrukku allt í einu við: Skerandi vein barst þeim til eyrna. Framhald á bls. 19. 12

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.