Vikan


Vikan - 14.02.1956, Blaðsíða 19

Vikan - 14.02.1956, Blaðsíða 19
ríski fáninn var settur á stöng og hermönnunum skipað að skjóta úr byssum sínum upp í loftið. Þannig hélt leiðangurinn inn í Ujiji og þorpsbúar streymdu að úr öllum áttum. Allt í einu heyrði Stanley, að sagt var á ensku fyrir aftan hann: „Góðan dag, herra.“ Það var þjónn dr. Livingstones. Stanley stefndi að húsi Livingstones og sá hvar hann stóð, gamall og sjúkur, fyrir framan það. Hann gekk til hans, tók ofan og sagði: ,,Dr. Livingstone, vænti ég.“ Þetta var 3. nóvember 1871. Hinni tíu mánaða leit var lokið. Bæjarins beztu föt! EFTIR TVEGGJA ÁRA FJARVERU. Framhald af bls. 12. Mikið úrval af fataefnum Skelfingu lostin þaut hún upp og gleymdi hve þreytt hún var. — Mamma, hrópaði litli sonur hennar. — Ég vil mömmu mína! Hún kveikti ljósið og tók barnið, sem hún fann sitjandi á rúminu, með hárið í óreiðu og svitann perlandi á enninu. — Mig dreymdi að þú værir dáin og kæmir ekki aftur! kjökraði hann. — En ég er hérna, elsku barnið mitt! Þetta hefur bara verið vondur draumur, ástin mín! Nú geturðu farið að sofa alveg rólegur aftur, því ég verð alltaf hjá þér héðan í frá. Hann hjúfraði sig öruggur í faðmi hennar, kyssti hana á hálsinn og lokaði augunum. Nú var hann orðinn stór dreng- ur enn nokkuð þungur fyrir hana. Hún beið svolitla stund, áð- ur en hún lagði hann aftur í rúmið. Þegar hún kom fram á ganginn, kom hún auga á Sússönu, sem stóð í dyrunum á her- berginu sínu í náttkjólnum. — Pétur hefur fengið martröð, er það ekki? Dreymdi hann ekki að þú værir dáin? Var það ekki mamma? Það fór hrollur um hana við allt þetta tal um dauðann. — Jú, hvernig veiztu það? — Hann fær það svo oft. Hann var alveg viss um að þú kæmir ekki aftur. En_ ég vissi að þú mundir koma, ef ég ósk- aði þess nógu heitt. Ég sendi þér stundum skilaboð á kvöldin, áður en ég fór að sofa, til að segja þér að vera hughraust, bætti hún við. Fagnaðarbros kom á andlit móður hennar í myrkrinu. — Ég fékk skilaboðin . . . og ég get fullvissað þig um að þau hjálpuðu mér til að láta mér batna. Góða nótt, elskan mín, og þakka þér fyrir. — Hefur þetta verið erfitt án mín? spurði hún feimnislega, þegar hún kom fram til Filips. Hann hikaði andartak, en sagði svo: — Já, einkum með Pétur. Sússana er svo dul, að maður veit aldrei hvað hún hugs- ar. Ég gerði það sem ég gat . . . en það endaði með því, að þau fóru bara að trúa hvort öðru fyrir trúnaðarmálum sín- um. Mér leið svo illa af því að ég vissi að þau voru óham- ingjusöm, en neituðu þó að láta hugga sig. En nú er þetta liðið hjá, úr því þú ert komin aftur! HÚN vaknaði seint morguninn eftir, snyrti sig og gekk inn í stofuna. — Til hamingju, mamma! Til hamingju! Hún sneri sér við og sá þau koma þjótandi til sín. Pétur hélt á stórum blómvendi, en Sússana bar rauðan pakka með gylltum borða utan um: afmælisgjöfina hennar . . . þetta höfðu þau þá verið að pukrast með . . . Hún hafði steingleymt afmælinu sínu, og þeim sið að geyma afmælið, sem eitthvert þeirra átti í miðri viku, til næsta sunnudags, svo þau gætu haldið það verulega hátiðlegt. En hvað hún hafði verið mikill kjáni. Hún breiddi út faðm- inn, því nú vottaði ekki lengur fyrir neinum ótta í hugskoti hennar, og þau köstuðu sér í faðm hennar eins og óstýrilátir hvolpar. Garðræktendur í Reykjavík Þeir er óska eftir að fá útsæðiskartöflur í vor geri pöntun hjá skrifstofu bæjarverkfræðings, Ingólfsstræti 5, sími 81000, fyrir 29. fberúar n. k. Rœktunarráöunautur Reykjavtkur E. B. Málmquist. Pantið fötin áður en efnin hækka Þeir vel klæddu verzla á Laugaveg 11 Hreidar Jónsson, klœðskeri SÍMI 692B HÚ8MÆÐIR! ÁVAXTAHLAUP (GELATIN) 6 bragðtegundir: JARÐBERJA — ANANAS APPELSlNU — HINDBERJA SlTRÓNU — KIRSUBERJA. Royal ávaxtahlaup innilieldur C bætiefni. Royalhlaup er ljúffengt og nærandi fyrir yngri sem eldri, einnig mjög þægilegt til skreytingar á tertum. Reyniö ROYAL ávaxtahlaup í dag. 19

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.