Vikan


Vikan - 05.09.1956, Blaðsíða 5

Vikan - 05.09.1956, Blaðsíða 5
wood. En áhug'i Gretu var farinn að dofna — það var sama gamla sagan. Að lokum skildust leiðir þeirra Hausers, en þau héldu áfram að vera g'óðir vinir. 27. KAFLI. Styrjöldin færði Gretu Garbo ótal vandamál og áhyggjur, bæði hvað snerti einkalíf hennar og atvinnu. Hún óttaðist að Þjóðverjar mundu her- nema Norðurlöndin og hafði því fengið móður sína og bróður ásamt fjölskyldu hans til Banda- 1 myndiimi „Tvíburasysturnar“ lék Greta á móti Melvin Douglas. I»að varð síðasta myndin hennar. ríkjanna. Þau stigu á land í Kaliforniu í lok desembermánaðar árið 1939 og settust að í ein- býlishúsi í Inglewood. Ættingjar Gretu voru enn- þá hlédrægari en hún sjálf, ef það var þá hægt. Þau umgengust engan, og Greta talaði aldrei um þau. Móðir Gretu dó í Kaliforníu, en þeir voru fáir sem vissu um það. Þegar Greta kom í fyrsta skipti til Svíþjóðar eftir stríðið, spurði einhver hana hvernig móðir hennar hefði það. Greta stóð út við gluggann á heimili vinkonu sinnar og svar- aði án þess að snúa sér við: „En hvað hér er fallegt útsýni!“ Stríðið hafði meiri hættu í för með sér fyrir velgengni Gretu en nokkurrar annarrar leikkonu. Það vai- opinbert leyndarmál, að myndir hennar öfluðu mestra tekna i Evrópu. Já, í raun og veru höfðu aðeins fáar af myndum hennar „gengið“ í Ameríku. Vitneskjan um að hin hástemmdu, rómantísku harmhlutverk gerðu hana að átrún- aðargoði evrópskra kvikmyndagesta, hafði alltaf ráðið úrslitum við valið á hlutverkum hennar. En árið 1940, þegar stríð geisaði í Evrópu og Frakkland var úr leik, þá var hin arðvænlegi út- lendi markaður orðinn að næstum engu. Metro- Goldwyn hlaut því að snúa sér að því að nota Gretu í myndir, sem skírskotuðu meira til banda- rískra kvikmyndahúsgesta. Eftir margar og langvinnar umræður komst félagið að þeirri niðurstöðu, að kvikmyndaleik- konan, sem hlotið hafði frægð fyrir að sýna fagrar, vonsviknar konur, fangaðar í silkineti ástarsorgarinnar, skyldi nú breytast I heilbrigða, lifsglaða bandaríska „glamourgirl“. Greta sam- þykkti þessar heimskulegu ráðagerð með hálf- um huga. ,,Tvíburasysturnar“ (Two-Faced Wo- man) var valin sem fyrsta myndin, þar sem hún kæmi fram í hlutverki hressilegrar og sport- legrar stúlku. Og örlögin höguðu því þannig, að það varð síðasta kvikmyndin hennar. Þó að Metro neitaði því, þá var „Tviburasyst- urnar" endurtekning á myndinni „Systir hennar frá París“, sem Constanca Talmage hafði leikið í árið 1925. Handritið var byggt á ungversku leikriti um hversdagslega eiginkonu, sem vinnur aftur hylli eiginmanns sins með þvi að látast vera sín eigin tviburasystir. Hugmyndin var ekkert sérlega frumleg, en Metro lét ekkert undir höfuð leggjast til að gera hið allra bezta úr henni. Þremenningarnir S. N. Behrman, Salka Viertel og George Oppenheimer skrifuðu handritið. Mel- wyn Douglas var gerður að mótleikara Gretu, en þau höfðu átt svo vel saman í „Ninotehku", á leikendaskrána voru sett fín nöfn, eins og Con- stanca Bennett og Ruth Gordon, og George Cukor, sem hafði stjórnað Gretu í hinni velheppnuðu ,,Kamelíufrú“, fékk það hlutverk að stjórna. Undir eins og byrjað var að kvikmynda, hóf Metro ákafa auglýsingarherferð, með sífelldum upphrópunum um, að nú skyldi fólk fá að sjá „splunkunýja Gretu“. I ,,Tvíburasystrunum“ mundi hún í fyrsta skipti í amerískri mynd láta sjá sig í sundbol, var sagt, og það meira að segja sundbol, sem hún hefði sjálf teiknað! Enn- fremur var það upplýst, að nú væri hún kom- in með nýja greiðslu, stuttklippta lokka, sem spáð var að yrði álíka áhrifarík og siða Garbo- greiðslan hafði verið 1932. En ekki nóg með það - - Greta átti líka að sjást á sundi og á skíðum, „þegar hún væri að kljást við eiginmann sinn í fötum, sem sýndu kynþokka hennar“ og — það átti að vera lang nýstárlegast og léttúðugast — hún átti að sjást dansa nýja tegund af rumba, sem kölluð var ,,chica-choca“. Fyrirhöfn Metros var heldur ekki til einskis. En öfugt við alla þessa takmarkalausu bjart- sýni, var Gretu þungt í skapi meðan á kvik- myndatökunni stóð. Henni leizt ekkert á þessa stefnu, sem málið hafði nú tekið. Oft kom til rifrildis og uppnáms og kvikmyndastjórinn og framleiðslustjórnin höfðu næstum alltaf ólíkar skoðanir á öllu. Þetta niðurdrepandi, spennta and- rúmsloft gerði Gretu ennþá sannfærðari um að hún hefði lagt út í eitthvað, sem ekki gæti farið öðruvísi en illa. Hún var svo niðurdregin að hún fór í alvöru að trúa því að þetta væri vísvit- andi samsæri frá Metros hálfu til að eyðileggja framtíð hennar. „Þeir eru að reyna að myrða mig,“ sagði hún einu sinni. Það var einn maður, sem deildi þessum áhyggj- um með henni, Adrian, sá sem hafði teiknað all- an fatnað hennar síðan hún kom til Hollywood. „Það var Gretu vegna að ég fór seinna frá Metro“, hefur hann sagt. „1 síðustu kvikmyndinni hennar var reynt að breyta henni i sportlega stúlku. Ur því þeir vildu ekki- lengur hafa neinn töfraljóma yfir henni, þá gat ég ekkert gert. Hún var búin að skapa sérstaka manngerð. Með því að eyðileggja þá mynd, voru þeir búnir að eyðileggja hana um leið. Þegar Greta fór frá Metro, fylgdi fegurðin í kjölfar hennar. Og ég fór líka.“ Myndin ,,Tvíburasysturnar“ var fi’umsýnd í nóvember 1941, og alveg frá upphafi stóð mikill styr um hana. Ameríska siðgæðisnefndin dæmdi hana ósiðlega. Kaþólsku prestarnir lögðu í fyrsta sinn bann á A-framleiðslu frá Hollywood. 1 fréttatilkynningu til blaðanna lýsti nefndin því yfir, að ,,hin siðlausa og óki'istilega afstaða til hjónabandsins og skyldna þess“ væri orsök þess- ara aðgerða. ,,1 myndinni væru tælandi atriði, samtöl og atvik, og að klæðnaðurinn væri of freistandi". Svipaðar aðgerðir dundu nú yfir úr öllum átt- um. Myndin var bönnuð i Ástralíu. 1 New York hvatti kaþólski erkibiskupinn Francis J. Spellman presta sína til að gera safnaðarfólki sínu það vcl ljóst, að „myndin freistaði til synda og væri hættuleg almennu siðgæði". 1 Providence á Rhode Island bönnuðu bæjaryfirvöldin myndina. Og fyrir áhrif kaþólsku ákærunefndarinnar á Manhattan og Bronx var myndin dæmd „ósiðleg í augum hverrar virðingarverðar manneskju, karls eða konu“. Hvarvetna kom fram sjálfskipað kvik- myndaeftirlit. Þessar reiðiþrungnu árásir á „Tviburasysturn- ar“ komu Gretu á óvart og særðu hana. Hún hafði alltaf færst undan því að leika „slæmar konur,“ og nú leit út fyrir að hún hefði gert verstu mis- tök æfi sinnar. Hún var sannfærð um að hún væri skotspónn skipulagðrar ofsóknarherferðar. Og allur þessi gauragangur útaf myndinni styrkti hana i þeirri trú, að hún hefði orðið fyrir illviljuðu samsæri. „Þeir hafa grafið gröf mína,“ sagði hún. Andspænis banni nefndarinnar átti Metro um tvennt að velja, annað hvort að láta gagnrýnina sem vind um eyrun þjóta —■ og hætta með því á fjárhagslegt tjón — eða gera þær breytingar á myndinni, sem nefndin gæti sætt sig við, og eyðileggja þannig hugsanlegt listrænt gildi henn- ar. Og Hollywood veit alltaf hvað gera skal, þeg- ar peningar eru í hættu. Strax eftir yfirlýsingu nefndarinnar tilkynnti Metro, að „Tvíburasyst- urnar“ skyldi kölluð inn til endurskoðunar. End- urskoðunin lá í því, að bætt var inn í myndina Framháld á bls. Hþ ¥ Á myndinni sjást skó- burstarar í Kóreu í skólatíma hjá Itwon Ung Pal. Töskurnar með skó- burstum þeirra og skó- svertu standa við hlið- ina á þeim. Kwon Ung Pal þessi hafði það starf á hendi að taka fasta drengi, sem betluðu og stálu, en haun komst brátt að raun um, að þeir þurftu miklu frem- ur á kennslu að lialda en hegningu. Nú rekur liann skóla fyrir 670 skóburstara, götusala, blaðasala o. s. frv. Hami fær talsverðan styrk til þess frá undirstofnunum Sameinuðu þjóðanna. 5

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.