Vikan - 14.06.1956, Page 2
Fyrir Maríu í Keflavík birtum við
ljóðið Hljóðakletta, sem Erla Þor-
steinsdóttir syngur. Seinni hlutinn er
eftir Einar Benediktsson.
I5g kalla kalla, kalla
ég hrópa hrópa, hrópa
til himins himins, himins
til þín til þín.
Eg hlusta hlusta, hlusta
og svarið svarið, svarið
berst óðar óðar, óðar
til min til mín.
Er nokkuð svo helsnautt i heimsins
rann
sem hjarta, er aldrei neitt bergmál
fann,
samhljóma í böli og nauðum?
Ein barnsrödd getur um fold og fjörð,
fallið sem þruma af hamranna storð.
Eins getur eitt kærleikans almáttugt
orð
ishjarta kveðið frá dauðum.
B<j er 16 ára en svo hrœðilega feit.
Hvernig á ég að reyna að grenna
mig. Bg er í sveit og þar er borðað-
ur svo fitandi matur, en lítið grœn-
meti. Er hocgt að fá megrunarpill-
ur nema eftir lyfseðli. Hvað á ég að
vera þung. Ég er 163 sm. á hœð.
SVAR: Samkvæmt töflu eftir
lækni að nafni Hassing, átt þú að
vera 59 li> kíló á þyngd. Þó þú sért
í sveit. „þar sem aöcins er borðaður
fitandi matur,“ geturju gert ótal
margt til að grenna þig. Þú veizt
vafalaust hvaða fcsðu þú þarft helzt
að forðast. Gerðu það! Þú verður
að standast þá freystingu að smyrja
þykku lagi af smjöri ofan á brauðið
þitt, eta feitt kjöt, mat steiktan í
smjöri, sætar kökur, rjóma. Drekktu
mjólk, það er ein af þeim matarteg-
undum, sem nauðsynlegar eru til dag-
legs viðhalds, ásamt svolitlu af kjöti,
fiski, eggjum, kartöflum, grænmeti
og brauði. En borðaðu bara örþtið
minna af þessu en þú ert vön. Hvað
grænmetinu viðvíkur, ætti ekki að
vera mikill vandi að útvega sér það.
Nóg er landrýmið í sveitinni. Þú skalt
bara rækta það sjálf. Svo skaltu
hætta að nota sykur út í kaffið þitt
o. s. frv. Láttu þér ekki detta í
hv.g að hætta alveg að borða, eða
fara að glcypa „msgrunarpillur", en
hugsast gctur að efnaskiptingin 1
líkama þínum sé ekki í tagi og þá
þarftu að leita læknis. En það er
engin ástöða til að halda að svo sé,
fyrr en þú ert búin að fullvissa þig
um, að fitan sé ekki ofáti að kenna.
Viltu birta fyrir mig utanáskrift
kvikmyndaleikarans Kim Novak.
SVAR: c/o Columbia Studios,
Hollywood, California, U.S.A.
Erla! þú getur skrifað Allan Ladd
c/o Universal Studios, Universal City,
Calif. U.S.A.
FORSÍÐUMYNDIN
Sveinn Sæmundsson biaðamaður
tók myndina á fosíðunni. Hún er
af ónafngreindri reykvískri blóma-
rós að stilla út varningi í búðar-
glugga.
Bifreiðaumboðssa la
okkar veitir yður fullkomna þjónustu
Höfum bíla og kaupendur að nýjum bílrnn á biðlista.
C&kar örugga og vandaða þjónusta er beggja hagur.
Höfum bíla fyrir hátekjumenn, lágtekjumenn, konur
og karla, stúlkur og pilta.
PILTAR! Hafið þið veitt því athygli, hve bifreið
eykur kvenhylli ykkar? Ef ekki, þá kaupið bíl strax í
dag og sjáið muninn.
STÚLKUR! Hættið að slíta skónrnn á rúntinum og
akið í bíl frá okkur!
Bífreiðir og varahlutir h.f.
Ingólfsstrœti 11, 81-0-85 — Sími 81-0-85.
— Benzíntankurinn við Hallveigarstíg vísar ykkur leiðina. —
RAFVÉLAVERKSTÆÐI
HALLDÓRS ÓLAFSSONAR
RAUÐARÁRSTIG 20. — SlMI 4775.
Framkvæmtun allar viðgerðir á raf-
magnsvélum og tækjum.
Vinding á rafmagnsmótorum og
dynamoum.
Viðgerðir á rafkerfi bíla.
Raflagnir í hús.
FYRSTA FLOXKS
BYGGINGAREFNI
Við getiun nú aftur afgreitt hið viðurkennda bygg-
ingarefni úr sandnámi okkar í Álfsnesi. — Enn frem-
ur viljum við vekja athygli á, að við getum annazt
akstur á efni til bæjarins.
Verð komið á byggingarsfcað:
AUSTURBÆR VESTURBÆR
Sandur kr. 80 rúmmeter 90 rúmmeter
Veggjamöl kr. 120 rúmmeter 130 rúmmeter
Loftamöl kr. 140 rúmmeter 150 rúmmeter
Einnig getum vér útvegað steypuhrærivélar, ef pant-
að er í tíma. — Afgreitt verður úr námunni til kl. 8
e. h., nema á laugardögum til kl. 12 á hádegi.
Upplýsingar í verzluninni Skúlaskeið, Skúlagötu 54,
í síma 81744 og 6337.
ÁLFSNESMÖL H.F.
Útgefandi VEKAN H.F., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Gísli J. Ástþórsson, Tjarnargötu 4, sími 5004, pósthólf 365.