Vikan


Vikan - 14.06.1956, Blaðsíða 4

Vikan - 14.06.1956, Blaðsíða 4
Ævintýrið um ðPCTII IfcftPPA vnc i u UHHDU Ævisaga annáluðustu kvikmyndastjörnu veraldar FORSAGA: Greta Gustafsson 6Ist upp í basli og fátækt í Stokkhólmi, en dreymdi um að verða leikkona. Fyrir tilviljun komst hún í Dramatíska skólann og þar fann kvikmyndastjórinn frægi, Mauritz Stiller, hana og ákvað öllum til mikillar furðu, að umbreyta henni í draumadísina sína — frægustu leikkonu heims. Hún fær hlutverk í „Gösta Berlings saga“, og flæk- ist síðan með Stiller til Konstantínópel, þar sem peningaleysi liamlar myndatöku. I>egar þau koma þaðan til Berlínar, fær StiUer ekkert að gera, en þau lifa á laun- um Gretu fyrir leik hennar í „Gleðisnauðu götunni." I>á fá þau tilboð frá Metro í Hollywood og hahla þangað, þar sem ýms- ir erfiðleikar mæta þeim. EFTIR eins mánaðar óvelkomið athafnaleysi, fór Stiller að reka kurteislega en ákveðið á eftir framkvæmdastjórn Metros um að láta Gretu fá hlutverk og hann sjálfan kvikmynd til að stjórna. Oftast talaði hann við Irving Thalberg, sem hafði komizt á örskömmum tíma til met- orða, var orðinn framleiðslustjóri hjá Metro að- eins 26 ára gamall og álitinn „undrabarn". Honum og Stiller kom frá upphafi illa saman. Stiller átti erfitt með að sætta sig við að taka við skipunum frá manni, sem var 16 árum yngri en hann og kunni hlægilega lítið til verka í samanburði við hann — samkvæmt áliti Stillers. Thalberg fannst aftur á móti Stiller vera upp- vöðslusamur, erfiður og ósanngjarn. Þar að auki hafðí Thalberg ekki verið sérlega hrifinn af Gretu Garbo í fyrsta og eina skiptið sem hann hafði séð hana, og honum hafði heldur ekki litizt vel á reynzlukvikmyndina frá New York. Stiller stjórnaði þá sjálfur nokkrum nýjum reynslumyndum, til að afmá þessi óheppilegu áhrif. Bæði Thalberg og Mayer leizt betur á þær, en fundu að hári hennar og tönnum. Mayer stakk upp á því, að tennurnar í henni yrðu rétt- ar eftir því sem þörf krefði og að hún setti sig sömuleiðis í samband við andlitsförðunardeild félagsins, til að reyna að finna klæðilegri hár- greiðslu. Stiller sá strax um að það væri gert. Og loks — tíu vikum eftir komu sína til Holly- wood — fékk Greta fyrsta hlutverkið sitt. Hún byrjaði næstum í flokki stóru stjam- anna í Ameríku, þar sem hún fékk aðal kven- hlutverkið á móti Ricardo Cortez í æði eftir- sóttri mynd. Hún hét „Virveln" og Montana Bell átti að stjóma henni. Þetta olli Gretu álíka mikl- um vonbrigðum og Stiller, því þau höfðu bæði tal- ið það víst, að hann mundi stjórna fyrstu ame- rísku kvikmyndinni hennar. Hefðu þau vitað þetta, er vafasamt að þau hefðu yfirleitt kært sig um að fara til Hollywood. Hún var svo skelfd við tilhugsunina um að vinna með ókunnugum stjómanda, á vinnustað þar sem henni fannst hún vera utangátta og innan um fólk sem hún skildi ekki, að hún bað Stiller að leyfa sér að sleppa við það og fá að fara heim til Svíþjóð- ar. Hann þvertók fyrir það og hún tók að sér hlutverkið. Þó Montana Bell stjórnaði myndatökunni, var það Stiller sem í rauninni mótaði leik Grétu. Hann steig að vísu ekki fæti sínum inn í vinnu- stofuna, nema fyrsta daginn, en á hverju kvöldi æfði hann atriði næsta dags með Gretu og gaf henni fyrirskipanir um hvert smáatriði. Þetta var reyndar einasta mögulega aðferðin, þar sem hún hafði enga þekkingu á aðferðum amerískra stjórnenda. „Amerískur stjórnandi segir leikar- anum að leika hlutverkið eins og hann vilji," seg- ir Greta í blaðaviðtali frá þeim tíma. „Síðan kem- ur hann með uppástungur sínar. 1 Svíþjóð er okkur sagt nákvæmlega hvernig við eigum að leika atriðið áður en myndavélin er sett af stað.“ Á hverjum morgni kom Greta því í kvikmynda- verið, reiðubúin til að leika hlutverk sitt eins og hún og Stiller vildu hafa það. Stiller ók henni þangað á hverjum degi, og sótti hana á hverju kvöldi og sleppti henni ekki úr augsýn meira en nauðsynlegt var. Hann gaf sig allan að þessu verkefni, þar sem Metro hafði ekki ennþá þrátt fyrir stöð- uga ásókn hans fengið honum neina kvikmynd til að stjórna. En þó hann væri svekktur og þjáð- ist af taki í bakinu, var hann hressilegur í framkomu, einkum gagnvart vinum sínum í Svíþjóð. 1 nóvember 1925 skrifaði hann vini sínum Axel Nilsson í Stockholmi: „Ég hefði vilj- að græða milljónina mína í skyndi og fara héð- an, en ég býst við að ég verði að vera hér kyrr í þrjú ár . . . Ameríkanar eru mjög snjallir, en ákaflega óskemmtilegir. Hér er engin evrópsk menning. 1 allri Ameríku lítur út fyrir að vera þjóð steypt í sama mót, sem öðru hverjiu brýtur lögin. Greta er byrjuð að leika fyrir kunnan stjómanda, og ég held að hlutverkið sé ágætt. í' : | VEIZTU —? | I 1. Hver var það sem orti „Alþing hið = I nýja" ? [ 1 2. Hver veitir kvikmyndaverðlaunin | frægu, Óskarsverðlaunin ? I 3. Hvaða fimm reikistjömur er hægt að | sjá með berum augum? | 4. Hvaða íslenzkur maður hefur gegnt | lengst ráðherraembætti ? | 5. Hver er frægasti Korsíkumaöurinn, i I .sem sögur fara af? | | 6. Hvað em mörg tvímenningskjördæmi i á landinu? Geturðu nefnt þau? i 7. Hver var sameiginlegur konungur | Frakklands og Þýzkalands? I 8. Hver var elzti þingmaðurinn siðast- | liðið kjörtímabil ? = 9. Hvar er Djöflaeyjan? i 10. Gáta: Lyktargóður, þunnur, þéttur, þefvfs, beinn, hár, áleitinn, svartur, ómóður, lipur, léttur, | Iævísasti heilsu hvinn. Bjá avör A bla. 18. ‘''mtiiiittiitiriiitiiiiiiiiiiiiniiiiiitmmiiiimiimmintiiiiiiiimimiiiHiiMiiniiiMó'' Ef hún bara er dugleg, held ég að hún eigi eftir að græða milljónirnar sínar . . . Meðan á kvikmyndun „Viveln" stóð, fóru ráða- mennirnir hjá Metro að fá meiri áhuga fyrir ungu leikkonunni, sem hafði að meira eða minna leyti verið þvingað inn á þá. Irving Thalberg var vanur að líta á kvikmyndatökuna á hverj- um degi og hann lét alltaf falla athugasemdir, sem sýndu hrifningu hans. Hægt og hægt fór það að renna upp fyrir hinum háu. herrum í fram- kvæmdastjórninni, að þeir hefðu af hendingu lent á einhverju óvenjulegu.' 1 sjálfu sér var fyrsta kvikmynd Gretu langt frá því að vera merkileg. Hún var byggð á ómerkilegri sögu eftir spánska rithöfundinn Blasco-Ibanez, sem hafði aflað sér talsverðs orðstýs um 1920, vegna kvikmyndunar á sögu hans, sem hafði vakið athygli fólks á Rudolf Valentino og vegna annarar myndar „Blóð og sandur". „Virveln" var greinilega óverulegri en þessar tvær. Greta lék hlutverk Leonoru, söngvinnrar, spænskrar sveitastúlku, sem er ástfangin af Don Rafael, syni riks herragarðseiganda. Ráðrlk móð- ir hans bannar honum að kvænast Leonoru. Og til að sýna að sér sé alvara, hrekur hún Leonoru og foreldra hennar úr húsinu, sem þau búa í, en lætur móður Leonoru vera kyrra sem hrein- gerningarkonu. Hinn veiklyndi Don Rafael get- ur aðeins horft aðgerðarlaus á aðfarar móður sinnar. En það er meiri dugur í Leonoru, sem fer til Parísar, þar sem hún verður fræg óperu- stjarna undir nafninu La Brunna. Vegna hinnar silfurtæru raddar hennar og annarra hæfileika hópast aðdáendurnir í kringum hana, þar á meðal nokkrir stórhertogar og spánski konungur- inn. Þeir keppast um að ausa yfir hana armbönd- um, hreysikattarkápum og öðrum gersemum. En hún getur ekki gleymt hinum veiklynda og glæsilega Don Rafael. Hún snýr því aftur til fæðingarbæjar síns, klædd sinni dýrmætustu loð- kápu, í von um að geta gifzt honum. 1 sömu andrá kemur flóð og meðan öldurnar æða í kringum þau, fullvissa Leonora og Don Rafael hvort annað um ást sína. En móðir hans grípur aftur fram í og skilur þau að — í þetta sinn fyrir fullt og allt. Don Rafael neyðist til að kvænast stúlkunni, sem móðir hans hefur valið, eignast tvö börn og verður ákaflega óhamingju- samur og stirður maður, gamall fyrir aldur fram. Leonora heldur áfram að vera óperusöng- kona, og syngur aríur sínar, fögur, dáð og öfund- uð, en jafnframt óhamingjusöm og með blæð- andi hjarta. „Virveln" var tilbúin tveimur dögum fyrir jól úrið 1925. Meðal frumsýningargestanna voru auk Gretu sjálfrar Victor Sjöström, Lars Hanson og aðrir Svíar. „Okkur fannst öllum myndin vera hreinasta forsmán, og Greta alveg hræðileg," hefur Lars Hanson sagt. „Stiller var æfur af reiði, svo slæm fannst honum hún vera.“ Myndin var líka langt frá því að vera fullbúin og fötin, sem Greta var í, voru hrejnasta hörm- ung. Joseph Alsop, sem nú er þekktur fyrir skrif sín um stjórnmúl, skrifaði meðal annars: „Ung- frú Garbo er l^lædd alveg ótrúlega ljótum fötum. 4

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.