Vikan


Vikan - 14.06.1956, Qupperneq 10

Vikan - 14.06.1956, Qupperneq 10
HVAÐA LITI KÝSTU ÞÉR? VIÐ vitum hvaða litum okkur geðjast bezt að, en vitum við hvers vegna? Til gamans fara hér á eftir nokkrar athugasemdir um hina ýmsu liti, þýddar úr enska blað- inu ,,Everywoman“. Hvað tákna litirnir? Hvítt er auðvitað allir litir, blandaðir í jöfnum hlutföllum — á sama hátt og svart er enginn litur. Hvít táknar því fullkomnun í litum — algert jafn- vægi. Það er litur gleðinnar í vest- rænum löndum, en sorgarinnar í Austurlöndum. Hvítt er svalasti lit- urinn á fatnaði, því hann endurkast- ar geislunum — frá líkamanum. sem manni finnst maður hafa af ein- hverju að státa í honum. Hvítt 1 hvitu getum við raunverulega verið hreyknar, því það gefur til kynna heilsteypta og agaða mann- eskju. En það þarf heflaða mann- eskju, bæði andlega og líkamlega, til að geta borið hvitt. Svart Ef kona er svartklædd, beinist at- hyglin að henni sjálfri en ekki föt- unum — og það er ástæðan fyrir því að sá litur er valinn. Hann kem- ur mönnum til að líta á vaxtarlagið. Því höfum við ákveðna liti í kringum okkur? Svart 1 svörtu finnst ekki vottur af neinum lit. Það er sagður litur hins illa. Svartur fatnaður er hlýr, því liturinn hleypir mörgum geislum sól- arinnar í gegnum sig. Svartmálaðir hlutir sýnast alltaf minni. Svartir kettir eru taldir boða illt víða um heim. Á Spáni ber svartur klæðnaður vott um kvenlega hlédrægni og í allri Suður-Evrópu þykir það bezt hæfa gömlu fólki að ganga svart- klætt. Því klæðumst við ákveðnum litum? Rautt hrífur okkur frá mæðu og leiðind- um. Þeim mun meira af rauðu sem er í herberginu, þeim mun meira þráir eigandi þess að lifa lífinu til fulls. Gult Það er litur fyrir gáfað fólk. Það virðist velja hann ósjálfrátt. Gulmál- aðir veggir hafa örvandi áhrif á hugann jafnvel meðan maður horf- ir á þá. • Blátt Það bendir annað hvort til móð- urlegra tilfinninga eða dýrkunar hreinleika að prýða herbergi sitt með bláu. Rautt Það er litur hins frumstæða lífs — aflsins, sem stendur að baki styrj- alda, haturs, ástar, ástriðna og fórna. Það er tákn valdsins engu siður en ástríðnanna. Heillalitur „allt eða ekkert“ fólksins, sem kýs fremur að fremja sjálfsmorð en slá undan, þeg- ar í harðbakka slær. Gult Litur vitsmunanna. Gult táknar í sálfræðilegum skilningi það sama og gull og er sá litur sem gefur til kynna sigur mannsins yfir hinu dýrs- lega í eðli sinu. Bezt metni liturinn í Austurlöndum, þar sem gulir stein- ar eru heillasteinar. Blátt Vísar til hins andlega hugarástands mannsins. Sem táknlitur hins himn- eska og heilaga, er blátt álitið hefja htlgann til æðri hæða. Það er uppá- haldslitur sveitafólks viða um heim. Óheillalitur í Austurlöndum, en sér- lega mikið notaður litur í Frakk- landi. Grænt er ríkjandi litur í náttúrimni. Haim róar hugann og taugarnar og hefur bætandi áhrif. En græni litur- inn er talinn fela í sér heiðna leyndar- dóma og tákn, því náttúran getur sýnt klærnar og á engu síður til grimmd en fegurð og gróanda. Mikið notaður litur á Irlandi og Italíu, en litið í heiðri hafður í öðrum kristn- um löndum. Purpurarautt Litur konunga, viðhafnar, hátíða- halda —• og fullkomnunar. Purpura- litur er samsettur úr rauðu og bláu og er því í senn ofsafenginn og and- ríkur litur, hættulegur fólki, sem ekki er í góðu jafnvægi, segja sálfræð- ingarnir. Fyrsti liturinn, sem menn kunnu að búa til. En hvað eftir ann- að hefur leyndardómurinn um það hvernig ætti að framleiða hann verið glataður um langan tima. Rautt veljum við til að vekja líkamlega ást. Það er æsandi og áreitinn litur. Það er ástæðan fyrir því, að við klæð- umst rauðu (þó við gerum okkur ekki grein fyrir þvi). Gult kjósum við eingöngu okkur sjálf- um t.' ánægju og veljum litinn með heilanum. Það ber vott um góða, skýra hugsun að hafa mætur á gulu. Grænt Veljirðu grænt bendir það til þess að þú viljir snúa aftur til náttúrunn- ar. Þú ert þreytt á menningunni og yfirborðsmennskunni. Venjulega ganga konur aðeins ’hluta af æfi sinni í grænu — þegar þær eru þreyttar eða særðar eða dauðleiðar á baráttunni við að komast áfram í lífinu og öllum gauraganginum. Purpurarautt 1 þeim lit finnst okkur við hafa einhverja yfirburði. Ef til vill höf- um við það, en kannski er sú til- finning aðeins gabb. Það er ákaflega vandasamt að klæðast þessum lit. Það er kannski einmitt þessvegna, Grænt Finnast þér grænmálaðir veggir, græn áklæði og græn gólfteppi falleg? Ef svo er, er heimilið senni- lega nokkurskonar felustaður fyrir þig; þar geturðu flúið frá raunveru- leikanum, inn í draumaheima. Það er góður litur í barnaherbergi. Furpurarautt Þeir sem mála herbergið sitt pur- purarautt eða fjólublátt, eru annað- hvort mjög yfirlætisfullir eða þeir eru litblindir. Fjöldi karlmanna sér alls ekki purpurarautt. Hvítt Finnst þér í raun og veru hvitt herbergi fallegt? Þá ertu óvenjuleg manneskja sem getur lifað hamingju- sömu lífi út af fyrir þig En þú get- ur líka verið ákaflega eigingjörn manneskja, sem enginn annar getur búið með. Svart Svartir lakkmunir, svartir ramm- ar, svört eikarhúsgögn benda til til- hneigingar til að setja sig á svið og hrinda af sér vonbrigðunum í lífinu. MATSEÐILL Smásilungur í Mayonuaise. 4 litlir silungar, 1 laukur, vatn, edik, salt, 1 lárberjablað, pipar. Fiskurinn hreinsaður, en höfuðin ekki skorin af (innyflin dregin út). Salti stráð á fiskinn, það skolað lauslega af eftir svolitla stund og silungnum stungið ofan í sjóðandi vatn, sem lauknum, edikinu, saltinu, lárberjablaðinu og piparnum er bætt út í. Soðinn við hægan hita í 8—10 mínútur, síðan látinn kólna á sigti. Á hvern disk er lagður einn sil- tmgur með sítrónusneiðum ofan á, salatblað með mayonnaise til hliðar og loks lítið franskbrauð. Soðin sfld. 8 síldar, 1 1. vatn, % dl. edik. Síldin er skafin og haus og inn- ýfli tekið burt, salti stráð á síldina. Eftir 10 min. er saltlð þurrkað af síldinni aftur og beinin tekin úr henni. Síldin er lögð á bakið, með vinstri hendi er síldinni haldið, en þumalfingur hægri handar færður meðfram hryggnum, svo að fiskur- < inn losni frá beininu. Smábeinin verður að taka með hníf. Síldin er því næst vafin þétt saman, látin I lítinn pott með sjóðandi vatni og ■ ofurlítið edik látið út í vatnið. Fram- reidd með kartöflumauksrönd. Skyr. Skyr, hrært út með vatni og sykri, er dálítið leiðigjamt ef það er borðað á hverjum degi, en þetta er mjög hollur matur. Hér er ný aðferð. Fyrir þennan rétt þarf lítið form — eða eggjabikara. Skyrið er hrært með hökkuðum radísum, lauk, salti og pipar, sem er því næst sett í vota eggjabikarana og hvolft á fat. Á diskinn er svo raðað ristuðu brauði eða rúgbrauði og smjörkúlum. Börn hafa meiri þörf fyrir fyrir- myndir en gagnrýnendur. Joseph Joubert. Börn og heimskingjar segja saxm- leikann. Enskur málsháttur. 14

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.