Vikan - 05.09.1956, Blaðsíða 7
þá peninga, sem við vinnum okkur inn bæði ég' og Mahala, til að geta
sem fyrst sótt þig.“
Mahmed lifði góðu lífi: Tony frændi hans borgaði honum laun, sem
honum fundust stórkostlega rífleg. Eftir eitt ár reiknaði hann með að
hafa náð fj-rsta áfanganum: að geta skilið við Mahölu og sótt Jurödu til
Evrópu.
En þá kom óvænt strik í reikninginn, sem setti fjárhag fjölskyldunn-
ar úr jafnvægi, og því miður fylgdi fleira á eftir. Einn fagran morgun
var komið með þvottavél. Og áður en mennirnir báru hana upp, kröfðust
þeir fyrstu mánaðarlegu afboi'gunarinnar af henni. Konan yðar pant-
aði hana, sögðu þeir við Mahmed.
Þetta var alveg óhugsandi. En samt var það satt. Samkvæmt ráð-
leggingu Tonys hafði Mahala pantað þvottavélina, og nú átti Mahmed að
borga inn á hana í hverjum mánuði, þangað til þau ættu hana. Og það
var ekki nóg með það! Mahala keypti sér víðan tækifæriskjól og veitti
sér miða í kvikmyndahús, án þess að skammast sín hið allra minnsta þó
hún eyddi heilu dögunum í að horfa á kvikmyndir, stundum sömu mynd-
ina þrisvar í röð, og það meira að segja í heilögum mánuði Ramadans . . .
að Allah hegni henni . . .
Mahmed var ekki maður sem lét sér slíkt lynda og það sagði hann
Mahölu hreint út. Hún horfði beint fraraan i hann, án þess að fara hjá
sér og sagði: — Því skyldi ég þreyta mig á að þvo þvottana eins og villi-
maður, úr því ég er í Ameríku, þar sem konurnar þvo í þvottavélum?
Tony frændi sagði mér að kaupa þvottavélina, Tony frændi sagði mér að
kaupa kjóhnn og Tony frændi hefur sagt mér að fara í kvikmyndahús,
til að læra ensku.
— En þú átt að hlýða mér en ekki Tony frænda.
-— Tony frændi á húsið, hann gefur þér peningana og hann hefur sagt
að þú eigir að deila þeim með mér.
Þetta leit heldur illa út, ekki satt? Kvöld nokkurt kom bréf frá Jurödu
með fréttum, sem gerðu það ennþá meira aðkallandi að flýta komu hennar.
að því. Lögfræðingurinn, sem hann leitaði til fullvissaði hann um, að
formsatriðin væru aúðveld viðureignar og tækju skamman tíma, ef tekið
væri tillit til þess hve lengi þau væru búin að búa í Bandarikjunum. Þau
þyrftu aðeins að velja skilnaðarsökina. Virðingu sinnar vegna kaus Mah-
med helzt andlega misþyrmingu, og sama kvöldið kingdi hann tvisvar
áður en hann hafði kjark til að segja Mahölu frá niðurstöðunni af sam-
talinu.
- Ágætt, svaraði hún rólega. Hvenær skrifum við undir? Að vísu
var skilnaðurinn bara á yfirborðinu, en eiginmaðurinn hefði nú samt
kosið að Mahala tæki sér þetta ekki svona létt. Slíkt kæruleysi . . .
Áður en mánuður var liðinn var alit komið i kring, og Mahmed keypti
sér farmiða til Triest. Hann var ánægður yfir að finna Jurödu aftur, 26
mánuðum eftir aðskilnað þeirra, alveg eins og hann hafði skilið við hana,
fyrirmyndar eiginkonu, sem Múhamed hafði gefið son. Sonur hans vai'
lifandi eftirmynd hans sjálfs. Honum hafði farið vel fram og hann leit
ljómandi vel út, þakkir séu peningunum sem sendir höfðu verið frá Ame-
ríku og iðjusemi móður hans, sem gerði hreint á útflytjendaskrifstof-
unni.
FYRSTA manneskjan sem tók á móti þeim í matvöruverzluninni var
Mahala, sem sat bak við búðarborðið. Hún horfði kæruleysislega á
aðkomufólkið, eins og hún þekkti þau ekki. Þessi kynlega framkoma
Mahölu hafði mikil áhrif á Jurödu, svo að hún þekkti varla aftur hina
litlu samkomu sina frá fyrri dögum i þessari glæsilegu konu. Hún gekk til
hennar og rétti fram hendina, um leið og hún sendi henni eitt af þess-
um sjaldgæfu, hrífandi brosum sínum. Mahala tók í hendina á henni, án
þess að endurgjalda brosið. Líkust hræddum sakborningi, sem komið er
á óvart, hugsaði Mahmed.
— Flýtum okkur upp til Tonys frænda, Mahala, og sýnum honum son
minn sagði hann.
ER OF MIKIÐ
GWEN DAVEIMPORT
Jurada átti líka von á barni, og hún bjóst við að barnið mundi fæðast um
sama leyti og barn Mahölu. Mahmed sem var 1 senn hamingjusamur og
áhyggjufullur, reyndi að tala um fyrir Mahölu af ennþá meiri strangleik:
— Við verðum að vera ennþá sparsamari, Mahala, skilurðu? Þú skilar
þvottavélinni aftur, og ég banna þér að fara í kvikmyndahús. Nú verður
það ekki aðeins ein manneskja, sem ég þarf að sækja til Evrópu, held-
ur tvær . . .
— - Hvar ætlarðu að láta þau búa ? spurði Mahala ósvífnislega. Það
er þröngt um okkur eins og er. 1 herbergi Tonys frænda kannski?
1 okkar herbergi auðvitað!
— - Nei, það samþykki ég ekki!
Mahmed trúði ekki sinum eigin eyrum. Hin blíðlynda og hlýðna
Mahala leyfði sér að segja nei! Og við hvern? Við hann sjálfan, mann-
inn hennar? Hann virti hana hugsandi og óánægður fyrir sér. Um nokkurt
skeið hafði munnurinn á henni verið útklindur i varalit, neglurnar lakk-
aðar og fallega, slétta hárið furðulega hrokkið. Hann sá að hún var
farin að líkjast amerisku stúlkunum og það gekk honum til hjarta. Mahmed
áleit réttast að leita hjálpar Tonys frænda til að leiða hana á í'étta braut
og hvað fékk hann að heyra?
- Mahala hefur rétt fyrir sér, sagði frændinn, það er ekki rúm fyrir
fjóra hérna. Gleymdu hinni konunni. Sendu henni peninga, ef þú vilt, en
hættu við að koma með hana hingað. Tvær konur eru alltof mikið.
- Tony frændi! Jurada er konan mín!
Smám saman varð Mahala ennþá sjálfstæðari. Hún fór að fara út og
láta sjá sig á götunum, þó hún væri komin sjö mánuði á leið, og hvert
var hún svosem að fara? Hvert? Jú, í einn af þessum skólum fyrir full-
orðna, þar- sem fólk lærir að lesa, skrifa og reikna. Það gat vel gengið að
hafa eina læsa og skrifandi lconu á heimilinu, en ef þær væru tvær? Og
hvað leidd svo af þessu? Það var ennþá alvarlegra mál: Mahala var ekki
lengui' góð húsmóðir.
Samkvæmt erfðavenjunum óskaði Mahmed eftir að eignast son, svo
að hann var fremur vonsvikinn, þegar stúlkubarn fæddist. Nú beindust
vonir hans og hugsanir með ennþá meiri ákafa til Jurödu. Mundi hún
fæða honum son? Já! Og hann fæddist af einhverri undarlegri tilviljun
sama daginn og dóttir Mahölu.
Átján mánuðir liðu áður en Mahmed gat lagt til hliðar nægilega mikið
fé til að borga kostnaðinn af hjónaskilnaðinum, en samt sem áður kom
En Mahala stöðvaði hann. - - Nei, sagði hún, bíddu hérna. Ég læt
hann koma niður. Svo kallaði hún upp stigann: — Tony! Tony! Komdu
snöggvast niður, ég þarf á þér að halda.
Loftið uppi yfir búðinni dúaði undir þungu fótataki, og hinn óhagg-
anlegi Tony kom i ljós.
— Frændi minn, ég kynni son minn og Jurödu konu mina fyrir þér, sagði
Mahmed og ljómaði af stolti. Loksins er fjölskyldan mín sameinuð. Um
leið og hann sagði þetta, gekk hann til Mahölu, til að faðma hana að sér
- Snertu Mahölu ekki, sagði Tony frændi. Hún er núna konan mín.
Mahmed varð svo undrandi að hann hörfaði aftur .á bak. — Hvað áttu
við? stamaði hann. Mahala er konan min.
•— Ekki lengur, við giftum okkur daginn eftir brottför þina.
Mahmed kingdi með erfiðismunum: — En enginn getur kvænzt kon-
unni minni! mótmælti hann. Ég á hana.
— Ertu búinn að gleyma skilnaðinum?
— En skilnaðurinn var bara til málamynda, stundi vesalings Mahmed.
Ekki frá minni hálfu, sagði Mahala ofur rólega.
Þetta getur ekki verið, sagði Mahmed aftur, en röddin var orðin
hikandi. Þú hefur ekki svikið mig svona svívirðilega . . .
Nú greip Tony fram í og sagði góðlátlega: — Svona, svona, þetta er
miklu betra þannig! Skiptum í bróðerni gjöfum AUah. Mahala og Fatima
verða kyrrar hérna hjá mér. Jurada, Hassan og þú komið ykkur fyrir ein-
hvers staðar í þessu hverfi. Þú heldur vinnunni hérna, og við skiptum
ágóðanum jafnt.
Mahmed hristi höfuðið, en gat engu svarað. Hann þui'fti tíma til að
átta sig eftir áfallið . . . En Jurada var undir eins búin að sætta sig við
þetta. Hún gekk til manns síns og stakk þýðlega litlu hendinni í lófa hans.
Mahmed þrýsti hana. Honum létti og það fór um hann hamingjustraum-
ur. Var ekki bstra, þegar öllu var á botninn hvolft, a3 losna við Mahölu mei
sína dýrkeyptu vcstrænu siði og sínar óaflátanlegu kröfur? Nú var það
Tony, sem átti að fullnægja þeim. Þessi ágæti frændi hans hafði vízt rétt
fyrir sér; í nýja heiminum dugði ein eiginlcona . . .
Jurada losaði hendina úr lófa hans og gekk til Mahölu. Hún hallaði
sér fram og skoðaði með athygli stóru eyrnahringina, sem Mahala var ný-
búin að kaupa sér í glingurbúðinni með nýja permanentinu sínu. Hún rétti
feimnislega fram hendina og strauk gljáandi málminn:
■— Pretty ... very pretty . . . muldraði hún á ensku.
m a n n, sem átti
tvær konur
Í