Vikan


Vikan - 14.06.1956, Qupperneq 13

Vikan - 14.06.1956, Qupperneq 13
ef hún nœoist, gæti ekkert bjargað lífi hennar. Og þó var svipur hennar rólegur og kviðalaus, röddin hæg og stillt. Það var ekkert flaustur í at- höfnum hennar. Hún var gjörsamlega búin að sigra þann ótta, sem fylgt hafði henni inn í dauðaklefann — hún virtist vera búin að gera það upp við sig að taka hverju, sem að höndum bar, með fullkominni ró. Nú sagði hún stillilega: „Það nær þá ekki lengra." ,,Við verðum að koma þér út!“ ,Ég treysti þér.“ Hún snerti hönd mina feimnislega eitt andartak. „Og ef illa fer — ef þeir finna mig — þá er engum um að kenna.“ Hún lygndi aftur augunum, opnaði þau svo allt í einu og brosti til mín. „Hvað um það, þú hefur gert meira fyrir mig en þú veist sjálfur. Þú munt aldrei vita, hve dásamlegt það er fyrir dauðadæmdan fanga að uppgötva allt í einu, að hann er ekki vinalaus.“ Ég var víst ekki upplitsdjarfur, þegar ég kom niður á varðstofuna aftur. Að minnsta kosti fannst Butler ástæða til að skjóta því að mér, að hann hefði ekki ætlað að „rjúka upp“, eins og hann orðaði það, um morguninn. „En maður er orðinn svo fjandi slæptur,“ bætti hann við. „Ég efast, um, að ég hafi sofið meir en fjóra, tíma síðastliðna tvo sólarhringa." Við urðum samferða út í grjótnámið, þar sem ég átti vakt. Mugridge var þar fyrir og gaf sig á tal við okkur. Hann var með nafnalistann, sem Butler hafði samið yfir fangana, sem fara áttu til Continental. „Ég hef verið að líta á þá,“ sagði hann, ,,og ég verð að segja eins og er, að mér lísUekki á liðið. petta er bölvaður slæpingjalýður. Það mætti segja mér, að við fengjum ekki handtak út úr þeirn án þess að liggja sífellt á þeim.“ „Þú verður fljótur að komast upp á lagið, ef ég þekki þig rétt,“ ansaði Butler þurrlega. Hann gerði enga tilraun til að leyna óbeitinni, sem hann hafði á manninum. Mugridge glotti. „Þú getur bölvað þér upp á það, Butler.“ Hann annaðhvort skildi ekki sneiðina, eða vildi forðast illdeilur við Butler. Hann horfði yfir fangahópinn, rýndi í nafnaskrána og sagði: „Annars finn ég ekki einn þrjótinn. Robert Plowers er hann kallaður hérna. Hvar heldur hann sig?“ Butler benti á mig. „Hann veit allt um hann." „Hann er nýr fangi," sagði ég, ,,og ég er ekki enn búinn að taka hann inn á fangelsisskrána." „Nú?“ „Nei, hann var veikur, þegar þeir komu með hann. Ég hef látið hann í friði. Ég býst við að koma þessu í verk í kvöld." Hún stóð grafkyrr, þolinmóð og sviphrein, og horfði beint í myndavélina. Ég spurði Mugridge, hvar Continental ætlaði að nota fangana, og hann ansaði, að það væri i fjalllendinu fyrir vestan Kenham, þar sem nýja járnbrautin suður til Florida og Louisiana ætti að liggju um. „Þetta eru eintómar vegleysur ennþá," sagði hann, „og fangarnir verða notaðir við ýmsar undirbúningsframkvæmdir." Svo bætti hann við ill- kvitnislega: „Þá mun ekki skorta verkefnin. Og gleymdu ekki þessum Flowers; okkur veitir ekki af að hafa þá alla." Ég ansaði, að hann þyrfti ekki að hafa áhyggjur af þvi, og flýtti mér að slíta samtalinu. Ég bjóst við að fá alveg nóg af Tom Mugridge næstu mánuðina. Það var mér síður en svo tilhlökkunarefni að þurfa að taka við skipunum frá honum. Ég mundi fá fleiri tækifæri en mig langaði til að umgangast hann eftir að við værum komnir með fangana upp í fjöllin. Dagurinn var lengi að líða og eftirvæntingin lá i loftinu. Ég þarf ekki að taka það fram, að fangarnir fylgdust af áhuga með leitinni að Gwen Benson. Og það efaðist víst enginn um, hvoru megin þeir stóðu. Það var auðséð á hreyfingum þeirra, að þeim hafði ekki orðið svefnsamara en vörðunum undanfarnar tvær nætur. Menn sofnuðu ekki auðveldlega frá þeim feluleik, sem þarna fór fram. Það er ekki oft í slikum leik sem um líf eða dauða er að tefla. IÆÉR var óvenjulega órótt innanbrjósts á leiðinni frá grjótnáminu tjl fangelsisins. Ég gat ekki gert mér ljóst, hvað olli þvi. Nú finnst mér engu líkara en ég hafi haft hugboð um það, að nýr og mikilvægur þáttur væri að hefjast í þessum ægilega leik. Ég greikkaði sporið, flýtti á eftir föngunum, fannst leioin að fangelsishliðinu aldrei hafa verið lengri. Þegar þangað kom, horfði ég fullur eftirvæntingar á verðina. Ekkert. Frá þeirra bæjardyrum séð, höfðu engin ný og óvænt tíðindi gerst að minnsta kosti. Það var ekki fyrr en búið var að loka fangana inni og ég var að búa mig undir að fara inn í klefa Roberts Flowers sem þeir atburðir gerðust nærri samtimis, sem í fyrstu sýndust alls óskyldir en sem fáeinum mínútum síðar voru orðnir samtvinnaðir hlekkir í örlaga- keðju Gwen Bensons. Klefafélagi Roberts Flowers rak hendina út á milli klefarimlanna, greip í mig og sagði skelkaður: „Vörður, ég held hann sé dáinn." 1 sömu andrá gægðist Butler út um dyrnar á varðstofunni og kallaði á mig. Tvö óskyld atvik. Annarsvegar lá 17 ára unglingur, sem lent hafði skuggamegin í lifinu, liðið lik inni i fangaklefa. Hinsvegar — kallað á mig til viðtals! Og þó vissi ég um leið og Butler kallaði, að nú voru forlagahjólin enn farin að snúast. Ég veit ekki, hvernig á því stóð. Ég veit aðeins, að þegar ég kom inn í varðstofuna, gerði ég það ekki, sem ég áreiðanlega hefði gert undir venjulegum kringumstæðum. Ég tilkynnti ekki, að fanginn Robert Flowers væri látinn. Þess í stað hlustaði ég þegjandi á Butler skýra mér frá því, að hann væri búinn að undirbúa nýja leit að Gwen Benson. Og mér brá ekki einu sinni, þegar hann sagði mér, að sú leit yrði framkvæmd í öllu fangelsinu — lika í herþergjum fangavarðanna. Sannleikurinn var sá, að um leið og hann lauk upp munninum, vissi ég hvað í vændum var -— og vissi hver mótleikur minn hlaut að verða! Ef Gwen Benson héldi kyrru fyrir í herberginu mínu, gat ekki hjá því farið, að hún fyndist. Eins og Butler hafði skipulagt leitina, var ekkert fylgsni til lengur, engin smuga. Það hlaut hver fangi að skila sér — eða finnast. Og i því lá lausnin! Ég var fullkomlega rólcgur þegar ég gekk út úr. varðstofunni. Ég staldraði við andartak fyrir framan klefa Roberts Flowers og sagði fá- ein orð við klefafélaga h''ns..Svp gekk ég upp á herbergið mitt og mér var næstum því létt í skapi. Ég læsti á eftir mér, opnaði skáphurðina og benti Gwen að komá út. Hún horfði beint á mig og sagði stilíilega: „Það hefur éitthvað kom- ið fyrir." Ég kinkaði kolli. „Þú verður að fara héðan." „Hvert?" Hún sagði þetta eins og hún væri að spyrja um veðrið. „Niður í fangelsið." „Já?" Ég tók i axlirnar á henni þéttingsfast, og horfði béirit framah í hana. „Hvað viltu gefa fyrir að lifa?" „Ansi mikið." „Hvað er ansi mikið?" „Nærri því allt." „Ertu sterk?" „Hvað áttu við?" „Ertu sterkf“ „Ég hef unnið mikið . . . já, ég er sterk." „Líttu á. Ef þeir finna þig, taka þeir þig og hengja þig. Ég get falið þig þar sem þeir geta elcki fundið þig." Hún horfði á mig þcgjandi langa stund og svo brosti hún allt í einu. „Er þetta svona voðalegt, sem þú crt að bjástra við að segja mér?“ „Það er eina vonin." „Gott og vel! Ég er reiðubúin." Ég benti henni að setjast og stóð fyrir framan hana og tróð í pípuna mína. Svo sagði ég: „Eins og komið er, er aðeins einn staður til þar sem þú ert óhult." „Og sá staður er?" „Meðal fanganna sjálfra!" Hún horfði hugsi á mig og andartak brá fyrir furðusvip á andliti 17

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.