Vikan


Vikan - 26.07.1956, Blaðsíða 13

Vikan - 26.07.1956, Blaðsíða 13
segja harla ósennilegt, að það sanni sakleysi mitt. Það getur til dæmis verið, að hann hafi vitað að hann gæti ekkert hjálpað mér með vitnis- burði sinum, og svo hafi hann búið til þessa sögu um fótbrotið, til þess að losna við að þurfa að ferðast alla leið frá New York til einskis". Ég tók fram pípuna mína og tróð í hana. Ég vildi helzt losna við að svara þessu. Gwen hafði rétt fyrir sér. Við máttum ekki byggja of miklar vonir á Stephen Klinker lækni. Rex Carson losaði mig við að svara. Hann beygði sig, greip i handlegginn á Gwen og sagði þjösnalega: „Upp með þig! Það á að fara að kalla“. Ég beið dálítið afsíðis á meðan Carson og hinir flokksstjórarnir létu fang- ana hefja vinnuna. Ég ætlaði að fylgjast með flokknum, sem Gwen vai' í, ef nærvera mín gæti orðið henni að einhverju liði. Ég sá hana standa upp, reisa við flekann, sem lá við fætur hennar, og biða. Svipurinn var dapur og þreytulegur, andlitið rykugt og ljósar rákir í rykgrímunni, þar sem svitataumar höfðu runnið niður ennið og kinnarnar. Engum ókunnugum hefði dottið í hug, að ungi grannvaxni fanginn, sem hýmdi þarna, væri sú Gwen Benson, sem allir voru að leita að. Skammt frá henni stóðu nokkrir fangar aðrir með samskonar fleka. Óbreyttur borgari hefði átt erfitt með að átta sig á því, hver var til- gangur þessara fleka. En í fangastofnunum Suðurríkjanna voru þeir enn algeng sjón upp úr aldamótunum. Þetta voru burðarbrettin alræmdu, sú uppfinning, sem af refsitækjum þeirra tíma jafnaðist á við svipuna og gapastokkinn. Þetta voru járnbent trébretti, rösklega meter á hæð og um 70 centi- metra breið. Þykkar leðurólar voru festar við gilda járnhringi frarnan á brettunum, en aftan á þeim og neðst var einskönar hilla. Þau voru borin eins og bakpokar nútímans, og eins og nafnið bendir til, voru þau notuð til burðar. Jafnvel tóm voru þau þung og óþægileg. Ég sá kvíðann í augum Gwen, þegar Carson nálgaðist. Eitt andartak sýndist mér hún horfa biðjandi á hann. En þegar hann lyfti brettinu, smeygði hún handleggjunum orða- láust í ólarnar, og andlit hennar var rólegt og einarðlegt, þegar hann spennti brjóstgjörðina að henni. Hún hoi'fði ekki á hann fremur en hann væri ekki til, og gegndi þegjandi, þegar hann benti henni að taka sér stöðu hjá hinum burðarföngunum. ÉG GEKK aftast á leiðinni niður að vögnunum. Það var nærri tuttugu mínútna gangur og þó undan fæti alla leið. En ég reyndi ekki að tala við Gwen. Það gæti vakið grun, og það vissu sannarlega nógu margir leynd- armál okkar. Raunar hafði ég ekkert við hana að tala fyrr en ég hefði heyrt frá Shayne lögfræðingi. Ég slóst aðeins í förina til þess að veita henni þann styrk, sem ég gæti, með nærveru minni. Ég hafði ekki hug- mynd um, hvað í vændum var. Það var ekki fyrr en Mugridge birtist i dyrunum á fangavarðavagninum, kallaði á mig og kynnti mig fyrir manninum, sem sat þar inni yfir viskýglasi, að ég vissi, að nú yrði mál Gwen Benson tekið til dóms í annað skipti. „Gaston,“ sagði Mugridge og rödd hans var lotningarfull, „þetta er Patrick Shayne, hinn frægi lögfræðingur. Herra Shayne er kominn alla leið hingað til þess að ræða við þig um mjög mikilvægt mál, sem hann segir að þú getir gefið upplýsingar um“. „Erfðamál, Gaston," sagði Shayne og deplaði framan í mig augunum, eins og hann vildi segja: Einhverju verðum við að ljúga að karlfauskn- um. Svo sneri hann sér að Mugridge: „Þér hafið verið mjög hjálpsamur, varðstjóri, og ég er yður ákaflega þakklátui'“. Hann lyfti glasinu bros- andi. „Og gestrisni yðar er vissulega óaðfinnanleg". Mugridge var allur á hjólum og Shayne varð að þiggja aftur i glasið. Hann slapp ekki ut fyrr en hann minnti Mugridge á, að hann ætti langa fei'ð fyrir höndum og góðan klukkutíma gang þangað sem hann hafði orðið að skilja ekil sinn og kerru eftir. Svo þaklcaði hann honum aftur fyrir gesti'isnina, tók undir handlegginn á méi' og leiddi mig út. Við gengum burt frá vögnunum og námum staðar undir kræklóttri hríslu, sem einhvernveginn hafði tekist að festa rætur í þessari gráu steinauðn. Ég sá útundan mér, að Carson var að lyfta byrðunum á bök fanganna; þeir stóðu bognir og vesælir undir farginu; fáeinum mínútum síðar hófu þeir gönguna uppeftir, mjökuðust áfram í einfaldri röð eins og röndóttar vofur; og Carson rak lestina með sigarettu dinglandi milli varanna og svipuna í handarkrikanum. Við töluðum saman, Patrick Shayne og ég, í hálfa klukkustund. Svo kvöddumst við með handabandi, og ég stóð kyrr og horfði á eftir hon- um niður fjallshlíðina; og í fjarska, óralangt í burtu, þóttist ég' eygja kerruna hans. Ég horfði lengi á eftir honum. Loks sneri ég mér við og tróð í pípuna og hélt af stað uppeftir á eftir föngunum. Ég fór mér rólega, vissi að ég mundi ganga þá uppi. Jafnvel með Carson til fylgdar, gátu þeir ekki komist þetta með byröar sinar á skemmri tíma en tveimur klukkutímum. Ég kom að þeim á flöt fyrir neðan bratta skriðu; þeir krupu eða sátu með burðarbrettin á bakinu og Carson hafði leyst af þeim klifjarnar. Þegar hann sá mig, veifaði hann. svipunni og sagði reiðilega: „Það fær einhver að finna fyrir þessari, þegar við komum uppeftir. Þetta er í þriðja skipti á þessum spotta sem þeir heimta að fá að stoppa. Hengja hausinn og neita að hreyfa sig nema þeir fái að hvíla sig við hvert fótmál“. Gwen leit upp. Hendur hennar héngu niður með síðunum og svitadrop- ar perluðu á andlitinu. Hún sagði rólega yfir öxlina á sér: „Þetta er ansi erfitt, Carson". Svo leit hún á mig. „Þessi maður. Var það...?“ Carson færði sig nær. Ég horfði snöggvast á hann, ypti svo þreytulega öxlum. „Jú, Carson, hlustaðu bara; það skiptir naumást máli“. Ég sá hvernig Gwen kreppti hendurnar, sá roðann hlaupa fram í kinn- arnar á henni undir rykgrímunni. Sem snöggvast leit hún á mig bænar- augum, stórum, skærum, áköfum augum, eins og barn, sem er að biðja um eitthvað, sem það þráir. Svo hneigði hun höfuðið og lág stuna braust fram á varir hennar. „Ég skil,“ tautaði hún. „Þetta var til einskis. Ég hoi'fði á hana, fann til innilegrar meðaumkunar, langaði helzt að snúa mér á hæl og flýja eitthvað út í buskann; horfði í þessi stóru augu og á þetta stillta, greindarlega andlit og á þennan granna líkama með burð- arólar um brjóst og herð.ar; horfði á stúlkuna, sem kraup fyrir framan mig í eymd sinni og einstæðingsskap; liorfði á hana langa lengi án þess að koma upp orði og bölvaði þeirri stundu þegar leiðii' okkar höfðu fyrst legið saman. Carson færði sig nær, unz hann stóð fyrir aftan hana. Loks tautaði ég: „Gwen, það er kominn tími til að halda af stað aftur“. Hún lyfti höfðinu, studdi sig með höndunum og reis hægt á fætur. Þeg- ar hún hafði rétt úr sér, spurði hún: „Breytti þetta þá engu, þetta með læknirinn ? Var það kannski eintómur misskilningur, að hann hefði aldrei farið til New York?“ Ég sagði: „Nei, hann fór ekki til New York og það er rnjög liklegt að þú hafir séð hann í Shanon, þegar hann að eigin sögn átti að liggja fót- brotinn í þúsund mílna fjarlægð". Hún hristi höfuðið hægt. „En ég skil þetta ekki,“ hvislaði hún. „Ef hann laug að réttinum, til þess að þurfa ekki að mæta sem vitni — ef hann lét líta svo út sem hann lægi fótbrotinn í New York, þegar ég óskaði eftir, að hann yrði kvaddur sem vitni — og ef það er sannanlegt, að hann hafi vísvitandi skotið sér undan þessu — ef. . .“ Hún þagnaði og hrukkaði ennið ráðþrota. Ég benti Carson að doka við. Hann rétti úr sér og glotti. „Jæja þá,“ sagði hann og háðið draup af hverju orði, „hún er þá ekki sá blessaði sak- leysingi sem þið hafið haldið". Svo bætti hann við, og röddin var hvöss og köld: „Reyndar hef ég aldrei verið svo barnalegur að trúa henni“. Ég sagði: „Gwen, þér missýndist ekki, þegar þú sást Stephen Klinker í Shanon. Og hann laug, þegar hann skaut sér undan því að bera vitni í máli þínu. En ekki af þeim orsökum, sem við höfðum kannski vonað. Patrick Shayne er búinn að tala við hann. Gwen . . .“ ég þagnaði andartak áður en ég lauk við setninguna........Gwen, Stephen Klinker læltnir kom sér hjá því að bera vitni fyrir réttinum, vegna þess að liann óttaðist að það, sem liann yrði að segja, mundi gera mdlstað þínn verri". Það varð löng þögn, dauðaþögn, unz Carson byrjaði að hlægja. Hann hló þar til tárin streymdu niður kinnar honum. Þetta var ískaldur stork- andi hlátur, og Gwen Benson stóð grafkyrr með titrandi yarir og starði sljóum augum fram fyrir sig. Ég horfði á hana og hikaði. Átti ég áð rétta henni höndina, segja henni að láta ekki hugfallast, fullvissa hana fjálglega um, að enn væri ekki fokið i öll skjól ? En hvað stoðaði það? Staðreyndirnar blöstu við okkur. Vitnið, sem Gwen hafði byggt allar vonir sínar á, var úr sögunni. Á einni svipstundu hafði þessu hálmstrái verið sópað burtu. Veiki þráðurinn í ákærunni var orðinn hlekkur í sannanakeðjunni gegn henni. Forsendurnar fyrir áfrýjun dauðadómsins voru þurrkaðar út. Leikurinn var á enda. Ég hikaði, og í áugum hennar sá ég, að hún gat lesið hugsanir mínar. Carson sagði óþolinmóður: „Eigum við að standa hér í allan dag?“ Ég sagði: „Þú verður að velja, Gwen“. „Þú átt við . . .?“ Hún þagnaði og horfði framan í mig og beið, en Carson svaraði spurningu hennar fyrir mig. „Auðvitað!“ sagði hann kæruleysislega. „Hvað annað? Þú átt um tvennt að velja, litli, snoppufríði morðinginn minn. Þú getur hætt þessum skolla- leik og leyft þeim að hengja þig, eins og þeir endilega vilja. Eða þú getur haldið áfram að vera fangi númer þrír-sjö-sex-tveir-sex -- pörupiltur að nafni Robert Flowers“. Gwen horfði í augu mér og ég' kinkaði hægt kolli. „Já,“ sagði ég lágt „þú verður að velja“. Hún stóð grafkyrr og horfði framan í mig og af svip hennai' mátti ekk- ert ráða. Svo brosti hún allt í einu, brosti þreytulega og dálítið kuldalega, og sneri sér að Carson. „Jæja“, sagði hún rólega, „við erum víst búin að standa hérna nógu lengi“. Hún laut fram yfir sig og hann lyfti byrðinni — tveimur sementspok- um — á burðarbrettið á baki hennar. Andartak virtist hinn granni líkami ætla að kikna undir farginu, en hún spyrnti fótunum út undan sér og sióð þannig, gleiðfætt og í keng, á meðan Carson lyfti pokunum á hina fangana. Fimmtíu kíló vóg byrgði hennar! Engu minna en lagt var á fílef da karlmenn. Ég kreppti hnefana, horfði á Carson og bölvaði. Hann tók í öxlina á Gwen, ýtti henni inn í röðina og skipaði: „Af stað!“ Svo sneri hann sér við, ypti öxlum eins og hann vildi segja: Ég geri bara skyldu mína, c»g kallaði til min með illkvitnislegu glotti: „Já, vörður góður, þetta kaus hún“. Framhald i ncesta blaöi Undirritaöur nslcar eftir a'ð gerast áskrifandi að VIKUNNI Nafn ....................................... Heimttisfang ............................... Til Heimilisblaðsins VESUNNAR H.F., Reykja\ik. 13

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.