Vikan - 26.07.1956, Blaðsíða 10
Um saltfisk og stúlkur,
177 brauðsneiðar o.fl.
„T?F ég væri dauðadæmdur og'
-Li getti eftir eina máltíð i þessari
veröld, þá mundi ég senda skeyti
tii Oskars Davídsens". skrifaði
Temple Fielding einu sinni í Satur-
day Evening Post. Og auðvitað
hefði hún sent skeytið til Danmerk-
ur. Hvert annað ætti að senda eftir
fyrsta flokks mat?
Hjá Oskari Davidsen er allur mat-
ur góður, en það er þó smurða
brauðið, sem einkum hefur gert
garðinn frægan. Gestirnir geta val-
ið um 177 brauðsneiðar á meirá en
meterslöngum lista og þar að auki
milli fjögurra brauðtegunda: rúg-
brauðs, franskbrauðs, súrbrauðs og
harðbrauðs.
Á listanum gætir margra grasa.
Þai- er t. d. „Morgunmatur dýra-
læknisins", brauðsneið með lifrar-
kæfu, salamipylsu og fíntskorinni
spægipylsu. Og hvað skyldi þá dýra-
læknirinn fá í náttverð? Jú, það er
þarna líka: brauðsneið með fleski,
soðhlaupi og safamiklu, þunnt
skornu saltkjöti. Á listanum er líka
„uppáhaldsbrauðsheið H. C. Ander-
sens“. Samkvæmt honum mun þeim
góða manni hafa þótt bezt að hafa
flesksneiðar, tómatasneiðar, lifrar-
kæfu með sveppum, sterkt soð-
hlaup og piparrót ofan á brauðið
sitt.
1 þessu veitingahúsi er hægt að
fá brauð með hverju því ofanáleggi,
sem nöfnum tjáir -að nefna: með
fiski eða skeldýrum, nýju kjöti,
saltkjöti, kjúklingakjöti eða reyktu
kjöti, eggjum og salötum og alls
kyns ostum, innlendum og útlend-
um.
Biðji maður um brauðsneið með
íækjum, tekur maður það fram hve
mikið maður vilji ofan á sneiðina
sína. Það er hægt að fá brauð með
tveimur lögum (45—55 rækjum),
brauð með „rækjutroðningi" (80—
100 rækjum) eða rækjuhrúgu (180
200 rækjum) . . .
En nú er komið allt of mikið vatn
í munninn á mér. Ef ég held þannig
áfram, endar það með því að ég
panta mér eina brauðsneið og fæ
hana senda með flugvél, en þannig
afgreiðir veitingahúsið líka brauð í
hentugum umbúðum, til afhending-
ar úti á flugvöllunum.
Það er þó hægt að þurrka munn-
inn á hentugri hátt. Á brauðlistan-
um frá Oskari Davidsen er brauð-
sneið, sem einmitt er hægt að
smyrja sér heima um þessar mund-
ir — sneið með nýreyktri síld, einni
eggjarauðu og hökkuðum radisum.
EFTIRFARANDI klausa birtist i
Berlinske Tidende 20. síðasta
mánaðar:
„Esbjerg: Islenzkur togari kom í
gær til Esbjerg með saltfiskfarm,
en auk fisksins hafði hann með-
ferðis óvenjulegan farm: 24 ís-
lenzkar stúlkur. Þær eru áhangandi
skipsmönnunum, sem höfðu talið
skipsstjórann á að taka þær með í
Danmerkurferðina, því þær langaði
til að verzla í dönskum verzlunum.
Stúlkurnar komu því allar sérlega
fjársterkar. Það eru einkum vefn-
aðarvörur og húsgögn, sem þessar
ísienzku stúlkur hafa mestan áhuga
á, og togarinn verður sennilegast
drekkhlaðinn á heimleiðinni".
OG hér eru svo nokkrar upp-
skriftir af salötum úr hráu
grænmeti:
sumarsalat:
1 stórt eða tvö minni salathöfuð,
2 vel þroskaðir tómatar, % agúrka.
Blöðin í salatinu eru losuð í sund-
ui' og tómatarnir skornir í bita.
Agúrkan er skorin í sneiðar, ekki
mjög þunnar. Sósan er búin til úr
hálfri sítrónu, 3 msk. salatolíu og
ofurlitlu af hunangi. Þessu er öllu
blandað vel saman og smátt skorn-
um lauk stráð yfir.
GULRÓTARSALAT.
Veljið safamiklar gulrætur, ef
hægt er og rífið þær niður, eftir að
þær hafa verið þvegnar og afhýdd-
ar. Kreistið þvi næst saman við þær
sítrónusafa og berið matarolíu með,
því sumir vilja þetta heldur olíu-
iaust. Skálina má skreyta með ein-
um tómat og ofurlitlu grænu.
RA UÐKÁLSSALAT.
Þegar rauðkálið hefur verið skor-
ið smátt niður, er bætt út í það
sítrónusafa og svolitlu ediki og
þannig er það látið bíða í sólarhring.
Áður en það er borið á borð er
grænmetissafanum hellt af því, og
aftur bætt í það sítrónusafa og mat-
arolíu. Skálina má skreyta með
sítrónusneiðum.
AMERISKT SALAT.
Skerið epli og banana í smábita.
Hrærið síðan saman við það nýjum
rjóma og bætið í nokkrum dropum
af sítrónusafa. Stráið svo örlitlu af
hvítum pipar yfir salatið.
ÞAÐ er nú orðið greinilegt að síða hártízkan ætlar að
sigra stuttklippta hárið. Að vissu leyti er ég fegin.
Hrifning mín á stutta þægilega hárinu, sem þarf að klippa
í hverjum mánuði, dvínaði talsvert þegar ég fékk fimm-
tíuogtveggjakrónu klippinguna. Það var þegar ég ætlaði
að spara mér hárlagningu (sem ásamt klippingu og þvotti
kostar 35 kr.) og labbaði inn til hárskera við Láugaveg-
inn. Klippingin var alveg fyrirtak, mikil ósköp! Hárið
var meira að segja vætt ofurlítið á eftir og volgur straum-
ur látinn leika um hárbroddana (og hálsinn, u-m-m!) En
ég vaknaði upp við vondan draum. „52 krónur, takk!“
Nú á hárið helzt að ná næstum niður á herðar og liggja
slétt, engar krullur — en það þarf að lyftast og vera líf-
legt. Og hvernig er farið að því? Jú, það má t. d. hafa
permanent í undirhárunum, en láta yfirhárin liggja slétt,
eða fá sér ofurlítið permanent, sem sett er í í stórum lokk-
um, svo að alls ekki komi krullur eða liðir í hárið.
Hárlagningin skiptir þó mestu máli (það þarf líka að
leggja slétt hár). Simon hjá snyrtistofu Elizabetar Adren
gefur eftirfarandi skýringar á slíkri hárlagningu með
myndunum hér fyrir neðan.
Eins og þið sjáið, er hægt að ná þessum umtöluðu áhrif-
um með heimalagningu. Hafið nokkra tveggja sm. þykka
krullupinna við hendina eða búið þá til sjálfar með því
að brjóta saman baðmull. Auðvitað verður að væta hárið
fyrst og láta það síðan þorna alveg.
t. Skiptið hárinu hægra megin og greiðið það renni-
slétt.
2. Vefjið upp á nokkra pinna framarlega á höfðinu.
3. Greiðið hárið vel að aftan og í hliðunum og bindið
um það borða, sem liggur um hnakkann og er bundinn í
slaufu framan á enninu.
4. Vefjið öllu hárinu þar fyrir neðan utan um ,,pinna“
úr baðmull, sem liggur þvert yfir allan hnakkann.
5. Greiðið þetta vel og festið hárinu með hárnálum.
6. Setjið hárnet yfir hárið og festið það með hárnálum
að framan, eftir að hafa rúnnað rúlluna í hnakkanum vel
með því.
Þegar hárið er orðið þurrt, má greiða það þannig að
það lyfti sér, þó það virðist liggja slétt.
Síða hárið er að sigra
10