Vikan


Vikan - 04.10.1956, Blaðsíða 2

Vikan - 04.10.1956, Blaðsíða 2
Á hvaða tíma Ars lieldur Hús- mœðraskóli Reykjavikur saumanám- skeið ? Á hvaða tíma heldur hann mat- reiðslunámskeið ? Hvað taka þau langan tima? Hvað kosta þau hvert um sig? Er visst aldurstakmark á þeim? SVAR: Húsmæðraskóli Reykjavík- ur hefui' fimm vikna matreiðslu- námskeið, fjögur kvöld í viku. Þau byrja 1. okt. og síðan á fimm vikna fresti. Þar er ekki hægt að komast að fyrr enn seint í vetur. Húsmæðrafélag Reykjavíkur hefur aftur á móti bæði matreiðslu- og saumanámskeið, sem eru um það bil að hefjast. Saumanámskeiðin 1. okt. Þetta eru kvöldnámskeið, sem standa yfir í einn mánuð. Allar nán^ri upp- lýsingar um þessi námskeið geturðu fengið í síma 4740 og 1810. Miy langar til að biðja þig um að birta fyrir mig textann „Við kynntumst i Keflavík, hún Kata mín og ég“. Ég held að Ragnar Bjarna- soti syngi það. SVAR: Þetta er sænskt þjóðlag (Vármland), en við vitum ekki hvei' er höfundur íslenzka textans. Við kynntumst fyi'st í Keflavík hún Kata min og ég, á Kvennaskólastígnum. undir hólnum. Öllum vai' hún fremri, svo fríð og yndisleg, svo björt og glöð á nýja, græna kjólnum. Það hoppaði í mér hjartað, er hönd hún rétti mér. 1 hnjánum fann ég titring og sálin varð sem smér, en síðan er ég allur annar maður. Svar til Dídíar: Myndirnar getum víð því miður ekki birt. En formaður Víkings, Gunnar Már Pétursson, hjá FORSÍÐUM-YNIH N Skáksnillingurinn heitir ?■v h' ir Sverrisson og á heima á Suðuigöt'.1. 31. Hann ei' núna á þriðja árinu. Þegar skákmeistarinn Taimanof var hér á ferð, skrifaði hann nafnið sitt á myndina af hinni (vonum viði upprennandi stjöi'nu. MUNíO Almennunx tryggingum, getur vafa- laust sagt þér, hvort þær eru fáan- legar og hvernig þú getur þá eignast þær. Viltu gjöra svo vel að birta fyrir okkur utanáskrift þessara leikara og segja okkur hverrar þjóðar þcir eru: Tony Curtis, Janef Leight, Rock Hud- son, Dean Martin, Jerry Lewis, ’Jane Wyman, Silvana Mangano, Glen Ford. SVAR: Silvana Mangano er ítölsk, Glen Ford kanadískui', en hin eru öll bandarísk. Jei'ry Lewis og Dean Martin eru hjá Paramount Pictures, 5451 Marathon Street, Hollywood, Calif. U.S.A., Janet Leigh, Toni Cui'- tis og Glen Ford er að finna í Metro- Goldwyn-Mayer Studios, Culver City, Calif. Jane Wyman er hjá Warner Brothers, Burbank, California, U.S.A. Utanáskrift Silvönu Mangano og Rocks Hudson höfum við því miður ekki. Mig langar til að biðja þig um að gefa mér:ráð til þcss að fá löng og falleg bráhár. SVAR: Við kunnum ekkei't öruggt ráð til þess, en bráhárin sýnast lengri, ef byx-jað er að bursta alveg niður við augnalokin, þegar þau eru lituð. Sumum finnst gott að bursta þau upp úr vasilíni, en þáð er senni- lega aðeins , burstunin, sem gerir nokkuð gagn. Mig langar til að stunda nám við Bréfaskóla SlS, en ég veit ékki utan- áskrift hans. Viltu ekki vera svo góð að birta hana fyrir mig. Svo langar mig til að spyrja þig hvernig eigi að halda tómatatré lif- andi yfir veturinn. Ég sáði fræjun- um séinnililuta júlímánaðar. Plantan kom fljótt upp og er farin að blómstra. Þarf hún mikinn hita? Þarf að nota einhvern sérstakan áburð ? Á hvernig stað er bezt að geyma hana, í birtu eða skiigga? SVAR: Bréfaskóli SlS, Sambands- húsinu, Reykjavík. 1 Gróðurhúsabókinni frá 1951 er gvrn s-t>r C n. Þar -• A ie jsu rmiðf j "f- f .1 . Eftir þvi sem við komumst næst, hefurðu elvki valið allra ákjósanlegasta tím- ann til að sá. 1 fyrrnefndri grein. stendur eftii'farandi kiausa: ,,Þegar snemma er sáð, þarf allt aö þiággja mánaða tíma, þar til plönturnar eru hæfar til gróðursetn- ingar. Ef seint ei' sáð, iíða tveir mán- uðir. Siðan líða 60- -90 dagar frá gróðursetningu, þar til fyrstu ávext- irnir eru fuliþrozka. Það hefur verið vcnja, að sá til tómata laust eftii' áramót, og má þá gera ráii fyrir því, of tiðarfar hefur vcriö sæmilegt, eitt- lival notið sólai' og nægur hiti, að fyrstu ávextir þrozkist um mánaðar- mót mai júní. Nokkuð er gert aS þvi á Noi'Jurlöndum, að sá til tóm- ata að hausti til, en skoðanir manna eru all skiptar um gildi þess. iNokkur hætta er þá á, að neðsti klasinn fari forgörðum. Hins vegar hafa tilraun- ir leitt í ijós, að gerfisólir gera nokk- urt gagn, þegar um vetraruppeldi er að ræða. Hagkvæmt er þá talið að nota tvenskonar ljós. Á meðan jurt- irnar eru ungar og smáar er gott að nota Neondjós, en á síðara vaxtar- skeiði glóðarlampa.“ Seinna í greininni stendur: „Eins og fyrr ei' getið, á sáðmoldin að vera laus og sandblandin og ekki mjög áburðarrík. Þegai' svo fyrsta lauf- blaðið er myndað, ei' tími kominn til endurgróðursetningar. Sú mold, sem þá er notuð, er höfð ábui'ðarríkai'i en sáðmoldin, t. d. 6 hl. garðmold, 1 hl. sandui' og 1 hl. gamalt hrossa- tað eða kúamykja. Moldin skal vera sigtuð í gegnum 4—5 mm. vírnets- möskva. Þegar að fræplönturnar eru endurgróðursettar, skal setja þær í moldina upp að kímblöðum. Þýðingar- mikið er að sú mold, sem notuð er til gróðursetningar sé hæfilega rök. Að endurgróðursetningu lokinni skal vernda plönturnar fyrst í stað gegn sterku sólskini og skyggja þær. Hins vegar skulu plönturnar njóta eins góðrar birtu og frekast er unnt. Gæta skal þess vandlega að kassarnir þorni aldrei um of.“ Síðan er talað um áð eftir þrjár eða fjórar vikur megi setja jurtirn- ar í potta. „Sú mold sem notuð er í pottana, skal vera heldur áburðar- ríkari en sú, sem notuð var við end- urgróðursetningu. Fyrst eftir pott- un er ekki nauðsynlegt að vökva mik- ið, en varast skal að vökva með köldu vat: i . . . Plönturnar skulu njóta sem tc.ctrai' bii'tu. Ilitinn 15 -18° C., loft- rakinn aukinn með því aö úða ganga gróöurhússins. 1 sólskini er úðað yfir plönturnar." Vonandi koma þessai' upplýsingai- þci' að einhverju gagni, þó okkur hér sé ekki vel ljóst hvernig þú hefur k'jmist þetta langt, án þess að hafa nckkra hugmynd um allar þessar regliir. Kannski gefst það bara bezt aó vcra ekkert aö hugsa um þær! ViLu gjöra svo vel og segja mér liver’ gcfur út tímaritið Skák og hvar það hcfur afgreiðslut SVAR: Útgefandi ritsins mun vcra Birgir Sigurðsson í Isafoldar- pi'entsmiðju. Viliu birta fyrir mig Ijóðið um Síldveiðimgnninn. Ég held að Sig- urtur Ólason syngi það. Söngur síldveiðimannsins. Syngjandi sæll og glaður til síldveiða nú ég held. Þa5 er gaman á Grímseyjarsundi við glampandi kvöldsólareld, þegar hækkar í lest og hleðst mitt skip við háfana fleiri og fleiri. Svo landa ég síldinni sitt og hvað á Dalvik og Dagverðareyri. Soinna,. er sumri hallar og súld og bræla er, þá held ég fleyi til hafnar, í hi'ifningu skemmti ég mér á dunandi balli, við dillandi spil, og dansana fleiri og fleiri Og nóg er um hýreyg og heillandi sprund á Dalvík og Dagverðareyri. Steindórsprent prentar fyrir yður Tjornargötu 4 • Simi 1174 11 Bezt aö auglýsa í NCJRA MAGASIN IÐi KENNT MERKI FÆST .1) I Útgefandi VIKAN H.F., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ( Ástþó' • i, Tjarnargötu 4, sími 5004, pósthólf 365.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.